Morgunblaðið - 20.12.1989, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.12.1989, Blaðsíða 50
 tiaeiHauMagya .os JiuoAauaivaiM aiaAjaviuoíiOM 50 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1989 Sambýliskona mín, móðir og tengdamóðir, GUÐVEIG ÞORLEIFSDÓTTIR, Kárastíg 13, andaðist á gjörgæsludeild Landakotsspítala 18. desember. Guðmann Pálsson, Hjörtur Sigurjónsson, Guðrún Kolbrún Guðnadóttir. t Móðir okkar, SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR, lést i Hafnarbúðum 18. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðmundur Guðjónsson, Erna Guðjónsdóttir. + Sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJARGMUNDUR JÓNSSON frá Stykkishólmi, Suðurhólum 2, sem andaðist í Landspítalanum 10. desember, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 21. desember kl. 13.30. Jensfna Óskarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Eiginmaður minn og faðir okkar, PÁLL GÚSTAVSSON, Torfufelli 46, Reykjavík, andaðist í Landakotsspítalanum 14. desember. Útförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. Sylvía Jóhannsdóttir, Martin Pálsson, Jóhann Pétur Pálsson, Tómas Pálsson. + Hjartkær eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, RAGNAR JÓNSSON, Skjólbraut 2, Kópavogi, lést 5. desember í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Helga Sigurðardóttir, Sigvaldi Ragnarsson, Selma Gunnarsdóttir. + Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, stjúpmóður, tengda- móður, ömmu og langömmu, SALVARAR JÓNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugarstaða. Jóna Pedersen, Nanna Pedersen, Vilborg Pedersen, Guðgeir Pedersen, Auður Pedersen, Karen Nielsen, Anna Ingebertsen, Guðrún Sundet, Fjóla Evensen, barnabörn og barnabarnabörn. Haukur Jónsson, Olgeir Olgeirsson, Jósef Tryggvason, Edda Finnbogadóttir, Valdimar Jónsson, Arnfinn Nielsen, + Hugheilar þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, bróður og sonar, STEINÞÓRS Ó. SIGURJÓNSSONAR ketil- og plötusmiðs, Álfabyggð 8, Akureyri. Sigriður Olgeirsdóttir, Unnur Steinþórsdóttir, Olgeir Steinþórsson, Andri Steinþórsson, Kristjana Sigurjónsdóttir, Bjarni Sigurjónsson, Jónas Sigurjónsson, Jóni'na Sigurðardóttir, Bjarney Bjarnadóttir, Magnús Sigursteinsson, Sigri'ður M. Jóhannsdóttir, Hallfrfður Einarsdóttir, Rafn Ingólfsson, Sigurjón Jónasson. Anna B. Böðvars- dóttir, Laugarvatni — Kveðjuorð Aðfaranótt 2. desember síðast- liðinn andaðist á Sjúkrahúsi Suð- urlands Anna Bergljót Böðvars- dóttir frænka mín og fyrrverandi yfirmaður minn hjá Pósti og síma á Laugarvatni. Ekki get ég látið ógert að þakka henni allar þær ánægjustundir sem við áttum saman, þær voru margar, enda vann ég með henni í um það bil 12 ár. Alltaf geislaði af henni gleði, þó stundum fyki nú svolítið í hana, en ef það gerð- ist þá var það úr henni jafnskjótt. Enda sagði hún eitt sinn við mig: „Dísa, nennir þú að vera lengi í fýlu? Ég bara get það ekki þó mig -dauðlangi það stundum." Þetta er alveg dæmigerð lýsing á skapferli hennar, — alltaf létt í lund. Vinur var hún i raun, traust- ur og góður. Sem yfirmaður var hún einstök. í vinnunni var hún alltaf að færa manni eitthvað í svanginn. Heitt hverabrauð með mjklu smjöri eða glóðvolgar „Önnukleinur" eins og margir köll- uðu kleinurnar hennar því þær voru serstaklega góðar. Anna var hraust og lífsglöð. Hun stundaði skíðagöngur og sund af miklum krafti. Einnig fannst henni gaman að ferðast. Hún var búin að skoða margt í útlöndum en hún átti samt eftir að fara víða því hún ætlaði að verða 100 ára. En svo brá skugga á líf hennar í september sl. er í ljós kom að hún var haldin illkynja sjúkdómi sem ekkert væri hægt að gera við. Þá sagði hún við mig að líklega næði hún því ekki að verða 100 ára en 90 skyldi hún verða. En þetta sagði hún áreiðanlega til að létta mér samræður við hana í veikindunum. Hun var heima eins lengi og unnt var og naut þá ástríkrar umhyggju frá eiginmanni sínum, sem nú sér á eftir tryggum lífsförunaut. Einnig gerðu tengda- dóttir hennar og sonur, sem búa hér á Laugarvatni, allt sem í þeirra valdi stóð til að létta henni stund- irnar. Og barnabörnin létu ekki á sér standa ef ömmu vantaði upp- lyftingu. Börnin hennar úr Mosfellsbæ og fjölskyldur þeirra komu áreið- anlega eins oft og þau gátu. Enda voru þetta allt augasteinarnir hennar. Um leið og ég kveð mína elsku- legu frænku með söknuði og þökk bið ég Guð að styrkja Benna og alla fjölskyldu hennar og sendi þeim mínar innilegustu samúðar- kveðjur frá mér og fjölskyldu minni. Dísa Pálmadóttir Það eru dimniir dagar á Laugar- vatni núna i fleirum en einum skilningi. Það er svartasta skamm- degi, það er þoka og súld og ókrýnd drottning staðarins er horfin á braut. Mér fínnst eins og allt drúpi höfði í sorg. Hun Anna sem alltaf geislaði af lífsgleði og krafti er dáin. Þeg- ar ég tók við starfi hennar hér á Laugarvatni fyrir tæpum tveim árum og kynntist Önnu fannst mér synd að hafa ekki kynnst þessari frábæru frænku minni fyrr. Hún var svo skemmtileg, glæsileg, gjafmild og gestrisin. Kom ætíð með ferskan andblæ með sér. Ófeimin að segja sinar skoðanir á málefnum og standa við þær. Það var ómetanlegt að eiga hana að í upphafi starfs. Allt- af var hún tilbúin að aðstoða mig, hvort heldur var að útskýra hlutina fyrir mér eða leysa mig af ef þurfti. Á þessum stutta tíma finnst mér ég hafa bundist henni og fjöl- skyldu hennar hér á Laugarvatni ótrúlega sterkum böndum. Hafsjór var hún af fróðleik um menn og málefni, kennileiti öll og sögu staðarins. Það var gaman að sækja fróðleik til hennar, hún sagði svo skemmtilega og lifandi frá. Synd að það var ekki fest á blað. Hun var svo gagnkunnug öllu ög öllum hér og samofin að manni finnst hún órjúfanlegur þáttur í daglegu lífi og ‘starfi Laug- vetninga. En nú kemur hún ekki oftar kát og hress til að draga neinn út að ganga, á skíði eða í sund, eða til að stinga að manni nýbökuðu ilmandi hverabrauði. Svo virk og svo gjafmild. Tómarúmið sem hún skilur eftir sig er stórt og verður ekki fyllt. Én þeir sem hafa átt mikið verða líka að sætta sig við að missa mikið. Aðstandendum hennar votta ég samúð mína og kveð Önnu með þakklæti og virðingu. Erla Eyjólfsdóttir Nú þegar kær móðursystir er kvödd hinstu kveðju koma upp í hugann minningar frá liðnu sumri. Það var um Jónsmessuna að þessi frænka mín, hún Anna Böðvars, kom í heimsókn til okkar hingað til Gautaborgar. Hún hafði setið kvennaráðstefnu í Noregi og not- aði jafnframt tækifærið og heim- sótti frænkur okkar beggja sem búsettar eru þar í landi. Allt ferða- lagið hafði gengið eins og best varð á kosið og verið ævintýri likast og nú var komið að næsta áfangastað sem var Gautaborg, en ferðinni var síðan heitið til Danmerkur þar sem góð vinkona skyldi heimsótt. Hér í Svíþjóð ríkir sérstök stemmning um Jónsmessuna, líkast sem væri þjóðhátíð Svía. Þá er spilað, leikið og dansað úti í náttúrunni og þátttakan er svo almenn að næstum hvert manns- barn hefur stigið dansspor áður en dagur er að kveldi kominn. Það spillti sannarlega ekki gleði okkar að Anna skyldi koma i heim- sókn um þessa hátíð. Við höfðum það skemmtilegt frá morgni til kvölds þessa alltof fáu daga sem hún dvaldi hér. Alltaf var nóg að skoða, herragarðar og hallir, og stuttar ferðir farnar með nesti- skörfuna á fagra staði í Bohuslán. Sól og sumarblíða hvern dag. Minningin um Önnu verður því í mínum huga tengd birtu og ang- an blóma en þó ekki eingöngu vegna þessara sólardaga sem við áttum saman hér. Ég held að þessi frænka mín hafi átt ákaflega létt með að strá birtu í kringum sig og vekja gleði hvenær sem því varð við komið. Það var eins og sérstök stemmning ríkti í návist Önnu og átti frásagnarlist hennar ekki minnstan þátt í því. Lífsgleð- in var ómælanleg, og hollir lífshættir hafðir í fyrirrúmi. Laugarvatn er ákjósanlegur + Þökkum vináttu og samúð vegna fráfalls GYTHU RICHTER, Jakob H. Richter, börn og tengdabörn. staður til hvers konar líkamsrækt- ar. Anna notfærði sér þessa að- stöðu allt frá blautu barnsbeini og fljótlega varð hún ein af bestu sundkonum staðarins. Keppti hún oft í sundi á sínum yngri árum með ágætum árangri. Ég sem þessar línur rita man vel þá gömlu góðu daga á landsmótinu á Laug- um 1946. Ég var afar hreykin af þessari móðursystur minni þegar hún meðal annarra keppenda stakk sér tii sunds í ískalda tjörn- ina á Laugum og bjargaði þannig dýrmætu stigi fyrir sitt félag. Meira en ijörutíu ár eru liðin síðan þá, en það var eins og sagan endurtæki sig í sumar. Hérna við bæjardyrnar hjá okkur er lítill úti- baðstaður og strax á fyrsta degi veru sinnar hér brá Anna sér í vatnið og synti fallega sem forð- um. Þessi kona sem komin var yfir sjötugt hikaði ekki í neinu. Þetta var henni sjálfsagt og eðli- legt. Á skammri stundu skipast veð- ur í lofti. í ágúst sl. fór Anna að kenna þess sjúkdóms sem dró hana til dauða á örfáum mánuðum. Erfiðir tímar fóru í hönd. í nóvem- ber áttum við hjónin hlýja og ógleymanlega stund með fjölskyld- unni á heimili þeirra á Laugar- vatni. Anna var þá orðin helsjúk en þrátt fyrir skugga veikindanna hélt hún sínu andlega -þreki að mestu óskertu og gat sem jafnan áður slegið á létta strengi. Góð kona er gengin. Guðs bless- un fylgi henni á nýju tilverustigi. Við hjónin færum eftirlifandi eig- inmanni, börnum og fjöjskyldum þeirra innflegar samúðarkveðjur og biðjum þeim blessunar á nýju ári. Sigrún Stefánsdóttir + MINNINGARKORT Kransar, krossar w og kisíuskreýtihgar. C ' Sendum um allt land. GLÆSIBLOMIÐ GLÆSIBÆ, Álfheimum 74. sími 84200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.