Morgunblaðið - 09.01.1990, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1990
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1990
21
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald-1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fuíltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Sjálfetæðisflokkurmn
og kjarasamningar
orsteinn Pálsson, for-
maður Sjálfstæðis-
flokksins, skrifaði grein í
Morgunblaðið sl. laugardag,
þar sem hann vék að við-
horfum í þeim kjarasamning-
um, sem nú standa fyrir dyr-
um og sagði: „Forystumenn
atvinnurekenda og launþega
eru um þessar mundir upp-
teknir við að búa til efna-
hagsstefnu fyrir ríkisstjórn-
ina og veitir ekki af. Satt
bezt að segja er það eitt virð-
ingarverðasta frumkvæði í
þjóðmálum um margra mán-
aða skeið. Á þeim vettvangi
hefur það meginmarkmið
verið sett að ná niður verð-
bólgu.
Forystumenn launþega
sýnast vera reiðubúnir til
þess að ganga að svonefndri
„núlllausn" í kjarasamning-
um. Þó að kaupmáttarfórnir
séu auðvitað erfiðar skiptir
þó höfuðmáli að ná niður
verðbólgu og flest bendir til
þess, að nú sé lag til þess
að ná verulegum árangri í
því efni, ef ríkisstjórnin er
þá í færum til þess að taka
við slíkri efnahagsstefnu að
gjöf.“
Það fer ekkert á milli
mála, að með þessum orðum
sýnir Þorsteinn Pálsson, að
hann vill leggja sitt lóð á
vogarskálina til þess að tak-
ast megi að gera skynsam-
lega kjarasamninga, sem
stuðli að minnkandi verð-
bólgu. Þótt deilur milli
stjórnar og stjórnarandstöðu
séu óvenju harðar um þessar
mundir er formaður Sjálf-
stæðisflokksins bersýnilega
tilbúinn til þess að víkja þeim
til hliðar og þar með pólitísk-
um skammtímahagsmunum
til þess, að þau markmið
náist, sem meiru máli skipta
fyrir framtíð og velferð þjóð-
arinnar, þ.e. að ná niður
verðbólgunni. Þessi ábyrga
afstaða formanns Sjálfstæð-
isflokksins á viðkvæmum
tímum í viðræðum aðila
vinnumarkaðar er fagnaðar-
efni og í samræmi við sögu
og hefðir stærsta stjórn-
málaflokks þjóðarinnar.
Nú þegar hafa tekizt ein-
lægar viðræður milli vinnu-
veitenda og verkalýðssam-
taka. Að vísu kunna blikur
að vera á lofti vegna ágrein-
ings um kaup og kjör sjó-
manna en ' þess verður að
vænta, að sjómenn taki ekki
síður þátt í því en aðrir að
stuðla að raunhæfum kjara-
samningum og lækkandi
verðbólgu.
Nú hlýtur athyglin að
beinast að ríkisstjórninni.
Þorsteinn Pálsson bendir
réttilega á það í grein sinni,
að hlutur hennar er ekki sem
skyldi. Á sama tíma og reynt
er að ná raunhæfum kjara-
samningum leggur ríkis-
stjórnin á stórfellda nýja
skatta. Morgunblaðið vakti
athygli á því fyrir nokkrum
dögum, að einkafyrirtækin
hafa gengið hart fram í því
á síðustu misserum að draga
úr útgjöldum til þess að
bæta stöðu sína. Því miður
verður ekki hið sama sagt
um ríkisstjórnina. Hún hefur
ekki gengið hart fram í því
að lækka ríkisútgjöld en í
þess stað hefur hún stór-
hækkað skatta.
Sú sérkennilega staða er
því að koma upp á hinum
pólitíska vettvangi, að Sjálf-
stæðisflokkurinn, aðal
stjórnarandstöðuflokkurinn,
skipar sér í sveit með þeim
þjóðfélagsöflum, sem vilja
stuðla að minnkandi verð-
bólgu með kjarasamningum
á lágum nótum, en ríkis-
stjórnin, sem á að hafa mest-
an pólitískan hag af því, að
sá árangur náist, lætur sinn
hlut eftir liggja.
Á næstu vikum hlýtur sú
krafa að verða gerð til ríkis-
stjórnar Steingríms Her-
mannssonar, að hún stuðli
að því fyrir sitt leyti, að þess-
ir samningar náist eins og
að hefur verið stefnt. Fari
þessi tilraun út um þúfur
blasir við ný kollsteypa, ný
verðbólga, aukin kjaraskerð-
ing, fleiri gjaldþrot. Hveijir
hafa hagsmuni af því? Það
er alla vega ljóst, að launþeg-
ar hafa ekki hagsmuni af
því, að sú verði þróunin.
Kaup Landsbankans á hlnt Sambandsins í Samvinnubankanum:
Tilboð Landsbankans var
samþykkt eftir mikil átök
Þrír stóórnarmenn skiptu um skoðun milli fimda
STJÓRN Sambands íslenskra samvinnufélaga ákvað á fundi sínum á
sunnudag að ganga að tilboði Landsbankans í hlut Sambandsins í
Samvinnubankanum. Atkvæði féllu þannig að fimm stjórnarmanna
voru samþykkir tilboðinu og fjórir andvígir. Atök voru mikil á fundin-
um, og lengi vel var talið að meirihluti stjórnarinnar yrði andvígur
tilboðinu og því yrði þar með hafnað, en þrír sljórnarmenn, sem
andvígir voru tilboðinu á fundinum á föstudag, höfðu fyrir fundinn
á sunnudag snúist á sveif með þeim sem vildu selja Landsbankanum
52% hlut sinn fyrir 605 milljónir króna. Auk þess samþykkti stjórnin
að selja hlut Sambandsins í íslenskum aðalverktökum.
Þeir sem samþykktu söluna voru
Ólafur Sverrisson, formaður stjórn-
arinnar, Þröstur Ólafsson, Hörður
Zophaníasson, Helga V. Péturs-
dóttir og Þórarinn Sigurjónsson.
Þau sem voru á móti voru Birna
Bjarnadóttir, Þorsteinn Sveinsson,
varaformaður stjórnarinnar, Gunn-
Ölafiir
Sverrisson:
Hagnaður af
sölu Samvinnu-
banka vinnur
ekkiupp
taprekstur
síðasta árs
ÓLAFUR Sverrisson sljórnar-
formaður Sambandsins segir að
ekki þurfi að óttast um afkomu
Sambandsins, en losa þurfi um
meira af peningum heldur en
með sölu 52% hlútar í Samvinnu-
bankanum Hann segir hagnað
vera af sölunni, sem dugi þó ekki
til að vega upp taprekstur síðasta
árs. Hann segir að of sterkt sé
að orði kveðið að erlendir lána-
drottnar hafi verið farnir að
ókyrrast. „En, þeir fylgjast með
okkur.“
ar Sveinsson og Jónas R. Jónsson.
„Við erum í lýðræðislegu félagi
og við verðum bara að taka þessari
niðurstöðu,“ sagði Þorsteinn
Sveinsson í samtali við Morgun-
blaðið, þegar hann var spurður
hvort þessi ákvörðun stjórnarinnar
væri honum mikil vonbrigði. Þor-
Hann segir ástæðu sölunnar ein-
faldlega vera þá, að Sambandið
þurfi að losa fjármuni, ýmislegt
hafi verið gert í því, en það stærsta
hafi verið þessi sala.
Ákvörðunin á sunnudag var ekki
einróma. „Þessi naumi meirihluti,
_ fimm atkvæði gegn fjórum, var nú
ekki eingöngu málefnalegur, heldur
sumpart vegna þess að menn vildu
fresta ákvörðun, kanna aðra mögu-
ieika fyrst, þetta á við suma þeirra
sem voru á móti, ekki alla.“ Hinir,
sem greiddu atkvæði á móti, vildu
alls ekki selja hlutinn í Samvinnu-
bankanum, að sögn Ólafs.
Hann var spurður hvaða áhrif
sala hlutarins í Samvinnubankanum
hefði á stöðu Sambandsins, hvort
óttast þurfi um fyrirtækið og
lífsnauðsynlegt sé að selja fleiri
eignir. „Eg held að það þurfi ekki
að óttast um afkomu Sambandsins,
en það þarf að losa um meira af
peningum heldur en þetta sem núna
losnar við sölu bankans."
Ólafur segist telja að- skuldir
Sambandsins séu á bilinu 9 til 10
milljarðar króna. Eiginfjárstaðan
hefði batnað við sölu Samvinnu-
bankans, þar sem söluverðið væri
nokkuð mikið hærra en bókfært
steinn kvaðst ekki telja að í fram-
haldi þessa yrði um tvær stríðandi
fylkingar að ræða innan stjómar
Sambandsins.
Þórarinn Siguijónsson segist
hafa hann ákveðið að styðja söluna,
að fengnum upplýsingum frá nefnd-
sem átti að kanna vissa þætti máls-
ins. Hann sagðist hafa metið stöð-
una þannig að Sambandið ætti
engra kosta völ og yrði að selja
Landsbankanum.
„Ég held að ýmissa hluta vegna
hefði verið mjög hæpið að bíða.
Erlendir bankar voru orðnir óróleg-
ir og við máttum illa við því að
missa traust," sagði Þórarinn,
„þannig að það var minn dómur að
það yrði að taka þessa ákvörðun.“
verð bréfanna er. „Hins vegar var
taprekstur á síðasta ári, þannig að
þessi sala vinnur það tæplega upp.“
Ólafur kveðst ekki treysta sér til
að nefna tölur um hve mikið tap
varð á rekstrinum á síðasta ári.
Morgunblaðið ræddi við Ólaf þar
sem hann var staddur í London í
gærkvöldi, en þangað fór hann þeg-
ar að afloknum stjórnarfundinum á
sunnudag. Guðjón B. Ólafsson for-
stjóri Sambandsins var staddur í
Detroit í Bandaríkjunum í gær og
tókst ekki að ná tali af honum.
Þorsteinn
Pálsson:
Ekki hægt að
taka skúma-
skotaákvarð-
anir um
svona stórmál
ÞORSTEINN Pálsson formaður
Sjálfstæðisflokksins segir þá
skyldu hvíla á ríkisstjórninni að
upplýsa almenning um öll atriði
varðandi sölu hlutabréfa Sam-
bandsins í Samvinnubankanum
til Landsbankans. Einkum segir
hann að yfírlýsingar forsætisráð-
herra um alvarlega stöðu Lands-
bankans vegna stöðu Sambands-
ins og að sómi íslands gagnvart
öðrum þjóðum sé í hættu kalli á
að allar upplýsingar verði veitt-
ar. „Það er ekki hægt að pukr-
ast með málið, eins og mér sýn-
ist að eigi að fara að gera. Það
er ekki hægt að vera með svona
stórmál í einhveijum skúma-
skotaákvörðunum," segir Þor-
steinn.
Þorsteinn segir að stjórnarand-
stöðuflokkarnir hafi óskað eftir
skýrslu um málið og farið fram á
að það verði ekki afgreitt fyrr en
Alþingi hafi fengið tækifæri til að
ræða þær upplýsingar sem í skýrsl-
unni verði. „Ég vona enn að alþingi
verði ekki virt svo að vettugi að
þessi eðlilega krafa nái ekki fram
að ganga,“ segir hann.
„Forsætisráðherra hefur svo lýst
því yfir að Landsbankinn sé kominn
í svo alvarlega stöðu að ekki sjái
fyrir endann á því máli ef SIS fer
í greiðslustöðvun. I annan stað hef-
ur hann lýst því yfir að að minnsta
kosti verulegur hluti að erlendum
skuldum Sambandsins séu óveð-
tryggðar og almenningur geti ekki
látið þær skuldir falla. Þetta kallar
auðvitað á nýjar upplýsingar af
ýmsu tagi. Meðal annars svör við
því hverjir bera ábyrgð á því að
Landsbankinn er kominn í þessa
stöðu sem forsætisráðherra greinir
frá. Verða þeir menn dregnir til
ábyrgðar? Er hugsanlegt að hags-
munaárekstur sé í málinu með því
að einn af bankastjórum Lands-
bankans hefur fyrir ekki löngu látið
af stjórnarformennsku í SÍS? Kann
að vera að hann beri að hluta til
ábyrgð á því í hvaða stöðu Lands-
bankinn er kominn. Ef almenningur
á að borga brúsann, þá verður að
koma með allt dæmið upp á yfir-
borðið og alla fjárhagsstöðu Sam-
bandsins og raunhæft mat á eignum
þess. Það er ekki hægt að ætlast
til þess að almenningur borgi brús-
ann án þess að það komi fram hverj-
ir það eru sem bera ábyrgð á því
að færa þarf þetta yfir á skatt-
borgarana,“ segir Þorsteinn.
Hann segir að enn sé málið í
þeim farvegi að verið sé að borga
verulegt yfirverð fyrir hlutabréfin
í Samvinnubankanum. „Samkvæmt
fréttum hefur komið fram að útlán
Samvinnubankans til SIS eru að
minnsta kosti þrefalt eigið fé Sam-
vinnubankans. Hveijir bera ábyrgð
á því? Hefur Bankaeftirlitið haft
þar einhver afskipti eða hefur það
brugðist skyldum sínum samkvæmt
lögum.? Þetta þarf allt að draga
fram í dagsljósið.“
Sverrir
Hermannsson:
„Steftia okkar
óbreytt að
kaupa allan
bankann“
SVERRIR Hermannsson, banka-
stjóri Landsbankans, segist
fagna því að menn hafi náð landi,
enda þótt sér sýnist á yfirlýsingu
og samþykkt Sambandsins að
eitthvað muni á skorta. Þetta
sagði bankastjórinn þegar hann
var spurður álits á samþykkt
stjórnar Sambandsins að taka
tilboð Landsbankans í hlut Sam-
bandsins í Samvinnubankanum.
„Við hér í Landsbankanum búum
okkur nú undir það að Samvinnu-
bankinn, þótt við eignumst meiri-
hluta hlutabréfa, verði fyrir sem
minnstri röskun í bili, bæði vegna
viðskiptavina hans og einkum og
sér í lagi vegna starfsfólksins,"
sagði Sverrir. „Stefna okkar er
óbreytt, að kaupa allan bankann.
Fljótlega kunnum við að fara að
ræða um hagræðingu úti á landi,
eftir því sem kostur er á,“ sagði
Sverrir.
AF INNLENDUM
VETTVANGI
AGNES BRAGADÓTTIR
Stormasamur stjórnarfundur Sambandsins:
Þeir sem urðu undir reifuðu
á
GUÐJÓN B. Ólafsson, forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga,
er tvímælalaust sigurvegarinn í þeim átökum sem staðið hafa innan
stjórnar Sambandsins um söluna á hlut Sambandsins í Samvinnubank-
anum til Landsbankans. Þetta er óhætt að fullyrða, þótt sigurinn
hafi ekki getað verið naumari, þar sem niðurstaðan í atkvæðagreiðsl-
unni á sunnudag varð sú að fimm greiddu atkvæði með sölunni og
fjórir voru henni andvígir. Þetta er talið verða til þess að forsfjór-
inn muni í framtíðinni hafa betra næði til þess að stjórna fyrirtæk-
inu og meira svigrúm til breytinga og endurskipulagningar.
Það er ýmislegt sem kemur á
óvart, þegar skyggnst er á bak við
tjöldin, frá því stjórn Sambandsins
kom saman til fundar á hádegi á
föstudag, þar til fundi lauk á sunnu-
dag. Eftir að fyrir lá á föstudegi
að tvísýnt væri með niðurstöðu í
atkvæðagreiðslu um málið, vildu
þeir sem voru sölunni fylgjandi
fresta fundinum til sunnudags, svo
ráðrúm gæfist til frekari könnunar-
viðræðna, samráðs við ríkisstjórn-
ina og áframhaldandi tilrauna til
þess að vinna sölunni aukið fylgi
innan stjórnarinnar.
Það var ekki fyrr en á laugar-
dag, eftir að fimm manna nefnd
úr stjórn Sambandsins hafði fundað
með fulltrúum ríkisstjórnarinnar,
sem línur fóru að skýrast, hvað
varðaði afstöðu manna. Þessi fimm
manna nefnd var valin á stjórnar-
fundinum á föstudag og þeir sem
skipuðu hana voru þeir Ólafur
Sverrisson, formaður stjórnarinnar,
Þorsteinn Sveinsson, varaformaður,
Hörður Zophaníasson, ritari, Guð-
jón B. Ólafsson, forstjóri, óg Þröst-
ur Ólafsson.
Fyrir ofangreindan fund með
fulltrúum ríkisstjórnarinnar munu
þau sjónarmið hafa komið fram hjá
þeim Þorsteini og Gunnari Sveins-
sonum og Jónasi R. Jónssyni að úr
því sem komið 'væri, væri réttast
að sýna þjóðinni fram á hvaða af-
leiðingar það hefði í för með sér
að setja Sambandið á hausinn eða
setja það í greiðslustöðvun. Þeir
munu hafa látið í ljós þá skoðun
að ef slík hótun væri sett fram þá
myndi ríkisstjórnin verða skjót til
að útvega Sambandinu, einum af
stærri skuldurum þjóðarinnar, ríkis-
ábyrgð.
Á fundinum með ríkisstjórninni
fengu stjórnarmenn Sambandsins
aftur á móti þær upplýsingar að til
ríkisstjómarinnar væri ekkert að
sækja í þessum efnum. Sambandið
gæti í engu reitt sig á ríkisstjórn-
ina. Öldungis óvíst væri að meiri-
hluti stjórnarliða vildi samþykkja
að veita Sambandinu ríkisábyrgð
og enn meiri óvissa væri um hvaða
undirtektir slík málaleitan fengi á
Alþingi. Spurðu ráðherrar þá Sam-
bandsmenn hvort erlendir lánar-
drottnar myndu halda að sér hönd-
um og hafa biðlund á meðan kann-
að væri hvort möguleiki væri á
ríkisábyrgð. Þá mun hafa verið fátt
um svör.
Stjórnarmönnum. kom það
spánskt fyrir sjónir, að allan fund-
artímann, bæði á föstudag og
sunnudag, tók Birna Bjarnadóttir
aldrei til máls, né gerði hún afstöðu
sína opinbera. Allir aðrir stjórnar-
menn tóku til máls á fundinum og
flestir oftar en einu sinni. Var þögn
Birnu túlkuð á þann veg að hún
hefði ákveðið að sitja hjá við at-
kvæðagreiðsluna, en svo varð ekki.
Hún greiddi atkvæði á móti söl-
unni. Aðrir sem voru á móti voru
bræðurnir Þorsteinn og Gunnar
Sveinssynir, og Jónas R. Jónsson.
Þeir sem greiddu atkvæði með
sölunni voru Ólafur Sverrisson,
Hörður Zophaníasson, Þröstur
Ólafsson, Helga V. Pétursdóttir og
Þórayinn Sigurjónsson. Samkvæmt
mínum upplýsingum frá stjórnar-
mönnum Sambandsins, þá snerist
þeim Helgu, Ólafi og Þórarni hugur
frá föstudagskvöldinu fram á
sunnudagsmorgun, því stjórnar-
menn telja að þegar ákveðið var
að fresta fundinum, hafi einungis
tveir verið því hlynntir að ganga
að tilboði Landsbankans upp á 605
milljónir króna.
Guðjón B. Ólafsson var ómyrkur
í máli í orðum sínum við Steingrím
Hermannsson forsætisráðherra á
fundinum, vegna ummæla forsætis-
ráðherra í Morgunblaðinu sl. laug-
ardag. Þar sagði ráðherrqnn í sam-
tali við mig „að hann teldi að ef
tilboðið yrði fellt, gæti það haft í
för með sér gjaldfellingu erlendra
skulda.
Forsætisráðherra sagðist telja að
ef erlendir lánardrottnar Sam-
bandsins töpuðu jafnvel milljörðum
króna, við það að gjaldfella skuldir
Sambandsins, sem eru að mestu án
trygginga, hefði slíkt óskapleg áhrif
á þau lánskjör sem ísland nýtur
erlendis. „Ég held að þegar svona
er orðið, þá geti ríkisvaldið aldrei
litið framhjá því að öllu leyti, “ sagði
Steingrímur. “
Guðjón gagnrýndi forsætisráð-
herra harðlega og kvaðst telja að
slík ummæli úr munni forsætisráð-
herra íslands gætu verið íslenskum
viðskiptahagsmunum stórskaðleg.
Það var ekki fyrr en að af loknum
þessum fundi á laugardeginum sem
línur höfðu skýrst þannig að líkur
voru taldar á því að meirihluti hefði
myndast í stjórn Sambandsins fyrir
því að taka tilboði Landsbankans.
Það var þó engan veginn talið ör-
uggt fyrr en á sunnudeginum.
Niðurstaða stjórnarfundarins á
sunnudag er talin fela það í sér að
Guðjón hafi nú fengið viðspyrnu til
þess að endurskipuleggja fjármál
og rekstur Sambandsins. Hann hafi
fengið vilyrði fyrir því að selja hlut
Sambandsins í íslenskum aðalverk-
tökum og þannig er talið að fjár-
magn ætti að nást sem dugi til. Á
fundinum var jafnframt samþykkt
tillaga Þrastar Ólafssonar þess efn-
is að forstjóra væri falið að leggja
fyrir næsta stjórnarfund greinar-
gerð um reksturinn og framtíðar-
skipulag félagsins. Ekki hefur verið
ákveðið hvenær stjórnin kemur
næst saman en ekki er talið ólíklegt
að það verði innan tíðar.
Akvörðum um físk-
verð ekki í samhengi
við kjarasamninga
- segir Kristján Ragnarsson,
framkvæmdastjóri LÍÚ
„SÚ deila, sem nú stendur yfir svo og ákvörðun um fiskverð
er ekki í nokkru samhengi við almenna kjarasamninga. Sam-
kvæmt lögum um Verðlagsráð sjávarútvegsins ber því fyrst og
fremst að taka mið af markaðsaðstæðum fyrir sjávarafúrðir og
afkomu veiða og vinnslu við ákvörðum fiskverðs. Sjómenn og
útgerðarmenn hafa þurft að sætta sig við verulega tekjuskerð-
ingu vegna aflasamdráttar og tekjur beggja hafa einnig skerzt
vegna verðhækkunar á olíu. Þá er víðast um landið greitt meira
fyrir fiskinn en lágmarksverð Verðlagsráð er og til þessara stað-
reynda verður að taka tillit, þegar lágmarksverð er ákveðið
næst,“ sagði Krislján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, í
samtali við Morgunblaðið.
Nú eru hafnar viðræður vegna
almennra kjarasamninga og ótt-
ast margir að mögulegir samning-
ar um umtalsverða hækkun launa
sjómanna geti hamlað gerð al-
mennra samninga á mjög lágum
nótum. Afkoma sjómanna er mjög
mismunandi, bæði eftir því hve
mikinn kvóta viðkomandi skip
hafa og hve mikið af aflanum er
selt á erlendum og innlendum
fiskmörkuðum. Hugmyndir um
að takamarka útflutninginn eða
dreifa honum hafa komið upp og
má þ'ar nefna aukið kvótaálag,
ákveðinn útf lutningskvóta á hvert
skip sem hlutfall af heildarkvóta
þess eða hreinlega uppboð á út-
flutningsleyfum. Sjávarútvegs-
ráðherra lýsti í haust yfir vilja
sínum til aukins kvótaálgs og fisk-
verkendur og verkalýðssamtökin
hafa einnig gert það. Frumvarp-
til laga um hækkun á kvótaáálg-
inu, sem nú er 15%, hefur ekki
verið flutt enn.
Kristján Ragnarsson segir eðli-
legast að öllum útflutningi á ísuð-
um fiski verði stjórnað af sjávar-
útvegsráðuneytinu eða LJÚ í um-
boði þess, enda sjái LÍÚ nú um
siglingar skipanna og tekizt hafi
að takmarka þær. Hins vegar
hafi útflutningur á fiski í gámum
aukizt, jafnvel í desember, þegar
fisk hafi víða skort til vinnslu.
Lausnin hljóti því að felast í marg-
umræddri aflamiðlun. Uppboð á
útflutningsleyfum sé einfaldlega
út í hött og útflutningskvóti sem
hlutfall af aflakvóta sé óréttlátur.
Það sé óréttlátt, að einhveijar
útgerðir, sem aldrei hafi stundað
útflutning á ísuðum fiski, fái út-
hlutað kvóta til þess og geti þá
hagnazt á sölu hans á kostnað
þeirra, sem erlendu markaðina
hafi stundað árum saman og jafn-
vel byggt þá upp.
Draga þarf úr útflutn-
ingi á óunnum físki
- segir Halldór Ásgrímsson,
sjávarútvegsráðherra
Sjávarútvegsráðherra, Hall-
dór Ásgrímsson, er nú að kanna
viðhorf hagsmunaaðila til þess
vanda, sem hann telur vera
kominn upp við útflutning á
óunnum fiski. „Það er vaxandi
áhugi fyrir auknum útflutningi
á óunnum fiski. Ég er þeirrar
skoðunar að slíkan útflutning
eigi að draga saman í aflasam-
drætti, ekki auka hann, ætli
menn sér að halda hér uppi
sæmilegu atvinnuöryggi," segir
Halldór.
Halldór segir í samtali við
Morgunblaðið, að þessar kannanir
hafi ekkert með fiskverðsdeiluna,
sem nú stendur yfir fyrri austan,
að gera. Af þeirri deilu hafi hann
engin afskipti haft. Hins vegar
sé af hans hálfu verið að fjalla
um skipulag útflutnings á óunn-
um fiski. Breytingar á því séu á
döfinni, enda nauðsynlegt að hans
mati að draga saman útflutning
samfara samdrætti í afla og
ótryggu atvinnuástandi.
Núverandi verðmynd-
un á fiski gengur ekki
- segir Oskar Vigfússon, formaður
Sjómannasambands Islands
„ÞAÐ kerfi, sem viðgengst nú til verðmyndunar á fiski upp úr
sjó, gengur ekki lengur. Margs konar verð er við lýði hveiju
sinni og tekjumunur meðal sjómanna er gífúrlegur. Þann mis-
mun verður að leiðrétta, hvernig sem það verður gert, en rétta
leiðin virðist vandfundin," sagði Óskar Vigfússon, formaður Sjó-
mannasambands íslands, í samtali við Morgunblaðið.
Óskar sagði ennfremur að Sjó-
mannasambandið hefði ekki enn
mótað stefnu sína í fiskverðsdeil-
unni á Austurlandi og möguleg
áhrif þeirra á gerð almennra
kjarasamninga. Hann sagðist
sjálfur vera þeirrar skoðunar að
uppboð á útflutningsleyfum væri
út í hött og sér litist engan veginn
á útflutningskvóta til handa
hverjum og einum.
„Það er nóg braskið með afla-
kvóta og annað þó ekki bætist við
að menn geti farið að braska með
útflutningsleyfi. Reynsla sjó-
manna af öllu þessu braski er
ennfremur sú, að engin trygging
er fyrir því að tekjur af útflutn-
ingsleyfasölu komi að nokkru til
sjómanna. Loks finnast mér hug-
myndir um aukið kvótaálaga
vegna ísfisksölu einkennilegar.
Þær gera ekkert annað en skerða
mjög takamarkaða tekjumögu-
leika sjómanna. Nóg hafa þeir
þurft að taka á sig vegna af lasam-
dráttar," sagði Oskar Vigfússon.