Morgunblaðið - 09.01.1990, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1990
39
Ýsan dýrari en
ráðuneytið segir
Sæbjörg lækkaði verðið í gær
vegna hagstæðra innkaupa
ÝSUFLÖKIN kosta 58 krónum meira hvert kíló út úr búð, heldur
en fram kom í útreikningum hagdeildar fjármálaráðuneytisins og
er skýringin sú, að sögn Gísla Blöndal hjá Kaupstað og Miklagarði,
að ráðuneytið notar of lágt innkaupsverð í sínum útreikningum og
rangar álagningartölur. Fiskbúðin Sæbjörg náði hagstæðum samn-
ingum um fiskkaup um helgina og lækkaði þess vegna verðið um 8%
í gær og í dag. Vegna þess fór verð á ýsufiökum niður fyrir 400 krónur.
Gísli segir að innkaupsverðið sem
ráðuneytið notar, 95 krónur kílóið,
sé of lágt. Fiskverð á mörkuðum
sé hærra og í verðútreikningum sé
verðið 114 krónur haft til grundvall-
ar. Þá segir hann rangt hjá ráðu-
neytinu, að álagning heildsala sé
30,5%, þarna sé í fyrsta lagi ekki
einungis um álagningu að ræða,
heldur einnig vinnslukostnað við
flökun og snyrtingu. Þessi kostnað-
arliður sé 35%. Ennfremur segir
hann álagningartölu ráðuneytisins
fyrir smásöluna vera ranga, ráðu-
neytið segir hana vera 25%, en Gísli
segir hana vera 15%
Að öllu samanlögðu hafi því
ýsuflökin kostað 446 krónur kílóið
og er reikningsaðferðin sama og
hjá ráðuneytinu. Verðið hefur því
lækkað, segir Gísli, frá því sem
hefði orðið í söluskattskerfi, úr 487
krónum, eða um 41 króhu og er
það 8,42% lækkun.
Óskar Guðmundsson hjá Fisk-
búðinni Sæbjörgu segir verð á
ýsuflökum vera reiknað hjá þeim
eftir innkaupsverði hvers dags. Um
helgina náðust hagstæðir samning-
ar um innkaup, sem duga til tveggja
daga, það er í gær og í dag. Af
þeim sökum lækkar verðið um 8%
frá því fyrir helgi. Þessi lækkun
dugði til að kflóið af ýsuflökum fór
niður fyrir 400 krónur hjá Sæbjörgu
og þeim verslunum sem kaupa það-
an, að sögn Óskars.
Hann segir að á morgun verði
komið nýtt verð_sem fari eftir inn-
kaupum í dag og hann bjóst við að
það verði hærra.
Hæsta verð á ýsu á Jaskmörkuð-
um síðan um jól hefur verið á bilinu
90 til 156 krónur og meðalverð 80
til 143 krónur kílóið. í gær var
hæsta verð um 130 krónur. Óskar
Guðmundsson segir að hæsta mark-
aðsverð sé það sem fisksalar kaupa
á, þar sem þeir reyni ávallt að kaupa
besta fiskinn.
Morgunblaðið/Ingvar
Bifreið konunnar er ónýt eftir að hafa verið ekið á tvær bifreiðar og hús.
• •
Olvuð kona ók á bifreiðar og hús
ÖLVUÐ kona ók bifreið sinni á
tvær aðrar í Kópavogi á sunnu-
dag og endaði loks for sína með
þvi að aka út af í Elliðavogi.
Bifreið hennar er talin ónýt.
Konan ók á tvær kyrrstæðar
bifreiðar í Kópavogi klukkan
rúmlega 16 á sunnudag. Hún
ók rakleitt á brott og lýsti lög-
reglan í Kópavogi eftir henni.
Vart varð við hana aftur um
fimmtán mínútum síðar, en þá
ók hún fram af kanti við Elliða-
vog og stöðvaðist bifreið henn-
ar á húsi við Dugguvog. Hún
slapp án meiðsla.
Fjármálaráðherra um niðurfellingu á skuld Arnarflugs:
Tapað fé hvort sem er
Staða Arnarflugs rædd á hluthafafundi í kvöld
Ágæt færð
víðast
ÁGÆT færð var víðast um
land í gær en hins vegar var
vonskuveður og óráðlegt ta-
lið að vera á ferð á fjallveg-
Fært var um allt Norður- og
Austurland og allt vestur á
Snæfellsnes en Steingríms-
fjarðarheiði var aðeins fær
stórum bílum. Þá voru hálku-
blettir á Hellisheiði.
Hjá Vegagerð ríkisins feng-
ust þær upplýsingar í gær að
vegna vonskuveðurs væri óráð-
legt að vera á ferð á fjallvegum
og sömuleiðis í Hvalfirði og
Holtavörðuheiði.
„RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í mars í fyrra að stuðla að fjárhags-
legri endurskipulagningu Arnarflugs með því að fella niður 150
miHjónir kr. af skuld Arnarflugs við rikið eða breyta í víkjandi lán
enda má segja að þetta sé í reynd tapað fé hvort sem er,“ sagði
Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra þegar hann var spurður
um uppgjör á skuldum Arnarflugs við ríkið eftir sölu á þotunni sem
ríkið leysti til sín frá félaginu. Framkvæmdastjóri Arriarflugs segir
að skipting millilandaflugs á milli flugfélaganna samsvari mörg
hundruð milljóna króna ríkisstyrk til Flugleiða og að allt fé sem
lagt væri í Arnarflug brynni jafnóðum upp vegna þess að félagið
hefði ekki aðstöðu til að keppa á markaðnum.
Ólafur Ragnar sagði að niður- tíunda nákvæmlega hvernig þær
staða af viðræðum fulltrúa fjár- rúmlega 100 milljónir sem Arnar-
málaráðuneytis og Arnarf lugs lægi
ekki fyrir, en áætlaði að skuld fé-
lagsins við ríkið væri eitthvað yfir
200 milljónir kr., en eftir væri að
taka tillit til skuldaniðurfellingar-
innar í því dæmi. Sagði hann að
eftir væri að fá heimild Alþingis
fyrir niðurfellingu skulda Arnar-
flugs. Fyrst hefði þurft að selja
þotuna til að sjá hvað eftir stæði
og síðan að gera málið upp í heild.
Fjármálaráðherra sagðist ekki vilja
f lug skuldar ríkinu, fyrir utan rúm-
lega 100 milljóna króna skuldina
við Ríkisábyrgðarsjóð, skiptist. Það
væru ýmis opinber gjöld. Sagðist
hann alltaf hafa reiknað með því
að Arnarflug greiddi opinber gjöld
félagsins.
Segir einokun Flugleiða
jafiigilda mörgum milljónum
Kristinn Sigtryggsson, fram-
kvæmdastjóri Arnarflugs hf., segir
að á hluthafafundi sem stjórn fé-
lagsins hefur boðað til í kvöld yrði
fjallað um stöðu félagsins, sam-
skiptin við fjármálaráðuneytið að
undanfömu og þau skilyrði sem
félaginu væri gert að búa við. Sagði
hann að sú einokun sem aðalkeppi-
nautur félagsins, þ.e. Flugleiðir,
hefði í flugi til og frá landinu væri
jafngildi mörg hundruð milljóna
króna ríkisstyrk, kannski 400-500
milljónum á ári. Þar að auki væru
þeir undanþegnir eldsneytisskatti í
flugi yfir Norður-Atlantshafið og
þar með á leiðinni á milli íslands
og Lúxemborgar, en Amarflug
ætti í mestri samkeppni við þá á
þeirri leið. Flugleiðir gætu með
þeim ríkisstyrk, sem gæti verið 50
milljónir kr. á ári, haldið verðinu á
fargjöldum á þessari leið mun lægri
en til þeirra borga sem þeir hefðu
minni samkeppni. Þá nefndi hann
einnig afgreiðslugjöld í Flugstöðinni
Vestmannaeyjar:
Fjölmenni á þrettándagleði
Vestmannaeyjum.
MIKIÐ fjölnienni tók þátt í þrettándagleði í Vestmannaeyjum á
laugardagskvöld. Hátíðahöldiri fóru vel fram og urðu engin óhöpp
eða slys.
Knattspyrnufélagið Týr sér um
hátíðarhöldin á þrettándanum í
Eyjum. Hátíðin hefst með flug-
eldasýningu af Hánni þar sem
nafn Týs er mótað með logandi
kyndlum. Jólasveinar tendra síðan
blys sín og ganga niður af fjallinu
meðan fram fer mikil flugeldasýn-
ing.
Síðan er gengið fylktu liði í
fylgd Grýlu, Leppalúða, trölla og
ýmissa furðuskepna að íþróttavell-
inum, þar sem kveikt er í bál-
kesti. Þar bætast í hópinn enn
fleiri furðuskepnur, púkar og ál-
far. Á íþróttavellinum er stiginn
dans og hafa jólasveinar og annað
hyski í nógu að snúast við að
heilsa upp á börn og fullorðna sem
fylgjast með.
Frá íþróttaveliinum er gengið
fylktu liði um bæinn uns jólasvein-
arnir drepa í blysum sínum og
halda til fjalla ásamt fylgdarliði
sínu. í göngunni um bæinn er
komið við á dvalarheimili aldraðra
og sjúkrahúsinu til að heilsa upp
á þá er þar dvelja.
Veðurblíða ríkti í Eyjum á þrett-
ándanum og er talið að á þriðja
þúsund manns hafi tekið þátt í
hátíðahöldunum.
Grímur
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Grýla og Leppalúði heilsa uppá
börnin
á Keflavíkurflugvelli, þar sem Árn-
arf lugi væri gert að greiða Flugleiif^-
um 40-50 milljónir kr. á ári.
„Það hefur ýmislegt verið gert
til að bæta fjárhagslega stöðu Arn-
arf lugs, meðal annars mokað fé inn
í félagið. En það er allt brennt upp
jafnóðum vegna þess að félagið
hefur ekki aðstöðu til að keppa á
markaðnum," sagði Kristinn. Hann
sagði að of mikið væri fuliyrt að
félagið yrði að fá fram breytingar
á svæðaskiptingunni til að geta
starfað áfram, en ef hún næðist
ekki fram yrði félagið að leysa
málin sjálft á annan hátt. Ýmsir
möguleikar í skoðun í því sambandi.
Kristinn sagði að á fundinum í
kvöld yrði velt upp ýmsum áleitnum
spurningum um tilvist ArnarflugS’T'
„Er hún nauðsynleg? Myndi vera
hægt að bjóða f lug til og frá landinu
á 18.300 krónur án hennar? Er
æskilegt að hér eigi sér stað hringa-
myndun í flutningastarfsemi, eins
og nú er að verða með eignarhlut
Eimskips í Flugleiðum, kaupum
Fiugleiða á stórum hluta ferðaskrif-
stofugeirans og áformum Eimskips
um hóteluppbyggingu? Þessir aðilar
eru að verða svo sterkir að eftir
3-4 ár verður spumingin um hver
eigi ísland raunhæf," sagði Krist-
inn.
Fulltrúar Aer Lingus
komnir hingað
Hér á landi eru nú fulltrúar írska
flugfélagsins Aer Lingus til við-
ræðna við Arnarflug sem skuldar
félaginu um 30 milljónir kr. vegna
viðhalds á f lugvélum. Kristinn sagði
að fulltrúar Aer Lingus kæmu
reglulega hingað til lands í þessum
erindagjörðum. Nú væru þeir sér-
staklega að athuga stöðu sína
vegna þess að ríkið er nú að selja
þotuna sem aðallega var í viðhaldi
há Aer Lingus. Kristinn sagði að _
Arnarflug skuldaði þessum við-
skiptaaðila ekki meira núna en oft
áður og hefði alltaf tekist að semja
við hann. Átti hann ekki von á öðru
• enþaðtækistnú. Hjáfjármálaráðu-
neytinu fengust þær upplýsingar
að fulltrúar Aer Lingus hefðu ekki
boðað komu sína í fjármálaráðuney-
tið, enda væri þarna um að ræða
viðskipti þeirra við Arnarflug en
ekki ríkið.