Morgunblaðið - 20.12.1989, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1989
Raðgreiðslur
Póstsendum samdægurs
St/ÍRAK fH/MUK
SNORRABRAUT 60 — SÍMI 12045
%m\i mw
CMC *Yrir nlðurhengd loft, er úr
galvaniseruðum mólmi og eldþolíð
CMC kerfi er au&velt I uppsetningu
og mjög aterkt.
CMC kerfl er feat með stiilanlegum
upphengjum sem þola allt að
50 kg þunga.
CMC kerfi faaat i mðrgum gerðum baeðl
sýníiegt og fallð og verðið er
útrulega lágt.
LOFT
CMC kerfi er serstakiegð hannad Hringið eftir
fyrlr loftplötúr frá Armetrong (rekan upplýsingum.
EMiMunbea t totondi.
h£ö Þ. ÞORGRÍMSSON & CQ
_______Ármúla 29 - Reykavík - sími 38640
Miðskólinn — Af hverju ekki?
eí'tir Guðmund
Sæmundsson
Sú ákvörðun menntamálaráð-
herra að veita Miðskólanum ekki
starfsleyfi olli mér vonbrigðum.
Ekki þar fyrir að það mátti svo sem
búast við slíkri niðurstöðu eftir það
pólitíska moldviðri sem búið var að
þyrla upp um málið — ekki bara
af hálfu þeirra sem andvígir voru
þessum valkosti, heldur ekki síður
hinna sem studdu skólann með
pólitískum rökum eða hávaðayfir-
lýsingum. Þeim sem slíkar aðferðir
notuðu var nokk sama um börnin
100 og foreldra þeirra. Sumum var
t.d. mest í mun að sýna með þessu
hve vondur maður Svavar Gestsson
menntamálaráðherra væri, hve
vondir allir allaballar væru og hve
vond Áslaug Brynjólfsdóttir
fræðslustjóri væri.
Vondir ráðgjafar Svavars
Málið er það að Svavar Gestsson
er hvorki illgjarn né vondur maður,
þótt vissulega kunni hann að ‘líta á
mál þetta í gegnum illa pússuð
pólitísk gleraugu og falli einnig í
þá gryfju að hlusta um of á vonda
ráðgjafa. Slíkt getur komið fyrir
bestu menn. Það kom t.d. einum
fyrirrennara Svavars, Sverri banka-
stjóra Hermannssyiii, illa að hlusta
á hvísl fijálshyggjumanna í málefn-
um Lánasjóðs námsmanna og
fræðslustjórans á Akureyri. Á sama
hátt ætti Svavar að gjalda varhug
við að hlusta á ráðleggingar örfárra
blindra ríkisforsjár- og afturhalds-
manna í eigin röðum. Líkt og frjáls-
hyggjupostularnir forðum beitti
þetta fólk útúrsnúningi, ýkjum og
jafnvel rangfærslum og ósannind-
um, þegar því fannst rökin ekki
duga. Má þar benda á gróusögur
um að einkunnir yrðu látnar ráða
hveijir kæmust í skólann.
Hafi Svavar trúað þessum sögu-
sögnum er honum vorkunn. Að vísu
væri það þá í fyrsta sinn sem skóla
á Islandi væri synjað um starfsleyfi
á grundvelli sögusagna. Mennta-
málayfirvöld hljóta að ráða yfir
aðstöðu til að byggja ákvarðanir
sínar á öðru.
Rök gegn einkaskólum
Mér finnst að andstæðingum
einkaskóla af þessari gerð eigi
vissulega að leyfast að hafa sína
skoðun í friði, alveg eins og okkur
hinum. Og þeir hafa nokkuð til síns
máls, því verður ekki neitað. Það
er til dæmis óheppilegt að skilja
börn frá félögum sínum í hverfinu
til að fara í skóla langt í burtu. Það
er líka óheppilegt að fjárráð ráði
því hveijir geti sótt þar um. skóla-
vist. Og ég skil líka vel þá sem
hugsa með hrolli til uppákoma svip-
aðri þeirri sem varð í Tjarnarskóla
í vor, þegar barni var neitað um
útskrift vegna deilna foreldra og
skólastjóra um dráttarvexti á skóla-
gjöldum, sem þó var búið að greiða.
Enn betur skil ég þá sem telja það
eins konar uppgjöf í baráttunni fyr-
ir bættri aðstöðu í ríkisskólakerf-
inu, ef foreldrar skrá börn sín í
einkaskóla. Þá skil ég þá sem gerð-
ust andvígir þessari skólahugmynd
vegna gróusagna um að hlúð yrði
sérstaklega að afburða nemendum.
Eg var reyndar logandi hræddur
„Það sem allt hefur
strandað á er peninga-
leysið. Það hefur ekki
verið sett ofarlega á
forgangslistann að búa
almennilega að börnun-
um. Þetta er auðvitað
hið mesta hneyksli. Það
er bókstaflega troðið á
þeim. Þetta gengur alls
ekki lengur.“
við þetta atriði, en þegar ég ræddi
við það ágæta fólk sem að skólanum
stóð minnkaði ótti minn verulega.
En vissulega er ég sammála því að
það þurfi að sinna sérþörfum allra
nemenda, líka þeirra sem þroskast
hræðar en aðrir á þessu aldurs-
skeiði.
Alla þessa annmarka þekktu þeir
foreldrar sem óskuðu eftir því að
börn þeirra gætu átt kost á að
ganga í Miðskólann. En hvers
vegna sóttu þeir þá um skólavist?
Svarið er einfalt. Þeir mátu þá
annmarka sem eru á núverandi
skólaaðstöðu barnanna meira en þá
sem fylgja Miðskólanum og reyndar
hvaða einkaskóla sem er. Þeir töldu
tilboð Miðskólans sér og börnum
sínum hagstæðara en tilboð ríkis-
reknu hverfisskólanna, þegar allt
var tekið með, — jafnvel peninga-
hliðin.
En hvers vegna? Hvað er það sem
er svona óhagstætt og ómögulegt
í ríkisskólunum en gott í Miðskólan-
um?
Gallarnir á ríkisskólunum
Ríkisskólarnir bjóða ekki upp á
samfellda skólavinnu. Skóladag-
heimili eru að vísu til, en þar fer
fyrst og fremst fram gæsla, en
ekki uppeldis- og námsstarf nema
að litlu leyti. Auk þess eiga aðeins
fá börn í fáum hverfum kost á slíku.
Flest börn eru send heim strax og
skóla lýkur. Heima hringla þau ein
eða með systkinum sínum hálfan
daginn, þar sem flestir foreldrar
vinna utan heimilis. Fæst börn hafa
þann sjálfsaga að þau noti tímann
til heimalærdóms. Þegar foreldr-
arnir koma heim hefst því glíma
þeirra við að láta börnin læra og
aðstoða þau ef þarf. Um leið eru
þau að sinna öðrum börnum fjöl-
skyldunnar, eldri eða yngri, und-
irbúa heitan og fyrirhafnarmikinn
kvöldmat ofan í glorhungrað lið sem
ekki hefur borðað neitt allan daginn
nema seríos og súrmjólk, taka til,
troða þvotti í þvottavélina, horfa á
barnaefni sjónvarpsstöðvanna
o.s.fi-v. Eftir mat heldur baráttan
við heimalærdóminn áfram og bar-
áttan við þá freistingu að leika sér
heldur við vinina í hverfinu.
Miðskólinn og kostir hans
Vinnudagur Miðskólans átti hins
vegar að vera frá kl. 9-4 með mögu-
leika á 1-2 klst. lengri dvöl, t.d. ef
foreldrar þurfa að vinna eitthvað
lengur. Á þessum tíma átti að gefa
börnunum heitan hádegismat, að-
stoða þau við heimanám og sjá til
þess að því yrði lokið, veita börnun-
um líkamlega og andlega þjálfun
og upplyftingu við íþróttir, leiki og
listnám. Að skóladegi loknum gætu
börnin og foreldar þeirra því átt
rólegri samverustund án áhyggna
af heimalærdómi, borðað saman
léttan og fljótlegan kvöldverð og
loks er nægur tími til leikja við vin-
ina, án þess að vera með samvisku-
bit vegna ólokins heimalærdóms.^
Hagsmunir barnanna
Hagsmunir barnanna
Fyrir mér er það engin spurning
hvoi-t er betra fyrir börnin. Það er
heldur enginn vafi hvort hentar
betur fjölskyldunni og foreldrunum.
Þar fyrir utan verður námið í einka-
skólanum áreiðanlega betra og
markvissara, — ekki vegna þess að
kennarar eða skólastjóri séu betri
en í ríkisskólanum, heldur vegna
þess að börnin læra „heima“, það
er gengið eftir því og um það séð.
Árangur einstaklinganna hlýtur því
að batna og bekkirnir að verða jafn-
betri en í ríkisskólunum. Niðurstaða
af þessu tagi sópar burt efasemdum
manna eins og mín. Og þrátt fyrir
þröngan fjárhag hika ég ekki við
að reyna að fjármagna skólagöngu
barna minna í dýrum einkaskóla til
þess. Og þetta sem Miðskólinn setti
upp er nú ekki meiri peningur en
STfÖRNUKORT
Persónulýsing, framtíðarkort, samskiptakort.
Gunnlaugur Guðmundsson,
Stjörnuspekistöðin,
Miðbæjarmarkaðinum,
Aðalstræti 9, sími 10377.
►
►
►
►
►
►
►
HVERS VEGNA SKARAR
SENSODYNE
TANNBURSTINN FRAM ÚR?
ISENSODYNE tannburstanum eru vel slípuð hárfín ávöl
hreinsihár — sérstaklega gerð til að skaða ekki viðkvæmt
tannholdið.
Tannburstar með óslípuðum, grófum hárum geta sært
tannholdið og auðveldað þannig sýklum að komast að, en
þeir geta valdið tannskemmdum.
SENSODYNE tannburstar fást í mörgum litum og gerð-
um og nú eru komnir tannburstar með myndum af Gretti.
SENSODYNE tannburstar fást í öllum apótekum og
helstu stórmörkuðum.
KEMIKÁLlA
HÖRGATÚNI 2, 210 GARÐABÆ, SÍMI: 40719
jannlæknir'
INN SAGÐI MÉR AÐ
BUR5TA TENNURNAR
EFTIR MÁLTÍÐIR OS FYRIR
SVEFN... É6 ER BÓK-
,5TAFLEGA ALLTAF AD
BURSTATENN-
urnar;
CT