Morgunblaðið - 09.01.1990, Side 40
Hafskipsmálið:
Skýrsla
'Ragnars
lögð fram
SAKADÓMUR Reykjavíkur
varð í gær við ósk lögmanns
Ragnars Kjartanssonar, fyrrum
stjórnarformanns Hafskips, um
að skýrsla, sem Ragnar hefur
ritað um meðferð málsins hjá
lögreglu og ákæruvaidi, fengist
lögð íyrir dóminn.
Sakadómur og Hæstiréttur
höfðu áður synjað um framlagn-
ingu skýrslunnár. Dómurinn féllst
á að skýrslan yrði lögð fram nú,
þar sem allir ákærðu í málinu
hefðu fengið að tjá sig um ákæru.
Jónatan Þórmundsson, settur sak-
sóknari, mótmælti ósk Ragnars
en undi ákvörðun dómsins.
Sjá nánari frásögn á bls. 14.
Víðir fékk
53 tonn af
þorski á
einni nóttu
TOGARINN Víðir HF mok-
fiskaði í vitlausu veðri við Eldey
í fyrrinótt. Fékk togarinn 53
tonn af stórum þorski og ufsa
að sögn Jóns Friðjónssonar for-
stjóra Hvaleyrar hf. í Hafnar-
firði, sem gerir togarann út.
->► „Víðir ætlaði að fiska í siglingu
en hætti við vegna veðurs og afl-
inn verður seldur á fiskmarkaðin-
um í Hafnarfirði,“ sagði Jón Frið-
jónsson. Hann sagði að Víðir HF
væri búinn að landa um 140 tonn-
um frá áramótum og aflaverð-
mætið væri trúlega um 9 milljónir
Morgunblaðið/RAX
Allir Sandgerðisbátar voru bundnir við bryggju í gær.
Ofsaveður á landinu
MJÖG djúp lægð gekk yfir landið í gær og var sums staðar
fárviðri. Þegar Morgunblaðið hafði síðast fregnir eftir mið-
nætti hafði hvergi orðið alvarlegt tjón. í Vestmannaeyjum fúku
plötur af húsum og ýmislegt lauslegt fauk svo sem fískkassar.
Almannavarnir sendu frá sér viðvörun og báðu fólk að fara
varlega og huga jafnframt að eignum sínum.
Að sögn Magnúsar Jónssonar
veðurfræðings voru 8-12 vind-
stig af suðri í gærkvöldi. Spáð
var 11-12 vindstigum í éljum frá
Faxaflóa austur á Austfirði í
nótt og í dag er því spáð að
versta veðrið verði á Norðaustur-
og Austurlandi, 10-12 vindstig.
Lægðin sem veðrinu veldur er
932 millibör og er með dýpstu
lægðum sem hér hafa mælst.
Allt f lug fór úr skorðum í gær
og Vegagerðin varar fólk við að
leggja á fjallvegi í þessu veðri.
Skólahald féll víða niður og
skólayfirvöld í Reykjavík vildu
vekja athygli foreldra á þvLað
við slíkar kringumstæður er
heimilt að halda börnum heima
ef ekki er hægt að fylgja þeim
í skólann, jafnvel þótt skólahald
falli ekki niður.
Samningamenn ASÍ, VSÍ og VMS:
Spor í snjó
afhjúpuðu
gluggagægi
MAÐUR var handtekinn í fyrri-
nótt eftir að tilkynnt hafði verið
um afbrigðilega hegðun hans við
hús i Hlíðunum.
Skömmu fyrir klukkan 4 um
nóttina tilkynnti íbúi við Mávahlíð
lögreglunni um mann, sem lægi á
gægjum við glugga. Lögreglan kom
á.staðinn og fann manninn fljót-
lega. Þar sem nýlega hafði snjóað
og maðurinn verið einn á ferli á
þessum tíma nætur var auðvelt að
rekja slóð hans frá glugganum, að
gluggum í næstu húsum og loks
að bifreið, en í henni sat hann.
Lögreglan handtók manninn, sem
var fluttur í fangageymslur.
Vindur olli
óhöppum
TVÖ umferðaróhöpp í Reykjavík
í gær mátti rekja til hvassviðris.
Rútu hlekktist á i vindhviðum á
Höfðabakka og sendibill fór út
af Reykjanesbraut af sömu
ástæðu.
Rútunni var ekið norður Höfða-
bakka þegar óhappið varð. Þegar
vindurinn reif í bifreiðina kastaðist
hún til hliðar og lenti á kyrrstæðri
bifreið, sem hafði verið skilin eftir
utan vegar vegna bilunar. Um svip-
að leyti reif vindurinn í sendibíl á
Reykjanesbraut, við Blesugróf.
Sendibíllinn fór út af og lenti ofan
í gróf, sem skilur að akgreinarnar.
Engin slys urðu á fólki í þessum
óhöppum.
Ottast að kjaradeila sjómanna
sigli samningaviðræðum í strand
króna.
Þar af voru 55 tonn seld á fisk-
markaðinum í Hafnarfirði fyrir um
3,3 milljónir króna, eða rúmlega
60 króna meðalverð. Meðalverð
fyrir þorskinn var 99 krónur, karf-
ann 53 krónur og ufsann 51 króna.
„Víðir selur einnig tvo karfagáma
í Vestur-Þýskalandi eftir næstu
^elgi," sagði Jón.
Skipstjóri á Víði er Jón Arn-
bergsson.
SAMNINGAMENN Alþýðusambands íslands og vinnuveitenda hafa
áhyggjur af því að kröfúr sjómanna á Austfjörðum um hærra fiskverð
geti siglt þeim samningaviðræðum í strand, sem staðið hafa yfir undan-
farnar vikur, um kjarasamninga sem miðast við að halda verðbólgu
í skefjum svo sem kostur er. Telja aðilar ljóst að ekki verði samið við
sjómenn eða aðra hópa um meiri hækkanir en til handa landverkafólki
í ASI og er meðal annars á það bent að fiskverð hækkaði meira en laun
á síðasta ári. Leysa þurfi deiluna við sjómenn áður eða jafnhliða því
að samningar séu gerðir.
Aðilar funduðu seinnihluta gær- niður fjóra starfshópa, sem munu
dagsins og var þar ákveðið að setja hittast í dag, til að vinna að til-
Stjórn Sambandsins tók tilboði Landsbankans:
Þrír stjórnarmenn breyttu
afstöðu sinni milli fiinda
STJÓRN Sambandsins gekk að kauptilboði Landsbankans í hlutabréf
Sambandsins í Samvinnubanka á fúndi sínum á sunnudag. Fimm stjórn-
armenn samþykktu að selja bréfin en fjórir voru á móti og höfðu
þrír stjórnarmanna snúist á sveif með sölunni frá því á föstudag þeg-
ar stjórnarfúndur Sambandsins hófst. Auk þess samþykkti stjórnin að
selja hlut Sambandsins í íslenskum aðalverktökum.
Stjórn Sambandsins kom saman
til fundar á föstudag til að taka af-
'stöðu til kauptilboðs Landsbankans.
Fundinum var frestað til sunnudags
þegar ljóst var að tvísýnt var um
niðurstöðu.
Raddir v.oru í stjórninni um að
setja Sambandið frekar í greiðslu-
stöðvun en taka tilboði Landsbank-
ans. Ef hótun um greiðslustöðvun
eða jafnvel gjaldþrot kæmi fram,.
myndi ríkisstjórnin útvega Sam-
bandinu ríkisábyrgð á erlend lán
fyrirtækisins. En á laugardag sat 5
manna nefnd stjórnarmanna fund
með fulltrúum ríkisstjórnarinnar.
Þar kom fram, að óvíst væri hvort
meirihluti væri í ríkisstjórninni fyrir
ríkisábyrgð til Sambandsins og enn
meiri óvissa um afstöðu Alþingis.
Sjá nánar á miðopnu.
teknum verkefnum. Einn hópurinn I
kannar vaxtamálin og ræðir þau við
viðskiptabankana, annar ræðir
lífeyrismál, bæði hvað varðar sam-
spil lífeyrisgreiðslna og tekjutrygg-
ingar frá almannatryggingum, en
einn fundur hefur verið um þau efni
fneð heilbrigðisráðherra, og hvað
snertir lífeyrismálin almennt og
frumvarp um þau sem ekki hefur
verið lagt fram á Alþingi, þó það
hafi lengi verið tilbúið í fjármála-
ráðuneytinu. Þriðji starfshópurinn
fer yfir forsendur samninga og fyrir-
vara hvað þá varðar og sá fjórði
hefur félagsleg málefni á sinni
könnu, þ. á m. fyrirkomulag orlofs-
og jólauppbótar.
Framkvæmdastjórn Verkamanna-
sambandsins fundaði í gær og var
það niðurstaða fundarins að ekki
væri veijandi annað en reyna til
þrautar hvort samningar væru
mögulegir á þeim grunni sem rætt
hefur verið um. Fulltrúar frá sam-
bandinu fóru á fund sjávarútvegs-
ráðherra, sem fundaði með hags-
munaaðilum um fyrirkomulag á út:
flutningi á óunnum fiski, en VMSÍ
hefur sett fram kröfur um að þeim
útflutningi verði haldið í skefjum.
Halldór Ásgrímsson segist ekki
hafa haft nein afskipti af kjaradeilu
sjómanna fyrir austan, en hann sé
að kanna viðhorf hagsmunaaðila til
útflutnings á óunnum fiski. Fyrir
því sé áhugi en hann sé þeirrar skoð-
unar að draga eigi úr útflutningi í
aflasamdrætti og ótryggu atvinnu-
ástandi.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins eru uppi hugmyndir um
aukna stjórn og takmarkanir á út-
flutningi á ísuðum fiski. Þijár leiðir
eru taldar koma til greina, aukin
kvótaskerðing vegna útflutnings,
úthlutun svokallaðs útflutnings-
kvóta sem hlutfalls af aflakvóta
hvers skips sem sé framseljanlegur
og loks er rætt um uppboð á út-
flutningsleyfum. Bæði Kristján
Ragnarsson, formaður Landssam-
bands íslenskra útvegsmanna, og
Óskar Vigfússon, formaður Sjó-
mannasambands íslands, leggjast.
gegn þessum hugmyndum, en segja,
nauðsynlegt að koma betri stjórn á,
útflutning á ísuðum fiski.
Kristján Ragnarsson sagði enn-
fremur að hann teldi ákvörðun um
fiskverð og þá deilu sem nú stæði
yfir á Austfjörðum ekki á nokkurn
liátt tengjast kjarasamningum.
Samkvæmt lögum bæri við ákvörðun
fiskverðs að taka mið af markaðs-
verði á sjávarafurðum og afkomu
veiða og vinnslu. Þá benti hann á
að bæði sjómenn og útgerðarmenn
hefðu orðið fyrir umtalsverðri tekju-
skerðingu vegna aflaskerðingar og
hækkandi olíuverðs.
Sjá viðtöl á miðopnu.