Morgunblaðið - 20.12.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.12.1989, Blaðsíða 16
-MÖRGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2D. DESÍGMBKR 1989 Um blóðsega og segaleysandi lyf eftir Magnús Karl Pétursson Þekking manna á orsökum og eðli segamyndunar (segi=„blóð- tappi“, blóðstorka) í blóðrás líkam- ans hefur á síðari árum vaxið mjög hratt og leitt til margvíslegra grundvallarbreytinga á meðferð sjúklinga með æðasjúkdóma, bæði fyrirbyggjandi meðferð svo og með- ferð bráðrar kransæðastíflu með segaleysandi lyfjum. Kemúr þar til mjög aukin þekking á hlutverki æðaveggja, sérstaklega æðaþelsins, sem er þunnt frumulag, sem þekur æðarnar að innanverðu, svo og til- koma nýrra aðferða og efna til að leysa upp blóðsega. Hlutverk æða- þelsins er margvíslegt og ekki ein- göngu það að þekja æðarnar að innanverðu. Frumur þess framleiða margvísleg efni, sem valda því að æðarnar víkka eða dragast saman eftir því sem við á hveiju sinni. Sömuleiðis framleiðir heilbrigt æða- þel efni, sem koma í veg fyrir að blóðsegar myndist á yfirborði þess og leysa jafnvel upp byijandi blóð- sega. Þá stjórnar æðaþelið flutningi ýmissa efna, svo sem fituefna (kól- esteróls) frá blóðinu inn í og út úr æðaveggnum. Við skemmdir á æðaþelinu, sem geta orðið vegna fituútfellingar í Magnús Karl Pétursson ■ Hafðu Braga í bollanum yfir hátíðarnar! Hátíðablandan frá Braga er jólakaffið í ár. Kaffibrennsla Akureyrar hf. ;aff« mM 9 ■ðaveggnum með staðbundinni þykknun á veggnum og þrengingu á innanmáli æðarinnar, svo og vegna beinna skemmda á sjálfu æðaþelinu, t.d. vegna háþrýstings og sígarettureykinga, glatast þessir eiginleikar æðaþelsins. Fari svo að æðaþelið flagni af á þessum stöðum hleypir það í gang staðbundinni segamyndun í blóðinu, sem ýmist þrengir æðina enn meir en komið er eða lokar henni alveg, eins og í kransæðastíflu. Blóðsegar eru að mestu mynd- aðir af blóðflögum annars vegar og fibrini hins vegar, sem er hið endan- lega storkuefni, sem myndast í blóð- inu fyrir tilstuðlan fjölmargra strokuþátta. í blóðseganum eru einnig rauð og hvít blóðkorn. Blóð- flögur (thrombocytar) eru þau blóð- korn, sem fyrst setjast í skemmdir, sem verða á æðaþelinu og mynda þétt lag innan á því. Sé skemmdin lítil verður ekki frekari segamyndun og æðaþelið nær að gróa á nýjan leik. Æðin getur hins vegar þrengst við þetta og sjúklingur fær vaxandi einkenni meðan á þessu stendur. Verði skemmdin á æðaþelinu dýpri getur myndast segi sem lokar æð- inni alveg og myndast þá drep á því svæði hjartavöðvans sem við- komandi æð nærir. Vitað er um ýmis efni, sem hindra að blóðflögur festist við æðavegginn og loði saman. Þekkt- ast er aspirin, en það hefur verið notað í um 100 ár sem bólgu- og verkjastillandi lyf eins og alkunna er. Seinni tíma rannsóknir hafa þó leitt þennan eiginleika þess í ljós og komið hefur fram við mjög yfir- gripsmiklar rannsóknir, að með aspirin-notkun (magnyl) má minnka líkur um endurtekin áföll um allt að 30-40% hjá sjúklingum, sem fengið hafa kransæðastíflu eða stíflu í heilaæðar. Þeir skammtar, í Kringlunni Sími:6898n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.