Morgunblaðið - 15.12.1989, Side 80

Morgunblaðið - 15.12.1989, Side 80
Kringlan 5 Sími 692500 SJOVA LMENNAR m EINKAREIKNINGUR Þ/NN í LANDSBANKANUM gr FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Lögreglan og Umferð- arráð legga fram til- lögu um ökuferilsskrá Eins og menn þori ekki að taka á málinu segir Böðvar Bragason, lögreglustjóri LÖGREGLAN í Reykjavík og Umferðarráð hafa lagt fram drög að ökuferilsskrá. Það er skrá yfir umferðarlagabrot ökumanna. Hér er um að ræða tölvufærða ökufer- ilsskrá á landsvísu til ad skrá umferðarlagabrot á samræmdan hátt. Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, sagði í gær að það gengi bæði seint og illa að koma ökuferils- skrá í gagnið. „Það hefur lengi ver- áhugamál lögreglunnar að skrá sérstaklega viss umferðarlagabrot og áminna ökumenn ef þeir verða sekir fundnir um endurtekin brot. Þrír dómsmálaráðherrar hafa sýnt Margeir og Jón L. unnu Jiáðir í gær JÓN L. Árnasson og Margeir Pét- ursson unnu báðir skákir sínar í 8. og næst síðustu umferð opins skákmóts á Mallorca sem lýkur í dag. Þeir eiga möguleika á að vinna sér rétt til þátttöku í for- keppni Heimsbikarskákmóta næsta árs en átta efstu menn mótsins öðlast þennan rétt. Helgi Ólafsson tapaði skák sinni í gær og á ekki lengur möguleika á sæti að þessu sinni. Jón L. og Margeir eru nú í 13.-20 sæti á mótinu með 5 'A vinning, hálf- um vinningu neðar en ellefu skák- menn sem deila 2.-12. sætinu. Helgi Olafsson er með 4 'A vinninga. Sovét- JPfcaðurinn Boris Gelfand er efstur með 7 vinninga. Jón L. hefur unnið þijár síðustu skákir sínar á mótinu, allar gegn stórmeisturum, þeim Savon og Dol- matov frá Sovétríkjunum og Kiril Georgiev frá Búlgaríu. Margeir vann í 8. umferð í gær þýska stórmeistar- ann Grospeter en tapaði þar áður fyrir Makaritsjef frá Sovétríkjunum. Áður hafði hann m.a. unnið undra- barnið Gata Kamskíj, sem er land- flótta Sovétmaður í Bandaríkjunum. Helgi Ólafsson tapaði í gær fyrir Maju Tsjiburdanidze, heimsmeistara kvenna, en hafði áður m.a. unnið júgóslavneska stórmeistarann Glig- oric. DAGAR TIL JÓLA þessu máli áhuga, en samt ekki séð sér fært að koma reglum um ökufer- ilsskrá fram. Það er eins og menn þori ekki að taka á þessu máli. Þetta mál hefur tekið of langan tíma. Það er betra að fá nei, heldur en að halda svona áfram,“ sagði Böðvar. Óli Þórðarson og Sigurður Helga- son hjá Umferðarráði, ásamt Ómari Smára Ármannssyni, lögreglu- manni, hafa myndað starfsmanna- hóp, sem hefur unnið tillögurnar um ökuferilsskrá. Unnið hefur verið eft- ir erlendri fyrirmynd. Aðallega hafa þeir horft til hugmynda Norðmanna og V-Þjóðveija. Þeir sögðust strax hafa stefnt að því að hafa reglurnar einfaldar. Þó svo að þetta kerfi yrði tekið upp, yrði áfram tekið hart á ofsaakstri og ölvunarakstri. Kerfið byggist upp á að öll um- ferðarlagabrot einstaklings eru skráð inn á tölvuskrá. Ef til dæmis sami ökumaðurinn yrði fundinn sek- ur um að bijóta þrisvar sinnum umferðarlagareglur, yrði hann kall- aður til viðtals. Ef það gengi ekki og ökumaðurinn myndi aftur verða sekur um umferðarlagabrot, yrði hann kallaður í hæfnispróf og síðan kæmi til þess að ökumaðurinn yrði látinn gangast aftur undir ökupróf. Morgunblaðið/Rúnar Þór Jólaleyfi frá Múlagöngum Jarðgangamenn í Ólafsfjarðarmúla taka jólaleyfi í dag og hvíla sig frá gangagerðinni til 7. janúar næstkomandi. Þeir eru komnir 2.680 metra inn í fjallið og eiga þá eftir 460 metra til að ná í gegn. Myndin er tekin þegar verið er að koma sprengihleðslum fyrir í berginu, en að jafnaði er sprengt þrisvar á dag. Sjá Akureyrarsíðu á bls. 44. Raufarhöfii: 400 þúsund í stað 4 millj. í tekjur af loðnuvertíð Raufarhöfn. LOÐNUVERTÍÐ fór með seinna móti í gang á Raufarhöfh. Haust- vertíðin 1988 hófst með því að Albert GK landaði 26. október, síðan hófst ekki löndun fyrir al- vöru fyrr en 18 nóvember og stóð til 17. désember, eða með öðrum orðum í einn mánuð, á því tíma- bili voru 46 landanir og gáfii 25.162,833 eða til jafnaðar 547 tonn i löndunum. Á yfirstandandi vertíð hófst lönd- un 7. desember og kl. 18.00 13. desember eru komin í land 2.284,544 tonn í 10 löndunum. Fyrir svona lítið sveitarfélag hefur þetta ákaflega mikla þýðingu eins og sjá má af því að þessi eini mán- uður á síðustu haustvertíð gefur sveitarfélaginu um það bil 4 milljón- ir í tekjur af landaðri loðnu, út- fluttum loðnuafurðum og öðrum gjöldum þeim rekstri tengdum. En í dag eru þessar tekjur sveitarfélag- anna kannski um 400 þús. kr. og fjórir sólarhringar eftir til jafn- lengdar á síðustu haustvertíð. En þrátt fyrir þessa tregðu á loðnuveið- um enn sem komið er, erum við bjartsýn á að úr rætist áður en langt um líður. — Helgi Loðnuleiðangurinn: Höfum fundið hrygning- argönguna við Kolbeinsey - segir Sveinn Sveinbjörnsson, leiðangursstjóri á Bjarna Sæmundssyni „VIÐ erum að lóna hérna inni á eins konar isbug nokkrar mílur til vesturs og norðvesturs frá Kolbeinseynni og höfum fundið töluvert af góðri loðnu. Hve mik- ið veit ég ekki, því mælingum er ólokið og ísinn hindrar okkur líka, en það er óhætt að segja að við höfum fundið hrygningar- göngu. Þetta er tveggja ára loðna, eðlileg að stærð og fitu, eða um 50% þyngri en sú, sem við fundum áður við Kolbeins- eyna,“ sagði Sveinn Sveinbjörns- son, Ieiðangurssljóri á Bjarna Sæmundssyni, í samtali við Morg- unblaðið í gær. Sveinn sagði, að loðnan stæði anzi djúpt, væri ekki veiðanleg vegna þess. Það væri meira lag- skiptuf sjór en tunglskin, sem ylli því. Yfirborð sjávarins á þessum slóðum væri jökulkalt, undir frost- marki, en 25 metrum neðar væri svo hlýsjávarlag, 5 gráðu heitt, og næði það allt niður á 150 til 200 metra. Þar fyrir neðan væri svo aftur kaldari sjór, sem hentaði loðn- unni, en hlýsjórinn virtist halda henni niðri. Þegar loðnan gengi austur, breyttust aðstæður væntan- lega til hins betra og því mætti segja að mun bjartara væri yfir veiðunum en áður. Hann sagði, að leiðangrinum lyki í síðasta lagi þann 20. þessa mánaðar og lægju þá nánari upplýsingar fyrir um hugs- anlega stærð göngunnar. Lítið var um að vera á loðnumið- unum síðastliðna nótt. Tunglskin var fram á morgun, en loks þykkn- aði í lofti um klukkan 6.30. Það reyndist ekki nægur tími fram að birtingu til að veiði yrði að nokkru marki. Beitir fór í gærmorgun til Neskaupstaðar með 200 tonn, en kvöldið áður fór Helga II til Siglu- fjarðar með um 1.000 tonn. Heild- araflinn er nú um 45.500 tonn. Mestan afla hefur Helga II fengið, 3.600 tonn. Þrír bátar hafa náð meiru en 2.000 tonnum. Það eru Hilmir með 2.923, Skarðsvík með 2.909 og Bjarni Ólafsson 2.772 tonn. Það er margt, sem ræður mögu- legum afla. Sum skipanna eru búin afar fullkomnum tækjum, sem gera skipstjórum kleift að sjá á skjá í brúnni hvernig loðnutorfan hegðar sér í sjónum og hvemig nótin vinn- ur. Dýpt nótarinnar er þó talin hafa úrslitaáhrifin, meðan loðnan stend- ur djúpt. Fjármálaráðherra um stjórn Borgarspítala: Kemur til greina að fresta gildistöku laganna um ár Málflutningur ráðherra byggður á ósannindum, segir borgarstjóri ÓLAFUR Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra segist telja að það komi til greina að fresta í eitt ár gildistöku ákvæða frumvarps um heilsugæzlu, sem nú er í með- förum Alþingis, að því er varði stjórn heilbrigðisstofnana í Reykjavík. Árið verði síðan notað til að komast að samkomulagi um málið. Borgaryfirvöld hafa and- mælt þeirri ráðagerð frumvarps- ins að ríkið yfirtaki stjórn Borg- arspítalans, þar sem hann sé í eigu Reykvíkinga. Fjármálaráðherra segir að það sé misskilningur að ríkið hafi verið að sækjast eftir því að hafa rekstur og yfirstjórn spítalanna með höndum. Ónnur sveitarfélög hafi verið mjög ánægð með þessa skipan mála, og því skuli lög um stjórn sjúkrahúsa taka gildi annars staðar en í Reykjavík. Davíð Oddsson borgarstjóri segir að fjármálaráðherra fari með ósann- indi; Borgarspítalinn hafi verið sett- ur á föst fjárlög í óþökk borgaryfir- valda árið 1986. Borgarstjóri segir jafnframt að aldrei hafi verið samið um stjórnir sjúkrahúsa í viðræðum ríkis og sveitarfélaga um verka- skipti. Það sé meginatriði í verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga að samið sé um hana og sjálfstæði beggja aðila virt. Sjá greln eftir borgarstjóra og frásögn i miðopnu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.