Morgunblaðið - 25.01.1990, Blaðsíða 33
.MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1990
33
Flugmálaumræða á uppleið
eftir Arnþór
Bjarnason
Arnarf lug innanlands hefur sinnt
átta afskekkum byggðarlögum í
reglubundnu áætlunarflugi í mörg
ár. Farþegafjöldinn hefur verið eitt-
hvað innan við 20 þúsund á 'ari. Á
meðan hafa farþegar tíu áætlunar-
staða hjá Flugleiðum verið í kring-
um 250 þúsund. Þessi háa hlutdeild
Arnarflugsmanna hefur greinilega
vakið athygli Flugleiðamanna.
Þessvegna drifu dótturfyrirtæki
þess félags í því, sl. haust, að sækja
sameiginlega um alla staðina sem
Arnarflug innanlands hafði haft.
Næst gerðist það svo, að uppvíst
varð um ráðabrugg Arnarflugs-
manna, sem fólst í því að sækja
um að fá að taka þátt í f lutningum
til þriggja flugvalla sem allir áttu
að vita að Flugleiðir ættu einkarétt
á.
Eitthvað hefur samgönguráð-
herrann misskilið hlutina, því hann
leyfði Arnarflugi ekki aðeins að
halda gömlu áætlunarstöðunum
sínum, heldur bætti um betur og
leyfði þeim að höggva strandhögg
í einkaflutningum Flugleiða í Vest-
mannaeyjum.
Það væri þess vegna ekki nema
eðlilegt að sumir starfsmanna Flug-
leiða fylltust heilagri reiði, fyrir
hönd húsbænda sinna, yfir óréttlæt-
inu sem í þessari nýju flugmála-
stefnu fólst. Nokkrir þeirra hafa léð
réttlætinu lið að undanförnu með
blaðaskrifum.
Rauði þráðurinn í þessum skrif-
um hefur verið sá, að minna lands-
menn á öryggið og öryggismálin
hjá Flugleiðum, og gefa svo huggu-
lega í skyn um öryggið annars stað-
ar. Fyrirmyndin er líklegast sótt til
stórra flugfélaga úti í heimi, sem
vönd eru að virðingu sinni. Enda
alþekkt að heiðvirð flugfélög noti
öryggismál sín og annarra til eigin
upphafningar.
Einn þessara fórnfúsu blaða-
krossfara heitir Rúnar Guðbjarts-
son og er f lugstjóri hjá Flugleiðum.
Flugstjórinn ritaði lærða grein um
flugmál í Morgunblaðið, 9. þ.m.,
sem vert er að vekja athygli á. Hér
verða aðeins fáir þættir þessarar
gagnmerku greinar gerðir að um-
talsefni vegna plássleysis.
í greininni kemst Rúnar flug-
stjóri m.a. svona hnyttilega að orði:
„I 39 ár hefur ekki skrámast far-
þegi í innanlandsflugi Flugleiða, og
er það engin tilviljun þrátt fyrir oft
og tíðum afleita flugvelli og flug-
skilyrði, sem eru oft með því versta
sem ég hef kynnst" (tilvitnun lýk-
ur).
Það var orðið löngu tímabært að
einhver benti á þetta. Fólk hefði
annars getað farið að halda að f lug-
menn félagsins flygju á heppninni
einni saman vegna þess hve tíðinda-
laust hefur verið í fluginu að und-
anförnu.
Annars staðar í greininni hittir
flugstjórinn naglann á höfuðið þeg-
ar hann leiðir rök að því, að flug-
menn fjárvana flugfélaga séu e.t.v.
ekki eins vel starfi sínu vaxnir og
aðrir, út af áhyggjum af daglegum
rekstri og því hvort endar nái sam-
an eða ekki, fjárhagslega séð. Flug-
menn slíkra flugfélaga búa nefni-
lega ekki við áhyggjuleysi verndaðs
umhverfis.
Þetta er þörf ábending og göfug.
Nú geta allir séð hvaða flugmenn
eru eftirbátar hverra. Og eins er
það víst að það sé barasta fyrir til-
viljanir einar að flugmenn Arnar-
flugs hafa, enn sem komið er, ekki
„skrámað" farþega sína, innanlands
eða utan.
Nú þyrfti bara Flugmálastjóm
að staðfesta kenningar f lugstjórans
með því að gefa út faglegan saman-
burð, t.d. á óhappatíðni hjá Flug-
leiðum og Arnarflugi.
Rúnar flugstjóri minnist líka á
ágæti þjálfunarmála hjá Flugleið-
um. Edna ekki útilokað að örfáar
ástæður séu til að vekja sérstaka
athygli á því að flugmenn hjá fé-
lagi hans séu þjálfaðir. Síðan rekur
hann veg flugmanna Flugleiða til
metorða. Fyrst byiji menn að æfa
sig í innanlandsf luginu sem aðstoð-
arflugmenn. Svo eftir smátíma þá
fari þeir, sem aðstoðarflugmenn í
millilandaflugið. Aftur niður í inn-
anlandsflugið, og núna allir sem
reyndir flugstjórar. Þegar þeir eru
svo búnir að æfa sig í nokkur ár,
þá enda þeir allir í flugstjórasætum
millilandaþotnanna. Þetta ku vera
Arnþór Bjarnason
„Nú þyrfti bara Flug-
málastjórn að staðfesta
kenningar flugstjórans
með því að gefa út fag-
legan samanburð, t.d. á
óhappatíðni hjá Flug-
leiðum og Arnarflugi.“
mjög sniðugt fyrirkomulag, og í
þágu jafnræðis. Svona fá flugmenn
líka dýrmæta reynslu í blindflugi
og einstæðum lendingum úr mis-
munandi gerðum flugmannastóla.
Að vísu sé þessi máti dýr í fram-
kvæmd, en eigi fullan rétt á sér,
þar sem ekki sé um annað en pen-
inga að ræða, að sögn hins hreykna
flugstjóra.
Það er á hreinu, að flugfarþegar
telja ekki eftir sér að borga, með
bros á vör, þann litla aukakostnað
sem stólaskiptin kosta. Bæði vegna
öryggisins og líka til þess að flug-
mönnum þurfi ekki að leiðast lengi
á sama stað. Enda, eins og flug-
stjórinn segir réttilega í þessari
ágætu grein, og allir vita að er
hárrétt: „Þjóðin hefur fengið frá
Flugleiðum mikið fyrir lítið“ (tilvitn-
un lýkur).
Fáum hefði hingað til dottið í
hug, að óreyndu, að reyndir flug-
menn væru öruggari en óreyndir.
En svona er það nú samt eftir því
sem Rúnar segir frá í einni setn-
ingu. „Að öðru jöfnu þá á reyndur
flugmaður að hafa meira öryggi
en óreyndur og er samsetning f lug-
manna Flugleiða innanlands mjög
góð hvað þessu viðvíkur" (tilvitnun
lýkur).
Hann er málefnalegur þessi f lug-
stjóri. Enda var kominn tími til að
fá vitræna umræðu um flugmálin.
Astæða er því til þess að hvetja
Rúnar Guðbjartsson, flugstjóra, til
að halda ótrauður áfram á sömu
braut, enda segir hann sjálfur að
hann eigi eitt og annað til viðbótar
í handraðanum til frekari fróðleiks.
Það yrði greinilega fengur að slíku.
Höfundur er lögreglumaður.
Úr mynd Bíóhallarinnar „Johnny
myndarlegi“.
Bíóhöllin:
„Johnny
myndarlegi“
BÍÓHÖLLIN hefur tekið til sýn-
inga kvikmyndina „Johnny mynd-
arlegi“. I aðalhlutverkum eru
Mickey Rourke og Ellen Barkin.
Leikstjóri er Walter Hill.
Johnny Sedley kemur úr skugga-
hverfi New Orleans. Hann hefur
hlotið viðurnefnið „Johnny myndar-
Iegi“ vegna þess að höfuðlag hans
er mjög óeðlilegt. Hann er í slæmum
félagsskap með Mikey, Rafe og
Sunny sem eru hin mestu illmenni.
Með þeim rænir hann meðal annars
verslun sem selur fágæta mynt.
Skötuhjúin Rafe og Sunny drepa
Mikey og særa Johnny með
hnífsstungum og hverfa síðan á
brott með fenginn. Johnny lifir hins
vegar af tilræðið og gerð er á honum
lýtaaðgerð svo hann verður óþekkj-
anlegur á eftir. Hann fær einnig
nýtt nafn og fær vinnu við stóra
skipasmíðastöð. En honum er efst í
huga að koma fram hefndum við
fyrrverandi félaga sína og lokkar
þau í gildru.
Brids
Arnór Ragnarsson
Sveit Brynjólfs Gestssonar
Suðurlandsmeistari
Suðurlandsmótið í sveitakeppni fór
fram á Flúðum um síðustu helgi. Þrett-
án sveitir tóku þátt í mótinu og voru
spilaðir 10 spila leikir. Þegar upp var
staðið, varð sveit Brynjólfs Gestssonar
efst að stigum, hlaut 236 stig, en með
Brynjólfi spila í sveitinni þeir Sigfús
Þórðarson, Guðjón Einarsson og Run-
ólfur Jónsson. Næstu sveitir urðu:
sv. Sigfinns Snorras. 232 Sv. Gests 1337
sv. Gunnars Þórðars. 228 Sv. Ragnar Snj. 1263
sv. Gylfa Gíslas. 226 Sv. Valdemars 1249
sv. Kristjáns Gunnarss. 219 Hæsta skor í 3. umferð:
sv. Steinbergs Ríkharðss. 217 Guðþrandur — Gunnar P./
Árni — JónS. 519
Bridsfélag Gestur — Árni/
Hornafjarðar Magnús — Skeggi 490
Garðeyjarmótinu, sem var þriggja Sigurpáll — Hlynur/
kvölda hraðsveitakeppni, lauk með sigri Sigurður — Gunnar 469
Guðbrandar Sigfússonar sem hlaut alls Jón G. — Kolbeinn/
1527 stig. JónG.-Jón N. 452
Lokastaðan: Auður — Gísli/
Sv. Guðbrandar 1527 Svava — Ingvar 436
Sv. Auðar 1406 Aðalsveitakeppni félagsins hófst 14.
Sv. Jóns Gunnars 1384 janúar.
ATVINNUHÚSNÆÐI Borgartun -verslunog lager Til léigu mjög vel staðsett verslunarhúsnæði í Borgartúni, Rvík. Stærð 330 fm. Lofthæð 4 metrar. Parket á gólfi. Afstúkuð skrifstofa. Salerni og kaffistofa. Gólfsíðir gluggar. Mal- bikuð bílastæði. 190 fm lagerhúsnæði, loft- hæð 260, getur fylgt. Upplýsingar í símum 10069 og 666832. [ ' ÞJÓNUSTA 1
Skrifstofuhúsnæði við Laugaveg Til leigu 140 fm á 4. hæð í skrifstofu- og verslunarhúsnæði með lyftu. Upplýsingar í sirha 36640 alla virka daga. 'WA/innréttingar, i “4t l\ Dugguvogi 23 - sími 35609 i Eldhúsinnréttingar/baðinnréttingar. Vönduð vinna, hægstætt verð. Leitið tilboða. »Nú kaupum við íslenskt, okkar vegna.
SHICi auglýsingar
¥ ÉIAGSLÍF
□ St:.St:. 59901257 VII 'v
□ HELGAFELL 59901257IV/V 2
I.O.O.F. 11 = 17125018'/j =
I.O.O.F. 5 = 17112508V2 =
N.K.O.
Aðventkirkjan
Ingólfsstræti 19
Föstudaginn 26. janúar kl. 20.00
flytur doktor Steinþór Þórðarson
erindi sem nefnist: Á GuS sór-
stakan söfnuö á meðal kirkju-
delldanna. Allir velkomnir.
Hjálpræðisherinn
Almenn samkoma I kvöld kl.
20.30. Ofursti John Bjartveit og
frú Björg tala. Kafteinn Daníel
stjórnar. Lúðrasveitin spilar.
Allir velkomnir.
Mulieismót verður haldiö laug-
ardaginn 27. janúar. Skoðun
hefst kl. 11.30. Start stundví-
slega kl. 12.00. Þátttaka tilkynn-
ist Braga Jónssyni í dag, 25. jan-
úar, í sima 687410 eða 77422.
Kær kveðja.
Skíðadeild Fram.
«lp
í kvöld kl. 20.30 er almenn sam-
koma I Þríbúöum, Hverfisgötu
42. Mikill almennur söngur. Vitn-
isburðir Samhjálparvina. Kórinn
tekur lagið. Ræðumaður verður
Sam Glad. Allir velkomnir.
Samhjálp.
\v
roqcica
AD KFUM
Fundur í kvöld kl. 20.30 á Amt-
mannsstíg 2b. Séra Frank M.
Halldórsson segir frá dvöl sinni
í Bandaríkjunum.
Seltjarnarneskirkja
Samkoma á vegum Seltjarnar-
neskirkju og Ungs fólks með
hlutverk í kvöld kl. 20.30.
Léttur söngur og fyrirbænir í
umsjá Þorvaldar Halldórssonar
og félaga. Allir velkomnir.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR11798 og 19533.
Þorrablót í Þórsmörk
2.-4. febrúar
Kynnist Mörkinni i vetrarbún-
ingi. Skipulagðar gönguferðir á
daginn. Þorrablót og kvöldvaka
á laugardagskvöldinu. Siðamað-
ur: Árni Björnsson. Fararstjórar:
Hilmar Þór Sigurðsson og Kristján
M. Baldursson. Afbragðs gisti-
aðstaða I Skagfjörðsskála,
Langadal. Verið með ( fyrstu
þorrablótsferðinni í Þórsmörk.
Pantiö strax. Farmiðar á skrifst.
Ferðafélag Islands.
Skipholti 50B, 2. hæð
Samkoma i kvöld kl. 20.30.
Allir velkomnir.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Sunnudagsferðir
28. janúar kl. 13
A. Verferð 1
Hraun - Grindavík - Staðar-
hverfi
Létt og fróðleg ganga á milli
gömlu hverfana; Þórkötlustaða
- Járngerðarstaða og Staðar-
hverfis. Staðkunnugur heima-
maður slæst í hópinn. Áð við
Bláa lónið á heimleið. Verð 1.000
kr., frítt f. börn m. fullorðnum.
Brottför frá Umferðarmiðstöð-
inni, austanmegin (í Hafnarfirði
v/kirkjug.).
B. Skíðaganga
á Hellisheiði
Nú er urrf'að gera að dusta ryk-
ið af gönguskíðunum og drífa
sig með. Hreyfing og útivera
með Ferðafélaginu er ein besta
heilsubótin. Verð 800 kr. Brott-
för frá Umferðarmiðstöðinni,
austanmegin. Allir með!
Ferðafélag (slands,
félag fyrir þig.