Morgunblaðið - 20.12.1989, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 20.12.1989, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1989 59 Mm FOLK ■ CRAIG McKenion gekk frá félagskiptum í gær úr Mansfield í Arsenal og leikur með varaliðinu í dag gegn Oxford.„Hann er góður sóknarbakvörður og Frá styrkir hópinn mik- Bob ið,“ sagði George Hennessy Graham, stjóri i Englandi Arsenal. I NEIL McNab óskaði í gær eft- ir að vera settur á sölulista hjá Manchester City. Félagið keypti þennan örfætta, 32 ára miðjumann frá Brighton 1983 fyrir 40.000 pund. Middlesborough og Luton hafa þegar sýnt áhuga á leikmann- ínum. ■ GARY Shaw, fyrrum miðherji Aston Villa, hefur æft að undan- förnu með Walsall og vill félagið kaupa hann. Austurríska félagið Klageníurt, sem Shaw lék síðast með, vill hins vegar fá 40.000 pund fyrir kappann og það þykir Walsall frekar mikið. ■ MICKY Hazard er óánægður hjá Chelsea og vill fara. New- castle hafði samið við Chelsea um að fá hann að láni, en Hazard hafði ekki áhuga. ■ DA VE Bassett hefur gert góða hluti með lið Sheffield United. Stjórn félagsins er himinlifandi með að vera í 2. sæti í 2. deild á eftir Leeds og hefur boðið stjóranum nýjan þriggja ára samning. Bassett er einnig ánægður. „Mér líður vel hér norður frá og ég kann jafnvel betur við félagið en Wimbledon,“ sagði yfírþjálfarinn, sem var við stjómvölinn hjá Wimldedon í níu ár og kom liðinu úr ijórðu deild í þá fyrstu. ■ LIAM Brady, sem hefur verið í írska landsliðinu í 13 ár og leikið 72 landsleiki, fær ágóðaleik í Dublin 20. maí og er Jack Charl- ton að reyna að fá Frakka í heim- sókn. írar hafa samið um að leika við Dani 16. maí, við Sovétmenn 24. apríl, við Wales 28. mars — og vilja fá fleiri upphitunarleiki fyr- ir HM. ■ CELTIC greiddi á síðasta keppnistímabili 209.129 pund fyrir löggæsiu á heimaleikjum sínum. Chelsea borgaði 166.929 pund á sama tíma, en óttast að fara upp í 250.000 pund á yfirstandandi tíma- bili, því til þessa hefur kostnaðurinn verið 9.000 pund að meðaltali á leik eða um 900.000 ísL kr. Arse- nal hefur greitt 41.000 pund til þessa og Tottenham 37.000 pund. ■ ENSKA knattspymusambandið gerir ráð fyrir að þurfa að borga 100.000 pund fyrir sérstaka sveit lögreglumanna, sem mun fylgja landsliðinu í lokakeppni HM á It- alíu. ■ WIMBLEDON og West Ham verða hvort um sig að greiða 20.000 punda sekt fyrir ólæti, sem brutust út á milli 17 leikmanna félaganna í bikarleik þeirra í síðasta mánuði. Liðin sluppu vel; Norwich þurfti að greiða 50.000 pund fyrir skömmu fyrir ámóta brot. ■ GRAHAM Kelly, fram- kvæmdastjóri enska knattspymu- sambandsins, sagði í gær að félög- um yrði umsvifalaust vikið úr bikar- keppninni, ef ólæti brytust út á meðal leikmanna ■ BERNHAR McNally á yfir höfði sér sekt frá félagi sínu, West Bromwich Albion, fyrir að leggja boltann í netið úr vítaspymu gegn Swindon á sunnudag. Samhetja hans tókst heldur ekki að skora, negldi yfir úr vítaspymu, en sleppur við sekt. Að sögn Brians Talbots, yfirþjálfara WBA, var samþykkt fyrir skömmu með samþykki allra leikmanna að menn yrðu að „negla“ úr vítaspyrnum, en hljóta sekt ella. Upphæð sektarinnar fékkst. ekki uppgefín og eins lá ekki fyrir hvort leikmaður, sem skoraði úr víta- spyrnu með því að „leggjann“ í netið, yrði sektaðurJ KÖRFUKNATTLEIKUR / ÍSLANDSMÓTIÐ Morgunblaðið/Bjami Guðjón Skúlason var frábær í gærkvöldi — skoraði 33 stig, sum úr ótrúle- gustu færum. Keflvíkingar óárennilegir Guðjón skoraði úr ótrúlegustu færum Guðjón Skúlason sýndi afburða- hittni, er Keflvíkingar unnu Hauka 111:97 í gærkvöldi. Hann var í stöðugri gæslu, en lét það ekki á sig fá og skoraði úr ótrú- legustu fæmm. Samheijar hans vom einnig vel með á nótunum eftir að rétti tónninn var gefinn og em íslandsmeistar- amir ekki árennilegir, er þeir sýna slíkan leik. Haukarmenn komu hins vegar geysilega á óvart og byijuðu mjög vel. Útlitið var ekki gott fyrir ÍBK, en gestimir léku fast, lentu fljótlega í villuvandræðum og gátu ekki beitt sér eftir það. Keflvíkingar nýttu sér aðstæður og gerðu nánast út um leikinn, er þeir skomðu 14 stig í röð undir lok fyrri hálfleik og breyttu stöðunni úr 43:47 í 57:47. Leikur kattarins að músinni KR-ingar áttu ekki í erfiðleikum með Reynismenn og unnu 84:55. Þetta var leikur kattarins að músinni og gestimir nýttu viður- ■■■^■B eignina nánast sem Frímann æfingaleik — Páll Úlafsson Kolbeinsson sat á sknfar bekknum allan seinni hálfleik og sá um tölfræðina! KR-ingar höfðu mikla yfirburði, einkum í vöminni með Kovtúm sem yfirburðamann, enda með besta vamarlið deildarinnar. Reynismenn náðu aðeins þremur sóknarfráköst- um og auk þess var hittni þeirra mjög léleg. Mjög kalt var í húsinu og var Laslo Nemeth, þjálfari KR, í úlpu á bekknum og hafði rennt upp í háis allan tímann. Reynir - KR 55:84 íþróttahúsið Sandgerði, úrvalsdeildm í körfuknattieik, þríðjudaginn 19. desember 1989. Gangur ieiksins: 9:4, 9:10, 14:28, 20:37, 20:42, 26:54, 35:60, 42:62, 50:72, 50:80, 55:84. Stig Reynis: David Grisson 23, EUert Magnússon 11, Jón Ben Einarsson 8. Einar Skarphéðinsson 5, Sveinn Gísiason 3, An- tony Stissi 3, Helgi Sigurðsson 2. Stig KR: Anatolíj Kovtúm 28, Matlhías Einarsson 18, Axel Nikulásson 11, Guðni Guðnason 10, Birgir Mikaelsson 8, Harald- ur Kristinsson 4, Lárus Ámason 4, Gauti Gunnarsson 1. Áhorfendur: 16. Dómarar: Leifur Garðarsson og Guðmund- ur Stefán Maríasson. ÍBK - Haukar 111:97 íþróttahúsið í Keflavík, úrvalsdeBdin í körfuknattleik, þriðjudaginn 19. desember 1989. Gangur leiksins: 0:4, 2:4, 4:15, 8:20, 12:27, 16:32, 23:34, 29:40, 37:44, 43:47, 57:47, 57:49, 66:51, 72:58, 82.-66. 91:72. 99:82,, 101:86, 111:97. Stig ÍBK: Guðjón Skúlason 33, Sandy Anderson 19, Falur Harðarson 14, Magnús Guðfinsson 11, Nökkvi Már Jónsson 10, Albert Óskarsson 8, Einar Eínarsson 7, Ólafur Gottskálksson 5, lngúlfur Haralds- son 4. Stig Hauka: Jonathan Bow 29, Henning Henningsson 26, Ivar Webster 12, Pálmar Sigurðsson 10, Ivar Asgrímsson 9, Reymr Kristjánsson 6, Þorvaldur Henningsson 3. Sigtryggur Asgrimsson 2. Áhorfendur: Um 200. Dómaran Jón Otti Ólafsson og Bergur Steingrímsson. Guðjón Skúlason, IBK. David Grisson, Reyni. Anatolij Kovtúm, KR. Sandy Anderson og Falur Harðarson. ÍBK. Henning Henningsson og Jonathan Bow, Haukum. Ellert Magnússon, Reyni. Axei Nikuiásson, Matthias Einarsson og Guðni Guðnason, KR. Magnús Guðfinnsson, ÍBK. Páimar Sigurðsson, Haukum. Bjöm Blöndal skrífar KNATTSPYRNA / BRETLAND Arsenal meistari meistaranna Arsenal varð í gærkvöidi „meistari meistaranna“ í Bretlandi. Láðið, sem er enskur meistari, sigraði þá skosku meist- arana Rangers, 2:1, í árlegum leik um þennan óopinbera titil. Leikið var á heimavelli Rangers. Ibrox, í Glasgow. Arsenal tók forvstuna er Paul Davies skoraði á 27. mín. Þannig var staðan í Ieíkhléi, en á 52. mín. náði markaskorarinn mikli „Mo“ Johnston að jafna f\TÍr skoska liðið - skoraði af stuttu færi eftir homspymu. Sigurmarkið gerði svo Niall Quinn, sem lék í stað Alans Smith er meiddist á laugardaginn. Paul Merson sendi fyrir markið og Quinn kom knettinum yfir línuna. , Áhorfendur á leiknum voru 31.000. Sigurður Jónsson lék ekki með Arsenal að þessu sinni. Forráðamenn Arsenal höfðu látið koma fyrir breiðljaldi á leik- vangi sínum, Highbury I London, þar sem leikurinn var sýndur beint. Búist var við allt að 8.000 áhorfendum, en adeins 1.200 létu sjá sig. Veður í London i gær- kvöldi var enda ákaflega leiðin- íegl, rigning og kuldi. KNATTSPYRNA / U-18 LANDSLIÐIÐ Sólheimamenn sigruðu í boccia Piltalandslið Islands í knattspymu, undirbýr sig nú fyrir sterkt mót, sem verður í ísrael fyrir og eftir áramót. Auk hefðbundinna æfinga taka strákamir þátt í ýmsum góðgerðannálum og á mánudag kepptu þeir við heimamenn á Sól- heimum í Grímsnesi í boccia. Sólheimamenn sigruðu, en á myndinni er hópurinn að lokinni keppni. t ,, . Mm FOLK ■ ROY Hodgson, þjálfari sænsku meistaranna í Malmö FF, hefiir gert fimm ára samning \dð Neuchatel Xamax í Sviss. Hann tekur við liðinu í júli á næsta ári. Malmö hefur orðið meistari síðustu fimm ár undir stjóm Bretans. ■ BRASILÍSKI knatisp\-mumað- urinn Romario á nú að baki 51 leik með hollenska stóriiðinu PSV Eindhoven, og skorað í þeitn 50 mörk! ■ SVEINBJORN Sigurðsson, sem leikið hefur með úrvalsdeildar- liði Grindvíkinga í körfuknattleik, hefur skipt j’fir í Val. ■ ÞRÍR leikmenn Stjörnunnar í knattspymu fara til enska liðsins Aston Villa eftir jól og æfa með liðinu í eina viku. Leikmennimir eru V:ilgeir Baldursson, Egill Einars- son og Eyþór Sigfússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.