Morgunblaðið - 25.01.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1990
39
Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída
O HONDA
VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900
en að þeir myndu ekki vilja búa á
hólmanum.
Á hinn bóginn eiga margir af
okkar ástkæru löndum erfitt með
að skilja það, hvers vegna amerísk-
ir Islendingar yfirgefa ekki þetta
barbarí hið allra fyrsta og koma
heim í faðm ættlandsins. Þeir telja,
margir hveijir, að menn verði fyrir
vondum áhrifum í Ameríku og að
þeir „breytist“ á einhvern hátt.
Sjálfur Nóbelsverðlaunahafinn
okkar, Halldór Kiljan Laxness,
drepur á þessa hluti í bók sinni _,,í
túninu heima“. Þar segir hann: „Eg
gat sagt dr. Thorlaksson á móti úr
mínu úngdæmi, að flestir „vesturís-
lendíngar" sem leituðu aftur til Is-
lands eftir leingri eða skemri bú-
setu í Amríku hefðu af tali sínu og
hugsunarhætti, háttum og útgángi
verið taldir geðbilaðir af almenníngi
heima. Af sjálfum mér er það að
segja að öll hugtök riðluðust í höfði
mér við nokkurra ára dvöl í USA
og má vel segja að ég hafi orðið
„vitlaus" þar — innan þeirra tak-
marka sem hægt er að verða vit-
laus án þess að vera geðbilaður.“
Svo mörg eru þau orð hjá þessum
vísa manni. Útlitið er sem sagt
ekki gott hjá okkur íslandsmönnum
í Vesturheimi. Ef við erum ekki nú
þegar orðnir geðbilaðir af veru okk-
ar hér, megum við búast við því
að verða snarvitlausir eftir heim-
komuna til íslands. En heim hljótum
við að fara, áður en við verðum of
gömul og lúin, þótt ekki sé til ann-
ars en að njóta góðs af hinum auknu
lífslíkum á Fróni. Eins og allir vita,
lifið þið fjórum og hálfu ári lengur
að meðaltali á Islandi heldur en
fólk hérna í henni Ameríku!
Höfimdur er ræðismaður íslands
í Suður-Flórída og
framkvæmdastjóri iy'á
fisksölufyrirtæki í Miami.
Að ílendast í Ameríku
Þeir eru anzi margir landarnir,
sem búsettir eru héma í henni
Ameríku. Mér er ekki kunnugt um,
að til séu nákvæmar tölur, en heyrt
hefi ég fleygt ágizkun upp á 5.000
sálir, sem komu í heiminn á okkar
ástkæra eylandi, en eru nú búsettir
hér vestra.
íslandsmenn hafa löngum leitað
vestur um haf. Við megum ekki
gleyma, hveijir uppgötvuðu Vínland
hið góða. Leifur heppni og kappar
hans flentust þar ekki, og eru marg-
ar getgátur um það, hvers vegna
þeir hafi ekki setzt að til frambúð-
ar. Þeim hefir líklega bara leiðzt,
enda ekki mikið við að vera.
Það liðu ein 800 ár þar til íslend-
ingar sneru aftur til Ameríku. Þá
tóku sig upp þúsundir landsmanna
og yfirgáfu ættland sitt, sem ekki
var mjög búsældarlegt á síðara
hluta 19. aldarinnar. Þetta fólk sett-
ist að í Kanada og norðurríkjum
Bandaríkjanna. Miklar deilur
spunnust út af þessum vesturferð-
um, og ætla ég ekki að blanda mér
í þær, enda hefir mikið verið um
málið ritað og rætt.
Alla tíð síðan hefir fólk frá Fróni
haldið áfram að f lytjast til Ameríku,
en auðvitað ekkert í svipuðum
mæli og á tímum vesturferðanna.
Eftir seinna heimsstríðið hefir samt
orðið fjölgun og liggja fyrir því
ýmsar ástæður. Efst á blaði eru
náttúrulega hin stórauknu tengsl,
stjórnmálaleg, viðskiptaleg og á
samgöngusviðinu. Við bætast svo
ýmsar aðrar persónulegar ástæður
fyrirþví, að fólk flyturtil Ameríku.
Ýmsir landar, sem hér hafa setzt
að, segjast hafa flutt sig um set
vegna þess, að þeim fannst
CMC kerii tyrir niöurhengd loft, er úr
galvaniseruöum mélmi og eldþoiió.
CMC kerfi er auövelt i uppsetningu
og mjóg aterkt.
CMC kertl *r ,est me& aiOlanlegum
upphengjum sem þola allt eö
50 kg þunga.
CMC kertl l«f' f mörgum geröum baaöi
sýnllegt og faliö og verölö er
ötrulega lígt
CMC kerfl er serstaklegö hannad Hringið eftir
fyrir loftpiotur frá Armstrong frekan upplýsingum
8> Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
_______Ármúla 29 - Reykavík - sími 38640
Verð frá 786.000,-stgr.
Fallegt
útlit og
frábærir eigin-
leikar prýða þennan
vinsæla bíl, sem fæst nú með
auknum búnaði.
Greiðsluskilmálar við allra hæfi, t.d. 25%
útborgun og mismunurinn lánaður í allt að 30
mánuði á bankakjörum. Við tökum góða notaða
bíla upp í nýja og lánum jafnvel mismuninn.
„þröngt“ um sig á íslandi og höftin
of mikil. Þeim líkaði ekki, að allir
væru sífellt að fylgjast með athöfn-
um þeirra. Margir hafa ílenzt hér
eftir nám, sér í lagi ef þeir hafa
fengið sér amerískan maka. Is-
lenzkum konum virðist ekki líka
eins vel í Ameríku og íslenzkum
eiginmönnum þeirra. Sumir telja,
að þær sakni þess mest, að geta
ekki hringt í mömmu á hveijum
morgni!
Stór hópur vesturfara eru konur,
sem gifzt hafa Ameríkönum. Hóf-
ust þeir flutningar strax í stríðinu
og halda enn áfram, þótt í smáum
stíl sé. Segja má, að þetta kvenfólk
hafi keypt sér miða í sérstöku
lífshappdrætti, því fjöldi þeirra virð-
19 9 0
Kannski sá besti
ist hafa haft litla hugmynd um,
hvað þær voru að leggja út í. Marg-
ar voru heppnar, en aðrar ekki.
Sumar skiluðu ser heim aftur,
reynslunni ríkari. íslendingar, sem
búsettir eru í Ameríku, eru oft
spurðir erfiðra spurninga, bæði hér
vestra og einnig heima á Fróni.
Amerískir vinir og kunningjar vilja
láta fullvissa sig um það, að
íslenzku innflytjendurnir hyggist
dvelja hér í guðs-eigin-landi um
aldur og ævi. Þeir eiga mjög bágt
með' að skilja, hvers vegna fólk
myndi vilja flytja aftur til íslands
eftir að hafa búið í Ameríku. Samt
hafa margir þessara Ameríkana
komið þangað. Þeir segja, að það
sé gaman að sækja landann heim,
Það er drjúgt og alltaf njer-
tækt þegar fjölskylduná
þyrstir. Blandið ykkur Egils,
ljúffengan og ódýran svala- .;
drykk!
að sjálfsögðu!
"■iTffity.