Morgunblaðið - 25.01.1990, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.01.1990, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1990 45 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Þorramaturinn kominn á borðið og allir tilbúnir að fá sér bita. Sumir tóku það fijstum tökum að rífa harðfiskinn. YNGSTA KYNSLÓÐIN Þorramatur og þjóðlegur fróðleikur Selfossi. Leikskólabömin á Selfossi heil- suðu þorranum með þorra blóti á sjálfan þorradagsmorgun- inn og voru fyrst bæjarbúa til að blóta þorra. í kaffitímanum á leik- skólanum Ásheimum var ekta þorramatur á borðum sem krakk- amir kunnu vel að meta. Flestir fengu sér hangikjöt og harðfisk en sumir brögðuðu á öll- um tegundum, jafnvel hákarli, en nokkrir slíkir bitar voru í þorra- bakkanum með viðeigandi angan. Þegar sumir smökkuðu á bragð- sterkari tegundunum komu fram ýmis konar svipbrigði. Þessari máltíð var svo fylgt eftir með þjóð- legfum fróðleik um þorrann. — Sig. Jóns. Þessi kunnu vel að meta þorramatinn. ERFIÐLEIKAR Bakker vill að eiginkon- an bíði sín í klaustri Svikahrappurinn og sjónvarpsprédikarinn frægi Jim Bakker, sem sitja mun á bak við lás og slá næstu áratugina, virðist ala einhveija drauma með sér að öðlast frelsið á ný í náinni framtíð, því hann hefur óskað eftir því við eiginkonu sína, Tammy Fay Bakker, að hún gangi í klaustur á meðan hann afplánar. Hún sé svo blóðheit og ör að hann treysti því ekki að hún verði sér trú ella. Þessa ósk bar Bakker upp við konu sína er hún heimsótti hann í steininn fyrir nokkru. Bónin kom flatt upp á hana, sem aftók með öllu að verða við henni. Bakker brást illa við svarinu og grét allt þar til að Tammy Fay friðaði hann með því að lofa að hugsa málið. Fjárhagur hjónanna er bágur, en Tammy Fay reynir þó að halda lífsstílnum sem þau hjón vöndu sig á, m.a. annars með því að selja notaðan fatnað. Hefur Tammy Fay selt ókjör af fötum og skóm, en gengur illa að koma varningnum út, því viðskiptavinirnir virð- ast hafa óbeit á því sem kemur úr klæðaskáp hennar. Jim Bakker á leið í steininn. H JÚ SKAPARVANDI Tom Cruise og Mimi Rogers farga hjónabandinu Tom Cruise og Mimi Rogers meðan allt lék í lyndi. Heppinn í spil um, óhepp inn í ástum, segir máltækið og virkar það öfugt ef því er að skipta. Undir þetta mun stór- stirnið Tom Cru- ise taka af heil- um hug, því hjónabandi hans og leikkonunnar Mimi Rogers er að ljúka um þessar mundir. Talsverð gnístran tanna mun fylgja þess- um skilnaði, því þau hjónakornin hafa aldrei farið leynt með ást sína hvort á öðru. Cruise þurfti bókstaf lega að velja milli framans eða hjónabandsins, því hann er nú svo eftirsóttur í stóru hlutverkin, að hvert verkefnið rekur annað og sum slík að það tekur feiknalega á leikarann, eins og til dæmis síðasta hlutverkið í kvik- myndinni „On the fourth of july“, þar sem Cruise leikur síðhærðan andlega niðurbrotinn og líkamlega ' tættan hermann úr Víetnamstríð- inu. Fyrir vikið er ekkert pláss fyr- ir fjölskyldulíf, ekkert einkalíf. Mimi Rogers er falleg og reynd leik- kona, síðasta stórhlutverk hennar var á móti Tom Berenger í mynd- inni „Someone to watch over me“, fyrir tveimur árum, en eftir það hefur hún hægt ferðina, m.a. hjóna- bandinu til heilla að hún vonaði. Sögusmettur hafa talið hjóna- bandið brothætt frá upphafi þar sem aldursmunur er talsverður á þeim Tom og Mimi, hann er 27 ára en hún fertug. Smetturnar hafa einnig velt sér upp úr hatrömmum rifrildum síðustu mánuði og eitt slíkt mun hafa endað með því að hún löðrungaði hann og hann heils- aði þá á móti að sjómanna sið. Varpaði hún þá karli sínum á dyr, en daginn eftir var honum hleypt inn aftur með heilt dúsín dúsína af rauðum rósum. í nýlegu viðtali lét Tom hafa eftir sér að hann elsk- aði konu sína út af lífinu, aldur skipti engu máli og öll hjón rifust, annað væri óeðlilegt. Auk þess væri hún stéttarsystir hans og því væri skilningurinn enn meiri. Og til hvers væri líka velgengni ef það væri ekki hægt að deila henni með þeim sem maður elskar? Svo mörg voru þau orð, en niðurstaðan varð eigi að síður skilnaður. Nýtt námskeið INNHVERF ÍHUGUN er huglæg þroskaaðferð, sem allir geta lært. Iðkun hennar vinnur gegn streitu og stuðlar að heilbrigði og ánægju í daglegu lífi. Nýtt námskeið hefst með kynningarfyrirlestri í kvöldr fimmtudag, á Laugavegi 18a (4. hæð) kl. 20.30. Aögangur ókeypis. Upplýsingar í síma 16662. íslenska íhugunarfélagið. Maharishi Mahcsh Yogi GEÐHJÁLP - FYRIRLESTUR Fyrirlestur verður haldinn fimmtudaginn 25. janúar. Efni: Lyfjanotkun - ofnotkun Fyrirlesari: Guðjón Magnússon, aðstoðarlandlæknir. Fyrirlesturinn verður haldinn í kennslustofu A, 3. hæð Geðdeildar Landspítalans. Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir. Martyn Knipe golfkennari hefur opnað golfskóla í Skeifunni 11B. Sími 689085. Opið: Mánud.-föstud. kl. 12-14 og 16-23 Laugardaga kl. 10-17 Sunnudaga kl. 12-16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.