Morgunblaðið - 20.12.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.12.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1989 27 Forsetaembættið í Tékkóslóvakíu: Forsætisráðherr- ann mælir með Havel Cestmir Cisar dregur framboð sitt til baka Prag. Reuter. MARIAN Calva, forsætisráðherra Tékkóslóvakíu, hvatti í gær til þess að þingmenn kysu andófsmanninn og leikskáldið Vaclav Havel í embætti forseta fyrir árslok. Er Calva flutti stefnuræðu ríkisstjórn- arinnar sagði hann nauðsynlegt að kjósa nýjan þjóðhöfðingja sem fyrst til að tryggja stöðugleika í landinu og sýna öðrum þjóðum að landsmenn gætu leyst vandamál sín með virðulegum hætti. Cestmir Cisar, sem var mennta- málaráðherra í stjórn Alexanders Dubceks 1968, hefur dregið fram- boð sitt í forsetaembættið til baka og lýst stuðningi við Havel. Leið- togar Þjóðarflokksins og Sósíalista- flokksins, tveggja sjálfstæðra smá- flokka, vilja einnig Havel í forseta- stólinn. Havel hefur sagt að hann muni aðeins gegna embættinu þar til nýtt, lýðræðislega kjörið þing kem- ur saman á næsta ári. Er Calva, sem er félagi í kommúnistaflokkn- um, lýsti stuðningi ríkisstjórnarinn- ar við Havel, fagnaði fólk á áhorf- endapöllum þingsins ákaft en í þingsalnum, þar sem kommúnistar eru í miklum meirihluta, vom við- brögð kuldalegri. Sérstakur neyðar- fundur flokksins hefst í dag, mið- vikudag, og er þar ætlunin að taka afstöðu til kjörs forseta í stað harðlínumannsins Gustavs Husaks sem sagði nýlega af sér að kröfu andófsmanna. „Efnahagsstefnan síðastliðna áratugi hefur brugðist," sagði Calva í ræðu sinni. Hann sagði þjóðina verða að ná tökum á nýjustu tækni, hverfa frá þungaiðnaði og námu- vinnslu, stuðla yrði að frekari þróun í gjaldeyrismálum og opna hag- kerfið. Langtímamarkmiðið væri að koma á markaðsbúskap, bæta lífskjörin og nýta náttúruauðlindir betur en fram til þessa. Gerðar yrðu sérstakar ráðstafanir til að vernda umhverfið og jafnframt tók Calva undir fyrri yfirlýsingar Jiri Dienst- biers utanríkisráðherra um að unnið yrði að brottför sovéska herliðsins frá landinu. Vilja óháðan kommúnistaflokk í Litháen Reuter Þing kommúnistaflokksins í Sovétlýðveldinu Litháen hófst I gær. Þingið kann að reynast sögulegt fyrir þær sakir að fastlega er búist við að lögð verði fram tillaga þess efnis að kommúnistar í lýðveldinu segi skilið við Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Safnað- ist fjöldi manns í gær saman við Óperuhúsið í höfuð- staðnum, Vilnius, til að leggja áherslu á þessa kröfu alþýðu manna þar. í síðustu viku samþykkti Æðsta ráð Litháen, fyrst Sovétlýðvelda, að nema úr gildi stjórnarskrákvæði það sem kveðið hefur á um for- ystuhlutverk kommúnistaflokksins í lýðveldinu og heimila starfsemi stjórnmálaflokka og samtaka. Heimildarmenn sem Morgunblaðið ræddi þá við í Litháen kváðust telja að einungis með því að segja skilið við flokkinn í Moskvu ættu kommmúnistar í Litháen möguleika í kosningum sem fram fara til Æðsta ráðsins í marsmánuði. Bretland: 100 manns létust á einni viku London. Reuter. YFIR 100 manns létust af völdum inflúensufaraldursins í Bretlandi í fyrstu viku desembermánaðar, samkvæmt opinberum tölum sem birtar voru í gær. Látnum af völdum faraldursins sem nú gengur fór að fjölga um miðjan nóvember. I fyrstu viku des- ember létust 102 af völdum veikinn- ar. Lyfjafyrirtæki hafa flutt inn bólu- efni frá meginlandi Evrópu og Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem veikst hafa eru Elísabet II drottning og systir hennar, Margrét prinsessa. Mótmæli gegn ógnarstjórninni í Rúmeníu: Laszlo Tokes hefiir sætt of- sóknum undanfarna mánuði Vín. Reuter. MOTMÆLIN gegn ógnarstjórninni í Rúmeníu brutust út um helgina í borginni Timisoara í vesturhluta landsins þegar yfirvöld reyndu að hneppa 37 ára gamlan ungverskan prest, Laszlo Tokes, í varð- hald. Tokes hefúr sætt ofsóknum yfirvalda undanfarna mánuði og á myndbandi sem smyglað var úr landi fyrir skemmstu segir hann að rúðurnar á húsi sínu séu brotnar á hverri nóttu. Eva Maria Barki, lögmaður Tokes, sem hefur aðsetur í Vínar- borg, sagði á mánudag að hann hefði flutt messu að morgni sunnudags en síðan hefði ekkert til hans spurst. „Síminn hefur ekki verið í lagi hjá honum um nokkurt skeið,“ sagði hún. „Hann virðist bara í lagi þegar hann fær símhótanir.“ Hún segir að ofsókn- ir á hendur prestinum hafi byrjað fyrir alvöru þegar hann veitti kanadískri sjónvarpsstöð viðtal í ágústmánuði síðastliðnum. Þar gagnrýndi hann mannréttindabrot í Rúmeníu og meðferð á ung- verska minnihlutanum í landinu. Talið er að íbúar Rúmeníu séu 23 milljónir og þar af er 1,7 milljón Ungverja. Tokes hefur m.a. verið sakaður um að vera njósnari kap- ítalista. Hann var rekinn frá brauði sínu í september síðastliðn- um. 2. nóvember sl. réðust fjór- ir grímuklæddir menn vopnaðir hnífum inn á heimili Tokes. Prest- urinn var barinn og segir Barki það hafa bjargað lífi hans að hann var með gesti sem gátu komið honum til hjálpar. • Tokes er kvæntur og á fjögurra ára gamlan son. Fyrir hálfum mánuði var hann sendur til afa síns og ömmu vegna þess að To- kes var farinn að óttast alvarlega um líf sitt og fjölskýldu sinnar. Eiginkona Tokes á von á öðru barni þeirra hjóna. Austurríska sjónvarpið sýndi myndband með frásögn prestsins á mánudagskvöld. Myndbandinu var að sögn smyglað til Ungveija- lands fyrir tveimur vikum. Þar lýsir Tokes þeim ógnunum sem fjölskylda hans hefur orðið fyrir: „Þeir brutust inn í íbúðina hjá okkur og síðan höfum við ekki haft stundlega frið,“ segir hann á móðurmáli sínu, ungversku. Reuter Ungverski presturinn Laszlo Tokes. „Rúðurnar eru brotnar á hveijum degi og núna eru þeir farnir að bijóta þær í kirkjunni líka... Vinir okkar gista hjá okkur. Næt- urnar eru hræðilegar. Ég óttast um eiginkonu mína eftir að við sendum son okkar á öruggari stað,“ segir hann styrkri röddu. „Ég beiðist hjálpar, hjálpar frá þeim sem hana geta veitt.“ Fóðu þér Raclette plus-tœkið fró SIEMENS og haltu ostbráðarveislu! Ostbráð (eða ,,Raclette“) er svissneskur sœlkeramatur. Undirstaða notarlegs ostbráðarkvölds er ostbráðartœkið Raclette plusfrá Siemens, ostur, soðnar kartöflur og perlulaukur en vitaskuld eru engin takmörkfyrir því hvað nota má. Þar reynir á hugmyndaauðgi þeirra sem taka þátt í máltíðinni. Auk þess er tœkið notað til glóðarsteikingar, pönnukökubaksturs og til að útbúa bökur, kökur og ofnrétti. Allt gerist þetta við matarborðið sjálft. Nú þarf gestgjafinn ekki lengur að standa við eldavélina heldur situr við borðið með öðrum. Hver þjónar sér sjálfur og hlaupfram í eldhús eru úr sögunni. Með tœkinu fylgir vandað leiðbeininga- og matreiðslukver á íslensku. Verð: 7190,- kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.