Morgunblaðið - 09.01.1990, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 09.01.1990, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1990 Sveinbjöm Helgason vélsljóri - Minning Fæddur 26. desember 1908 Dáinn 26. desember 1989 Látinn er hjartkær vinur minn, Sveinbjörn Helgason vélstjóri, eftir nokkuð langa sjúkrahúsveru á Vífílsstöðum. Hann hefur alla tíð verið háður öndunarerfíðleikum, astma, frá því að hann, aðeins sjö ára, fékk mjög slæman kíghósta. A sínum fyrri árum stundaði hann akstur á vörubílum og fólksflutn- ingabílum, var með fyrstu öku- mönnum sem óku um Hólsfjöllin og hina víðáttumiklu, en lélegu vegi í Þingeyjarsýslum. Hann vann svo á fiskibátum sem vélstjóri og síðar meir sem leigubílstjóri fyrir norðan og í Reykjavík. Sveinbjörn kvæntist 14. desem- ber 1936 Fjólu Guðmundsdóttur, sem var frá Húsavík eins og hann. Bjuggu þau alltaf í farsælu og trúu hjónabandi. Það þótti eftirtektar- vert og skemmtilegt, þegar þau bæði voru í kirkjukór Húsavíkur- kirkju og bar þá ekki á neinni mál- helti hjá Sveinbirni. Sveinbjörn og Fjóla áttu eina dóttur, Rannveigu Lilju, sem gift er Pétri Bjarnasyni húsasmið. Fjóla andaðist 6. júlí 1978. Það atvikaðist svo, þegar ný- sköpunartogararnir komu 1947 og Sveinbjöm var orðinn bræðslumað- ur, að hann _kom sem vélstjóri til mín 1949 á Úranus frá Reykjavík, og vorum við saman þar í nokkur ár. Hann var alveg úrvals starfs- maður og ósérhlífínn á allan hátt. Þetta vakti áhuga hans að fara á námskeið í Vélskólanum, þá orðinn sextugur að aldri. Hann starfaði á Úranusi hér við land í 26 ár, og meirihluta þess tíma var hann 1. vélstjóri og farnaðist sérstaklega veh Ég kynntist honum svo enn bet- ur, þegar hann bjó hjá okkur Kristínu í húsinu í sjö ár eftir lát konu sinnar. Sveinbjörn var alltaf mjög vel látinn og vinsæll, hvar sem hann starfaði eða dvaldi. Mér er einmitt minnisstætt, þegar ég kom í heim- sókn til hans á Vífílsstaði, að starfs- stúlkurnar minntust á hvað hann væri léttur í lund þótt sárlasinn væri. Þær vom honum einkar hjálp- Iegar og elskulegar, og eru þeim öllum færðar hjartans þakkir fyrir þann tíma, sem hann dvaldist þar. Við hjónin og fjölskylda okkar eigum eftir að minnast Sveinbjörns fyrir hans traustu vináttu og elsku- lega viðmót. Við vottum dóttur hans og fjölskyldu innilega samúð. Jens Hinriksson Sjá dagar koma, ár og aldir líða og enginn stöðvar tímans þunga nið. í djúpi andans duldir kraftar bíða hin dýpsta speki boðar lf og frið (Davíð Stefánsson) Með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja afa minn í hinsta sinn. Margar voru þær gleðistundirnar sem við áttum saman í gegnum árin og alltaf gat hann séð skoplegu hliðina_ á öllu því sem fyrir hann kom. Átti þá til að rifja upp at- burðinn í nokkra daga og hló alltaf svo dátt, að maður gat ekki annað en hlegið með honum. Á uppvaxtarárunum, þegar ungl- ingur er á umbrotatímum að þrosk- ast úr barni í fullorðna manneskju, var yndislegt að vita til þess að til hans mátti ég alltaf leita og hann reyndi eftir bestu getu að gefa góð ráð og leysa þau mál er upp komu. Ein af okkar bestu stundum voru jólin, þegar lagið var tekið og sungnir jólasálmar undir messu sjónvarpsins á aðfangadagskvöld. Þar sem jólin eru hátíð ljóss og friðar veitir það mér styrk að hann kvaddi þetta líf á jólunum og fór til að sinna æðri störfum á fram- andi stað. Ég veit að hann kvaddi með frið í hjarta og að nú líður honum vel. Hvíli hann í friði og Guð veri með elsku afa mínum. Þess óskar „elsku vinan hans afa“ eins og hann alltaf kallaði mig. Olga Björk Mig langar að minnast með fá- einum orðum Sveinbjörns Helga- sonar, sem dó á Vífilsstaðaspítala 26. des. sl., á 81 árs afmælisdegi sínum. Sjálfsagt var það besta af- mælisgjöfin sem honum gat hlotn- ast, því hann hafði átt við langvar- andi heilsuleysi að stríða og var orðinn saddur lífdaganna. Með honum er horfinn sá síðasti úr þeim hópi sem myndaði vissan kjarna í lífí mínu, alveg frá bernsku, en það voru foreldrar mínir, Lilja og Lúðvík, og systur mömmu, Fjóla og Ásdís ásamt eiginmönnum þeirra, Sveinbirni og Ásbirni. Öll sumur til 7 ára aldurs dvaldi ég á heimili móðurforeldra minna að Sólheimum á Húsavík og í næsta húsi, Steinholti, bjuggu Fjóla og Svenni ásamt einkadótturinni Rannveigu Lilju og því tengist þetta fólk mínum fyrstu endurminning- um. Amma dó þegar ég var á áttunda aldursári og þá fluttu afí, Fjóla, Svenni og Lillý litla til Reykjavíkur og bjuggu í nokkur ár á efri hæð- inni á Mánagötu 14, en við foreldr- ar mínir og ég á neðri hæðinni í sama húsi. Þetta varð því eins og eitt stórt heimili og oft var glatt á hjalla. Margar ánægjustundir áttu þær systur og Svenni frændi við orgelið, því þau voru öll mjög söngv- in. Öllum jólum og gamlárskvöldum var eytt saman og hélst sá siður í mörg ár eftir að Svenni frændi og fjölskylda voru flutt í annað hús- næði. Þótt hann væri ekki frændi minn í eiginlegri meiningu þess orðs þá kallaði ég hann alltaf Svenna frænda og var ákaflega hænd að honum og dáði hann mjög mikið, enda var hann svo einstaklega barn- góður að ég hefi hvorki fyrr né síðar kynnst öðru eins, né gjafmildari manni. Þarna bjuggu tvær litlar jafnaldra frænkur í sama húsi og þótt önnur væri dóttir hans þá mis- munaði hann ekki hinni þegar hann kom úr siglingum hlaðinn gjöfum, erlendu sælgæti og ávöxtum sem voru sjaldséðir á þessum árum, nema um jólin. Reyndar var eins og alltaf væru jól þegar Svenni frændi kom erlendis frá. Hann var dverghagur maður. Það hreinlega lék allt í höndunum á honum enda ávallt kallað til hans ef eitthvað bilaði á heimili mágkonu hans. Oft tók hann hluti með sér út á sjó til að gera við þá á frívöktum sínum. Einu sinni var það hjólið mitt og hann lét sig þá ekki muna um að lakka það í leiðinni, fagurblátt og hvítt. Hann smíðaði líka hring Viöskiptatækni nýtist bæði einstaklingum og fyrirtækjum sem vilja bæta þekkingu sína og kynnast nútimaaðferðum við rekstur og stjórnun fyrirtækja. Sérstök áhersla er lögð á lausn raunhæfra verkefna. Allt námsefni er á íslensku og leiðbeinendur hafa, auk háskólamenntun- ar, mikla reynslu ur viðskiptalífinu og af kennslu. Viðskiptatækninámið er 5 vikna námskeið og hægt er að velja um morgun-, eftirmiðdags- ogtvöldhópa. Næsta námskeið hefstlS.janúar. Hagstæð greiðslukjör eru í boði. Skráning og allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 626655. Haföu samband og við sendum þér bækling um hæl. NÁMSGREINAR: • Stjórnun • Grunnatriði i markaðsfræði • Verölagning • Auglýsingar, sölu- tækni og kynningarstarfsemi • Framlegðar og arðsemisútreikningar • Grunnatriði i fjármál- um • Áætlanagerð • Lestur og túlku'n ársreikninga. Viðskiptaskólinn BORGARTÚNI 24 • SÍMI 626655 handa mér úr fímmeyringi. Það var í þá daga þegar fimmeyringarnir voru nokkuð stórir ummáls. Síðustu æviárin dundaði hann við allskyns útsaum og fórst það ekki síður úr hendi en allt annað. Allar minningar mínar um þenn- an mann eru góðar. Þar bar aldrei skugga á. Hann var svo hlýr, blíðlyndur, viðkvæmur innst inni, glaðvær og skemmtilegur því hann átti kímnigáfu í ríkum mæli, trygg- ur og trúr í starfi sínu og þótti óendanlega vænt um sína nánustu. Engin furða að hann væri og verð- ur ávallt uppáhalds frændi minn. Það er stór hópurinn sem kveður hann með eftirsjá hérna megin til- verunnar, en það mun líka stór hópur taka honum með fögnuði handa móðunnar miklu. Dóttur hans, Rannveigu Lilju, manni hennar, börnum og barna- börnum, sendi ég innilegar samúð- arkveðjur. Dejr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; eri orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Ranný Á annan dag jóla, á 81. afmælis- degi sínum, lést á Vífilsstöðum merkismaðurinn Sveinbjörn Helga- son vélstjóri, einn fjölmargra ágæt- ismanna, sem lyfti með farsælu ævistarfí grettistaki, sem svo sann- arlega bætti lífskjör þjóðarinnar. Samt er það nú sjaldnast svo að farsælum fyrirvinnum þjóðarinnar, þeim sem með starfi sínu treysta grunninn að efnahagslegu sjálf- stæði hennar, sé skipað í sérstakan virðingarsess með þjóðinni, sem þeim svo sannarlega ber. Sveinbjörn fæddist á Húsavík. Foreldrar hans voru hjónin Jóhanna Johannsdóttir og Helgi Flóventsson sjómaður og formaður á bátum þar, og var Sveinbjörn hinn sjötti í röðinni af 12 börnum þeirra. Hin voru eftir aldursröð: Sigríður, Jón, Hallmar, Kristjana, Jónína, Krist- rún, Pétur, Jónatan, Þorgerður, Ragna og Guðný. Þijú systkinanna eru enn á lífi, þau Hallmar á Húsavík, Kristrún á Norðfirði og Guðný í Hafnarfirði. Tveggja ára var Sveinbjöm látinn í fóstur til hjónanna Þuríðar Guðna- dóttur og Péturs Jónssonar er bjuggu á Jódísarstöðum í Aðaldal en fluttust síðar til Húsavíkur. Einn fósturbróður átti Sveinbjörn er Jón hét.,„Um skólagöngu var ekki að ræða,“ sagði Sveinbjörn er ég ræddi við hann á liðnu ári, „og ég varð að bjarga mér einn, einhvern veginn sjálfur til að ná einhveiju marki. Og það hafðist. Ég var með þeim fyrstu sem lærði á bíl þarna.“ Sveinbjörn kom _ kyndari á Reykjavíkurtogarann Úranus nýjan vorið 1949, var á skipinu þau 25 ár, sem skipið. var gert út frá Reykjavík, þar af 20 sem fyrsti vélstjóri, og yfírgaf það ekki fyrr en hann hafði fylgt því til Spánar, þangað sem það var selt í brotajárn ári síðar. Úranus var einstaklega gott sjóskip og farsælt aflaskip. Á miðjum aldri fór Sveinbjörn í Vélskólann, var þar einn vetur á námskeiði sem nefndist öldungur- inn og öðlaðist þá tilskilin réttindi sem fullgildur vélstjóri. Sveinbjörn kvæntist 14. desem- ber 1936 Fjólu Guðmundsdóttur, dóttur Guðmundar Stefánssonar og Rannveigar Guðmundsdóttur, Sól- heimum á Húsavík. Dóttir þeirra er Rannveig Lilja, gift Pétri Bjarna- syni húsasmið. Börn þeirra eru Sveinbjörn Fjölnir, kvæntur Guð- rúnu Magnúsdóttur, og á tvö börn, Þóra- Birna, sambýlismaður Júnlus Guðjónsson, eiga tvær dætur, Fjóla, gift Pétri Sverrissyni, eiga tvær dætur. Yngst er Olga og er sambýl- ismaður hennar Sigurður Sigur- dórsson. Konu sína missti Svein- björn árið 1978. Lilja dóttir hans segir mér að hann hafi nú ekki verið mikið heima, þannig, en hann hefði verið mjög blíðlyndur, ósköp elskulegur faður og ákaflega barn- góður, alveg með afbrigðum barn- góður og að öll börn hefðu hænst mjög að honum og að hann hafi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.