Morgunblaðið - 25.01.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B
OTgimifyfaptö
STOFNAÐ 1913
20. tbl. 78. árg.
FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1990
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Mótmæli í Rúmeníu:
Ottast að kommúnist-
ar hrifsi til sín völdin
Búkarest. Reuter.
UM 2.000 rúmenskir námsmenn gengu í gær um götur Búkarest,
höfuðborgar Rúmeníu, til að mótmæla þeirri ákvörðun Þjóðarráðsins,
sem farið hefúr með völdin í landinu frá byltingunni um jólin, að bjóða
fram í kosningum 20. maí. „Burt með kommúnismann!" hrópuðu mót-
mælendurnir er þeir gengu að höfúðstöðvum Þjóðarráðsins. Hermenn
og lögregla héldu vörð um bygginguna og sjónarvottar sögðu að liðs-
auki hefði verið sendur á vettvang.
Reuter
Mótmælendur í Búkarest með borða þar sem Þjóðarráðið er sagt vera annað nafii á hinum hataða, gamla
kommúnistaflokki. Lögregla og herlið reyndu að hindra fólkið í að komast til aðalstöðva Þjóðarráðsins.
Mótmælendur héldu áfram að
flykkjast að höfuðstöðvunum, sem
eru við Sigurtorgið í Búkarest, er
leiðtogar þeirra áttu í hörðum orða-
skiptum við háttsetta herforingja í
gærkvöldi. „Þjóðarráðið hefur hrifs-
að til sín völdin af þjóðinni," sagði
einn mótmælendanna við fréttaritara
Reuters. Margir Rúmenar óttast að
kommúnistar hafi náð yfirhendinni
í Þjóðarráðinu, en því hafa leiðtogar
þess vísað á bug.
Mótmælendumir voru einnig æva-
reiðir yfir því að leiðtogar Þjóðar-
ráðsins skyldu ekki standa við loforð
sín um að ráðið yrði leyst upp eftir
fyrstu fijálsu kosningamar í landinu
í rúma fjóra áratugi. „Niður með
laumukomma!“, „Þjóðarráðið er það
sama og Kommúnistaf lokkurinn“ og
„Kosningar án Þjóðarráðsins" mátti
meðal annars lesa á mótmælaspjöld-
unum.
Þrír af fimmtán helstu flokkum,
sem komu fram eftir byltinguna í
maí, kröfðust þess í gærkvöldi að
Þjóðarráðið léti af völdum vegna
framboðsáformanna. Þess í stað yrði
mynduð bráðabirgðastjórn fulltrúa
úr öllum stjómmálahreyfingum
landsins, sem færi með völdin fram
að kosningunum 20. maí.
Sjá einnig: „Leiðtogarnir eru
enn kommúnistar ...“ á bls. 24.
Sovétherinn sökkvir skipum uppreisnarmanna í Bakú:
Allsherjarverkfall lamar
athafiialíf í Azerbajdzhan
Moskvu, Jerevan, Washington. Reuter, dpa.
SOVÉSKIR skriðdrekar, stórskotalið og herskip skutu í gær á þyrp-
ingu kaupskipa á vegum uppreisnarmanna í Bakú, höfúðborg
Azerbajdzlians, og segja talsmenn Þjóðfylkingar Azera að nokkrum
skipum hafi verið sökkt. Azerar höfðu lokað höfiiinni með skipum
sínum, að sögn til að hindra meinta flutninga á líkum óbreyttra borg-
ara frá borginni eftir innrás Sovéthersins.
Fréttir af atburðum í landinu er
afar óljósar enda fá erlendir frétta-
menn ekki ferðaleyfi þangað. Emb-
Vanstilltur
sendiherra
Róm. Reuter.
SENDIHERRAR eru yfirleitt
hinir siðprúðustu menn en það
á þó ekki við um ítalska sendi-
herrann í Brussel. I bréfi til
Belgíumanns nokkurs hótar
sendiherrann m.a. að sparka
í afturendann á viðtakandan-
um.
Giovanni Saragat sendi bréfið
til Guys Paquays sem hafði ver-
ið á ferðalagi á Ítalíu og kvart-
aði yfir því að ættland sendi-
herrans væri hið mesta þjófa-
bæli. Saragat svaraði með því
að kalla Paquay „lyddu, lygara
og þöngulhaus" og ráðlagði hon-
um að leita sér hjálpar hjá sálu-
sorgara eða sálfræðingi. „Og
svona í kveðjuskyni vildi ég
óska, að ég gæti beitt fætinum
á sama hátt og einhver landa
minna gerir vonandi bráðlega,"
segir Saragat í bréfinu, sem
birt var í ítölskum dagblöðum,
við lítinn fögnuð ítalskra yfir-
valda.
ættismenn Moskvustjórnar segja að
99 manns hafi þegar fallið í átökun-
um í Bakú undanfarna daga, Azerar
nefna mun hærri tölur. Allsheijar-
verkfall ríkir enn í Bakú, blöð koma
ekki út í mótmælaskyni við ritskoðun
heryfirvalda og _ verkföll eru sögð
víðar í landinu. Óljóst er hvort leið-
togar þjóðernissinna Azera láta
verða af hótunum sínum um stríð
„til síðasta blóðdropa" gegn herliði
Moskvustjórnarinnar ef það hafi sig
ekki á brott. Málgagn Sovétstjórnar-
innar, Ízvestíja, hafði eftir hernað-
arsérfræðingum að „skæruliðastríð"
geisaði í Azerbajdzhan.
„Áður en árásin hófst var blásið
reglulega í blístrur skipanna einu
sinni á klukkustund," sagði skáldið
Yusif Samed-Ogly, sem er félagi í
Þjóðfylkingunni og fylgdist með at-
burðum við höfnina. „Þá var byijað
að skjóta á þau frá hafnarbakkanum
með fallbyssum, sprengjuvörpum og
þungum vélbyssum; þeir skutu líka
frá herskipum sem voru lokuð inni
í höfninni. Nú heyrist ekkert." Að
sögn Samed-Oglys, sem áður var
félagi í kommúnistaf lokknum, hefur
helmingur 200 þúsund félaga í
flokknum sagt sig úr honum eftir
innrás sovéska hersins í Bakú.
í fyrrinótt réðust sovéskir her-
menn og vopnaðir KGB-liðar inn í
höfuðstöðvar Þjóðfylkingarinnar í
Bakú, skáru í sundur simaþræði og
gerðu upptækar ritvélar og skjöl auk
þess sem nokkrir af leiðtogum fylk-
ingarinnar voru handteknir. Sovésk-
ir fréttamenn segja að Þjóðfylkingin
hafi í reynd tekið völdin af kommún-
istaflokknum í Azerbajdzhan. For-
maður fylkingarinnar, Abulfaz
Alíjev, hefur ekki verið handtekinn.
Friðarviðræður < milli Azera og
Armena fóru út um þúfur í gær er
fulltrúar Azera frá ' héraðinu
Nakítsjevan gengu af fundi. Ekki
virðist þó hafa komið til verulegra
bardaga milli þjóðanna; TASS sagði
einn mann hafa fallið í landamæra-
skærum. Sovéskir fjölmiðlar segja
að Armenar safni enn vopnum. Arm-
enska útvarpið sagði að ástandið í
héraðinu Nagorno-Karabak í Az-
erbajdzhan, sem byggt er Armenum,
væri „eins og í púðurtunnu".
Gennadíj Gerasímov, talsmaður
sovéska utanríkisráðuneytisins,
sagði aðspurður í gær á fundi með
erlendum fréttamönnum að völd
Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga
væru ekki í neinni hættu. Enginn
annar leiðtogi væri í augsýn og eng-
inn hefði bent á aðrar leiðir en Gorb-
atsjov. George Bush Bandaríkjafor-
seti segist vona að Gorbatsjov takist
að vinna bug á aðsteðjandi erfiðleik-
um.
Japanirí
hópgeimvelda
Japanir eru nú
óðum að færa
út kvíarnar í
geimrann-
sóknum og
freista þess að
vinna upp for-
skot annarra
þjóða á því
sviði. Fyrstu
tunglflaug
Japana var
skotið á loft í
gærmorgun.
Áformað er að
hún komist á
braut um
tunglið 18.
mars nk. og er
tilgangur leið-
angursins að
rannsaka
Reuter þyngdarkraft
tunglsins. Ennþá eru fjárveiting-
ar Japana til geimrannsókna
aðeins um tíundi hluti þess sem
Bandaríkjamenn veita til sömu
mála. Á myndinni sést flaugin
í flugtaki._______
Samskipti Kína og Bandaríkjanna rædd á Bandaríkjaþingi:
Bush á í vök að verjast
Washington. Reuter.
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi með yfirgnæf-
andi meirihluta að vísa á bug neitunarvaldi George Bush Bandaríkja-
forseta sem hann beitti gegn lagafrumvarpi um landvistarleyfi
kínverska stúdenta. Báðar þingdeildir þurfa að samþykkja frnmvarpið
að nýju með 2A hlutum atkvæða til þess að það verði að lögum. Talið
er liklegt að öldungadeildin fylgi í fótspor fulltrúadeildarinnar er hún
greiðir atkvæði í dag þótt munurinn verði e.t.v. minni. Fari svo er litið
á það sem mikið áfall fyrir þá stefnu Bush að hafa góð samskipti við
kínversk stjórnvöld, þrátt fyrir blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar
á síðasta ári.
Frumvarpið, sem þingið sam-
þykkti í nóvember síðastliðnum,
heimilar kínverskum námsmönnum
sem óttast ofsóknir heima fyrir að
vera áfram í Bandaríkjunum eftir
að dvalarleyfi þeirra rennur út. Bush
beitti neitunarvaldi gegn frumvarp-
inu á þeirri forsendu að það þjónaði
þeim tilgangi einum að einangra
kínversk stjórnvöld enn meir en nú
er, hindra lýðræðisumbætur í Kína
og valda því að stjórnvöld tækju
fyrir stúdentaskipti.
Á fundi með fréttamönnum í gær
sagði Bush að lög um þetta efni
gætu haft alvarlegar pólitískar af-
leiðingar og væru auk þess óþörf
því reglugerð sem sett hefði verið
kæmi að sömu notum. Sagði hann
að ýmis vandamál í Asíu, eins og
t.d. í Kambódíu, krefðust þess að
sambúðin yrði bætt við Kína.
Demókratar á þingi hafa sakað
Bush um að sýna kínverskum stjóm-
völdum linkind og vitna m.a. til
leynilegrar sendiferðar Brents
Scowcrofts, þjóðaröryggisráðgjafa
forsetans, til Kína sl. sumar. Demó-
kratar segja að lögin þjóni ekki bara
því markmiði að vernda kínverska
námsmenn í Bandaríkjunum heldur
einnig að láta í ljósi andúð á kúgun-
arstjórninni í Kína.