Morgunblaðið - 20.12.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.12.1989, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1989 Hugleiðing um héraðsskóg eftir Álfhildi Ólafsdóttur í maí síðastliðnum ákvað ríkis- stjórnin að hrinda í framkvæmd stórátaki í ræktun nytjaskóga á Fljótsdalshéraði sem miði að því að fullnýta skógræktarland þar á næstu 40 árum. Jafnframt var samþykkt sérstök fjárveiting til undirbúnings og byijunarframkvæmda á þessu ári. Undirbúningsvinnan er í umsjá verkefni verkefnisstjórnar sem land- búnaðarráðherra skipaði í vor sem leið og í eiga sæti Edda Björns- dóttir, formaður, tilnefnd af Félagi skógarbænda á Héraði, Jón Lofts- son, tilnefndur af Skógrækt ríkisins, Kristófer Oliversson, tilnefndur af Byggðastofnun og Páll Sigbjörns- son, tilnefndur af Búnaðarsambandi Austurlands, auk undirritaðrar. Hvað er verið að gera? Ollum ætti að vera ljóst að stór- átak í skógrækt er ekkert sem hrint er í framkvæmd á nokkrum vikum eða mánuðum. Það þarf að vanda sem vel á að standa, segir máltæk- ið, og það á vel við þegar um er að ræða ræktun trjáa sem standa eiga í áratugi. En þar sem mörgum leik- ur eflaust forvitni á að vita hvar undirbúningur skógræktarátaksins er á vegi staddur, auk þess sem umræða ertalsverð um fyrirkomulag verkefnisins, eru þessar línur settar á blað. I sumar hefur vinnuflokkur frá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins farið um fyrirhugað skógræktar- svæði og safnað gögnum til gróður- kortagerðar. Afrakstur þeirrar vinnu verður síðan meðal þess sem skóg- ræktarfræðingar munu nota þegar farið verður að gera ræktunaráætl- Ósviknir DACHSTEIN með tvöföldum saumum, nlö-sterkum Oúmmlsöta, vatnsþéttri reimingu. Framleiddir I Austurrlki og sérstaklega geröir fyrir mikiö álag og erfiöar aöstæöur. FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 anir fyrir svæðið í heild og einstakar jarðir. Aætlanagerðin hefst væntan- lega í september, þegar starfsmenn Skógræktar ríkisins sjá fram úr sumarönnunum, en stefnt er að því áð frumáætlun um ræktun og kostn- að liggi fyrir 1. október n'k. Rann- sóknastöð Skógræktar ríkissins und- irbýr nú tilraunir með asparrækt á svæðinu og verið er að kanna mögu- leika á hraðræktun aspargræðlinga þar. Verkefnisstjórnin hefur haldið all- marga fundi og m.a. rætt hvernig plöntuframleiðslu fyrir verkefnið verði best hagað. Um þann þátt liggja ekki fyrir ákveðnar tillögur en verið er að athuga kostnað við mismunandi möguleika. Sérstakur verkefnisstjóri verður ráðinn til starfa á næstu dögum og hans fyrsta verk verður að kanna hug bænda til væntanlegs skógrækt- arátaks og hvernig skóræktin getur fallið að búskaparáformum hvers og eins. Aðalmarkmiðið er nytjaskógrækt Þar sem hér er verið að fjalla um tímamótaákvörðun í íslenskri skóg- rækt og landbúnaði er ekki úr vegi að velta fyrir sér hver eru helstu markmið hennar. Að mati undirrit- aðar er markmið skógræktarátaks á Fljótsdalshéraði í aðalatriðum þríþætt: 1. Að rækta nytjaskóg, þ.e. skóg sem skilar afurðum í framtíðinni. 2. Efla atvinnulíf og treysta byggð á svæðinu. 3. Auðvelda nauðsynlegan samdrátt í sauðfjárrækt. Fyrsta atriðið er aðalmarkmiðið og í sjálfu sér nægjanlegt. Á Fljóts- dalshéraði höfum við hvað öruggasta vitneskju um að tré geti vaxið hratt og vel og orðið nýtanleg til timbur- framleiðslu. Ætlað er að gott skóg- ræktarsvæði þar sé það stórt að fá rffegi á nokkrum áratugum samfelld- an skóg sem hægt verði að tengja einhvers konar timburvinnslu. Hvort skógur kemur til með að borga stofnkostnað sinn til, baka með framleiðsluverðmæti, auk þess að borga kostnaðinn við að fella hann og vinna úr honum, er út af fyrir sig hæpið að spá um á þessari stundu; timburverð á næstu öld er nokkuð sem útilokað er að segja fyrir um. En á það má benda að fjárhagsleg áhætta okkar íslendinga í þeim efnum ætti ekki að vera stór- lega frábrugðin því sem annars stað- ar gerist. Mikilvægt er að marka árlegan ramma nýplöntunar þannig að eðli- leg hringrás fáist í ræktunina, þ.e. ef skógurinn þarf 50 ár að meðal- tali til þess að vaxa þá verði að meðaltali plantað í einn fimmtugasta hiuta heildarlandsins á hveiju ári. Skógræktin ein skapar ekki mörg störf Hvað eflingu atvinnulífs viðkemur verður að hafa í huga að skógrækt sem slík er ekki mjög vinnuaflsfrek. Aðalverðmætasköpunin byggist á vaxtargetu tijánna sjálfra. Engu að síður skapast þarna nokkur störf þótt dreifing þeirra á árið verði nokkuð misjöfn, þ.e. fyrst og fremst sumarvinna við sjálfa nýræktunina. Grisjun og hirðing þess skóglendis sem fyrir er á Héraði, og með tíman- um nýju skóganna þegar þeir vaxa upp, gefur þó viðbótavinnu sem hægt er að einhveiju leyti að dreifa á þá árstíma þegar minna er að gera við nýræktunina. Þegar menn velta fyrir sér hvort grisjun standi undir sér, verður að svara þeirri spurningu hvað fleira en viðurinn sem grisjun skilar sé verðmæti. Það sem þar kemur helst til greina er hvort grisjunin verður ekki til þess að þau tré sem eftir standa vaxa betur og verða fyrr og frekar nýtan- leg í verðmætari afurðir. Einnig hvort það er ekki verðmæti út af fyrir sig að betra verði að komast um skóginn og njóta hans sem úti- vistarsvæðis og bætt aðstaða skapist fyrir sumarbústaði og ferðamanna- þjónustu. Nauðsynlegj; er að gera sér Ijóst að vinna við skógræktina eina getur ekki orðið aðallífsviðurværi margra á svæðinu. Því er mjög mikilvægt að menn kanni vandlega alla mögu- leika á atvinnu samhliða skógrækt- inni, bæði störfum utan eigin jarða og ýmiss konar rekstri á jörðunum sjálfum. Þar má gæta sín á að fest- ast ekki í því hjólfari að ekki sé hægt að lifa af öðru en kúm og kind- um. Mikilvægt er að sú mjólkurfram- leiðsla sem fyrir hendi er dragist ekki saman og æskilegast væri að þeir sem til þess hafa aðstöðu geti breytt fullvirðisrétti til sauðfjár- framleiðsu í mjólkurframleiðslurétt. Við verðum að vera opin fyrir nýjum möguleikum Dæmi um sjálfstæðan rekstur sem vel ætti að þrífast við hlið skógrækt- arinnar eru mörg. Heyöflun til beinnar sölu, en þó ekki síður til heykögglagerðar, krefst vart við- bótarfjárfestinga en nýtir vel þær sem fyrir eru. Ræktunarskilyrði korns til þroska eru talin þokkaleg á svæðinu og ættu að fara batnandi með aukinni skóg- og skjólbelta- rækt. Samspil kornræktar og gras- ræktar gæti gefið af sér öfluga fóð- urframleiðslu. Ýmiss konar mat- jurta- og beijarækt bæði til sölu ferskra afurða og sem grunnur frek- ari úrvinnslu s.s. sultugerðar er at- hyglisverður kostur. Efling ferða- þjónustu er nokkuð auðsætt verkefni og ýmsar hliðargreinar geta tengst MICRO-CHEFFM 25150 jl I MOULINEX ÖRBYLGJUOFNAR ÞAR SEM HOLLUSTA OG TÍMASPARNAÐUR FARA SAMAN. BETRI ORKUNÝTING - LÆGRI RAFMAGNSREIKNINGUR 1 5 Itr OFN 650 WÖTT 2 4 Itr OFN 750 WÖTT Álfhildur Ólafsdóttir „Öllum ætti að vera ljóst að stórátak í skóg- rækt er ekkert sem hrint er í framkvæmd á nokkrum vikum eða mánuðum. Það þarf að vanda sem vel á að standa, segir máltækið, og það á vel við þegar um er að ræða ræktun trjáa sem standa eiga í áratugi.“ henni t.d. á sviði heimilisiðnaðar. Ef loðdýrarækt á Héraði lifir af þrengingar þær sem nú standa yfir er fyrir hendi búgrein sem fellur mjög vel að skógrækt vegna lítillar þarfar fyrir landiými. Loðkanínu- rækt er kostur sem sjálfsagt er að kanna vandlega gnindvöll fyrir á svæðinu þar sem hún gæti skipt verulegu máli í atvinnuuppbygging- unni. Otal margt fleira mætti telja upp en mikilvægast er að menn kasti ekki frá sér góðum hugmyndum, þótt einhveijir telji þær fáránlegar í fyrstu, heldur kanni grundvöll fyr- ir nýtingu þeirra vandlega og taki síðan ákvarðanir með það í huga að verið er að leita að viðfangsefnum sem skila eiga fólki launum fyrir vinnu sína. Samdráttur í sauðfjárrækt verður vart umflúinn Miklar vangáveltur hafa verið um sauðkindina í tengslum við umræðu um skógrækt. Fyrir liggur að marg- ir bændur standa nú eða á næstu árum frammi fyrir spurningunni hvort þeir eigi að hefja sauðfjárrækt á nýjan leik eftir fjárleysi í kjölfar riðuniðurskurðar. Við slíka ákvarð- anatöku hljóta menn að líta til ástands sauðfjárræktar í landinu í heild. Ljóst er að mikið gap er milli núverandi framleiðsluréttar á kinda- kjöti annars vegar og þess sem hægt er að selja af því hins vegar. Þetta gap verður ekki brúað nema annaðhvort takist að auka söluna eða minnka framleiðsluna og ólíklegt verður að teljast að söluaukning ein muni duga. Niðurstaðan verður því víst aldrei önnur en sú að samdrátt- ur í rétti bænda til kindakjötsfram- leiðslu er óumflýjanlegur. Og hveijir eiga þá að fækka fénu? Það er erf- iða spumingin. Ef ætlunin er að valda sem minnstribyggðaröskun hljóta augu manna fljótt að beinast að þeim sem auðveldast eiga með að taka upp aðra verðmætasköpun í stað kjöt- framleiðslunnar. Þar hefur Fljóts- dalshérað umfram flest eða öll önnur landsvæði mesta möguleika á sviði skógræktarinnar þótt önnur svæði hafi svo betri möguleika í öðrum greinum. Mikilvægt er að sem fyrst verði hægt að móta tilboð til þeirra sem fúsir eru að láta af hendi full- virðisrétt hvort sem menn hætta sauðfjárrækt vegna viðkvæms beiti- lands, skógræktarforma eða af öðr- um ástæðum. Komi ekki til sam- dráttar sauðfjárræktar á þann hátt er næsta ljóst að einhvers konar gengisfelling fullvirðisréttar til sauð- fjárframleiðslu er fyrirsjáanleg á allra næstu árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.