Morgunblaðið - 20.12.1989, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1989
-I
V 46
Sveinbjöm Krístins-
son - Minning
Fæddur 4. október 1982
Dáinn 7. desember 1989
Hann Svenni vinur okkar er dá-
inn, fyrir aldur fram. Svenni, eins
og hann var kallaður, flutti hingað
til Vestmannaeyja fyrir þremur
árum, svo- við fengum einungis að
njóta samvista við hann þessi þijú
ár, en allan þann tíma starfaði hann
sem kokkur á Frigg VE 41, og var
vel liðinn af öllum. En það þurfti
ekki að þekkja Svenna ílangan tíma
til að sjá að þar fór öðlingsmaður.
Já, hann var einstakur, það skein
frá honum kurteisi, góðmennska,
tryggð, fórnfýsi og skapgæska. Á
mettíma eignaði hann sér íbúð hér
og fallegt heimili, enda einn af fáum
skipveijum sem aldrei tóku sér
aukafrí af sjónum, þó elstur væri
um borð.
Fyrir u.þ.b. tveimur mánuðum
fórum við tólf saman út til Amster-
dam og það var yndislegur tími, og
þá sá ég það enn og aftur, hve
dásamlegan mann Sveinn hafði að
geyma, þar kynnist ég vini mínum
Svenna enn betur óg átti yndislegar
stundir með honum, þar var hann
alltaf reiðubúinn til að rétta hjálpar-
hönd, spjalla og vera með í öllu.
Ég minnist sérstaklega orða
hans, þar sem hann sagði að sjald-
an, og langt væri síðan honum hefði
liðið svona vel og eða haft það svona
gott, eins og eftir að hann kom til
Eyja og helst sæi hann eftir að
hafa ekki komið miklu fyiT. En ég
svaraði því að nægur væri tíminn,
hann væri jú á besta aldri ennþá.
En svona er lífið, snögglega var
hann tekinn á brott og sendur yfir
móðuna miklu, öllum að óvörum.
Með þessum fátæklegu línum
langar mig og íjölskyldu minni að
bakka Svenna fyrir að hafa fengið
að kynnast honum, fyrir ógleyman-
legar stundir og fyrir trúnaðinn og
vinskapinn sem hann sýndi mér og
ég mun geyma vel.
Svenni bar veikindi sín í hljóði
og það sést best á því að aðeins
þremur dögum fyrir aðgerðina
hringdi hann í mig fullur bjartsýni
og rólegur eins og honum var lag-
ið. Ekki grunaði mig þá að þetta
yrði í síðasta skipti sem ég heyrði
í honum. En einhver tilgangur hlýt-
ur að vera með þessu öllu, og trúi
ég að sökum þess hve einstakur
maður Svenni var hafi æðri máttar-
völd þurft á honum að halda og
kallað hann til sín þess vegna.
Ég og fjölskylda mín kveðjum
Svenna vin okkar með söknuði og
vottum dóttur hans og hennar fjöl-
skyldu, auk sona hans og annarrra
aðstandenda, okkar dýpstu samúð
og biðjum Guð að gefa þeim styrk
í þessari miklu sorg. Svenna er
djúpt saknað.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V.Br.)
Guðbjörg Guðfíunssdóttir
og fjölskylda.
Okkur langar að minnast með
örfáum orðum Sveinbjöms Kristins-
sonar sem lést 7. desember sl.
Við kynntumst honum á heimili
Höllu dóttur hans í Vestmannaeyj-
um fyrir þremur árum. Þótt þessi
kynni hafí verið ailtof stutt voru
þau einstaklega ánægjuleg frá
fyrstu tíð. Það sem einkenndi
Svenna öðru fremur var hlýlegt við-
mót og fengu bömin okkar að njóta
umhýggju hans.
Hann var þeim kostum búinn að
sjá ávallt björtu hliðarnar á
mannlífinu og var mildur í dómum
sínum um menn og pálefni.
Við hjónin vorum svo lánsöm að
fá að ferðast með honum nú í októ-
ber sl. Við fórum þá ásamt skips-
féiögum hans í utanlandsferð. Ferð
þessi var ákaflega skemmtileg og
var Svenni einstaklega traustur og
góður ferðafélagi.
Stutt er á milli gleði og sorgar, -
því skömmu eftir ferðina gekkst
Svenni undir aðgerð og lést
skömmu síðar eftir stutta en erfiða
sjúkrahúslegu.
Bömin hans og barnabörn eiga
nú um sárt að binda en geta verið
þakklát fyrir að hafa átt elskulegan
pabba og afa sem ávallt bar hag
þeirra fyrir bijósti. Við kveðjum
Svenna með söknuði og þökkum
honum samfylgdina. Hann var góð-
ur maður.
Þórlaug og Jónsi,
Vestmannaeyjum.
Minning:
Krístmundur Andrés
Þorsteinsson
Fæddur 3. maí 1926
Dáinn 13. desember 1989
í dag verður til moldar borinn
drengur góður, Kristmundur Andr-
és Þorsteinsson málarameistari. Lát
hans kom engum á óvart, en hann
lést á Landspítalanum 13. desem-
ber, eftir tiltölulega stutta en harða
glímu við þann sjúkdóm, sem er
erkióvinur mannkynsins í dag.
Reyndar hafði hann háð aðra glímu
við þennan sama sjúkdóm fyrir
nokkrum árum, en þar hafði Krist-
mundur betur, þó með því að fórna
raddböndum sínum, en engu að
síður gat hann gert sig vel skiljan-
legan með vissri loftaðferðarbeit-
ingu.
Kristmundur fæddist í Reykjavík
3. maí 1926, sonur hjónanna Þor-
steins Sigurðssonar leigubílstjóra
og Jóhönnu Sigríðar Kristmunds-
dóttur. Er nú öll fjölskyldan gengin
á fund feðra sinna, að undanskil-
inni eiginkonu minni, Gyðu Þor-
steinsdóttur, en hún er yngst þeirra
systkina.
Ungur að árum hóf Kristmundur
nám í rafvirkjun, og var með fram-
tíðaráætlanir að starfa hjá Raf-
magnsveitu Reykjavíkur, en þar
sem sjómennskan heíllaði hann, fór
hann til sjós, þar sem hann ætlaði
aðeins að dvelja um stundarsakir
en árin urðu 20 i sjómennskunni
þegar upp var staðið. Var hann
lengi vel á togurum Bæjarútgerðar-
innar, en einnig á minni bátum.
Hann þótti hinn mesti víkingur til
vinnu, harðfylginn, ósérhlífinn og
úrræðagóður, enda var hann fljótt
kallaður til stjórnunarstarfa um
borð.
Árið 1963 hætti hann sjó-
mennsku, og kynntist skömmu
síðar eftirlifandi eiginkonu 3inni
Erlu Sigurbjömsdóttur og urðu þá
þáttaskil í lífi Kristmundar. Erla
var einstæð móðir með fjögur börn
í ómegð. Þau gengu í hjónaband
tveimur árum síðar. Reyndist Krist-
mundur börnum Erlu sem besti fað-
ir og tókst með þeim innilegt sam-
band sem hefur varað til hinsta
dags. Erlu og Kristmundi varð
tveggja bama auðið. Þau eru Þor-
steinn, f. 21.4. 1966, og Jóhanna
Sigríður, f. 11.7. 1970, alnafna föð-
urömmu sinnar.
Þeir feðgar voru einkar samrýnd-
ir, Þorsteinn lærði málaraiðn hjá
föður sínum, eins stunduðu þeir í
frítímum sínum hestamennsku af
lífi og sál, og reyndar stór hluti fjöl-
skyldunnar. Fjölskyldan átti vandað
hesthús á svæði hestamannafélags-
ins Sörla í Hafnarfirði og átti þar
ómældar ánægjustundir í návist
hestanna.
í sínum erfíðu veikindum bárust
honum fyrir nokkm þær gleðifréttir
að Jóhanna dóttir hans hefði fætt
stúlkubarn á Fæðingardeild Land-
spítalans og fór hann þá helsjúkur
og notaði sína síðustu krafta til að
líta sitt fyrsta barnabam.
Nú að leiðarlokum þegar ég kveð
Munda, þá þakka ég honum
ánægjulegar samvemstundir sem
hefðu mátt verða fleiri. Ég þakka
honum hans hlýja og ljúfa viðmót,
og hans sérstöku kímnigáfu, sem
fékk alla til að komast í gott skap
í návist hans. Að lokum óska ég
honum góðrar ferðar yfír móðuna
miklu oggæfuríkrar heimkomu, þar
sem foreldrar hans bróðir, ættingjar
og vinir bíða.
Erla mín, þér og fjölskyldu þinni
sendum við úr Sæviðarsundinu inni-
legustu samúðarkveðjur, og biðjum
Guð að styrkja þig.
G.H.
frá BOSCH heimilistækjum
Orbylgjuofn
kr. 21.950,-stgr.
Eggjasjóðari
kr• 2.922,-stgr.
Vöfflujórn
kr. 4.766, - stgr.
Djúpsteikingarpottur
kr. 8.940,-stgr.
V.
HEIMILISTÆKJADEILD
JÓHANN ÓLAFSSON & CO. HF.
43 Sundabœrg 13 -104 Reyfcjavlk - Sími 688 588
Morgunblaðid/Sigurgeir Jónasson
Myndlistarmaðurinn Bennó Ge-
org Ægisson.
V estmannaeyjar:
Bennó með
sýningu
Vestmannaeyjuni.
BENNÓ Georg Ægisson hélt
myndlistarsýningu í Safnahúsinu
í Eyjum, 15. til 17. desember sl.
Á sýningunni voru 29 verk og
var efniviður í þau sóttur víða.
Bennó fæddist í Prag 7. maí
1945 en fluttist til íslands 11 ára
gamall. Hann er sjálfmenntaður í
listinni og hefur verið afkastamikill
málari.
Sýning þessi var 3. einkasýning
Bennó á tveimur árum.
Grímur
„Fossvogssvæðið“
ÞAU mistök urðu við birtingu
greinar Einars Egilssonar „Hvað
verður um Öskjuhlíðina?" í Morgun-
blaðinu í gær, að í niðurlagi hennar
kom „Fossvogsbraut“ í stað „Foss-
vogssvæðisins". Eru hlutaðeigend-
ur beðnir velvirðingar á þessu.
Þ.ÞORGRfMSSON&CO
Ármúla 29, Reykjavík, sími 38640