Morgunblaðið - 20.12.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.12.1989, Blaðsíða 26
MM3S3CI QIM ia/.u; 26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1989 Dé Longhi djúp- steikingarpotturinn er byltingarkennd nýjung Vcrd adcins hr. 10.990,- sladgrcitt Hallandi karfa, sem snýst meðan á steikingu stendur: • jafnari steiking • notar aðeins 1,2 Itr. af olíu í stað 3ja Itr. í venjulegum" pottum • styttri steikingartíma • 50% orkusparnaður —50%— (OeLonghi) Dé Longhi erfallegur fyrirferðarlítill ogfljótur iFanix HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420 Austur-Þýskaland: Brandenborgarhliðið verður opnað fyrir jól Berlín. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. BRANDENBORGARHLIÐIÐ milli austur- og vesturhluta Berlínar verð- ur opnað fyrir umferð fótgangandi vegfarenda fyrir jól. Þar með verð- ur Berlínarmúrinn endanlega fallinn. En þrátt fyrir þær breytingar sem átt hafa sér stað i Austur-Þýskalandi á undanfornum vikum flytj- ast yfir þúsund manns á dag til Vestur-Þýskalands. Austur-Þýskalands verða haldnar í maímánuði. Enginn hefur hugmynd um hver úrslit þeirra verða. Fjár- hagsstuðningur að vestan mun koma nokkrum flokkum til góða. Austur- þýski Jafnaðarmannaflokkurinn hyggst til dæmis vinna náið með bræðraflokki sínum í Vestur-Þýska- landi. Sumir spá honum velgengni í kosningunum. Þjóð sem búið hefur við sósíalískan áróður í 40 ár gæti álitið kristilega demókrata og Lýð- ræðislega vakningu of hægrisinnaða flokka og kunnað að meta markaðs- hyggju jafnaðarmann^. Stofnendur og talsmenn sumra flokkanna eru orðnir þekktir en enginn þeirra nýtur þó almannahylli. Stjórnarandstaðan á sér engan leiðtoga eins og Lech Walesa í Póllandi eða Vaclav Havel í Tékkóslóvakíu. 270 Austur-Þjóðverjar leita hæiis daglega í vesturhluta Berlínar. Flóttamannabúðir í Marienfelde eru yfirfullar en fólk lætur það ekki aftra sér. Rúmlega tvítugur matsveinn sagðist vilja reyna fyrir sér í Sam- bandslýðveldinu: „Tækifærið býðst og ég vil nýta mér það,“ sagði hann. „Þar með er ekki sagt að ég sé end- anlega fluttur frá Austur-Þýska- landi, kannski sný ég aftur eftir þijú til fjögur ár.“ Annar sagði að fólk yfirgæfi Austur-Þýskaland vegna óvissunnar sem þar ríkti. „Það veit enginn hvað verður um austur-þýska markið og margir óttast að efnahags- ástandið versni á næstu árum frekar en hitt“. Nýir flokkar og stjórnmálahreyf- mgar spretta upp eins og gorkúlur. I bytjun bar mikið á samtökum sósía- lista sem einkum vildu beita sér fyr- ir umhverfisvernd en smátt og smátt hafa borgaralegir umhverfissinnar látið meira á sér bera og aðrir hafa hætt að minnast á sósíalismann. AU- ir bera hag umhverfisins fyrir bijósti enda fer það tæpast framhjá nokkr- um manni að ástandið er hroðalegt. Nýju flokkarnir eiga erfitt upp- dráttar. ■ Kommúnistaflokkurinn SED/PDS býr yfir rótgrónu skipu- lagi og reynslu og hefur völdin í hendi sér. Nýju flokkarnir hafa á hinn bóginn hvorki málgögn, skrif- stofur, ritara, síma né fjölritara. Þeir láta það’ekki aftra sér og í vik- unni var nýr Framsóknarflokkur stofnaður og eins flokkar marxista og græningja. Fyrstu ftjálsu kosningarnar í sögu Reuter Sprengjuherferð í Bandaríkjunum Lögregla og sprengjusérfræðingar meðhöndla hér sprengju sem fannst á mánudag í dómhúsi í Atlanta í Bandaríkjunum. Sama dag fórst lögmaður í borginni Savannah sem einnig er í Georgíu-ríki þegar sprengja sprakk í bréfi sem hann fékk. Á laugardag lést dóm- ari í borginni Birmingham í Alabama-ríki af sömu sökum. Ekki er talið útilokað að sprengjutilræðin þijú tengist og eru fíkniefnasalar grunaðir um að vera valdir að morðunum tveimur. Kirkjukórasamband Austurlands Snældndskórinn heldur tónleika í Langholtskirkju í dag, miðviku- dag 20. desember kl. 20.30. Einsöngvári með kórnum er Laufey Egilsdóttir. • • KARLAMANNAFOT Nýír litir, ný snið. Verð kr. 9.900,- Terylenebuxur, stærðir uppí 128 cm. Verð kr. 1995,- til 2.480,- Sokkar og bindi. Skyrtur stærðir 39-46. Kuldaúplur, blússur, peysur, hattar og húfur. Mikið úrval, gott verð. Andrés, Skólavörðustíg 22a, s. 18250. Dags. 18.12.1989 NR. 102 VAKORT Númer eftirlýstra korta 4548 9000 0028 0984 4507 4500 0006 7063 4548 9000 0019 5166 4507 4200 0002 9009 4548 9000 0027 8186 4548 9000 0024 6738 4507 4500 0009 3267 4507 4400 0001 7234 Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og vísa á vágest. VISA ISLAND Kólumbía: Eiturlyfjakóngur sagður hafa áformað árás á Bush Bogota, London. Reuter, Daily Telegraph. DAGBLÖÐ í Kólumbíu skýrðu frá því í gær að kólumbíski eiturlyfja- kóngurinn Jose Gonzalo Rodriguez Gacha, sem beið bana í skot- bardaga við lögreglu á íostudag, hefði að öllum likindum ætlað að skipuleggja árás á George Bush Bandaríkjaforseta á fundi leiðtoga fjögurra Ameríkuríkja um eiturlyijavandann í febrúar nk. Yfírmað- ur kólumbisku öryggislögreglunnar sagði að engin hætta væri á slíkri árás. Rodriguez Gacha, sem einnig var nefndur „Mexíkómaðurinn", beið bana ásamt syni sínum og fimm lífvörðum í bardaga við sérsveit kólumbísku lögreglunnar. Hann var annar valdamesti maðurinn í Med- ellin-smyglhringnum og er dauði hans mesta áfallið sem hringurinn hefur orðið fyrir frá því kólumbísk stjórnvöld sögðu eiturlyfjasmyglur- um stríð á hepdur 18. ágúst. Lög- reglan leggur nú áherslu á að ná höfuðpaur hringsins, Pablo Es- cobar, og er viðbúin hefndaraðgerð- um. Bresku sérsveitirnar SAS, sem sérhæfa sig í aðgerðum gegn hryðjuverkamönnum, undirbjuggu • árásina á Rodriguez Gacha, að sögn breska dagblaðsins Daily Tele- graph. SAS hafði nýlokið þjálfun kólumbísku sérsveitarinnar og þrír breskir sérfræðingar skipulögðu árásina á eiturlyfjakónginn ill- ræmda. Sonur hans hafði verið í fangelsi í tvo mánuði en er honum var sleppt gat öryggislögreglan elt hann á felustað föðurins. Óstað- festar fregnir herma að eiturlyfja- kóngurinn hafi framið sjálfsmorð með handsprengju. Kólumbíska dagblaðið • E1 Espectador skýrði frá því á mánu- dag að lögreglan væri að leita að hópi manna, sem Rodriguez Gacha hefði að öllum líkindum haft samráð við um árás á George Bush Banda- ríkjaforseta. La Prensa sagði að Rodriguez Gacha hefði mælt sér mót við Pablo Escobar í bæ skammt frá Cartagena, þar sem fundurinn verður haldinn, til að skipuleggja árásina. Miguel Maza Marquez, yfirmaður kólumbísku öryggislög- reglunnar, kvaðst ekki hafa neinar upplýsingar um slíka árás og sagði lögregluna geta tryggt öryggi Bush. Bandaríska tímaritið Newsweek hefur skýrt frá því að kólumbískir eiturlyfjasmyglhringir hafi sett 30 milljónir dollara (1,8 milljarða ísl. kr.) til höfuðs Bandaríkjaforseta. Bush vísaði þessari frétt á bug og neitaði því að hann myndi stefna lífi sínu í hættu með því að fara á fundinn í Cartagena. Skotland: Minnkandi kvóti veldur vanda í skozkri útgerð St. Andrews, frá Guðmimdi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. MINNKANDI kvóti veldur skozkum útgerðarmönnum miklum vanda. Um 30 þúsund störf í norðausturhluta Skotlands tengjast veiðum í Norðursjó. Nú hafa sjávarútvegsráðherrar Evrópubanda- lagsins (EB) ákveðið að skera niður veiðiheimildir á miðum skoskra sjómanna. Árið 1988 veiddu brezk skip rúmlega 130 þúsund tonn af ýsu í Norðursjó. Tillögur EB kváðu á um, að á næsta ári yrði heildarýsuafli brezkra skipa 32 þúsund tonn, en niðurstaðan varð 37 þúsund tonn. Brezk skip veiða í ár um 60 þús- und tonn af ýsu. Skozk skip veiða rúmlega 70% af heildarafla Breta. Niðurskurðurinn er svipaður fyrir þorsk og makríl. John Gummer, sjávarútvegsráð- herra, og Malcoím Rifkind, Skot- landsmáiaráðherra, sátu fund framkvæmdanefndar EB, sem lauk í gær. Rifkind lagði mikla áherzlu á, að farið yrði að tillögum vísinda- manna en ekki framkvæmdanefnd- ar EB. Niðurstaðan varð, að farið var eftir tillögum vísindamann- anna, en þær voru þó nokkru hærri en framkvæmdanefndarinnar. Talsmenn skozkra sjómanna segja þennan niðurskurð vera mik- ið áfall fyrir skozkan fiskiðnað og atvinnuleysi í sjómannastétt muni aukast verulega. Sömuleiðis séu mörg þúsund störf í landi í hættu. Áætlað er að um fjögur störf séu í landi fyrir hvert starf á sjó. Talið er að útgerðarmenn muni leggja skipum sínum í að minnsta kosti 10 daga í mánuði til að jafna veið- unum á árið fremur en að veiða fram á mitt næsta ár og leggja skipunum í allt að sex mánuði. Erfiðleikar í útgerð hafa einnig aukizt vegna hárra vaxta í Bret- landi á þessu ári. Mörg útgerðar- fyrirtæki geta orðið gjaldþrota vegna minni afla og hækkaðra vaxta. Skozkir útgerðarmenn vilja að búinn verði til úreldingarsjóður, sem aðstoði menn við að hætta útgerð. Nú er skozki flotinn rúm- lega 2.300 bátar og togarar og EB áætlar að hann þurfi að minnka um 20% fyrir árið 1991. Yfirvöld eru treg tii að leggja fé í slíkan sjóð vegna þess '\ð það hefur verið gert áður og brezka ríkisendur- skoðunin telur að þá hafi útgerðar- menn misnotað hann. Einnig er ágreiningur um, hvort slík aðgerð muni hafa tilætlaðar afleiðingar. Skozkir sjómenn hafa einnig bent á, að mun harðara eftirlit verði að hafa með veiðunum. Frá því byijað var að nota kvóta árið 1977 innan EB, hafi þróast margv- íslegar aðferðir til að komast fram hjá eftirlitinu og gefa verði eftirlits- mönnum aukin völd og þeir verði að vera óháðir útgerðinni. Þeir benda á ísland sem íýrirmynd í þessum efnum. Alex Salmond, þingmaður skozkra þjóðernissinna, hefur einn- ig lagt tií, að yfirvöld leggi fram fé til að aðstoða útgerðarmenn við að leggja skipum sínum tímabund- ið. Það geri þeim kleift að ráða við háa vexti og draga úr sókn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.