Morgunblaðið - 20.12.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.12.1989, Blaðsíða 14
i4 -——;:n:rrrrr-------------------- morgunblaðið miðvikudagur 20. desember 1989 Geíiim börnum okkar tíma og sníðum okkur stakk eí’tir vexti Hug-leiðing um jólaundirbúning og jólahald eftir Guðrúnu Krisíjánsdóttur Um daginn hitti ég móður sem ég kannast við í gegnum starf mitt. Við heilsuðumst og ég spurði hana hvernig gengi. Hún svaraði því til að henni fyndist jólin vera komin út í öfgar. Þau hjónin þyiftu að vinna svo mikið í desember að þau hefðu næstum engan tíma til að vera með börnunum eins og hún orðaði það. „Maður verður að geta gefið börnunum sínum sómasam- legar gjafir, börn gera orðið svo miklar kröfur nú til dags,“ bætti hún við. Þessi kona er ekkert einsdæmi í íslensku samfélagi nútímans. Margt fólk, jafnt foreldrar sem hjón og einstæðir, á erfitt með að láta enda ná saman á dögum sam- dráttar í efnahagslífi. Á slíkum tímum hljótum við að skera niður útgjöld á einhveijum sviðum. Það er þó sorglegt þegar niðurskurður- inn verður á mikilvægum sam- skiptum við okkar nánustu og umhyggju fyrir náunganum. Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Gildi jólaundirbúningsins eða aðventunnar, eins og við oft- ast köllum þennan tíma í desem- ber, er háð boðskap jólanna. í að- ventunni og um jólahátíðina sjálfa sameinumst við um þennan boð- skap með guðsþjónustu, lestri guð- spjallsins, og á táknrænan hátt með þjónustu og gjöfum hvers til annars að gömlum og góðum sið til að auðsýna hvert öðru vírðingu, ást og umhyggju. Vitringarnir forðum við jötu frelsarans komu, eins og við munum, færandi gjafir sem tákn um lotningu sína og stað- festingu þess að Jesús væri þeim mikilvægur. í jólamánuðinum ár hvert þurfa hjúkrunarfræðingar og læknar, sem annast börn, að fást við aukin veikindi og vanlíðan hjá börnum sem á einn eða annan hátt má rekja til „tímaskorts" umönnunar- aðila og mikils líkamlegs, tilfinn- ingalegs og félagslegs álag. Dæmi um viðfangsefni af þessum toga geta verið að barn nærist ekki, hefur ekki hægðir, líður af líkams- þurrki eða hefur minnkaða líkams- mótstöðu gegn sýkingum. Þó ber að hafa í huga að allt eru þetta einkenni sem einnig geta átt rætur að rekja til annarra ástæðna. Streita háir ekki eingöngu full- orðnum. Of mikið tilstand, mörg fjölmenn mannamót, s.s. jólaböll, óregla á máltíðum og óregiulegur svefntími veldur miklu álagi á börn, sérstaklega þau sem eru undir skólaaldri og viðkvæmust eru fyrir miklum röskunum á lífsmynstri. Það hefur ætíð verið í verka- hring foreldra að velja fyrir börn sín. Börn verða fyrir áhrifum bæði af auglýsingum og samanburði við aðra og biðja því oft um hitt og Guðrún Kristjánsdóttir „Hitt skiptir meira máli að við g'efum börnum okkar og okkur sjálfum meiri tíma til friðsam- leg-s samfélags hvert með öðru.“ þetta sem oft er ekki á valdi for- eldra þeirra að veita þeim eða er beinlínis ekki gott fyrir þau. Þau reyna að hafa áhrif á foreldra sína á svipaðan hátt og reynt var að hafa áhrif á þau. Hver kannast ekki við viðkvæðið eins og „mamma/pabbi! Pabbi og mamma hans Palla ætla að gefa honum tíu gíra hjól í jólagjöf." Flestir full- orðnir vita að börn verða að læra að aðstæður 0g efnahagur fólks eí ólíkur og hver og einn verður að sníða sér stakk eftir vexti. Ef börn fá endurtekið þau skilaboð að fátt sé eins mikilvægt í lífinu og það að eignast „dýrt dót“ eða njóta óhóflegs tilstands og „stuðs“, sérstaklega í kringum jólin, er ekki að undra þótt kröfur þeirra verði á sömu nótum. Þau finna það smátt og smátt að gildi þeirra fer fyrst og fremst eftir dótinu sem þau eiga. Ást foreldra til þeirra og umhyggja foreldranna verður í kjölfarið mæld í því hversu mikið þeir koma til móts við þessar kröf- ur. Besta fólk verður fyrir því að láta samanburðinn stjórna lífi sínu. Þó getum við öll tekið höndum saman og aukið kröfurnar á þeim sviðum lífsins sem í raun skipta okkur mestu og minnka kröfurnar til hlutanna sem, þegar öllu er á botninn hvolft, skilja lítið eftir sig. Hitt skiptir meira máli að við gef- um börnum okkar og okkur sjálf- um meiri tíma tiL friðsamlegs sam- félags hvert með öðru. Jólaösin minnir mig oft á mynd sem ungur drengur teiknaði einu sinni fyrir allmörgum áium og gaf mér, þar sem ég var að vinna á sjúkrahúsi úti á Iandi og birtist með þessari grein. Hjúkrunarfræð- ingar og læknar eiu oft sakaðir um að þeir gleymi sjúklingnum í allri tækninni og er það oft rétt- mæt gagnrýni. Það er ekki ein- göngu í kringum jólahátíðina sem áherslur okkar eru brenglaðar. Við hjúkrunarfræðignar og læknar verðum sífellt að staldra við líkt og aðrir til að íhuga hin raun- verulegu gildi sem líf og störf okk- ar miða við og eiga að þjóna. Tæknin og tólin („dótið“ ef svo má segja) eiga nefnilega að vera í þjónustu okkar og vera okkur til gagns og ánægju en ekki öfugt. Guð gefi okkur öllum gleðilega jólahátíð í faðmi þeirra sem elska okkur eins og við erum. Höfundur er leklor í barnahjúkrun við Háskóla íslands. ■ IÐUNN hefur gefið út bókina Kona að nafni Jackie eftir C. David Heymann. Hér er á ferðinni persónuleg ævisaga Jacqueline Kennedy Onassis, konu sem hefur í meira en aldarfjórðung hlotið meiri frægð og umtal en flestar kynsystur her.nar, segir í kynningu Iðunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.