Morgunblaðið - 20.12.1989, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1989
Listakonan Hall-
björg Bjarnadóttir
HALLBJÖRG eftir sínu hjartans
lagi nefhist bók eftir Stefán Jök-
ulsson, sem Tákn hefur gefið út.
Á bókarkápu segir: „Fimmtán
ára gömul fór Hallbjörg Bjarna-
dóttir ein sins liðs til útlanda til
að læra að syngja og sigra heim-
inn. Liðlega tvítug kom hún heim
og söng fyrir troðfullu húsi á
hverri söngskemmtuninni á fætur
annarri. Hún söng djasslög fyrst
■ BÓKAGJÖF- Kristján Aðal-
steinsson, fyrrum skipstjóri á Gull-
fossi, færði nýlega Bókasefni Sjó-
mannaskólans bókagjöf. í gjöf
Kristjáns eru öll helstu sjómanna-
blöð landsins, eins og Sjómanna-
blaðið Víkingur, Sjómannadags-
blaðið, Sjómannadagsblað Vest-
mannaeyja, Sjómaðurinn, Blik og
Hrafnista. Margir árgangarnir eru
í skinnbandi. Þetta er verðmæt gjöf
þar sem fyrstu árgangar sjómanna-
blaðanna eru algjörlega ófáanlegir.
Auk þess færði Kristján safninu
fallegt mastur til flaggmerkjagjafa.
Mastrið er ættað frá Leningrad.
Hallbjörg Stefán Jökuls-
Bjarnadóttir son
kvenna á íslandi og varð fyrir að-
kasti af þeim sökum.
Svo var hún á faraldsfæti í þrett-
án ár og skemmti fólki víða um
lönd. Loks lá leið hennar til Banda-
ríkjanna og þar missti hún rödd-
ina, gat ekki sungið lengur. Þá fór
hún að syngja á léreft og málverk
hennar seldust eins og heitar
lummur.
Þetta er frásögn umtalaðrar
konu sem hefur ekki látið neitt
uppskátt um líf sitt utan sviðsljós-
anna fyrr en nú. Þetta er saga um
gleði og sorg, átök og öfund. Þetta
er frásögn fjölhæfrar listakonu
sem var og er einstök í sinni röð.
ix .. Grófin
kl. 20.00 .
/.7/hW/tf X
h'fHuvont
HdRafdl
l»ríhnwkar
Bláfjallaskáii
Sjóferðir NVSV/
er haldið veður^fram 1990
Flugferðir *
yfir höfuðborgarsvæðið,
framtíðarsýn
:
J tískjn-
♦ hltó
Fossvogur •#,
VETRARSÓLSTOÐUFERÐ1989
Bláfjallaleið, göngu- og hjólreiðastígur, framtíðarsýn
Rútuferð NVSV á vetrarsólstöðum 1989,
Bláfjallahringurinn
Hugmynd NVSV um göngu- og hjólreiðastíg
—að fjallabaki, framtiðasýn
Bláfjallaleiðin, stikuð göngu- og skiðagönguleið
með fræðslustöðvum, kynnt á haustjafndægri 1988
sem framtiðarsýn NVSV
. .....
XOPAVOGUR
Vh.
\ iflls
KcrtinnarskarA
mrgMkm/m
Heiðin há
ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
ÞARABAKKI3, SÍMI 670100
HOOVER Compact Electronic 1100
Burt með rykið
fyrir ótrúlega
lágt verð!
Kr. 1 1 .286,-
N áttú ruverndarfclag Suðvesturlands:
Sólstöðuferð
Náttúruverndarfélag Suðvesturlands efhir til sólstöðuferðar að
kvöldi finimtudagsins 21. desember. Tilgangur ferðarinnar er að
vekja atliygli á þessum merka degi, en kl. 21.20 fer sólin að hækka
aftur á ferli sinum og daginn að lengja á ný. Rökkur þarf ekki að
hindra skemmtileg ferðalög og jafhvel ekki heldur útivist ef tungl-
skins og stjörnubii-tu nýtur.
Til þess að kynna þetta höfum
við fengið þá Sigmund Einarsson
jarðfræðing, Jóhann Guðjónsson
líffræðing og Tómas Einarsson
kennara til að fjalla um náttúrufar,
sögu og sagnir svæðisins sem ekið
verður um við þessar óvenjulegu
kringumstæður. Lagt verður af stað
kl. 20.00 með rútu frá Grófartorgi,
Bólvirkinu bak við Álafossbúðina,
frá Náttúrufræðistofnun íslands við
Hlemm kl. 20.05 og frá Árbæjar-
safni kl. 20.15. Síðan verður ekið
upp í Bláfjallaskála. Þar verður
boðið upp á kaffisopa og kynnt þau
verkefni sem NVSV hyggst vinna
að fram að votjafndægri og ræddar
nýjar hugmyndir um hvað er til
ráða til að umhverfis- og náttúru-
verndarmál verði mál hins almenna
borgara.
Ef aðstæður leyfa verður farið í
stóllyftu upp á Bláfjöll, þar verður
boðið upp á stjörnuskoðun og útsýn-
isins notið.
Til baka verður farin syðri leiðin
og komið til Reykjavíkur um kl.
23.00. Allir eru velkomnir í ferðina.
Fargjald með kaffisopa verður kr.
600. (Frá NVSV)
TOSHIBA SJOISIVARRSTÆKI
Við fengum takmarkað magn afþessum gæðalitsjónvörpum frá TOSHIBA
á einstöku verði.
* Flatur, kantaðurskjármeðfínniupplausn, hægtaðsitjaí2mfjarlægðfrá
tækinu.
* Fullkomin fjarstýring, allarskipanirbirtastáskjánum, en hverfa að 5 sek.
liðnum.
* Gert fyrir framtíðina, tekur við útsendingum frá öllum kerfum: PAL
(evrópska), SECAM (franska), NTSC (bandaríska).
* SUPER VHStengingogEURO-AVtengifyrirmyndbandstæki, hljómtæki,
tölvur og gerfihnattamóttöku.
* Tímarofi, sem getur slökkt á tækinu að 30, 60 90 eða 120 mínútum
liðnum.
Þetta er jólagjöf allrar fjölskyldunnar í ár. Hafið hraðar hendur, því svona
B tækifæri til að endurnýja gamla tækið gefst ekki aftur á næstunni!
‘ Staðgreiðsluverð.
Afborgunarverð erkr. 89.900
Einar Farestveit & Co hf.
Borgartúni 28 — 2? 16995 og 622900