Morgunblaðið - 09.01.1990, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1990
23
Greiðslustöðvun Dags og Dagsprents lokið:
Dagsprent yfírtek-
ur rekstur Dags
DAGSPRENT hf. mun taka yflr rekstur dagblaðsins Dags og hlutafé
í Dagsprenti verður aukið verulega. Þetta var niðurstaðan eftir að
fimm mánaða greiðslustöðvun íyrirtækjanna er runnin út. Stjórn KEA
hefúr samþykkt að Ieggja fram aukið hlutafé, en KEA er stærsti hlut-
hafinn í Dagsprenti. Hluthafafundur Dagsprents verður haldinn næsta
laugardag og þar verður tekin afstaða til hlutafjáraukningarinnar.
Hlutafé Dagsprents hf. er nú rúm-
ar 23 milljónir króna og á Kaupfélag
Eyfirðinga þar um 55% hlut, en auk
þess eiga á annað hundrað einstakl-
ingar hlut í fyrirtækinu og verður
þeim gefinn kostur á að auka það
auk þess sem nokkur hiuti verður
boðinn til sölu á almennum mark-
aði. í drögum að samningi milli
Dags og Dagsprents hf. er gert ráð
fyrir að núverandi eigendur Dags,
Framsóknarfélag Akureyrar og
Framsóknarfélag Eyjafjarðar, fái
hlut sinn í blaðinu greiddan með
hlutabréfum í Dagsprénti hf. en end-
anleg ákvörðum um þau mál er háð
samþykki félaganna.
í fréttatilkynningu frá Sigurði
Jóhannessyni stjórnarformanni fyr-
irtækjanna segir að á greiðslustöðv-
unartímabilinu hafi allra ieiða verið
leitað til að tryggja áframhaldandi
rekstur Dags og Dagsprents hf. og
hafi þar m.a. verið gerðar ítarlegar
tilraunir til að selja húseignir fyrir-
tækjanna við Stfandgötu, en án ár-
angurs. Þrátt fyrir væntanlega
hlutafjáraukningu verður áfram
reynt að selja hluta af húseignum
fyrirtækjanna, því skuldir fyrirtækj-
anna eru enn mjög miklar.
Með þeim breytingum sem gerðar
verða, ásamt þeim ráðstöfunum sem
gripið var til í lok ársins 1988 telja
stjórnir fyrirtækjanna sig hafa treyst
reksturinn og samkvæmt 9 mánaða
uppgjöri beggja fyrirtækjanna hefur
afkoman batnað mikið frá fyrra ári,
segir í fréttatilkynningunni.
Jólin kvödd á þrettándagleði
Þórsarar héldu þrettándagleði á félagssvæði sínu-á laugardag. Þangað kom fjöldi fólks að kveðja jólin
með viðeigandi hætti. Að sjálfsögðu mættu álfakóngur og drottning, púkar, tröll og jólasveinar auk furðu-
dýra af ýmsu tagi, sem vöktu ómælda ánægju á meðal yngstu kynslóðarinnar. Dans var stiginn, Jóhann
Már Jóhannsson söng nokkur lög og einnig Bjartmar Guðlaugsson, og bræðurnir Halli og Laddi fóru með
gamanmál. Þrettándagleðinni lauk að venju með flugeldasýningu.
Skoðanakönnun á meðal framsóknarmanna:
Erlingur
íþróttamaður
ársins hjá KA
Erlingur Kristjánsson fyrirliði ís-
landsmeistara KA í knattspyrnu
og þjálfari 1. deildarliðs karla í
handknattleik var valinn íþrótta-
maður ársins 1989 hjá KA í hófi
sem haldið var á sunnudag. Þetta
er í annað sinn sem KA-menn
velja íþróttamann ársins, en í
fyrra varð Guðlaugur Halldórsson
júdómaður fyrir valinu. Bikarinn
sem íþróttamaður ársins fær er
gefinn af KA-klúbbnum í
Reykjavík.
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM
8. janúar.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægstá Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 99,00 63,00 76,39 35,009 2.674.349
Ýsa 130,00 71,00 119,51 13,664 1.632.875
Karfi 61,00 50,00 53,44 43,613 2.330.451
Ufsi 51,00 50,00 50,88 4,325 220.056
Samtals 72,00 115,937 8.347.467
í dag verða meöal annars seld 12-15 tonn af stórum þorski og um 25 tonn
af ufsa úr Víöi HF, svo og þorskur, steinbítur og fleira úr bátum.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 77,00 57,00 72,86 18,078 1.317.190
Þorskur(ósL) 71,00 51,00 60,75 57,238 3.477.260
Ýsa 131,00 68,00 102,18 4,332 442.632
Ýsa(ósl.) 122,00 70,00 105,04 8,577 900.958
Samtals 67,40 100,302 6.760.708
[ dag verður selt óákveðið magn úr Gissuri ÁR og netabátum.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 90,00 48,50 72,27 62,451 4.513.587
Ýsa 140,00 40,00 107,20 12,038 1.290.506
Karfi 64,00 39,00 53,07 0,138 7.323
Ufsi 32,00 15,00 24,98 0,063 ■1.574
Samtals 76,48 80,117 6.127.694
SKIPASÖLUR í Bretlandi 2. til 5. janúar.
Þorskur 112,87 161,105 18.183.490
Ýsa 143,47 8,370 1.200.822
Karfi 117,36 4,225 495.867
Koli 107,06 3,570 382.220
Grálúða 172,43 1,265 218.128
Samtals 114,52 179,260 20.528.320
Selt var úr Ottó Wathne NS 3. jan. og Arnarnesi Sl 4. jan. Selt var í Grimsby.
GÁMASÖLUR í Bretlandi 2. til 5. janúar.
Þorskur 107,60 441,979 47.554.995
Ýsa 122,69 121,200 14.870.525
Ufsi 75,95 3,735 283.681
Karfi 66,61 2,315 154.213
Koli 133,09 55,408 7.374.049
Samtals 113,61 642,379 72.982.823
SKIPASÖLUR í Vestur-Þýskalandi 2. til 5. janúar.
Þorskur 106,82 1,398 149.337
Ýsa 125,37 0,413 51.778
Ufsi 157,35 2,484 390.853
Karfi 113,40- 271,777 30.819.013
Samtals 109,99 303,577 33.388.985
Selt var í Bremerhaven úr Engey RE 3. jan. og Sveini Jónssyni KE 4. jan.
Þórarinn líklegur í
eitt af efstu sætunum
EFNT var til skoðanakönnunar á meðal Framsóknarmanna á Akur-
eyri 'um helgina, en þar voru flokksbundnir framsóknarmenn beðnir
um að skrifa 6 nöfti manna er þeir vilja sjá á íista flokksins fyrir
bæjarstjórnarkosningarnar í maí. Uppstillingarnefiid, sem skipuð er
9 mönnum, hefiir enn ekki farið yfír seðlana, en það mun væntanlega
verða gert nú í vikunni.
Sigurður Jóhannesson sem skip-
aði fyrsta sæti á lista Framsóknar-
flokksins fyrir síðustu bæjarstjóm-
arkosningar hefur gefið út þá yfir-
Iýsingu að hann gefi ekki kost á sér
til áframhaldandi setu í bæjarstjóm
Akureyrar. Úlfhildur Rögnvalds-
dóttir sem var í öðm sæti listans
kvaðst ætla að meta það eftir út-
komu skoðanakönnunarinnar hvort
hún myndi áfram gefa kost á sér
til setu í bæjarstjóm.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er talið líklegt að Úlfhildur
Rögnvaldsdóttir verði í einhveiju af
efstu sætum listans, en einnig var
Þórarinn E. Sveinsson mjólkursam-
lagsstjóri nefndur þar til sögunnar.
Þá nefndu menn einnig þær Kol-
brúnu Þormóðsdóttur kennara og
Sigfríði Þorsteinsdóttur tækniteikn-
ara, en Kolbrún hefur verið varabæj-
arfulltrúi og Sigfríður sat eitt
kjörtímabil í bæjarstjóm fyrir
Kvennalistann.
Aðrir sem nefndir vom á nafn
vom Guðmundur Stefánsson fram-
kvæmdastjóri ístess og Björn Snæ-
björnsson varaformaður Einingar.
RIF hf. í Hrísey hefúr tekið Frosta
ÞH frá Grenivik á leigu og verður
hann að línuveiðum fyrir fisk-
vinnsluna í janúar og febrúar.
Jóhann Sigurbjörnsson fram-
kvæmdastjóri Rifs hf. sagði að Frosti
ÞH hefði farið í sinn fyrsta róður í
leigu fyrirtækisins nú í vikunni og
væri hann nú að veiðum í Reykja-
Einn þeirra sem rætt var við í gær
sagði að áhugi væri fyrir því að fá
ungt fólk í eitthvað af efstu sætun-
um. Úr yngri deildinni vom helst
nefndir þeir Sigfús Karlsson formað-
ur Félags ungra framsóknarmanna,
Bragi Bergmann ritstjóri Dags,
Bjami Hafþór Helgason sjónvarps-
stjóri Eyfirska sjónvarpsfélagsins og
Þorsteinn Sigurðsson verkfræðing-
fjarðarál um tlu tíma siglingu frá
eynni. Svanur EA, 60 tonna bátur
i eigu Rifs hf. liggur við bryggju í
Hrísey og sagði Jóhann að Frosti
ÞH hefði verið tekinn á leigu vegna
þess hve langt þyrfti að sækja og
ekkert vit að senda svo lítinn bát
þessa leið.
Hrísey:
Rif hf. tekur Frosta ÞH
frá Grenivík á leigu
ÁRNAÐ HEILLA
Þórhallur Björnsson frá
Kópaskeri, Hamraborg 14,
Kópavogi. Hann dvelur nú
hjá dóttur sinni, Kristveigu,
sem er búsett í Danmörku á
Asavænget 36,2800 Lyngby.
Q/A ára afinæli. Í dag, 9.
OUjanúar, er áttræður
Jónas Halldórsson, rakara-
meistari, Rjúpufelli 15 hér
í Rvík. Lengst af starfaði
hann við iðn sína á Siglu-
firði. Hann tekur á móti gest-
um nk. sunnudag 14. janúar
í Kiwanishúsinu, Brautarholti
26, milli kl. 15 og 19.
ára afinæli átti í gær
uU frú Marta Elínborg
Guðbrandsdóttir frá Loft-
sölum í Mýrdal, Skeggjagötu
10 hér í Rvík. Nafn afmælis-
barnsins misritaðist illilega
hér í Dagbókinni á sunnudag.
Þar stóð að hún væri Guð-
mundsdóttir og fyrra nafn
hennar féll niður. Er beðist
afsökunar á mistökunum um
leið og misritunin leiðréttist.