Morgunblaðið - 20.12.1989, Side 16

Morgunblaðið - 20.12.1989, Side 16
-MÖRGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2D. DESÍGMBKR 1989 Um blóðsega og segaleysandi lyf eftir Magnús Karl Pétursson Þekking manna á orsökum og eðli segamyndunar (segi=„blóð- tappi“, blóðstorka) í blóðrás líkam- ans hefur á síðari árum vaxið mjög hratt og leitt til margvíslegra grundvallarbreytinga á meðferð sjúklinga með æðasjúkdóma, bæði fyrirbyggjandi meðferð svo og með- ferð bráðrar kransæðastíflu með segaleysandi lyfjum. Kemúr þar til mjög aukin þekking á hlutverki æðaveggja, sérstaklega æðaþelsins, sem er þunnt frumulag, sem þekur æðarnar að innanverðu, svo og til- koma nýrra aðferða og efna til að leysa upp blóðsega. Hlutverk æða- þelsins er margvíslegt og ekki ein- göngu það að þekja æðarnar að innanverðu. Frumur þess framleiða margvísleg efni, sem valda því að æðarnar víkka eða dragast saman eftir því sem við á hveiju sinni. Sömuleiðis framleiðir heilbrigt æða- þel efni, sem koma í veg fyrir að blóðsegar myndist á yfirborði þess og leysa jafnvel upp byijandi blóð- sega. Þá stjórnar æðaþelið flutningi ýmissa efna, svo sem fituefna (kól- esteróls) frá blóðinu inn í og út úr æðaveggnum. Við skemmdir á æðaþelinu, sem geta orðið vegna fituútfellingar í Magnús Karl Pétursson ■ Hafðu Braga í bollanum yfir hátíðarnar! Hátíðablandan frá Braga er jólakaffið í ár. Kaffibrennsla Akureyrar hf. ;aff« mM 9 ■ðaveggnum með staðbundinni þykknun á veggnum og þrengingu á innanmáli æðarinnar, svo og vegna beinna skemmda á sjálfu æðaþelinu, t.d. vegna háþrýstings og sígarettureykinga, glatast þessir eiginleikar æðaþelsins. Fari svo að æðaþelið flagni af á þessum stöðum hleypir það í gang staðbundinni segamyndun í blóðinu, sem ýmist þrengir æðina enn meir en komið er eða lokar henni alveg, eins og í kransæðastíflu. Blóðsegar eru að mestu mynd- aðir af blóðflögum annars vegar og fibrini hins vegar, sem er hið endan- lega storkuefni, sem myndast í blóð- inu fyrir tilstuðlan fjölmargra strokuþátta. í blóðseganum eru einnig rauð og hvít blóðkorn. Blóð- flögur (thrombocytar) eru þau blóð- korn, sem fyrst setjast í skemmdir, sem verða á æðaþelinu og mynda þétt lag innan á því. Sé skemmdin lítil verður ekki frekari segamyndun og æðaþelið nær að gróa á nýjan leik. Æðin getur hins vegar þrengst við þetta og sjúklingur fær vaxandi einkenni meðan á þessu stendur. Verði skemmdin á æðaþelinu dýpri getur myndast segi sem lokar æð- inni alveg og myndast þá drep á því svæði hjartavöðvans sem við- komandi æð nærir. Vitað er um ýmis efni, sem hindra að blóðflögur festist við æðavegginn og loði saman. Þekkt- ast er aspirin, en það hefur verið notað í um 100 ár sem bólgu- og verkjastillandi lyf eins og alkunna er. Seinni tíma rannsóknir hafa þó leitt þennan eiginleika þess í ljós og komið hefur fram við mjög yfir- gripsmiklar rannsóknir, að með aspirin-notkun (magnyl) má minnka líkur um endurtekin áföll um allt að 30-40% hjá sjúklingum, sem fengið hafa kransæðastíflu eða stíflu í heilaæðar. Þeir skammtar, í Kringlunni Sími:6898n

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.