Morgunblaðið - 25.01.1990, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1990
Formköku-„trifli“
Hvað er í
Heimilishorn
Bergljót Ingólfsdóttir
Spurningin hér að ofan, beint
að matmóður, já, eða foður, heyr-
ist áreiðanlega enn frá þeim yngri
á heimilinu. Hér áður og fyrr borð-
uðu menn súpur og grauta í eftir-
rétt dags daglega. Líkast til hefur
sá siður lagst af síðari árin vegna
breyttra matarvenja o.fl.
Avextir hafa áreiðanlega komið
í staðinn sem eftirmatur ásamt
öllum þeim góða tilbúna mjólkur-
mat sem völ er á.
En á sunnudögum hafa áreið-
anlega margir eftirrétt svo ekki
sé minnst á þegar meira er haft
við.
Ábætisréttirnir, sem uppskrift-
ir eru hér af, eru tilvaldir til
sunnudags„brúks“ eða þegar örl-
ítið meira á að hafa við.
Kanilperur
6 nýjar perur (helst harðar í sér)
1 lítri saft,
1 heill kanill,
4 sítrónusneiðar.
Perurnar afhýddar og soðnar
heilar í saftinni í ca. 45 mín.,
kanill og sítróna soðin með. Það
þarf að snúa perunum á meðan á
suðu stendur og gott að gera það
með tveimur skeiðum. Þegar per-
umar eru soðnar eru þær teknar
upp og látið síga vel af þeim, sett-
ar í skálar. Saftlögurinn er látinn
sjóða niður svo verði eins og þunnt
síróp, og svo hellt yfir perarnar,
látið kólna. Þeyttur ijómi borinn
með. Ætlað fyrir sex.
Bóndastúlka með blæju
500 g epli,
2 msk. sykur,
3 msk. vatn.
eftirmat?
Bóndastúlka með blæju.
Eplin afhýdd, skorin í bita og
soðin í vatni með sykri þar til þau
era meyr.
3 dl tvíbökumylsna,
3 msk. sykur,
2 msk. smjör,
'A tsk. kanill,
2 ’/z dl ijómi.
Tvíbökur, sykur og smjör sett
á pönnu og látið brúnast, kanil
stráð yfir, hreyft við með sleif á
meðan, látið kólna. Rjóminn er
þeyttur og svo sett í lög í skál
(stóra eða eins skammta) tvíbök-
ur, epli og ijómi. Þarf að setja
þetta saman rétt áður en neytt
er. Ætlað fyrir fjóra.
Formköku-„trifli“
4-6 formkökusneiðar
(sandkaka eða jóla-
kaka)
1 dl appelsínusafi,
1 dl sulta,
vanillukrem,
1 fl. ijómi.
Kökusneiðarnar
skornar í bita, app-
elsínusafa hellt yfir
og látið blotna vel.
Hægt er að búa til
vanillukrem eða not-
ast við tilbúið duft í
sósu eða búðing,
magn að vild.
Svo er sett í lög í
skál, kaka, sulta og
vanillukrem. Efst er
settur þeyttur ijómi.
Ætlað fyrir fjóra.
Kanilperur
Afmæliskveðja:
Sveinbjörg S. Asmunds-
dóttir á Fljótum
Sveinbjörg Sigríður Ásmunds-
dóttir á Fljótum er níræð í dag,
fædd að Ytri-Lyngum í Meðallandi
25. janúar aldamótaárið 1900.
Foreldrar _ hennar voru bóndinn
og skáldið Ásmundur, á Lyngum,
Jónsson, f. á Efri-Steinsmýri 20.
ágúst 1864, dáinn í Reykjavík, 24.
nóvember 1942 og kona hans, Vil-
borg Jónsdóttir, f. 15. febrúar 1863,
d. 5. ágúst 1903.
Foreldrar Ásmundar voru hjónin,
Jón Ásmundsson, f. 1841 á Efri-
Steinsmýri, d. 1923 í Ytri-Lyngum
(Lyngum), og fyrri kona hans,
Steinunn, f. 1839, d. 1875, Jóns-
dóttir í Heiðarseli, en hann var son-
ur Jóns hreppstjóra í Hlíð í Skaft-
ártungu og konu hans, Ragnhildar
Gísladóttur frá Geirlandi.
Steinunn var orðlögð fyrir gáfur
og glæsileika, móðir hennar var
Ólöf dóttir Ragnhildar Oddsdóttur
frá Seglbúðum og Sveins, f. 1775,
í Heiðarseli, sonar Steingríms Hall-
dórssonar á Hnappavöllum og Óla-
far Þorvarðardóttur, er síðar átti
Mála-Davíð Jónsson.
Jón var mikill að vallarsýn og
bar sig vel, rammur að afli, hátt-
prúður og snyrtimenni mikið. Hann
var hagorður, gáfumaður og smiður
góður.
Jón var sonur Ásmundar, f. 1813
Jónssonar á Efri-Steinsmýri og
konu hans, Guðrúnar Sveinsdóttur,
f. 1815, systur Ólafar Sveinsdóttur
í Heiðarseli.
Þær voru systur sr. Odds Sveins-
sonar á Rafnseyri og Agnesar á
Núpum, en sonur hennar var Páll
Þorsteinsson, faðir Dagnýjar konu
Gísla Helgasonar í Skógargerði.
8. október 1891 kvæntist Ás-
mundur Vilborgu dóttur Jóns Ein-
arssonar á Grímsstöðum Vigfússon-
ar og seinni konu hans, Guðlaugar,
skáldkonu, Guðmundsdóttur, f.
1827, d. 1902.
Ásmundur var bláeygður og
bjartur yfirlitum, gáfaður og skáld
gott og á yngri árum vann hann
mikið að félagsmálum í sveitinni.
Þau Ásmundur og Vilborg áttu
9 mannvænleg börn, sem öll voru
vel greind og hagmælt, eins og þau
áttu kyn til.
Sveinbjörg fór heldur ekki á mis
við þessa náðargáfu ættarinnar,
greindina og skáldagáfuna.
Hún er velgreind kona, hög til
munns og handa og ég efa ekki,
að hefði hún haft aðstæður til að
helga skáldgyðjunni krafta sína
sæti hún innarlega á skáldabekkn-
um.
Þegar Vilborg, móðir Sveinbjarg-
ar, féll frá fyrir aldur fram, tóku
Sveinbjörgu hin valinkunnu sæmd-
arhjón Sigríður Sveinsdóttir, f.
1871, d. 1952, og Ásbjörn Jónsson,
f. 1871, d. 1922, á Syðri-Fljótum
og ólu hana upp sem sitt einka-
barn, en þau hjón voru barnlaus.
Fljótahjónin voru orðlögð fyrir
gestrisni, manngæsku, og hjálp-
semi, því að þau voru alltaf reiðubú-
in að rétta hjálparhönd, þegar neyð-
in kallaði að.
Þrátt fyrir rausnarlegar gjafir
og hjálpsemi við fólk, voru Fljóta-
hjónin alltaf velstæð, það var eins
og blessun Guðs fylgdi hverri gjöf.
Það er haft eftir erlendum sjó-
manni, sem naut aðhlynningar
Sigríðar á Fljótum, að hann hafi
ekki aðra svipfallegri konu litið.
Og það mun ekki ofmælt því að
það má komast svo að orði að hlýj-
an, manngæskan og samúðin með
öllu, sem bágt átti, myndaði geisla-
baug um höfuð hennar, hún var
öðlingur af Guðs náð. Þessi kona
ól Sveinbjörgu upp og mótaði.
Það var í mars 1935 að 4 menn
frá framandi þjóð knúðu dyra á
Fljótum. Þeir voru illa til reika,
kaldir og blautir, hungraðir og að-
framkomnir af þreytu, og skömmu
seinna bættist 5. maðurinn við, sem
fannst þar hjálparvana í grenndinni.
Þessir menn voru af franska
fiskiskipinu Lieutenant Boyau, sem
hafði strandað á Slýjafjöru 11.
mars 1935, en vegna dimmviðris
og þoku höfðu menn ekki veitt
strandinu athygli.
Svo óheppilega vildi til að skipið
festist á flaki erlends togara, sem
hafði strandað þar um aldamótin.
Skipið sat þar fast í brimgarðin-
um, sjóar gengu yfir það og skip-
brotsmenn hröktust er þeir freist-
uðu að komast í land og nokkrir
drukknuðu.
Eyjólfur Eyjólfsson hreppstjóri á
Hnausum brá skjótt við og reið á
fjöru að leita strandsins.
Það er tvennt ógleymanlegt frá
þessum degi, í fyrsta lagi að koma
að melakollinum á Slýjafjöru, þar
Hróplegt óréttlæti í fhig
samgöngnm Islendinga
eftir Óðin Helga
Uggvænleg tíðindi frá hæstvirt-
um samgönguráðherra i sjónvarps-
viðtali fyrir nokkru, þar sem hann
gefur í skyn að engra breytinga sé
að vænta í bráð á núverandi flug-
málastefnu stjórnvalda, er ástæða
þess að ég sting nú niður penna
og opinbera hug minn um þessi mál.
Undanfarin ár hefur almenning-
ur verið illa upplýstur um raun-
verulega einokun (!stóra bróður" í
flugrekstrinum á íslandi. Það er
kominn tími til að þjóðin fái að vita
hið sanna í málinu og sporni við
þessu misrétti.
Ríkisvaldið hefur þá stefnu að
vernda stóra flugfélagið með ýms-
um fyrirgreiðslum, vegur þar
þyngst hin svokallaða svæðisskipt-
ing sem útleggst með undarlegum
einkaleyfisveitingum til handa
Flugleiðum, til stærstu markaðs-
svæða heimsins, Bretlands, Skand-
inavíu og Ameríku. Á þessum leið-
um er „litli bróður“ algjörlega bann-
að að fljúga, ætti helst að hafa
hægt um sig heima fyrir og fijúga
á Gjögur — og ef hann er stilltur
þá nokkrar ferðir til Vestmanna-
eyja. Til að undirstrika svæðaskipt-
inguna og fullkomna misréttið í
f lugmálum, þá fær Iitli bróðir enga
vernd við fjárfreka uppbyggingu
sinna markaðssvæða á meginlandi
Evrópu, heldur virðist risinn fá
ótakmörkuð leyfi til að planta sér
allt í kringum þessa áætlunarstaði.
Á þessum svæðum á megin-
landinu er hin eina raunverulega
samkeppni íslensku flugfélaganna.
Heilbrigð samkeppni er það sem
ríkir, eða réttara sagt á að ríkja í
nútímaþjóðfélögum. En þessi stefna
stjórnvalda er hróplega óréttlát, þar
sem litli bróðir fær hvergi að koma
nærri markaðssvæðum Flugleiða.
Orð geta vart lýst tilfinningu
minni gagnvart þessari „apart-
heid“-stefnu stjórnvalda og bendi
ég því á angistarsvip fígúrunnar í
útfærslu meistara Errós á hinni
frægu mynd „Ópinu“ eftir Edvard
Munch.
Þessi stefna er í raun skerðing
á mannréttindum íslendinga. Þessi
flugmálastefna stjórnvalda hindrar
eðlilega og réttláta samkeppni, rýr-
ir í raun fjárhag almennings í
landinu, sem lýsir sér í óeðlilegum
fargjöldum. Hún skerðir afkomu og
hagkvæmni í rekstri þeirra fyrir-
tækja sem standa að flugi og ferða-
málum, svo ekki sé minnst á hið
nauðsynlega aðhald sem eðlileg
samkepppni veitir.
Hvað þýðir breytt flugmála-
stefna stjórnvalda?
Ef heilbrigð samkeppni væri hér
í flugi líkt og hjá nútímaþjóðum,
þá ættum við von á eftirfarandi
staðreyndum:
— Lægri fargjöld.
— Betri þjónusta (jafnt á landi
sem í lofti).
— Fjölgun ferðamanna (til og frá
landi).
— Nákvæmar tímaáætlanir.
— Oflugra markaðsstarf, jafnvel
samvinna milli flugfélaganna á er-
lendum mörkuðum.
— Meiri hagkvæmni í rekstri.
— Auknar tekjur til flugfélag-
anna og þeirra fyrirtækja er þjón-
usta ferðamenn.
— Engir ríkisstyrkir.
— Nauðsynleg reynsla og upp-
bygging f lugfélaganna til að takast
á við stökkbreytingu í flugsam-
göngum 1992.
Þessi hagkvæmni sýnir augljós-
lega að _ samkeppni í f lugsam-
göngum Islendinga er nauðsynleg
báðum flugfélögunum þegar til
lengri tíma er litið.
Við höfum viðurkenndar hlið-
stæður frá írlandi þar sem stjórn-
völd breyttu flugmálastefnu sinni
til aukins fijálsræðis. Þó að risinn
í írska fluginu, Aer Lingus, hafi
barist hart á móti þessum breyting-
um þá viðurkenna þeir nú að þetta
hafi verið rétt ákvörðun, því rekstr-
arafkoma allra aðila óx verulega
með aukinni samkeppni.
Eftirtektarverð andstæða við
þetta er að á árunum 1973-’82,
þegar aðeins eitt flugfélag var
starfandi á Islandi, þ.e. eftir að
Flugfélag íslands og Loftleiðir sam-
einuðust ríkti hér í 10 ár algjör
stöðnun á fjölda ferðamanna til
Islands. En eftir að Arnarflug hóf
rekstur 1983 hefur fjöldi erlendra
ferðamanna til íslands farið stig-
vaxandi eða nánast tvöfaldast frá
árinu 1982.
Mótrök þeirra aðila sem aðhyllast
núverandi „apartheid“-stefnu
stjórnvalda í flugmálum eru vægast
sagt orðin þreytt. Reynt hefur verið
að heilaþvo Islendinga með því að
erlend samkeppni veiti íslensku
flugfélögunum nægilegt aðhald.
Þetta er alrangt, því markaðshlut-
deild erlendu félaganna er aðeins
2-3%. Þó þessi hlutdeild væri meiri
þá er það ekki forsvaranlegt.
Staðreyndin er nefnilega sú að
við Islendingar höfum nú möguleika
að byggja upp eina stærstuatvinnu-