Morgunblaðið - 09.01.1990, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1990
Eigendur Andra BA
íhuga skaðabótakröfur
Engin svör enn frá Bandaríkjamönnum um vinnsluheimildina
EIGENDUR Andra BA, íslenska
fískvinnsluskipsins við strönd
Alaska, íhuga nú skaðabótakröf-
ur á hendur Bandaríkjamönnum
vegna sviptingar vinnsluleyfis,
sem þeir töldu sig hafa fengið
fyrir skipið. Þeir töldu að skipið
hefði leyfí til að vinna 30 þúsund
tonn af þorski, á grundvelli sam-
komulags milli islenskra og
bandarískra stjórnvalda frá ár-
inu 1983. Kostnaður við úthald
skipsins nemur 15 til 20 þúsund
Bandaríkjadollurum á dag, eða
rúmri milljón króna, og er upp
undir 10 milljóna dollara fjárfest-
ing í húfi, eða á sjötta hundrað
milljóna króna, að sögn Ragnars
S. Halldórssonar framkvæmda-
stjóra ÍSÚF, sem gerir Andra út.
í gærkvöldi hafði ekkert svar
borist frá viðskiptaráðuneyti
Drangavík ST laskast
í illviðri við ísröndina
ísafirði.
RÆKJUTOGARINN Drangavík
frá Hólmavík skemmdist í ís á
Dhornbanka á sunnudag. Gat
kom á vélarrúm og sjór komst í
ljósavél skipsins. Ekki var um
alvarlegar skemmdir að ræða og
fer skipið aftur til veiða þegar
veður leyfír.
Drangavík var einskipa að leita
að rækju á norðaustanverðum
Dhornbanka, en hafði fengið lítinn
af la. Slæmt veður gerði aðfaranótt
sunnudagsins og kom þá mikill ís
rekandi að skipinu úr austri og lok-
aði venjulegri siglingaleið að
landinu. Skipið hélt suður með
ísröndinni en í dimmingu á sunnu-
dagskvöld kom skipið að glufu í
ísinn sem virtist vera fær, þar sem
um hundrað metra ísspöng skildi
skipið að frá auðum sjó til lands.
Þar sem veður var orðið mjög slæmt
og nótt að falla á, taldi skipstjórinn
ástæðu til að reyna að komast þama
í gegn.
Um það bil sem skipið var að
komast út úr ísnum, skrúfuðust
stórir jakar upp beggja vegna skips-
ins og skárust inn í síður þess með
þeim afleiðingum að gat skarst á
bakborðssíðuna aftur við vélarrúm.
Sjór komst í ljósavél og stöðvaðist
hún. Enginn frekari skaði varð og
kom skipið á mánudag til ísafjarð-
ar, þar sem viðgerð fer fram.
Að sögn skipstjórans var veður
mjög slæmt þegar óhappið var, 10
til 12 vindstig og rak ísinn með 5
til 6 mílna hraða á klukkustund í
stefnu suðvestur. Hann segir skipið
aldrei hafa verið í teljandi hættu.
10 manna áhöfn er á Drangavíkinni
og sakaði engan þegar óhappið
varð. Úlfar
Margeir tap-
aði og vann
TVÆR umferðir voru tefldar
um helgina á hinu sterka
skákmóti í Reggio Emilia á
Ítalíu
Margeir Pétursson vann
Portisch frá Ungveijalandi ör-
ugglega á laugardag en tapaði
fyrir Karpov fyrrum heims-
meistara á sunnudag.
Tíunda og síðasta umferðin
verður tefld í dag og mætir
Margeir þá Ribli. Margeir hefur
4 vinninga og er í 8. sæti en
Ehlvest frá Sovétríkjunum er
efstur með 6 'A vinning.
Bandaríkjanna um vinnsluleyfi
Andra. Leyfið var afturkallað á
gamlársdag án skýringa og hefur
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra ritað bandaríska við-
skiptaráðherranum bréf í tilefni af
því og lýst áhyggjum sínum ef
samningurinn frá 1983 verður ekki
í heiðri hafður.
Ragnar S. Halldórsson fer í dag
á fund Jóns Sigurðssonar viðskipta-
ráðherra og síðan á fund með
Charles Cobb sendiherra Banda-
ríkjanna á íslandi um málið. Cobb
hefur áður beitt sér í þessu máli
og var skömmu fyrir jól talið að
fyrir hans atbeina hefði Andra ver-
ið tryggt vinnsluleyfið, en svo
reyndist síðan ekki vera þegar á
reyndi.
íslenska úthafsútgerðarfélagið
hf., ÍSÚF, er eigandi Andra BA.
Aðaleigendur ÍSUF eru Haraldur
Haraldsson og Andri hf., Sigurður
Einarsson, Ágúst Einarsson, Jón
Búi Guðlaugsson, Tryggingamið-
stöðin hf. og Ragnar S. Halldórsson.
Ragnar segir að fáist ekki jákvæð
svör í þessari viku, verði skipinu
siglt á brott frá Alaska. Hann var
spurður hvort í önnur hús væri að
venda fyrir félagið. „Ég tek bara
eitt mál fyrir í einu og þetta er
það, að Bandaríkjamenn eiga að
stánda við sína samninga. Mér þyk-
ir það undarlegt eftir að hafa unnið
með Bandaríkjamönnum í 11 ár og
. aldrei þurft að kvarta yfir samn-
ingsbrigðum, að þá skuli sú staða
allt í einu vera komin upp núna,“
sagði Ragnar S. Halldórsson.
Morgunblaðið/Þorkell
Frá fúndi fulltrúa Alumax og iðnaðarráðherra í Ráðherrabústaðnum
síðdegis i gær.
Fundað í gær með
fiilltrúum Alumax
FULLTRÚAR bandaríska álfyrirtækisins Alumax áttu fúndi í gær
með Jóni Sigurðssyni, iðnaðarráðherra, stjórn Landsvirkjunar og
fulltrúum iðnaðarráðuneytisins um byggingu álvers hérlendis. „Ég
tel að það hafí komið í yós að Alumax-menn hafa raunverulegan
áhuga á að kanna til hlítar hugsanlegt samstarf í Atlantal-verkefti-
inu og munu hitta fúlltrúa fyrirtækjanna Granges og Hoogovens
mjög újótlega," sagði Jón Sigurðsson í samtali við Morgunblaðið í
gærkveldi.
Hann sagði að sér litist vel á
Alumax sem samstarfsaðila. Fyrir-
tækið væri traust og væri með
mikla álvinnslu í Bandaríkjunum
og reyndar líka í Evrópu. Það væri
með úrvinnslufyrirtæki í Bretlandi,
Hollandi, Frakklandi og Þýska-
landi, þannig að aðgangur að Evr-
ópumarkaði væri áhugaverður fyrir
það og þar með staðsetning á ís-
landi.
Jón sagði að samstarf við evr-
ópsku álfyrirtækin um byggingu og
rekstur álvers hefði fyrst og fremst
verið rætt, en einnig hefði borið á
góma möguleika á að Alumax stæði
eitt að byggingu álvers á Eyjafjarð-
arsvæðinu. Hefði fyrirtækið einnig
sýnt þeim möguleika mikinn áhuga.
Annar fundur hefur verið ákveð-
inn fýrir hádegið í dag. „Ég tel að
þetta hafi verið mjög gagnlegur
fundur og gagnkvæmur áhugi á
frekari viðræðum komið fram,“
sagði Jón ennfremur.
Ný loðnuganga fundin um
60 sjómílur austur af Gerpi
Innköllun hafín
á hlutafé í Stöð 2
STJÓRN íslenska sjónvarpsfélagsins hefur hafið innköllun á þeirri
400 milljóna hlutafjáraukningu sem samþykkt V£ir um áramótin.
Steftit er að því að innkölluninni verði lokið fyrir næstu mánaðamót.
Þorvarður Elíasson varaformað-
ur íslenska sjónvarpsfélagsins hf.
og eignarhaldsfélags Verslunar-
bankans sagði við Morgunblaðið að
eignarhaldsfélagið væri byrjað að
greiða það hlutafé sem það skráði
sig fyrir, 250 milljónir króna. Þor-
varður sagði að fyrri aðaleigendur
Stöðvar 2 hefðu tilkynnt sér á föstu-
dag að þeir væru tilbúnir með það
hlutafé sem þeir skráðu sig fyrir,
samtals 150 milljónir. í gær hefði
komið í ljós að svo virtist ekki vera
en þeir hefðu hafið viðræður við
stjóm hlutafélagsins um greiðslur.
Hans Kristján Ámason, ritari
stjómar íslenska sjónvarpsfélagsins
og einn þriggja fyrri aðaleigenda
Stöðvar 2 , sagði þá hafa ítrekað
að þeir hefðu gengið frá hlutafjár-
undirskrift við félagið eins ogsamn-
ingur þeirra gerði ráð fyrir. í þeim
samningi væri ekki talað um
greiðslur heldur miðað við eðlilega
inngreiðslu á hlutafé í félögum sam-
Rannsóknaskipið Árni Friðriksson fann loðnugöngu um 60 sjómílur
austur af Gerpi á laugardagskvöld en loðnuskipin hafa verið að veiða
úr göngu norðaustur af Langanesi undanfarið. Vegna veðurs hefúr
ekki tekist að kanna hvar norðurmörk syðri göngunnar eru en hún er
að minnsta kosti 45 sjómílna löng og um 10 mílna breið. Engin loðnu-
veiði var í fyrrinótt vegna brælu en tvö skip veiddu samtals 280 tonn
úr syðri loðnugöngunni í gærmorgun. Um 30 norsk loðnuskip og 3
færeysk voru á miðunum við Langanes í gær.
Síðdegis í gær höfðu veiðst 37.607
tonn af loðnu frá áramótum. Á haust-
vertíð 1989 veiddust 54.247 tonn af
loðnu en á haustvertíð 1988 veiddust
311.431 tonn.
í syðri loðnugöngunni er góð
loðna, sem er í ágætlega veiðanleg-
um torfum, að sögn Sveins Svein-
bjömssonar leiðangursstjóra á rann-
sóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni
en það hefur nú tekið við rannsókn-
um á loðnunni af Áma FViðrikssyni,
sem leitar nú að stórri síld inni á
Austfjörðum. Sveinn sagði í samtali
við Morgunblaðið að hann gæti enn
ekki sagt til um hversu mikið magn
væri í syðri loðnugöngunni. „Þetta
er stór og falleg loðna. Hún er ein-
göngu þriggja og fjögurra ára gömul
og hlutfallið af eldri árganginum fór
upp í 45%, sem er óvenju hátt.“
Þessi skip tilkynntu um afla frá
hádegi á laugardag til síðdegis í
gær, mánudag: Þórshamar 600 tonn
til Þórshafnar, Háberg 640 til Rauf-
arhafnar, Sighvatur Bjamason 700
til Ve.stmannaeyja, Húnaröst 730 til
Þórshafnar, Erling 600 til Siglufjarð-
ar, Fífill 610 til Seyðisfjarðar, Örn
700 til Raufarhafnar, Huginn 570
til Siglufjarðár, Þórður Jónasson 700
til Siglufjarðar, Guðmundur 860 til
Neskaupstaðar, Guðrún Þorkelsdótt-
ir 600 til Eskifjarðar, Dagfari 520
til Reyðarfjarðar, Víkurberg 540 til
Raufarhafnar, ísleifur 700 til Nes-
kaupstaðar, Víkingur 900 til SFA,
Beitir 900 til Neskaupstaðar,
Keflvíkingur 300 óákveðið hvert,
kvæmt lögum.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins er hlutafjárframlag fyrri
aðaleigenda tryggt með sölu á jörð-
inni Vatnsenda tii Reykjavíkurborg-
ar. Hans Kristján sagðist ekkert
hafa um það að segja þegar þetta
var borið undir hann.
Eignarhaldsfélag Verslunar-
bankans samþykkti að kaupa eða
ábyrgjast sölu á 250 milljóna króna
hlutafé. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins hefur hópur kaup-
manna og verslana m.a. íhugað að
kaupa part af þessu hlutafé. Guðjón
Gddsson formaður Kaupmanna-
samtaka íslands viidi hvorki játa
þessu né neita og Haraldur Haralds-
son formaður Félags íslenskra stór-
kaupmanna gaf sömu svör. Þor-
varður Elíasson sagði að mjög
margir væru að skoða þetta mál
en hann gæti ekki greint frá hveij-
ir það væru á þessu stigi.
til Eskifjarðar, Háberg 300 til Eski-
fjarðar, Gullberg 250 til Hafsíldar,
berg 300 til Eskifjarðar, Björg Jóns-
dóttir 300 til Þórshafnar og Höfrung-
ur 120 til Seyðisfjarðar.
Lítið fiindist af stórri síld
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er í síldarmælingum inni á
Austfjörðum en hefúr lítið fundið þar af stórri síld, að sögn Páls Reyn-
issonar leiðangursstjóra.
Jón Finnsson RE fékk um 5 tonn
af stórri síld í Mjóafirði á fimmtudag
og Sif SH fékk þar 11 tonn af stórri
síld á föstudag en síldveiðar máttu
hefjast á ný á miðvikudág. Sjö skip'
sem um áramót áttu um þrjú þúsund
tonn óveidd af síldarkvóta sínum á
vertíðinni, mega stunda veiðarnar til
20. janúar næstkomandi.