Morgunblaðið - 25.01.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1990
9
Langar þig
að ávaxta
peningana þína
í verðbréfum?
.Margíf eru ragir vjð að fara út á verðhréfamarkað'
inn í fyrsta skipti. Þejr halda að verðbréfamarkaðui'
jnn sé eingöngu fyrii jíá, senr eru nieð haar upphæð-
ir eða hát sem ætla að avaxta peningana sína til
lengri tíma.
Svona hugsuðu margir fyrir nokkrum árum þegar
verðbréfamarkaðurinn var tiltölulega óþróaður og
verðbréfasjóðirnir ekki komnir til sögunnar.
í dag horfir málið öðru vísi við. Með tilkomu Ein-
inga- og Skammtímabréfanna er hægt að kaupa
verðbréf íý;rir nánast hvaða upphæð sem er og tá
hámarksávöxtun með mun minni áhættu en áður.
Spariféð þarf ekki að birida, því Eininga- og
Skammtimabréfin eru að jafnaði laus til útborgunar
hvenær sem er.
Vextir og verðbætur leggjast daglega við höfuðstól
Eininga- og Skammtímabréfa en ekki tvisvar á ári
eins og víðast hvar í bankakerfinu. Sölugengi bréf-
anna er birt a.m.k. tvisvar í viku í dagblöðum og
þar með getur hver og einn fylgst náið með dag-
legri hækkun á sparifénu sínu.
Ráðgjafar okkar veita allar upplýsingar um verð-
bréfamarkaðinn í síma 68 90 80.
Sölugengi verðbréfa 25. janúar 1990:
EININGABRÉF 1 4.609
EININGABRÉF 2 2.534
EININGABRÉF 3 3.032
LÍFEYRISBRÉF 2.317
SKAMMTÍMABRÉF 1.573
KAUPÞING HF
Löggilt verdbréfafyrirtœki,
Kringlunni 5, 103 Reykjavík,
sími 91-689080
Thkmarkalaus
hræsni
Seren Krarup segist
hafa nuddað augirn í van-
trú er hann sá og heyrði
Elias Bredsdorff, sem var
flokksbundinn kommún-
isti fram yfir strið og
varið hefur hermdarverk
Stalíns, Maós, Kastrós og
Ceausescus, heimta með
þjósti að rúmenski sendi-
ráðsritarinn lýsti fúll-
kominni andstöðu við
Ceausescu. Hann hefði
Uppgjör í austri - og
vestri
Danski presturinn Seren Krarup hefur
lengi gagnrýnt menntamenn á vinstri-
vængnum fyrir að skríða fyrir einræðisöfl-
um ef þau gæti þéss eins að kenna sig
við sósíalisma og marxisma. í dagblaðinu
Jyllands-Posten lýsir hann fyrir skömmu
hugleiðingum sínum er hann horfði á
sjónvarpið þar sem sýnt var frá mótmæl-
um við rúmenska sendiráðið í Kaup-
mannahöfn, daginn eftirfall Ceausescus.
Fremstir í flokki voru nokkrir af forystu-
mönnum og menningarvitum Sósíalíska
þjóðarflokksins. Að sögn Krarups, átti
flokkurinn til skamms tíma margvísleg
og vinsamleg samskipti við Ceausescu
og hirðmenn hans.
haldið að þrátt fyrir allt
væru einhver takmörk
fyrir hræsninni og ’
lyginni. Það sé óhugnan-
legt og hlægilegt í senn
að sjá þessa hugmynda-
firæðilegu kommissara
marxismans þjóta fram
og aftur í skelfingu sinni,
leitandi að enn einni
lyginni, enn einni blekk-
ingaherferðinni til að
breiða yfir sporin, án
þess að viðurkenna eigin
mistök.
Imii á gafli hjá
fjölmiðlum
Krarup bendir á að
virt forlög, þ. á m. Gyld-
endal, séu ávallt reiðubú-
in þegar Bredsdorff og
hans nótar vifji hressa
upp á kenningar stalín-
ista frá fjórða áratugnum
og liylla ritverk stofú-
komma þessara ára.
Danska ríkisútvarpið og
fréttastofe sjónvarpsins
fái gjaman Bredsdorff til
að láta ljós sitt skina þeg-
ar þörf sé talin á að
kynna landslýð hina einu,
sönnu „framsæknu"
skoðun. Krarup segir að
nú, þegar alþýðan hafi
risið upp gegn kommún-
istum í Austur-Evrópu,
einbeiti vinstriforkólfiu' í
lýðræðisríkjunum sér að
þvi að spinna nýjan lyga-
vef til að leyna því að
þeir hafi sjálfir verið
meðsekir. Þeir hafi sjálf-
ir tekið undir hugmynda-
firæðilega vandlætmgu
Ceausescus yfir „aftur-
haldsöflunum", þ.e.
kristnu og þjóðræknu
fólki, sem tali um frelsi
og ábyrgð en ekki „fé-
lagslega samkennd".
Með vinsamlegum og
„skilningsríkum" lýsing-
um á erfiðleikum í
kommúnistaríkjunum,
gagnkvæmum heimsókn-
um og öðrum vinahótum
hafi vestrænir menning-
arvitar reynt að treysta
lögmæti kommúnista-
stjómaima í hugum al-
mennings í Iýðræðisríkj-
unum. Eiginlega hafi
meðreiðarsveinunum
fúndist að margir „aftur-
haldsseggir", þ.e. andófs-
menn, ættu ekkert betra
skilið en hnakkaskot.
„Það sem er að gerast
í Austur-Evrópu er upp-
reisn gegn þeirri hug-
myndafræði sem ríkir í
miklum hluta hins vest-
ræna heims ... Það er
uppgjör við þá tegund
húmanisma og sósialisma
sem með kerfisbundnum
hætti svívirðir einstakl-
inginn og tekur hann af
lifi þegar viðkomandi er
„í veginum". Þetta er al-
þýðleg uppreisn gegn
hugmyndafræðilegri
nomaveiði sem andstæð-
ingar kristíndómsins í
röðum vestrænna
menntamanna hafii
stundað í tvær aldir og
hefúr komið skýrast í ljós
þegar firamin hafa verið
þjóðarmorð í nafni ein-
hverrar hugmyndafræð-
innar.“
Uppgjör í
austri - hvað
með vestrið?
Kramp segir að nú
verði að krefjast þess að
sams konar uppgjör og í
Austur-Evrópu fari fram
á Vesturlöndum. And-
stæðingurinn sé hinn
sami á báðum vígstöðv-
um - á Vesturlöndum
hafi harðstjóramir lúns
vegar ekki þurft að gripa
til þess að nota leynilög-
reglu og slátra fólki í
orðsins fyllstu merkingu.
Þar ráði þeir, a.m.k. í
Danmörku, iögiun og lof-
um þjá rikisútvarpi, dag-
blöðum og í útgáfiistarf-
semi. Þessi andstæðingur
lýðræðisins sýni ávallt á
þeim vettvangi, eins og í
Austur-Evrópu, fyrirlitn-
ingu sína á fólkinu. Hann
vi\ji umbylta „aftur-
haldssamri heimsmynd"
þess og sfjóma og sam-
ræma afstöðu þess og
atferli.
„Það gætí verið upp-
hafið að byrja að segja
sannleikann. Vaclav Hav-
el og Aleksander Solzh-
enítsyn hafa einmitt bar-
ist gegn lyginni, jafiit í
rití, ræðu sem hugarfari
og það er með þvi að
segja sannleikann, hvað
sem hann kostar, hversu
sárbeittur sem hann
kann að vera, að hægt
er að losna undan þessari
áþján. Það er nefnilega
ekki í sjálfú sér óaf-
máaidegur blettur á
heiðri manns að hann
hafi verið kommúnistí.
Arthur Koestler var einn
af þeim. En sá sem neitar
að horfast í augu við sjálf-
an sig, heldur áfram að
sveipa sig skikkju hræsni
og yfirdrepsskapar, fels-
ar allar viðmiðanir og
gerir allt siðgæði útlægt
úr huga sér; slíkur maður
gerir sig sekan um óaf-
sakanlegt framferði og
hann er ekki hægt að
virða,“ segir Krarup.
TOYOTA
NOTAÐIR BÍLAR
44144 - 44733
TOYOTA
NÝBÝLAVEGI 6-8, KÓPAVOGI, S.:91 44144
TOYOTá LAHDCRUISER '00
Grór. Sjölfskiptur. 5 dyra. Ekinn 40 þús/km. Verð
kr. 2,7 millj. 100% driflæsing, rofmagn í rúðum,
centrol.
CHEVROLET BLASER 2800Í ’85
Silfur. Sjólfskiptur. 3jo dyro. Ekinn 93 þús/km.
Verð kr. 1,1 millj. Álfelgur, rofmogn i rúðum,
central.
TOYOTA LANDCRUISER II ’87
Silfurgrór. 5 gíra. 3ja dyra. Ekinn 80 þús/km.
Verð kr. 1.450 þús. Dieselbill. Rafmagn í rúðum,
centrol læsingor. Aukamælor.
TOYOTA LANDCRUISER II ’85
Silfurgrðr. 5 gíro. 3jo dyra. Ekinn 93 þús/km.
Verð kr. 1 millj. Bensínbíll.
T0Y0TA HI-LUX ’89
Rauður. 5 gíra. 2ja dyra. Ekinn 14 þús/km.
Verð kr. 1.490 þús. Mjög gott eintak.
TOYOTA CAMRY XL ’87
Blðr. 5 gíra. 4ro dyro. Ekinn 44 þús/km.
Verð kr. 820 þús.