Morgunblaðið - 20.12.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.12.1989, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1989 Minning: Magnús Blöndal Sigurbjörnsson Fæddur 6. september 1965 Dáinn 13. desember 1989 Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. (V. Briem) Fyrir fjórum ái-um leiddi lítil aug- lýsing frá Camp America okkur á fund Magnúsar eða Magga eins og hann var kallaður. Þegar Maggi var 17 ára sá hann gamanmynd í bíó sem gerðist í sum- arbúðum í Bandaríkjunum. Hann sá strax að þarna var eitthvað sem hann langaði til að prófa. Maggi hóf þegar að leita sér upplýsinga sem urðu til þess að hann fór til Bandaríkjanna til starfa í sumar- búðum. Eftir þetta reynslumikla sumar gerðist hann umboðsmaður Camp America á íslandi því hann var ekki í nokkrum vafa um að þarna var gott tækifæri fyrir íslensk ungmenni í leit að ævintýrum. Sumarið 1987 fór fyrsti hópurinn frá íslandi til Bandaríkjanna i nafni þessara samtaka. Við vorum átta ungmenni sem fórum til starfa víðs vegar í þessu stóra landi. Maggi var í þessum hópi og var áfangastaður hans Camp Kennolyn í Kaliforníu. Ári síðar lá leið Aðalheiðar á sama stað og Maggi hafði verið. Það var greinilegt að hann hafði getið sér góðs orðstírs, þar sem bæði börn og starfsfólk staðarins, svo ekki sé minnst á foreldra, spurðu mikið um hann. Aðalheiður fann það mjög vel í starfi sínu að Maggi var dýrkaður af börnunum. Það virðist þó ekki skipta máli hvort það var á erlendri grund eða hér á landi, þau börn sem kynntust Magga einu sinni virtust ævinlega muna eftir honum. Þessu VEISLUELDHÚSIÐ ÁLFHEIMUM 74 • Veislumatur oo ðll áhöld. • Veisluráðoiöf. • Salarleiya. • Málsverðir í fyrirtæki. • Tertur, kransakökur. • Snittur og pinnamatur. 686220-685660 höfum við greinilega fundið fyrir í starfi okkar með börnum hér á landi. Eftir fyrstu dvöl okkar í Banda- ríkjunum aðstoðuðum við Magga talsvert við að kynna samtökin Camp America fyrir íslenskum ung- mennum. Af þeim sökum þurftum við að halda marga fundi og vorum við ávallt velkomnar á heimili hans í Stigahlíðinni. Og ekki var að sök- um að spyrja, Maggi var ætíð með gómsætar veitingar á boðstólum. Á þessum fundum var margt skrafað og eigum við mjög skemmtilegar minningar frá þeim. Maggi var íþróttamaður af lífi og sál og naut sín mjög vel innan um annað fólk. Hann var við nám í Kennaraháskóla íslands þegar ótímabært andlát hans bar að. Við érum ekki í nokkrum vafa um að hann hefði orðið mjög góður kenn- ari þar sem hann var snillingur í að starfa með börnum eins og áður hefur komið fram. Framkoma Magga bar vitni um að hann átti góða að og vottum við íjölskyldu hans og ástvinum dýpstu samúð. Aðalheiður Ósk Guðbjörnsdóttir, Helga Sveinsdóttir. Vinur minn, Maggi Blöndal, er dáinn. Sú fregn kom fáum á óvart því undanfarna mánuði stóð Maggi í stríði við sér máttugri öfl og þrátt fyrir að sú barátta hafi verið háð til síðasta dags þá vafð hann að lúta í lægra haldi. En jafnvel þó vitað sé að hveiju stefndi láta sár- indin ekki á sér standa þegar fregn- in berst. Minningarnar þjóta í gegn- um hugann, fyrstu kynnin, bernsku- brekin, og allar þær ánægjustundir sem við áttum saman. Magnús hafði að geyma einhvern þann mesta lífskraft sem ég hef komist í kynni við, óstöðvandi í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Hvort sem um var að ræða að semja og setja upp skólaleikrit, stofna úti- vistarklúbb í barnaskóla eða þjálfa yngri stráka í handbolta, aldrei hætti Maggi fyrr en takmarkinu var náð. Ef hann fékk góða hugmynd þá var drifið í að hóa í strákana og hlutirnir framkvæmdir. Alltaf var gaman að vinna með Magga, því hann hafði þann eiginleika að hrífa þá með sér sem með honum unnu. Jafnvel þó ár Magga hafi orðið færri hér heldur en flestra annarra þá mætti hver vera stoltur yfir að hafa afrekað það sem Magga varð úr verki sín ár hér, því þegar á áfanga- stað er komið skipta veraldlegir hlutir ekki máli heldur hitt að Maggi ^öðlaðist ást og aðdáun allra þeirra sem honum náðu að kynnast. í stað þess að sakna þeirra ára sem við missum af með Magga ættum við öll að þakka fyrir þau sem við mátt- um með honum eyða hér. Eiginleikar Magga komu engum á óvart sem hans heimili þekktu. í nokkurn tíma átti ég þar mitt annað heimili og alltaf voru móttökurnar jafn hlýjar í Stigahlíðinni. Unnustu hans og Qölskyldu vil ég votta sam- úð mína, megi Guð vera þeim styrk- ur á komandi tímum. Bjarni K. Þorvarðarson Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson) Minningarnar um Magnús vin okkar og félaga sækja að. Þær eig- um við hvert okkar fyrir sig, um gÓða tíma og erfiða, um drauma sem rættust og aðra sem aldrei urðu að veruleika. En ekkert okkar getur forðast spuminguna hvers vegna Magnús varð að fara svo skjótt á vit nýrrá ævintýra í nýrri veröld. Magnús spurði mig oft um hvort himingeimui'inn væri óendanlegur eða hvað það væri sem tæki við, hvað það er sem er fyrir utan allt. Þessum spurningum gátum við velt fyrir okkur fram og aftur, en feng- um aldrei fullnægjandi svör. Þessu og öllu öðru verður honum svarað nú. Yndislegt er fagurt mannlíf þar Dé Longhi Momento Combi er hvort tveggja í senn örbylgjuofn og grillofn Ofninn sameinar lcosti beggja aðfer&a, örbylgjanna sem varðveita best næringargildi matarins - og grillsteik- ingarinnar, sem gefur hina eftirsóttu stökku skorpu. Vcrd odcins hr. 29.990,- DeLonghi Dé Longhi erfallegur fyrirferðarlítill ogfljótur /rQniX HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420 Glœsilegt myndbandstœki! Siemens FM 621 • Einfalt og þægilegt í notkun • Handhæg og fullkomin fjarstýring. • Langtímaupptökuminni f. 6 þætti. • Margar nytsamlegar aðgerðir, s.s. stillanleg hægmynd, endurtekning myndskeiðs, kyrrmynd o.m.fl. • Markleit og sérkóðaaðgerðir. • ítarlegur íslenskur leiðarvísir. Verð: 43.600,- kr. SMITH &NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 sem kærleikur samstilling og fórn- arþjónusta eru ráðandi. Magnús gekk því örugglega fram með fjör æskunnar í hverri æð og taug á vit lífsfyllingar í leik og starfi. Við leiðum elsku Magga með bæn okkar og kærleiksljósi, og ég veit að lampi hans er tunglið. Við vottum foreldrum, systur og ástvini hans okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Erla og synir Dánarfregnin kom okkur ekki á óvart, en engu síður var sárt að finna vonina bresta og dökkan skugga falla á tilveru okakr. Við, sem aðrir ástvinir, höfum vikum saman staðið hjálparvana og aðeins getað fylgst með hetjulegri baráttu þessa kæra frænda við illkynja krabbamein allt til hinstu stundar. Fjölskylda og vinir mega sín lítils, þegar vísindi og bestu læknar eru aflvana og geta í engu breytt þeirri stefnu, sem almáttugnr guð hefur sett af ofurmætti og ætlar engum að skilja. Bjartsýni, baráttukraftur og æðruleysi Magga frænda, jafnvel þegar sjúkdómurinn hijáði hann af mestri grimmd, gefur okkur eftirlif- andi trú á lífið og styrk til að bera þá djúpu sorg sem nú setur að okk- ur öllum, en þó einkum foreldrum, systur og unnustu. Þegar svo ungur maður sem Magnús fellur frá, er sjaldan unnt að rekja afrek, sem teljast meiri háttar á óraunhæfum mælikvarða borgaralegs samfélags. Hér er þó auðvelt að benda á persónueinkenni og átamda lífshætti, sem sýna með- fædda hæfileika, gott uppeldi og ræktuð áhugamál og hefði vafalaust leitt ævilangt til gæfu í einkalífi, afkasta í starfi og framíagi til sam- félagsins. Magnús var sannarlega óvenju vel gerður ungur maður, alla tíð hugljúfi sérhverra sem honum kynntust og fyrirmynd annars yngra fólks. Viðmót hans var ávallt opið og geislaði af jákvæðum anda, hlýleika, góðlátlegri kímni og hugul- semi, þannig að jafnt yngri sem eldri drógust auðveldlega að honum. Magnús var góður hlustandi í við- ræðum og átti auðvelt með að orða skoðanir srnar á hógværan en þó ákveðinn hátt, sem engan særði. Magnús hafði mikinn áhuga á öllum íþróttum og var ágætur íþróttamaður sjálfur. Hann gerði sér glögga grein fyrir gildi íþrótta og heilbrigðs tómstundalífs fyrir ungl- inga og í mörg ár gaf hann óspart af tíma sínum og orku við þjálfun unglingspilta í handknattleiksdeild Vals, þar sem hann vann sér traust og vinsældir þeirra sem og foreldra þeirra og félagsmanna. Auðvelt var að heyra þegar Magnús ræddi um þetta starf og mikilvægi íþrótta í mótun ungs fólks, að þar fylgdi hugur máli og er reyndar óhætt að ségja, að þessi málefni og starf hafi átt hug hans allan. Þannig réð því engin tilviljun að hann var kjör- inn formaður handknattleiksdeildar Vals fyrir nokkrum árum. Áhugi Magnúsar á lífi ungs fólks í leik og starfi náði þó lengra en til hand- knattleiks. Hann var umboðsmaður „Au pair“ samtakanna á íslandi og dvaldi tvö sumur í Kaliforníu til að kynna sér starfsemi sumardvalar- búða fýrir unglinga. Það var flestum augljóst að Magnús ætlaði sér lífsstarf sem mótandi og uppalandi ungs fólks. Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 1984 taldi hann af skynsemi að menntun í viðskiptafræðum væri æskileg við rekstur sumardvalar- búða í íþróttaskóla eða skipulegra útivistarferða sem hann Iét sig dreyma um að vinna við síðar. Eftir stutt nám í viðskiptafræðum við Háskóla Islands gerði hann sér þó grein fyrir því, að við mótun ungs fólks er annars konar menntun enn mikilvægari. Hann hóf því nám við Kennaraháskóla Islands, sem varð honum til mikils láns, þótt stutt væri, því að þar kynntist hann unn- ustu sinni, Margréti Tómasdóttur, nú kennara í Hafnarfirði, skömmu áður en hann fann fyrst til sjúk- dómseinkenna. Magnús fæddist í Reykjavík, son- ur hjónanha Sigurbjörns Kristins- sonar verslunarmanns og Ernu Magnúsdóttur. Hann átti eldri syst- ur, Magnhildi viðskiptafræðing, sem er gift Þóri Haukssyni guðfræði- nema. Hann var skírður í höfuð afa síns, Magnúsar Blöndal Jóhannes- sonar sjómanns úr Vesturbænum sem síðar var lengi verkstjóri hjá Ríkisskip, en er nú látinn fyrir nokkrum árum. Magnús yngri var augljóslega mikið stolt foreldra sinna og augasteinn afa síns. Ömmu sinni og tengdamóður minni, Holm- fríði Jónsdóttur, ættaðri frá Hemlu í Landeyjum, sýndi hann alla tíð fádæma hlýju, skilning og uppörv- un, jafnvel undir lokin í sínum eigin erfiðu veikindum. Við hjónin og dætur okkar nutum þess ávallt að fá Magnús í heimsókn og þeim mun meir sem hann staldr- aði við lengur. Það er ekki djúpt í árina tekið að segja, að hann hafi verið í miklu uppáhaldi hjá dætrum okkar. Honum tókst í hvert sinn, sem þau hittust. að vekja áhuga þeirra, skemmta þeim og gleðja á rólegan og einlægan hátt, sem fáum er gefinn. Það var því ávallt mikill söknuður að sjá hann hverfa á braut. Nú er hann horfinn á braut um langa hríð og er því söknuðurinn enn dýpri og sárari. En eins og allt- af áður, þá stendur eftir björt minn- ing, sem alla tíð mun lifa með okk- ur. Þess vegna megum við vona, að sú sorg, sem nú leggst svo þungt á okkur öll, foreldra, systur, unn- ustu, aðra ættingja og vini, muni með tíma víkja og við betur skynja þá birtu sem hann varpaði á líf okkar — því miður á allt of stuttri ævi. Kristján T. Ragnarsson Hvað er dauði? Ekki get ég svar- að því. En eitt veit ég, Maggi Blön- dal mun lifa í minni þeirra sem þekktu hann. Það er ýmislegt sem hann kenndi okkur samferðafólkinu þó árin yrðu ekki fleiri. Magnús Blöndal fæddist 6. sept- ember 1965, sonur hjónanna Ernu Magnúsdóttur Blöndal og Sigur- björns Kristinssonar gullsmiðs. Þau eignuðust tvö börn, Magnhildi sem er viðskiptafræðingur, gift Þór Haukssyni guðfræðingi og eiga þau eitt barn, og Magnús Blöndal, sem var við nám í Kennaraháskólanum er hann lést. Ég hef fylgst með Magga frá því hann var smástrákur, þeir voru bekkjabræður og vinir hann og Sig- urður eldri sonur minn. Með sinni glaðværð og hlýja við- móti varð hann einnig vinur foreldr- anna. Það var gaman að fylgjast með honum. Það var alltaf svo mik- il drift og kraftur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Strax í barna- skóla stofnaði hann ferðafélagið Garpana. Það er ennþá starfandi. Það voru farnar skíða- og göngu- ferðir í fylgd kennara. Þetta voru skemmtilegar og eftirminnilegar ferðir fyrir þátttakendur og efldu um leið samheldnina. Það vill oft gleymast að rækta vináttuna í þessu þjóðfélagi hraða og streitu. Fyrir Magga var það ákaflega eðlilegt að taka þátt í gleði og sorg annarra. Maggi var samtvinnaður þessu heimili, bæði sem vinur eldri sonar míns og þjálfari Stefáns Loga, yngri sonar. Það var mikið lán fyrir Val að fá Magga til að þjálfa yngri strákana. Og það var mikið lán fyr- ir okkur foreldrana sem áttum stráka í liði hans. Það er ekki bara það að liðin hans,^ hafi bæði orðið Reykjavíkur- og Islandsmeistarar, heldur miklu fremur hitt hvað hann lagði sig fram við að efla samstöðu strákanna og félagsþroska. í því eiga foreldrar Mágga einnig stóran þátt. Heimili þeirra stóð opið öllum þessum strákaskara, hvenær sem Magga datt í hug, og var þá komið saman til skrafs og ráðagerða meðan grillað var eða bornar fram ljúffengar pizzur. Það er ekkért sjálfsagt að þjálfarinn geri þetta. En þannig var Maggi. Fyrir um tveimur mánuðum mætti jiann sár- þjáður á fund til að stofna foreldra- félag fyrir fjórða flokk. Þar var hann að hugsa um hag bæði foreldra og barna, að þau næðu betur saman með því að sýna viðfangsefnum barna sinna áhuga og hvatningú. Maggi kynntist unnustu sinni Margréti Tómasdóttur í Kennarahá- skólanum þar sem bæði voru við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.