Morgunblaðið - 20.12.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.12.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1989 esei aaaf/.aaaa .os- suoAaujuvciiií aKiAja/.uoaoi/. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1989 íl 8 31 JRtVjgtiitHfifeife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Ohæft fangelsi Lengi hefur verið á döfinni að reisa nýtt fangelsi. Fyrir fáeinum árum kynntu menn með dálítilli viðhöfn teikningar af slíkri byggingu, sem skyldi reist í nágrenni við Úlfarsfell. Síðan hefur lítið verið um málið rætt opinber- lega. Eins og nú er háttað fjár- málum ríkisins og stjórn þeirra eru litlar líkur á, að ráðist verði fljótlega í að reisa nýtt fang- elsi. Þegar framkvæmdir komast í biðstöðu, eins og þarna hefur orðið, skapast oft ófremdar- ástand í þeim húsakynnum, sem ætlunin er að loka eða hætta að nota, þegar nýbygg- ing er risin. Þannig ástand ríkir nú í fangelsismálum í Reykjavík. í Dagblaðinu-Vísi (DV) birtist á laugardag ófög- ur lýsing á aðstæðum í Hegn- ingarhúsinu við Skólavörðu- stíg. í blaðinu er þetta meðal annars haft eftir Sigurði Árna- syni fangelsislækni: „Það hef- ur enginn áhuga á þeim sem neðst eru settir. Hér hafa al- þingismenn komið og ráðherr- ar. Þeir skoða fangelsið og segja síðan: Hræðilegt og aftur hræðilegt og eru sammála um að ástandið sé forkastanlegt. Þetta er eins og kór í grískum harmleik. Og svo er ekkert gert. Menn hafa ekkert gagr. af dvölinni hér nema hvað þeir koma yfirleitt aftur út í aðeins betra líkamlegu ástandi en þeir voru í áður en þeir komu inn. Þá voru menn oft búnir að vera í langvarandi drykkju eða neyslu vímuefna. Hér eru þrengslin og aðstöðuleysið al- gjört. Ekkert tækifæri fyrir menn að vera einir með sjálf- um sér.“ í DV segir Haraldur Johannessen, forstjóri Fang- elsismálastofnunar ríkisins: „Það hefði fyrir löngu átt að vera búið að loka Hegningar- húsinu miðað við það ófremd- arástand sem þar ríkir. Málið þolir enga bið.“ Hvað sem viðhorfi manna til fangelsa og refsinga líður hvílir sú sérstaka ábyrgð á ríkisvaldinu í þessu tilviki að sjá svo um að fangelsi á þess vegum teljist til sæmilegra mannabústaða. I Hegningar- húsinu við Skólavörðustíg er aðstaðan alls ekki viðunandi og hið sama má raunar segja um Síðumúlafangelsið, en upp- haflega var ráðgert að þar yrði bækistöð fyrir bílaflota lögreglunnar í Reykjavík. Ýmsar nýjar refsileiðir hafa verið reyndar erlendis á und- anförnum árum og gerir Har- aldur Johannessen meðal ann- ars grein fyrir þeim hér í blað- inu í gær. Nefnir hann sérstak- lega úrræði Dana, sem þeir kalla samfélagsþjónustu. í stað fangelsisvistar vinnur brotamaður launalaust ákveð- inn tíma í þágu samfélagsins í frítíma sinum, svo sem hjá góðgerðarfélögum og íþrótta- félögum. í Svíþjóð hefur brota- mönnum verið boðinn sá kost- ur að fara í áfengis- og fíkni- efnameðferð í stað refsingar. Þykir þetta hafa gefið góða raun. Um leið og leitað er skjótra leiða til að bæta úr ófremdar- ástandinu í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg ættu stjórn- völd að huga að nýjum refsi- leiðum að fordæmi nágranna okkar. Söguatlas AB Aundanförnum árum hefur oftar en einu sinni komið í ljós, hve góðum tökum íslenskir prentlistarmenn hafa náð á iðn sinni. Þetta sannast enn einu sinni nú fyrir þessi jól með útgáfu á fyrsta bindi af Söguatlasi Almenna bókafé- lagsins. Þar er Islandssagan rakin í máli, kortum og mynd- um þannig að sérhver litprent- uð opna spannar ákveðinn þátt eða tímabil sögunnar. Með þessu ritverki, sem á að vera þijú bindi, er farið inn á nýjar brautir við að kynna sögu lands og þjóðar. Hefur komið fram hjá aðstandendum verksins, að verkið opni ótlej- andi leiðir til að vinna kennslu- efni með hliðsjón af bókinni. Væri þá unnt að leggja hin greinargóðu kort og skýring- armyndir til grundvallar ítar- legri kynningu á viðfangsefn- inu. Til þess að saga lands og þjóðar sé lifandi hluti samtím- ans þarf að búa efnið á þann hátt, að höfðað sé til samtím- ans. Hefur það tekist prýðilega í íslenskum Söguatlasi AB. Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. 1* YFIRLÝSINGU sem birt var í lok sameig- inlegs fundar ráðherra aðildarríkja Fríverslun- arbandalags Evrópu (EFTA) og Evrópu- bandalagsins (EB) í Brussel í gær kemur fram mikill vilji til að koma á evrópsku efna- hagssvæði (EES) í árs- byrjun 1993. Ljóst er að ráðherrar og fram- kvæmdastjórn EB telja ólíklegt að takast megi að ljúka samningavið- ræðum fyrir lok næsta árs. Morgunblaðið/AP Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra stjórnaði sameiginlegum fúndi EB og EFTA í Brussel í gær. Við hlið hans situr Kaci Kullman Five utanríkisráðherra Noregs. Ráðherrar EFTA og EB; Pólitískur stuðningur við Evrópska efiiahagssvæðið Það vakti athygli í Brussel að í yfirlýsingunni er hvergi vikið beinum orðum að fyrirkomulagi sameiginlegra ákvarðana sem varða EES. Samkvæmt heimild- um í Brussel er ágreiningur um þessi atriði á milli EB og EFTA annars vegar og áherslumunur meðal EFTA-ríkjanna hins v.egar. Austurríkismenn vilja ganga lengra en EFTA-ríkin almennt og mun lengra en EB er tilbúið til að samþykkja. Á blaðamannafundi sem ut- anríkisráðherrar íslands og Frakklands, þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Roland Dumas, héldu ásamt Frans Andriessen úr framkvæmdastjórn EB lýstu þeir ánægju sinni með fundinn og þann mikla árangur sem þeir töldu að náðst hefði í viðræðum EFTA og EB síðastliðna níu mánuði. Dumas sagði að þessi fundur væri að mörgu leyti tímamótaat- burður og hann ætti eftir að blása nýju lífi í viðræður þessar aðila. Hann lagði áherslu á mikilvægi heimsóknar Francois Mitterrands Frakklandsforseta til íslands og viðræður hans við ráðamenn þar. Hann kvaðst telja að skammstöf- unin EES (European Economic Space), sem hljómaði að vísu mun betur á frönsku, EEE, ætti eftir að verða þekkt um alla heims- byggðina. Það væri sögulegur at- burður þegar nítján ríki (smáríkið Liechtenstein telst til EFTA) gerðu með sér samkomulag af því tagi sem til stæði. Á þessum fundi hefði verið stigið stórt skref í átt til EES. Hugsa þarf EES upp á nýtt vegna þróunar í A-Evrópu Frans Andriessen, sem fer með utanríkisviðskipti innan fram- kvæmdastjórnar EB, lagði áherslu á að aðstæður í Evrópu hefðu breyst mikið frá því viðræður EFTA við EB hófust, hann sagði að óhugsandi væri annað en að hugsa forsendur EES upp á nýtt með sérstöku tilliti til þróunarinn- ar í Mið- og Austur-Evrópu. Andriessen sagði að stjórnun EES yrði fyrirsjáanlega vandamál en ekki hefði verið tilefni til að fara ofan í smáatriði á þessum fundi. Það væri hins vegar ljóst að pólitískur vilji væri af beggja hálfu til að leysa það mál. Hann varaði að lokum við því að leggja of mikla áherslu á að ljúka samning- um fyrir tiltekinn dag. Jón Baldvin lýsti ánægju með fundinn fyrir hönda EFTA-ríkj- anna og fór viðurkenningarorðum um þátt Frakka og framkvæmda- stjórnar EB í afstöðnum könnun- arviðræðum. Hann sagði að EFTA-ríkin viðurkenndu sjálf- stæði EB til ákvarðana en þau vildu freista þess að finna færa leið til virks samráðs um ákvarð- anir sem varða EES. í sameigin- legum hádegisverði ræddu ráð- herrarnir ástand og horfur í Mið- og Austur-Evrópu. Fyrsti fiindur stjórn- arnefndar 18. janúar í yfirlýsingu sem ráðherrarnir samþykktu segir m.a. að markmið samninganna sé að koma á óhindruðum vöruviðskiptum, þjónustuviðskiptum, fjármagn- sviðskiptum og atvinnu- og bú- seturéttindum á grundvelli reglna EB. Jafnframt að efla og breikka samstarf á öðrum sviðum, s.s. um rannsóknir og þróun, umhverfis- mál, menntamál, vinnuskilyrði og félagsmál, neytendamál, ferðamál og aðgerðir til stuðnings smáum og meðalstórum fyrirtækjum. Tekið er fram að finna verði að- ferðir sem tryggja á skilvirkan hátt, að sjónarmið beggja aðila séu tekin til greina til þess að auðvelda samhljóða niðurstöður við ákvarðanir sem varða EES. Þá yrði að tryggja viðeigandi fyr- irkomulag sem tryggði réttaráhrif sameiginlegrar löggjafar, umsjón með framkvæmd hennar og rétt-' arlegt eftirlit. I lok yfirlýsingar- innar lýsa ráðherrarnir áhuga sínum á reglulegum pólitískum viðræðum án nokkurra skuld- bindinga. Samkvæmt heimildum í Brussel verður fyrsti fundur undirbúningsviðræðnanna í stjórnarnefndinni þann 18. janúar á næsta ári. Stefnt er að því að hefja formlegar samningaviðræð- ur snemma næsta vor. Yfirlýsing ráðherra EFTA og EB: Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra: Islendingar eiga að skoða vandlega kosti tollabandalags Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunbladsins. JON BALDVIN Hannibalsson utanríkisráðherra sagði að loknum sameiginlegum fúndi ráðherra Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagsins (EB) í Brussel í gær, að íslending- ar ættu að skoða vandlega þá kosti sem sameiginlegt tollabanda- lag þessara aðila byði upp á. Jón Baldvin sagði að erfiðasti hjall- inn í væntanlegum viðræðum EFTA við EB yrði á leið þess hóps sem fjallar um frelsi í viðskiptum með vörur, m.a. vegna krafna Islendinga um fríverslun með físk og áhuga Austurríkismanna á auknu frelsi í viðskiptum með landbúnaðarafurðir. Jón Baldvin Hannibalsson benti ópska efnahagssvæðis yrði ekki á að tollabandalag fæli í sér niður- fellingu allra innbyrðis tolla, þar með tolla á sjávarafurðum. Með tollabandalagi fengju íslendingar aðgang að þessum stóra markaði án nokkurra kvaða eða skilmála. Þar með hefðu íslendingar náð fram stærsta hagsmunamáli sínu. Jón Baldvin sagði jafnframt að sameiginlegir ytri tollar sem tolla- bandalag hefði í för með sér þyrftu ekki að vaxa mönnum í augum, athuga yrði að ytri tollar á Islandi væru mjög lágir, lægri að meðaltali en innan EB. Þeir myndu því ekki skapa umtalsverð- ar hindranir í viðskiptum við önn- ur ríki. Það mætti því ná megin- markmiðinu um fríverslun með sjávarafurðir án þess að við tækj- um á okkur skyldur eða kvaðir sem teldust aðgengilegar. Jón Baldvin sagðist telja að þessi atriði yrðu hvað erfiðust við samningaborðið. Hann sagði að stjórnun hins sameiginlega evr- óleysanlegt vandamál. Lausnin lægi að vísu ekki fyrir núna, það ylli sér engum vonbrigðum vegna þess að það hafi aldrei staðið til. Könnunarviðræðunum hefði verið ætlað að skilgreina vandamálin og kom fram með margar tillögur um lausnir. Eftir stendur, sagði Jón Baldvin, að það eru ólík sjón- armið á milli EFTA-ríkjanna og EB um það hvaða lausn sé æskile- gust til að tryggja að báðir aðilar séu jafnréttháir við ákvarðana- töku varðandi nýja löggjöf eða nýjar reglur sem gilda eiga innan evrópska efnahagssvæðisins. Þarna stöndum við frammi fyrir nýstárlegum hlutum, sagði Jón Baldvin, mál af þessu tagi hafa ekki verið leyst áður í alþjóða- samningum og það reynir talsvert á hugkvæmni manna og pólitísk- an vilja til að leysa þau. Jón Bald- vin sagði að lokum að hann hefði enga trú á því að þau væru óleys- anleg. Náin tengsl milli bandalaganna tveggja eru ákaflega mikilvæg RÁÐHERRAR aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu héldu í gær ftind með ráðherrum aðildarríkja og framkvæmdastjórnar Evrópu- bandalagsins í Brussel. Fundinum stjórnuðu Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, sem formaður ráðherraráðs EFTA, og Roland Dumas utanríkisráðherra Frakklands, formaður EB-ráðsins. Á ráð- herrafundinum var ákveðið að heíja formlegar samningaviðræður eins fljótt og auðið er á fyrri helmingi ársins 1990, með það að mark- miði að koma á evrópsku efnahagssvæði, EES. Auk utanríkisráðherra sátu fundinn Hannes Hafstein ráðuneytisstjóri, Einar Benediktsson sendiherra, Kjartan Jóhannsson sendiherra og Gunnar Snorri Gunn- arsson sendifúlltrúi. Hér birtist yfírlýsing ráðherrafúndarins í þýð- ingu utanríkisráðuneytisins: Ráðherrar aðildarríkja og fram- kvæmdastjórnar Evrópubandalags- ins og ráðherrar landa Fríverslunar- samtaka Evrópu hittust í Brussel 19. desember 1989 eins og þeir höfðu komið sér saman um á fundi sínum 20. mars 1989. Fundinum var stjómað af Roland Dumas, utanríkisráðherra Frakk- lands og formanni EB ráðsins, og Jóni Baldvin Hannibalssyni, ut- anríkisráðherra íslands og for- manni EFTA-ráðsins. Fulltrúi fram- kvæmdastjórnar Evrópubandalags- ins á fundinum var Jacques Delors, forseti, og Frans Andriessen, vara- forseti. Skrá yfir ráðherra aðild- arríkja Evrópubandalaganna og EFTA-landanna fylgir hér með. Georg Reisch, aðalframkvæmda- stjóri EFTA, sat einnig fundinn. 1. Ráðherrar áréttuðu einstakt mikilvægi hinna sérlega nánu tengsla milli Evrópubandalagsins, aðildarríkja þess og EFTA-Iand- anna. Þessi tengsl hafa ekki aðeins grundvallarþýðingu fyrir löndin sjálf heldur einnig fyrir alla Evr- ópu. Þessar þjóðir, sem þegið hafa í arf sömu hugsjónir, aðhyllast sömu grundvallarreglur og eiga sér sameiginlega framtíð, leggja í sam- einingu sitt af mörkum til öflugrar framþróunar í Evrópu enda eru þau nú fyrirmynd allra grannþjóða sinna. Þeir fögnuðu pólitískum og efna- hagslegum breytingum sem orðið hafa að undanförnu í öðrum Evr- ópulöndum. Þeir ítrekuðu að þeir vildu stuðla að þróun í þessum ríkjum til lýðræðislegra stjórnar- hátta og styðja nauðsynlegar efna- hagslegar umbætur. 2. Þeir minntust þess hversu mjög Lúxemborgaryfirlýsingin 1984 hefði greitt fyrir samskiptum EB/EFTA og fögnuðu þeim veru- lega árangri sem náðst hefði á grundvelli hennar í áttina að sam- eiginlegu evrópsku efnahagssvæði. 3. Sannfærðir um nauðsyn þess að efla þessi tengsl pnn frekar með það að markmiði að koma á evr- ópsku efnahagssvæði og lyfta þeim á nýtt stig sem hluta af sameigin- legum evrópskum viðhorfum, urðu þeir ásáttir um að ganga saman til þess verks að skilgreina skipulegra samstarf milli Evrópubandalagsins og allra EFTA-landanna. Þeir ákváðu því að hefja formleg- ar samningaviðræður eins fljótt og auðið er á fyrra helmingi ársins 1990, og setja sér það mark að leiða þær til lykta eins skjótt og verða má. 4. Ráðherrar lýstu ánægju með vönduð vinnubrögð í könnunarvið- ræðunum hingað til, einkum og sér í lagi með „Niðurstöður fundar stjórnarnefndar könnunarviðræðna framkvæmdastjórnar EB og EFTA (HLSG)“ 20. október; þeir fögnuðu því að viðræður framkvæmda- stjórnar og EFTA-landanna, þar sem hin síðarnefndu töluðu einum rómi, hefðu leitt í ljós all samhljóða skilning á umfangi og efnisþáttum endurnýjaðs samskiptaramma milli Evrópubandalagsins og allra EFTA-landanna. Þeir urðu ásáttir um að þessu starfi skyldi haldið áfram til þess að skapa sem best skilyrði fyrir væntanlegar samningaviðræður. 5. í ljósi þess starfs, sem þegar hefur verið unnið, töldu þeir að í samskiptarammanum ætti að tryggja í fyllsta máta gagnkvæma hagsmuni hlutaðeigandi aðila, al- hliða jafnvægi í samstarfi þeirra og einkum og sér í lagi ætti að fullnægja efnislega eftirfarandi markmiðum: — að koma á óhindruðum vöru- viðskiptum, þjónustuviðskiptum, fjármagnsviðskiptum og atvinnu- og búseturéttindum, samkvæmt reglum sem aðilar mundu skilgreina sameiginlega á grundvelli viðeig- andi og þegar mótaðra reglna Evr- ópubandalagsins; undanþágur, sem réttlættar eru með hliðsjón af grundvallarhagsmunum einstakra þjóða svo og tilhögun á aðlögun- artíma gætu orðið samningsatriði; tryggja bæri jöfn sámkeppnisskil- yrði; — að efla og breikka samstarf á öðrum sviðum, sem falla að starfs- vettvangi Evrópubandalagsins, svo sem rannsóknir og þróun, umhverf- ismál, menntamál, vinnuskilyrði og félagsmál, neytendamál, aðgerðir til stuðnings smáum og miðlungs- stórum fyrirtækjum og ferðamál; — að draga úr efnahagslegu og félagslegu misræmi milli svæða sinna. 6. Þeir telja að í samskipta- rammanum ætti meðal annars að tiyggja aðilum hans fullt sjálfs- forræði við töku ákvarðana. í samræmi við þessa grundvallar- reglu ættu samningaviðræðurnar að leiða til þess að séð verði fyrir: — aðferðum, sem tryggja á skil- virkan hátt að sjónarmið beggja aðila séu tekin til greina til þess að auðvelda samhljóða niðurstöður við ákvarðanir sem varða evrópska efnahagssvæðið. — viðeigandi form sem tryggðu bein réttaráhrif sameiginlegrar lög- gjafar, umsjón með framkvæmd hennar sem og réttarlegt eftirlit. 7. Með samningaviðræðum milli Evrópubandalagsins annars vegar og EFTA-landanna, sem eins viðræðuaðila hins vegar, um stefnt að því að ná fram alhliða samning- um sem næðu til efnisatriða og lagalegra og stofnanalegra hliða sem getið er hér að framan. 8. Þeir telja ennfremur að póli- tískar viðræður kæmu til greina, m.a. beint milli allra hlutaðeigandi ráðherra. Frá umræðum á þingi í gærkveldi. Morgunblaðið/Þorkell Ekkert samkomu- lag um framgang’ mála á Alþingi EKKERT samkomulag reyndist háfa náðst milli stjórnar og stjómar- andstöðu um framgang mála á Alþingi fyrir jól, eins og talið var á mánudagskvöld. Forsætisráðherra skrifaði Davíð Oddssyni borgar- stjóra bréf í gær eftir ríkisstjórnarfund, þar sem óskað var svara hans fyrir fimmtudag hvort hann vildi frekar að borgin greiddi hluta af rekstrarkostnaði Borgarspítalans á næsta ári eða samþykkti þær breytingar á stjórn spítalans sem gert er ráð fyrir í heilbrigðisþjón- ustufrumvarpinu. Sjálfstæðismenn töldu sig hins vegar hafa fengið vilyrði ríkisstjórnarinnar fyrir að fallið yrði frá hugmyndum um að borgin tæki þátt í rekstrarkostnaði Borgarspítalans, og það hefði m.a. verið gmndvöllur samkomulagsins. Á mánudagskvöld var fundur forseta þingsins, þingflokksfor- manna og forsætisráðherra, og eft- ir þann fund tjáði forseti sameinaðs þings fréttamönnum að hún teldi að samkomulag hefði náðst um þingstörfin fram að jólum, eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu í gær. Jafnframt sögðu sjálfstæðismenn að á fundinum hefði komið fram að ríkisstjórnin hefði fallið frá hug- mundum um að Reykjavíkurborg greiddi 15%, eða um 245 milljónir, af rekstrarkostnaði Borgarspítalans á næsta ári gegn því að stjórn spítalans yrði óbreytt. Heilbrigðis- ráðherra sagði við Morgunblaðið á mánudagskvöld að líklega yrði fall- ið frá þessum hugmyndum að sinni og frumvarp hans um heilbrigðis- þjónustu stæði því óbreytt en af- greiðslu þess yrði frestað. Upplausn á þingi meðan fjármálaráðherra ræður Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins ságði við Morgunblaðið í gær, að eftir fund- inn á mánudagskvöld hefðu sjálf- stæðismenn litið svo á, að komin væri lína um það samkomulag sem nauðsynlegt væri að gera til að ljúka helstu málum fyrir jólaleyfi. Á þessum fundi hefði forsætisráð- herra verið, og í málgagni hans í gær, Tímanum, hefði því verið lýst yfir með stríðsletri að samkomulag hefði verið gert. „Svo kom það á daginn seint á mánudagskvöld og á þriðjudags- morgun, að fjármálaráðherrann lítur svo á, að engu máli skipti þeir fundir sem forsætisráðherrann sitji. Hann sé greinilega einhvað auka- númer í þessari ríkisstjóm en fjár- málaráðherrann eigi að ráða. Fjár- málaráðherra hefur svo lýst því yfir að hann ætli engan samning að gera um framgang þingmála. I sjálfu sér er það stjórnarand- stöðunni að meinalausu. Formenn þingflokka stjórnarliðsins höfðu farið fram á það við Sjálfstæðis- flokkinn að hann greiddi fyrir fram- gangi ýmissa mála með því að víkja frá hefðbundnum vinnubrögðum varðandi starf í nefndum og um- ræður í deildum, og afgreiða mál í flaustri og án skoðunar. Það er venja að fara fram á slíkt samkomu- lag og við lýstum okkur reiðubúna ti! þess að hliðra til þótt um væri að ræða mál sem um er mikill pólitískur ágreiningur. Við settum hinsvegar fram þá eðlilegu kröfu að ríkisstjórnin félli frá þeim ákvörðunum að brjóta ein hiiða verkaskiptasamkomulagið vii sveitarfélögin. Það hljóta allir ai sjá að Sjálfstæðisflokkurinn tekui ekki' þátt í að greiða fyrir fram- * gangi þingmála á sama tíma og ríkisstjórnin er að fara með ofbeld gegn sveitarfélögum. Þetta hefui mætt miklum skilningi mikils meiri- hluta stjórnarliða og við töldum að sá skilningur hefði komið fram á fundinum í gær. Fjármálaráðherr- ann er hins vegar staðráðinn í því að standa í þessum stríðsátökum og haga sér eins og götustrákur í samskiptum sínum við sveitarfélög; in eins og aðra í þessu landi. Á meðan hann ræður einn eru má! bara í upplausn í þinginu,“ sagði Þorsteinn. Sjálfstæðisflokkurinn stjórnar ekki landinu Ólafur Ragnar Grímsson sagð) við Morgunblaðið að ríkisstjórnin hefði traustan meirihluta á þingi og því fengi hún sínum málum framgengt á Alþingi. Stjórnaránd- staðan gæti auðvitað með málþófi tafið fundi og þess vegna hefði sú hefð skapast að traust meirihluta- stjórn ákvæði hvaða tekjuöflunar- frumvörp afgreidd yrðu fyrir jól og hvernig fjárlagafrumvarpið ætti að líta út. „Það er ekki hlutverk Sjálfstæð- isflokksins að ákveða hvernig fjár- lagafrumvarpið lítur út eða hvað: tekjuöflunarfrumvörp eru afgreidd. Hann stjórnar ekki landinu en þetta er krafa Sjálfstæðisflokksins nú,‘ sagði Ólafur. Hann sagði aðspurður að þa< hefði verið einhver misskilningur sem hann kynni ekki skil á, ac gert hefði verið samkomulag um þingstörfin á þeim nótum sem sjálf- stæðismenn töldu. „Það var ljósl að ekki var komið neitt samkomu- lag en hins vegar er búið að fallasl á þá ósk að frumvarpið um skatt- skyldu orkufyrirtækja verði látið bíða, og einnig að frumvarp um bifreiðagjald verði látið bíða. Það er'þegar búið að fallast á tvær ai þessum óskum, en að ætlast til þess að fallist sé á óskir sem hafa beinlínis áhrif á fjárlagafrumvarpið sjálft og tekjustofna og útgjalda- stefnu ríkisins -^næsta ári er full- komlega óeðlilég krafa, enda hefur aldrei tíðkast að stjórnarandstaða biðji um slíkt,“ sagði Ólafur Ragn- ar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.