Morgunblaðið - 20.12.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.12.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1989 35 Pálmi Jónsson um frumvarp til fjáraukalaga; „Þungur dómur yfir fj ármálaslj órninni “ Mjög ósáttir við ýmsar greiðslur, segir í neftidaráliti sljórnarliða „FRUMVARP til fjáraukalaga fyrir árið 1989 felur í sér beiðni til Alþingis um að staðfesta ním- lega 8.800 m.kr. ríkisútgjöld um- fram fjárlagaheimildir," sagði Pálmi Jónsson (S-Nv) í þingræðu í gær. Hann sagði að frumvarpið staðfesti í einu og öllu gagnrýni sljómarandstöðunnar á fjárlög líðandi árs og framkvæmd þeirra. Að stærstum hluta stendur Al- þingi frammi fyrir gerðum hlut. Aðeins 285 m.kr. af þessum 8.800 m.kr., sem heimilda er leitað fyr- ir, vóm ekki þegar eyddar eða eyðsla fastmælum bundin. Meiri hluti Qárveitinganefndar leggur til að hafha 117 m.kr. eyðslutil- lögum, samkvæmt frumvarpinu. Eyðsla og skuldbindandi ákvarðanir Sighvatur Björgvinsson (A-Vl), formaður fjárveitinganefndar, sagði að framkvæmdavaldið hafi þegar samþykkt aukafjárveitingar að fjár- hæð 8 milljarða, og 802 milljónir króna 1989. Þar af er þegar búið að greiða 2.275 m.kr. ogtaka skuld- bindandi ákvarðanir um greiðsiu 5.792 m.kr. Eftir stóðu 735 m.kr., sem ekki var búið að taka bindandi eyðsluákvörðun um. , Af þeirri fjárhæð vóru 350 m.kr. sem lagt var til að greiddar yrðu sem endurgreiðsla .á söluskatti til sjávarútvegs, iðnaðar, fiskeldis og loðdýraræktar. Ennfremur 100 m.kr. til Hlutafjársjóðs. Eftir stóðu því aðeins 285 m.kr. sem segja má að fjárveitinganefnd og' Alþingi hafi getað tekið afstöðu til, hvort greiða ætti eða ekki. Niður- staða fjárveitinganefndar var sú að hún leggur til í breytingartillögum sínum að af þessari fjárhæð ógreiddra óg óskuldbundinna auka- fjárveitinga verði tæpur helmingur eða um 117 m.kr. ekki samþykktur af Alþingi. Fjárveitinganeftid mjög ósátt við ýmsar greiðslur fjárhæð 3,3 m.kr.“ Þá sagði Sig- hvatur að nefndin gerði „alvarlega athugasemd" við ákveðinn fjárlaga- lið, „þátttaka alþingismanna í Alls- heijarþingi Sameinuðu þjóðanna“, það er greiðslu á „ferða- og dvalar- kostnaði fyrir mann serh ekki er alþingismaður", þótt fyrir liggi að „óheimilt sé með öllu að greiða af þessu viðfangsefni útgjöld vegna annarra en alþingismanna ...“ Frumvarpið er harður dómur yfir fjár málastjórninni Pálmi Jónsson (S-Nv) mælti fyr- ir nefndaráliti stjórnarandstöðu, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Samtaka um kvennalista í fjáiveit- inganefnd standa að-. Hann sagði m.a. að þetta stjórnarfrumvarp um fjáraukalög 1989 væri harður dóm- ur yfir fjármálastjórn fjármálaráð- herra og ríkisstjórnar. Sá dómur sannar þrennt, sagði þingmaðurinn, 1) að afgreiðsla fjárlaga fyrir þetta ár hefur reynzt óraunhæf, 2) að fjármál ríkisins hafa farið hrapal- lega úr böndunum í höndum fjár- málaráðherrans og 3) að gagnrýni stjórnarandstöðu við fjárlagagerð- ina hefur verið staðfest af raun- veruleikanum. Fjárlög, sem kváðu á um tekjuaf- gang, enda í a.m.k. fimm milljarða króna halla. Frumvarp þetta að fjáraukalögum staðfestir að útgjöld umfram fjárlagaheimildir fara lang- leiðina í 8.800 m.kr. Það eru ekki raunsæ fjárlög eða eftirbreytniverð fjármálastjórn sem slík niðurstaða sýnir. Frumvai'pið veitir fjárveitinga- nefnd og Alþingi aðeins að hverf- andi leyti aðstöðu til að hafna þeirri ríkissjóðseyðslu umfram fjárlög, sem það tíundar, þar sem aðeins lítiil hluti umframeyðslunnar, það er 285 m.kr. af 8.800 m.kr., er ekki þegar ráðstafað. Alþingi stend- ur að lang stærstum hluta frammi fyrir gerðum hlut. Fi-umvarp til fjáraukalaga gegnir þó því gagnsama hlutverki að sýna stefnuna og stjórnina á ríkisfjármál- unum í réttu ljósi. ' Pálmi vakti athygli á ummælum formanns fjárveitinganefndar þess efnis að margar aukafjárveitingar fjármálaráðherra hefðu ekki hlotið samþykki nefndarinnar ef þær hefðu verið lagðar fyrirfram fyrir nefndina. Lýsti Pálmi andstöðu sinni við það vald sem fjármálaráðherra hefði tekið sér ásamt öðrum ráð- herrum til þess að ráða starfsmenn í sína þjónustu án nokkurra heim- ilda. Hvað voru Albert og Þorsteinn að fela? Ólafúr Ragnar Grímsson fjár- inálaráðherra gagnrýndi málflutn- ing Pálma Jónssonar harkalega. Benti hann á að hann hefði í fyrra lagt fram frumvörp til fjárlaga sem Þorsteinn Pálsson og Albert Guð- mundsson hefðu átt að leggja fram. Með því að leggja fram frumvarp til fjáraukalaga fyrir þetta ár nú, væri hann í raun að færa vald aftur til þingsins sem sjálfstæðismenn hefðu tekið af því. Hann hefði held- ur ekkert að fela í sínu ráðuneyti, eins og reyndin virtist vera með sjálfstæðismenn; að minnsta kosti hefðu þeir ekki séð ástæðu til þess að ræða lið fyrir lið fjáraukalög áranna 1983 til 1986, þegar þau hefðu verið lögð fram, enda greini- lega um viðkvæmt mál að ræða. Ráðherra taldi fullkomlega eðlilegt að fjárveitinganefnd kæmi með ein- hveijar breytingatillögur við frum- varpið; það væri ekki gagnrýnisefni að nefndin tæki á þann hátt virkan þátt í gerð laganna. Ráðherra taldi hins vegar að nefndin hefði ekki breytt frumvarpinu í neinum megin- atriðum. ,,Tímamótafjárlögin“ óraunhæf Málmfríður Sigurðardóttir (SK/Ne) kvað það rétt að fjárveit- inganefnd hefði ekki breytt frum- varpinu í neinum meginatriðum, enda hefði það ekki verið hægt, þar Pálmi Jónsson sem greiðslur hefðu þegar farið fram. Málmfríður sagði menn geta verið sammála um það að ekki væri unnt að búa þannig um hnúta að fjárlög stemmdu upp á krónu, en hins vegar hefði vísvitandi verið gengið frá fjárlögum sem gæfu ranga mynd, þar eð unnt hefði ver- ið að sjá margt af útgjöldunum fyr- ir. Taldi Málmfríður að „tímamótaf- járlögin" fyrir þetta ár hefðu verið óraunhæf og gagnrýni stjórnarand- stöðunnar réttmæt. „Allar spár stjórnarandstöðunnar hafa ræst og á því ber ríkisstjórnin ábyrgð,“ sagði Málmfríður. Friður við sveitarfélögin nauðsyn Alexander Stefánsson (F/Vl) sagði í ræðu sinni að með framlagn- ingu frumvarpsins væri brotið blað í meðferð ríkisfjármála. Fagnaði þingmaðurinn frumkvæði ráðherr- ans í þessu máli. Taldi Alexander að aldrei væri unnt að ná tökum á ríkisfjármálum, nema með þessum vinnubrögðum. Alexander tók einn- ig fram að það væri mjög mikil- vægt, þegar fjárlög og fjáraukalög væru afgreidd, að ekki ríkti ófriður milli ríkis og sveitarfélaga vegna verkskiptingar. Mikil vinna hefði verið lögð í verkaskiptingarlögin og því mætti ekki spilla. Stofnanir á föst fjárlög Svavar Gestsson menntamála- ráðherra kom fram með þá athuga- semd varðandi vinnubrögð fjárveit- inganefndar að ekki ætti nefndin einasta að yf irheyra yf irmenn stofn- ana, heldur ætti nefndin einnig að kaila á sinn fund viðkomandi fag- ráðherra. Einnig taldi hann það umhugsunarefni hvort ekki væri rétt að koma ríkisstofnun eins og til dæmis Þjóðleikhúsinu og Sin- fóníuhljómsveitinni á föst fjárlög. Með þessu móti yrði ábyrgð færð til stofnananna. Við frumvarpið sjálft kvaðst ráðherra hafa að at- huga að ekki gengi að fella niður aukafjárveitingu til Þjóðarbókhlöð- unnar, þar sem þegar væri búið að gera bindandi samninga. Einnig gagnrýndi hann að ekki væri stað- fest fjárveiting til meðferðarheimilis fyrir unga fíkniefnaneytendur. Hvað var Ragnar Arnalds að fela? Matthías Á. Mathiesen (S/Rn) taldi fjármálaráðherra hafa í ræðu sinni farið full fljótt yfir sögu, þann- ig að hann hefði gleymt ýmsum grundvallarstaðreyndum. Taldi hann rétt að minna á það að þegar sjálfstæðismenn hefðu setið í fjár- málaráðuneytinu á síðasta áratug hefðu fjáraukalög yfirleitt verið lögð fram ári eftir eða tveimur. Þá hefði ekki verið unnt að leggja fram fjáraukalagafrumvarp á sama ári. Hann taldi og rétt að benda á að fyrrverandi fjármálaráðherra, Ragnar Arnalds, liefði í sinni tíð ekki lagt fram neitt fjáraukalaga- frumvarp fyrir sín ár í sæti fjár- málaráðherra. „Vildi hann leyna einhveiju?“ Þingmaðurinn benti á að frurhvarp til fjáraukalaga sem lagt hefði verið fram og samþykkt fyrir árin 1981 til 1986 á síðasta þingi. Af þessum sex árum hefðu ' ‘ þijú fyrstu verið frá ráðherratíð Ragnars Arnalds. 1,5 milljarður týnist Kristinn Pétursson (S/Al) minnti fjármálaráðherra á það að að fyrir 14 mánuðum hefði hann bent ráðherra á það að leggja þyrfti fram á þessu ári fjáraukalög íyrir árið 1989. Kristinn benti og á það að hann hefði minnt ráðherra á það þrisvar sinnum að ekki mætti eign- færa skuld Verðjöfnunarsjóðs fisk--* iðnaðarins. Ráðherra hefði hins veg- ar ávallt hunsað spurningar hans um þetta efni og ekki svarað. Benti Kristinn á að forsætis- og sjávarút- vegsráðherra hefðu gefið yfirlýs- ingu um það að frystingin þyrfti ekki að endurgreiða verðbætur Verðjöfnunarsjóðs. Væri því ekki unnt að eignfæra þessa upphæð í ríkisreikningum. Taldist Iíristni svo til, að þegar reiknað væri með þess- ari 1,5 milljarðs skuld og því að fjáraukalögin tækju ekki til desemb- ermánaðar, væri hallinn á ríkissjóði , fyrir síðasta ár 10 milljarðar. Umræðum um fjáraukalög var haldið áfram á kvöldfundi í gær- kvöldi. f-. Formaður fjárveitinganefndar gerði í ítarlegu máli grein fyrir verk- lagi og breytingartillögum fjárveit- inganefndar. Hann sagði nefndina, fulltrúa stjórnar og stjórnarand- stöðu, sammála um ýmsar breyting- artillögur, svó sem varðandi við- haldsverkefni á Bessastöðum, stofn- kostnað Stýrimannaskóla, Vegagerð ríkisins, hafnamál o.fl. Agreiningur væri um önnur atriði. Formaðurinn sagði að fjárveit- inganefnd hafi markað þá megin- stefnu að gera ekki tillögur um að felldar verði niður greiðsluheimildir vegna aukafjárveitinga sem þegar er búið að inna af hendi eða skuld- binda. Engu að síður væri nefndin „mjög ósátt við ýmsar þær greiðslur sem ákvarðanir hafi þannig verið teknar um og búið er að inna af hendi og myndi ekki hafa lagt til að þær yrðu samþykktar ef Alþingi gæti nokkru þar um breytt". Nefndi hann m.a. til greiðslu „sem færð er undir landbúnaðar- ráðuneytið vegna tilraunastarfsemi Silfurstjörnunnar hf. með sjótöku úr borholum í sandi til laxeldis að Guðrún Helgadóttir, forseti Sameinaðs þings: Þinghald milli jóla og nýárs AGREININ GUR um málefui Borgarspítala og kostnað við tannlæknaþjónustu mun að sögn Guðrúnar Helgadóttur, forseta Sameinaðs þings, leiða til þess að þing verði haldið milli jóla og nýárs. Telur Guðrún að harka sú sem hlaupin sé í stjórnarandstöð- una sé ekki komin úr þinginu. Guðrún sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að undanfarið hefðu menn lagt hart að sér við að ná sam- komulagi um þingstörfin á næst- unni. Sagði hún að stjórnin hefði boðist til þess að fresta fjórum af sínum málum fram yfir nýár, þingi lyki 21. desember og það hæfist aft- ur 22. janúar. „Það var hins vegar ekki búið að afgreiða ágreining varð- andi Borgarspítalann og kostnað við tannlækningar. Voru tveir menn sett- ir í það í nótt að leita samkomulags en án árangurs.“ Taldi Guðrún það fráleitt að fallast á óskir sjálfstæðis- manna um það að ríkið greiði allan kostnað við Borgarspítalann en Reykjavík ráði honum. Einnig taldi hún það fráleitt að fallast á þá kröfu Davíðs Oddssonar um að ríkið taki á sig 359 milljóna kostnað vegna tannlækninga. „Við hirðum ekki um samkomulag á þessum nótum,“ sagði Guðrún. Guðrún taldi það liggja ljóst fyrir að tefja ætti þingstörf. Kvaðst Guð- rún harma það mjög ef ekki tækist að klára þingstörf fyrir jólahlé og boða þyrfti fund milli jóla og nýárs. kæmi það sér illa fyrir þingmenn utan af landi. í samtali við Morgunblaðið um Guðrún Helgadóttir kvöldmatarleytið sagði Guðrún að líkur væri á kvöld- og næturfundi til að afgreiða fjáraukalög. Að lok- inni umræðu um þau tækju við fund- ir í deildum og því næst yrði Samein- að þing kallað aftur saman til að fjalla um skýrslu utanríkisráðherra um EB/EFTA-viðræðurnar. Deilda- fundir eru fyrirhugaðir á miðvikudag og síðasta umræða fjárlaga á fimmtudag. Þingfundir verða á föstudag, en ekki taldi Guðrún líkur vera á fundi á laugardag. Guðrún taldi það vera afskaplega sérstæða stöðu að stjórnarandstaðan reyndi á svo augljósan hátt að reyna að koma í veg fyrir afgreiðslu tekju- öflunarfrumvarpa og fjárlaga á til- settum tíma. „Þetta er afar sérkenni- leg harka, sem ég hygg að komi ekki úr þinginu," sagði Guðrún og átti þá við Davíð Oddsson borgar- stjóra. STRANDGATAN HAFNARFIRÐI Verslun og þjónusta. Verið velkomin. Miðbæjarsamtökin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.