Morgunblaðið - 20.12.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.12.1989, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1989 41 '/? dags dvöl hjá dagmömmu, eða reykingar tveggja foreldra með einni frekar hófsamri bjórknæpu- ferð í mánuði. Einkaskólana inn í ríkisskólana? Nú er enginn af þessum kostum einkaskólans þess eðlis að þeir geti ekki átt við ríkisskóla. Á það benti Helgi Skúli Kjartansson sagnfræð- ingur í erindi sínu í Ríkisútvarpinu um Daginn og veginn fyrir skömmu. Kröfur um samfelldan og langan skóladag, skólamáltíðir, aukið íþrótta- og listnám og heima- lærdóm í skólanum hafa reyndar komið fram og verið allsterkar gagnvart ríkisskólakerfinu. Það sem allt hefur strandað á að er peningaleysið. Það hefur ekki verið sett ofarlega á forgangslistann að búa almennilega að börnunum. Þetta er auðvitað hið mesta hneyksli. Það er bókstaflega troðið á þeim. Þetta gengur alls ekki leng- ur. Það kemur mér óneitanlega dálít- ið á óvart að Svavar Gestsson menntamálaráðherra skuli sitja í þessu embætti, horfa upp á ástand- ið og koma svo -í veg fyrir tilraun sem gæti bætt mjög aðstöðu þeirra fáu sem þar gætu komist að. Slík tilraun gæti meira að segja komið ríkisskólakerfinu að gagni, því að það sem þar tekst vel má síðar taka upp í ríkisskólunum. Sé Svavari hins vegar lífsins ómögulegt að kreista meira fé út úr flokksbróður sínum og besta vini, Olafi Ragnari Grímssyni fjármála- ráðherra, sé ég ekki annað ráð vænna en að hann fari að tillögu Helga Skúla Kjartanssonar og heimili ríkisreknu skólunum að selja þá viðbótarþjónustu sem hér hefur verið rætt um, samfellt 8-9 klsL skólastarf á dag, með heimalær- dómi, list- og íþróttanámi og heitri skólamáltíð með kennaranum. Eg verð að játa að ég er dálítið hrifinn af þessari hugmynd Helga Skúla. Kæmist hún á, mundi hún eyða a.m.k. sumum af þeim annmörícum sem á einkaskólakerfinu eru, t.d. þessu með aðskilnað frá öðrum bömum í hverfinu, auk þess sem þetta yrði þá undir sömu stjórn og aðrir hlutar skólakerfisins á grunn- skólastiginu. Hamraskóli — tilraun sem varð að hneyksli Nú er það ekki svo að ég og mínir líkar séum svo afskaplega óþolinmóð, að við beygjum af við fyrsta mótlæti. Ég get ósköp vel sagt eina glænýja dæmisögu, sem sýnir í hnotskurn hve litla ástæðu venjulegt fólk hefur til að treysjta á opinbera aðila í skólamálum. Ég bý í Hamrahverfi í Grafarvogi. Þetta hverfi er nær fullbyggt, en samt er enginn skóli kominn þang- að enn. Bömin eru keyrð í Folda- skóla og heim aftur strax og skóla lýkur. Sl. vetur og vor fóru svo að berast fréttir af að nýr skóli ætti að fara af stað í haust, Hamra- skóli, en hann yrði fýrst um sinn aðeins fyrir 3 yngstu árgangana. Þama yrði gerð tilraun með sam- felldan langan skóladag, kl. 9-4, hugsanlega með mat. Hveijar eru svo efndirnar? Nu er ein vika í að skóli hefjist. Boðaðar framkvæmdir við byggingu Hamraskóla hafa eng- ar verið í allt sumar. En fyrir 10 dögum komu nokkrir vörubílar ak- andi inn í hverfið í fylgd krana. 'Eftir nokkra leit staðnæmdust þeir við óræktina og móana sem síðar meir eiga víst að verða skólalóð Hamraskóla. Þama tóku þeir af bílunum forljóta skúra, myglaða og útkrotaða af klámi og klúrheitum, með brotnum rúðum, tröppulausa en með 1 metra upp að hurð frá jörðu, og allt eftir því. Ekki var borið við að malbika blettinn sem þeir voru settir niður á, heldur var þeim fleygt þama niður í sandinn. I kringum þá er engin lóð, engin leiktæki, engin girðing. Þetta er víst nýjasti skóli borgarinnár, Hamraskólinn. Fimm skúrar, sem ganga undir nafninu „færanlegar kennslustofur". Það þarf auðvitað ekki að spyija um aðstöðu kennara, hún er engin. Ekkert hefur verið unnið við þessa skúra síðan þeir komu. Ekkert rafmagn virðist kom- ið í þá, því síður hiti eða frárennsii fyrir klósett eða annað slíkt. Að- staða fyrir mat eða þess háttar er auðvitað engin í svona kofum. Tenging á milli kofanna er engin, svo að svigrúm til að hnika frá venjulegri bekkjakennslu er ekkert. Mér sýnist einsýnt að tilraunin sem búið var að lofa yngstu börnunum í Hamrahverfi, sé úr sögunni, a.m.k. þetta árið. Látum það vera þótt loforð séu svikin, þótt auðvitað sé bömunum sýnt vont fordæmi með því. En ég spyr að öðru: Eru foreidrar skyldugir til að skilja böm sín á skyldunámsaldri eftir í svona skúrræksnum? Andstæðingum einkaskóla og misskildum .jafnrétt- issinnum" finnst þetta auðvitað fullgott fyrir mín börn, af því að þúsund önnur böm verða að láta sér svona lagað lynda. En ég er ekki sáttur við þetta. Ég læt hvorki bjóða mér né börnunum mínum svona. Svavar minn, mér finnst eins og þér að skólakostnað bama okkar eigi að greiða úr sameiginlegum sjóði þjóðarinnar, en ég vil ekki að drekanum sem situr á gullinu leyf- ist að níðast á börnunum mínum. Þá vil ég heldur kaupa þessa að- stöðu handa mínum börnum — ert þú til í að selja mér hana? Ef ekki neyðir þú mig til að snúa mér að einkaframtakinu, Miðskólanum eða hvaða nafni sem það nú bregður yfir sig næst. Við erum ekkert hætt að beijast fyrir hag barnanna okkar. Höfundur er bókaútgcfandi og einn þeirra sem skráðu bam sitt í Miðskólann sem menntamálarúðherra neitaði að gefa startsleyli. KÍNAPANNA (WOK), glerlok og bókin , Kínversk matseld frá <5d í gjafakassa íslensk framleiðsla Kínapanna fyrir snöggsteikingu, djúpsteikingu og gufusuðu. Hentug fyrir pottrétti og alla fjölbreytta matargerð. ölustaðir. Heildsöludreifing Amaro-heildverslun, Akureyri. A, TOPPTILBOD Stærðir: 40-46 Litur: Svart Verð: 2.490,- 21212 Kringlunni, sími 689212 LEADING EDGE heimilis- og fjölskyldutölvan frá Banda- ríkjunum, sem hlotið hefur frábæra dóma fyrir öryggi og góða hönnun, er komin til íslands. Leading Edge er nú boðin á sér- stöku kynningarverði fram til áramóta. Tæknilegar upplýsingar: D D2 D3 Örgjörvi 8088 80286 80386 Klukkutíðni 8MHZ 8/12 MHZ 8/16 MHZ Uppbygging XT AT AT Minni (RAM) 512 kb 640 kb 640 kb Diskettudrif 5,25“ 360 kb 1,2 Mb 1,2 Mb+ 360 kb Harður diskur 30 Mb 65 Mb 65 Mb Meðaisóknartími 65 ms 30 ms 30 ms Skjár her. s/h VGA s/h VGA s/h Fjöldi stækkunarraufa 4 6 6 Hlið/raðtengi 1/1 1/2 1/2 Stýrikerfi mS-DOS 3.2 3.3 3.3 Verð m. söluskatti . 149.900,- 219.900,- 295.900,- Ármúla 1, sími 8-25-55, 108 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.