Morgunblaðið - 20.12.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1989
33
Núverandi stjórn Eyverja. F.v.: Þórunn Gísladóttir, Tryggvi Kr.
Olafsson, Sigxirjón Birg-isson, formaður, Bjarnhéðinn Grétarsson,
Stefán Agnarsson og Harpa Gísladóttir. Á myndina vantar Siguijón
Þorkelsson.
V estmannaeyjar;
Eyverjar 60 ára
Vestmannaeyjum.
EYVERJAR, félag ungra Sjálf-
stæðismanna, er 60 ára í dag. I
tilefni af þessum tímamótum bauð
félagið til kaffisamsætis í Akóges-
húsinu í Eyjum sl. sunnudag.
Það var 20. desember 1929, sem
hópur ungra manna kom saman í
Goodtemplarahúsinu í Eyjum, til að
stofna stjómmálafélag ungs fólks
sem vildi fylkja sér um stefnu Sjálf-
stæðisflokksins. Á stofnfundinum
var Páll Eyjólfsson kjörinn fyrsti for-
maður félagsins. Félagið gekk undir
nafninu Félag ungra sjálfstæðis-
manna til ársins 1961, en þá var
samþykkt að taka upp nafnið Eyveij-
ar.
Eyveijar hafa í gegnum árin verið
atkvæðamiklir í flokksstarfi Sjálf-
stæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Félagið hefur haldið uppi öflugri fé-
lagsstarfsemi og staðið fyrir
skemmtiferðum fyrir félaga sína
bæði innanlands og utan.
Eyveijar buðu öllum velunnurum
sínum til kaffisamsætis í Akóges-
húsinu í Eyjum til að fagna þessum
tímamótum í sögu félagsins, Margir
gestir komu til að fagna þessum
áfanga og meðal gesta voru Þor-
steinn Pálsson, formaður Sjálfstæð-
Morgunblaðid/Sigurgeir Jónasson
Páll Scheving, einn ötulasti
starfsmaður Sjálfstæðisilokksins
í Eyjum í áratugi.
maður og fyrrverandi formaður SUS,
Árni Sigfússon, borgarfulltrúi og
fyrrverandi formaður SUS, og Eg-
gert Haukdal, alþingismaður. Avörp
voru flutt og félaginu færðar margar
gjafir. Formaður Eyveija sæmdi
nokkra félaga gullmerki fyrir vel
unnin störf í þágu Eyvetja. Gest-
um var boðið upp á kaffihlaðborð,
hlaðið kræsingum.
isflokksins, Geir H. Haarde, þing- Grímur
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM
19. desember.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 80,00 65,00 76,73 3,858 296.000
Ýsa 130,00 90,00 93,88 8,288 778.063
Karfi 36,50 29,00 35,97 67,069 2.412.759
Ufsi 43,00 43,00 43,00 5,775 248.319
Langa 35,00 34,00 , 34,84 1,650 57.476
Lúða 500,00 190,00 291,35 0,918 267.315
Sieinbítur 43,00 32,00 39,64 0,947 37.538
Keila 10,00 10,00 10,00 0,438 4.380
Gellur 215,00 215,00 215,00 0,072 15.480
Samtals 46,28 89,046 4.120.779
í dag verða meðal annars seld um 55 tonn af þorski, 12 tonn af ýsu, 15
tonn af karfa, 8 tonn af ufsa, 2 tonn af kola og óákveðið magn af lúðu og
fleiri tegundum úr Sigurey BA. Einnig verður selt óákveðið magn úr bátum.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 87,00 70,00 73,03 20,710 1.512.490
Ýsa 102,00 47,00 90,18 46,072 4.154.649
Karfi 38,00 29,00 34,67 5,007 173.568
Ufsi 47,00 39,00 44,47 47,998 2.134.609
Hlýri+steinb. 50,00 50,00 50,00 2,076 103.800
Langa 41,00 41,00 41,00 3,933 161.265
Lúða 210,00 200,00 203,08 0,117 23.760 .
Grálúða 20,00 20,00 20,00' 0,149 2.980
Keila 12,00 12,00 12,00 0,461 5.532
Samtals 65,39 126,583 8.276.793
í dag veröa meðal annars seld 10 tonn af ýsu, löngu, steinbít og fleiri
tegundum úr Ásbirni RE og fleirum.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 91,00 40,00 76,42 19,190 1.466.536
Þorskur(umál) 39,00 31,00 37,65 0,594 22.366
Ýsa 131,00 60,00 89,24 8,217 733.266
Karfi 35,00 21,00 31,74 0,552 17.519
Ufsi 33,00 33,00 33,00 0,700 23.100
Steinbítur 34,00 34,00 34,00 0,591 20.077
Langa 41,00 34,50 38,55 1,345 51.853
Lúða 315,00 110,00 265,94 0,367 97.600
Keila 17,50 17,00 17,17 4,960 85.170
Samtals 68,69 36,832 2.530.057
í dag verður selt óákveðið magn úr dagróðrabátum.
SKIPASÖLUR í Bretlandi 18. desember.
Þorskur 132,32 17,950 2.375.082
Ýsa 118,08 19,690 2.324.914
Koli 151,59 1,445 219.041
Samtals 129,62 39,562 5.128.004
J Selt var úr Stapavík Sl í Grimsby 18. desember.
Flugvélakaup Flugleiða:
Nýjustu þoturnar af-
hentar vorið 1991
Þegar nýju Boeing-þoturnar tvær, sem Flugleiðir hafa nú samið um
kaup á, koina til landsins vorið 1991 mun félagið hafa yfir alls sjö
flugvélum að ráða til millilandaflugs. Af þeim verða fjórar af gerð-
inni Boeing 737-400 og tvær þeirra, Aldís og Eydís, eru þegar komn-
ar í notkun. Þoturnar af þessari gerð eru einkum notaðar á Evrópu-
leiðum Flugleiða. Hinar þijár þoturnar eru af gerðinni 757-200, taka
nokkru fleiri farþega, og eru aðallega ætlaðar til að halda upþi
áætlun í N-Atlantshafsflugi félagsins. Tvær Boeing 757-200 og ein
737-400 verða afhendar félaginu nú í vor, en fjórða 737-400 vélin
og þriðja 757-200 vélin um það bil ári seinna.
Að sögn Sigurður Helgasonar, for-
stjóra Flugleiða er þessi ákvörðun
lokaskrefið í stærstu íjárfestingar-
áætlun félagsins til þessa dags, sem
jafnframt er mesta íjárfesting sem
íslenskt einkafyrirtæki hefur ráðist
í. Verð fyrri vélana fimm er með
fylgihlutum um 187 millj. dollara
eða um 11,6 milljarðar en þoturnar
tvær sem nú hefur verið samið um
kaup á til viðbótar kosta ásamt
varahlutum 82 millj. dollara eða um
5,1 milljarða króna.
Sigurður segir að enda þótt fjár-
festing í þessum nýja flugvélakosti
sé mikil, þá telji bæði stjórn félags-
ins og stjórnendur hana vel grun-
daðan. Þrátt fyrir umtalsverðar
skuldbindingar, hækkun vaxta-
gjalda og aukningu útgjalda vegna
afskrifta þá sparist þessir ijármunir
fyllilega í hagkvæmari rekstri og
vel það. Tækninýjungar hafi í för
með sér að nýju vélarnar séu um
40% sparneytnari á eldsneyti miðað
við hveija sætismílu heldur en eldri
vélar og að í stjórnklefa nýju véi-
anna þurfi nú tvo flugliða í stað
þriggja áður. Viðhalda nýrra véla
sé að sama skapi mun ódýrara en
hinna eldri. Með þessum nýju tækj-
um sé því verið að styrkja heildaraf-
komu félagsins í framtíðinni.
Sigurður segist gera ráð fyrir að
vandalaust verði að tryggja fjár-
mögnun þessara síðustu tveggja
Boeing-þotna sem félagið hefur nú
fest káup á, miðað við þá reynslu
sem fengist hafi af fjármögnun fyrri
5 flugvélanna. Til kaupa á þeim
voru tekin lán hjá evrópskum,
bandarískum og japönskum bönk-
um til 17 ára fyrir um 90% kaup-
verðsins og þau tryggð með veði í
vélunum sjálfum. Kjörin sem félag-
ið naut þykja með því besta sem
þekkist á þessum markaði, og segir
Sigurður Helgason að það megi
rekja til þeirra fyrirhyggju sem við-
höfð var við fiugvélakaupin. Flug-
vélarnar voru pantaðar snemma eða
skömmu áður en sala og eftirspurn
eftir þeim jókst til muna en það
hefur aftur haft í för með sér að
markaðsverð vélanna er nú veru-
lega hærra heldur en kaupverð
Flugleiða á vélunum.
Sigurður Helgason segir að með
þessari Ijárfestingu breytist milli-
landaflugfloti Flugleiða á nokkrum
mánuðum úr því að vera einn hinn
elsti í Evrópu í einn hinn yngsta
sem flugfélög álfunnar hafa yfir
að ráða, og það gjörbreyti sam-
keppnisstöðu félagsins. Jafnframt
segir Sigurður að áfram sé haldið
athugun á heppilegum flugvélakosti
fyrir innanlandsflugið, en þessi at-
hugun tengist þó nokkuð þeirra
stefnumörkun stjórnar Flugleiða
um að láta kanna hagkvæmni þess
að stofna sérstakt flugfélag um
innanlandsflugið með þáttöku
landshlutaflugfélaganna.
Stúdentar í Breiðholti
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti brautskráði í gær 51
nýstúdent úr dagskóla og sjö nýstúdenta úr kvöld-
skóla. Auk þess voru brautskráðir sex snyrtifræðingar
og fimm sjúkraliðar frá skólanum, og sex luku sveins-
prófi úr dagskóla og tíu úr kvöldskóla. Nemendur í
dagskóla á haustönn voru um 1400 og 900 stunduðu
nám í kvöldskóla. Á innfelldu myndinni er dúxinn,
Hjördís Björg Gunnarsdóttir, ásamt Kristínu Arnalds
skólameistara.
STÚDENTAR frá fjölbrautaskólanum Ármúla voru brautskráðir í gær, og voru þeir 34 talsins að þessu sinni.
Fjórtán stúdentar voru brautskráðir af félagsfræðibraut, átta af viðskipta- og hagfræðibraut, fjórir af íþrótta-
braut, fjórir af nýmálabraut og fjórir af náttúrufræðibraut. Alls stunduðu 743 nemendur nám í fjölbrautaskó-
lanum Ármúla á haustönn.