Morgunblaðið - 25.01.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.01.1990, Blaðsíða 35
sem 19 menn hjúfruðu sig hver að öðrum, kaldir og blautir, vonlausir og aðframkomnir, sumir berfættir og á nærklæðunum. Hitt voru móttökurnar á Fljótum, þessi innilega hlýja og móðurlega umhyggja, sem Fljótafólkið sýndi þessum umkomulausu, hjálparvana mönnum. Menn gera sér nú ekki grein fyr- ir afreksverkinu á Fljótum þetta kvöld, að taka á móti 24 mönnum, köldum og hröktum og sumum varla sjálfbjarga í litlu baðstofunni á Fljótum, það var afreksverk. Þetta kvöld var sómi íslands á Fljót- um. Hvar hefði hið íslenska heiðurs- merki sómt _sér betur á brjósti en hér? Sómi íslands er ekki alltaf klæddur í kjól og hvítt, heldur einn- ig í snáðföt hins nafnlausa alþýðu- manns. Hinn „nafnlausi" í augum „kjól- mannsins" vill oft gleymast enda varð sú raunin á, þegar menn voru heiðraðir í tilefni af þessu strandi, þá gleymdist Fljótaheimilið. Asbjörn og Sigríður fluttu að Syðri-Fljótum 1896, og voru fyrst í húsmennsku hjá Sigurði Sigurðs- syni, f. 1821 á Fljótum og dó þar 1901. Tóku þau Asbjörn við jörð- inni við lát hans. Sigurður var orðlagður smiður á járn, einkum voru ljáirnir hans orð- lagðir, þeir voru taldir ganga næst skosku Ijáunum. Á Fljótum var feijustaður, en heldur munu tekj- urnar hafa verið rýrar, ef nokkur hefur þá greitt feijutoll. En undantekning var þó, að sögn Eyjólfs Eyjólfssonar, sem kenndur hefur verið við Hnausa, næsta bæ við Fljóta, og kom þangað vinnu- maður laust fyrir aldamót. Og sag- an er þannig: Það var eina nýársnótt, að Sig- urður bóndi kom ekki inn, en ára- glamrið heyrðist alla nóttina. Þegar hann var inntur eftir næt- urverkunum kvaðst hann hafa verið að feija álfa, sem voru að flytja búferlum. Það beið hans alltaf íjölskylda með búslóð, þegar hann kom yfir vatnið og þannig leið nóttin að hann Óðinn Helgi „Ég skora á stjórnvöld og ráðamenn að beita sér fyrir breytingum á flugmálasteftiunni hið fyrsta, það mun efla bæði flugfélögin.“ grein landsins til frambúðar. At- vinnugrein án ríkisstyrkja, sem hef- ur meiri möguleika á að sækja inn á alþjóðlega markaði heldur en þeir inn á okkar. Það varð mér því mikið áhyggju- efni þegar samgönguráðherra lýsti því yfir fyrir skömmu að ekki væri hægt „að hrista fram úr erminni nýja flugmálastefnu". Þessi orð ráðherrans komu mér á óvart, því ég hélt að loksins væri kominn í þetta embætti sterkur aðili sem hefði áræði og þor til að takast á við mafíu einokunarinnar. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1990 35 var stöðugt að feija álfa fram og aftur yfir Eldvatnið. Nokkrum dögum seinna kom hann að Hnausum og var hann þá spurður með hveiju álfarnir hefðu borgað. „Borgunin kemur á útmánuð- um,“ var svarið, eftir stundar þögn bætti Eyjólfur við: „Það rak hval á Fljótafjöru." Ég vona að grænfriðungar fari ekki að setja viðskiptabann á álfana í Meðallandinu vegna þessa feiju- tolls. Sigurður faðir Sigurðar, sem álf- ana flutti, var einnig fæddur á Fljót- um og dó þar. Hann var sonur Sig- urðar Eiríkssonar frá Fossi á Síðu, bónda á Fljótum. Fljótabæirnir fór undir hraun í Skaftáreldum og voru Syðri-Fljótar í eyði til 1797, en þá endurbyggði Sigurður Eiríksson bæinn á syðri bakka hins nýja vatnsfalls, sem myndaðist eftir Skaftárelda, Eld- vatnsins. Lengi var feijustaður á Fljótum og var þar lengi í förum árabátur af strönduðu skipi. Um 1930 kom dragfeija á Eldvatnið og trébrú á vatnið hjá Fljótum á stríðsárunum, en þá rak mikið af timbri á fjörum- ar, um 1978 var ný brú byggð á Eldvatnið milli Hnausa og Fljóta og sú gamla rifin. Meðan feijan var á Fljótum var þar mjög gestkvæmt og öllum bor- inn beini, er að garði bar, sem var vel þeginn, því að oft var þröngt í búi á fyrstu árum aldarinnar. Sveinbjörg byijaði snemma að feija og vinna öll útistörf og var hún karlmanns ígildi að hveiju sem hún gekk. Þeir munu hafa verið færri karl- mennirnir, sem áttu nokkuð að gera í höndurnar á henni. Þótt Sveinbjörg ynni öll útiverkin var hún alltaf snyrtileg til farar, enda var hún ekki síður lagin við hin „fínni“ innistörf en útiverkin. 1936 tók Sveinbjörg við búinu af fóstru sinni og sama ár fluttist Steinunn, f. 1892, systir hennar að Fljótum, með uppeldisson sinn, Guðmund Erasmusson, f. 1925 í Háa-Kotey. Ráðherra gefur einnig í skyn að það sem torveldi þetta séu miklar hræringar í flugmálum heims- byggðarinnar innan fárra ára. Það er hárrétt hjá ráðherra að með ákvörðun Evrópubandalagsins verður líklega stökkbreyting í f lug- málum 1992, og einmitt þess vegna er ekki bara þörf, heldur nauðsyn að stjórnvöld setjist niður, taki á þessu máli og skapi nýja flugmála- stefnu sem þeir hafa haft mörg ár til að gera. Það er von mín að niður- staðan verði ekki sú sama og und- anfarin ár, eða eins og vinur vor Marteinn Mosdal gæti hafa sagt: . . .Ríkisflokkurinn hefur ákveðið að hér skuli ríkja aðeins eitt flugfé- lag, Ríkisleiðir (hvuuuusss, hwwuúuss), ein flugvél og einn ákvörðunarstaður, Albanía, og eng- in fallhlíf. Ekki er hægt að slá botninn í þetta nema minnast lítillega á hina ágætu samlíkingu flugrekstrarins við veiðikvóta. Andstæðingar rétt- lætisins virðast ekki skilja þessa einföldu dæmisögu nægilega vel og hinn afkastamikli blaðafulltrúi Flugleiða lætur hafa eftir sér þessa fyrirsögn í Morgunblaðinu 10. jan- úar: „Ut í hött að jafna fiugrekstr- inum við veiðikvóta." Á miðöldum hljómaði þetta áþekka: „ .. „-Út í hött að jafna jörðinni við knött." í sömu grein opinberar blaðafulltrú- inn að Flugleiðir séu undanþegnar eldsneytisskatti á u.þ.b. helmingi af allri eldsneytisþörf félagsins. .. .og ekki orð meira um þessi fríðindi sem aðeins eitt fyrirtæki á landinu virðist njóta. Ég skora á stjórnvöld og ráða- menn að beita sér fyrir breytingum á flugmálastefnunni hið fyrsta, það mun efla bæði flugfélögin og treysta grunninn að öflugri at- vinnugrein sem þjóðin getur ekki verið án. Við núverandi aðstæður verður ekki unað. Hötiindur er ríkisstarfsmaður og áhugamaður um réttlæti. Þær systur unnu saman í Fljótum meðan heilsan leyfði en seinustu ár ævi sinnar dvaldi Steinunn á Elliheimilinu Grund og andaðist þar. Steinunn var greind mann- kostakona. Nú býr Guðmundur, fóstursonur þeirra systra, rausnar- og myndar- búi á Fljótum og þar nýtur Svein- björg umhyggju hans og hlýju, en Guðmundur hefur reynst henni, sem góður sonur. Um leið og ég áma Sveinbjörgu heilla og hamingju á afmælisdaginn þakka ég „alla bitana og sopana" sem ég fékk á Fljótum í gamla daga og enn er gott að koma að Fljótum. Guð blessi þig á ókomnum tímum. Ingimundur Stefánsson HiaðlestrarnámskeiO Vilt þú margfalda lestrarhraða þinn? Vilt þú lesa meira af fagurbókmenntum? Vilt þú hafa betri tíma til að sinna áhugamáiunum? Vilt þú auðvelda þér námið með auknum lestrar- hraða og bættri námstækni? Svarir þú játandi, skaltu skrá þig á næsta hraðlestr- arnámskeið. Næsta námskeið, sem laust er á, hefst miðvikudaginn 7. febrúar nk. Skráning öll kvöld frá kl. 20-22 í síma 641091. HRADLESTRARSKQLINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.