Morgunblaðið - 25.01.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1990
15
—i-
Niðjar sálmaskálds
Bókmenntir
Sigurjón Björnsson
Hallgrímur Pétursson og
Guðríður Símonardóttir.
Niðjatal með 1.400 myndum. Ari
Gíslason tók saman. I. bindi
XLVI + 463 bls; II. bindi 613 bls.
Bókaútgáfan Þjóðsaga.
Reykjavík 1989.
Þetta er líklega lengsta niðjatal
sem gefið hefur verið út á íslandi,'
því að þrettán liðir eru raktir frá
ættföðurnum. Hann var fæddur
1614 og ættmóðirin 1598. Mann-
flest er það þó ekki. Niðjar teljast
hér liðlega sjö þúsundir. En nokkuð
vantar þó á að öllu sé til skila
haldið. Líklegast hefði enginn veg-
ur verið að rekja alla niðja séra
Hallgríms og Guðríðar vegna
heimildaskorts ef svo hefði ekki
viljað til að fyrstu sex ættliðirnir
eru einstaklega fámennir. Aðeins
eitt bama þeirra, Eyjólfur, eignað-
ist afkomendur. Tvö af börnum
Eyjólfs, Magnús (líklega) og Guð-
rún, eignuðust niðja. Magnús Ey-
jólfsson fluttist ungur til útlanda
og kvæntist þar. Bókarhöfundi
tókst ekki að afla neinnar vitn-
eskju um afkvæmi hans. Þau eru
því ekki hér að finna, hvort heldur
þau urðu fá eða mörg. Allt niðjata-
lið er því í raun frá Guðrúnu sonar-
dóttur Hallgríms og Guðríðar. En
svo hæg^ gengur þessi ætt fram
að þegar kemur í sjötta lið frá
ættforeldrum er einungis frá fjórt-
án manns að rekja áfram. Höfund-
ur hefur af þeim sökum þann hátt
á, sem mjög er skynsamlegur, að
gera í formála fyrra bindis (bls.
IX) ættartöflu yfir sex fyrstu ætt-
liðina. Neðsta línan í töflunni er
sjötti liðurinn, þ.e. þeir fjórtán sem
urðu forfeður yngri ættliða. Nöfn
þessara fjórtán eru svo prentuð
hægra megin á hverri opnu, svo
að lesandi veit ávallt hvernig hann
getur rakið til Hallgríms og
Guðríðar.
Að loknum greinargóðum for-
mála hefur höfundur samið stutt
og prýðilega vel gert ágrip um ævi
Hallgríms Péturssonar og konu
hans. Þar fer á eftir erindi sem
Sigurbjörn Einarsson biskup flutti
um Guðríði Símonardóttur við af-
hjúpun á minnisvarða um Guðríði
í Vestmannaeyjum 17. júní 1985.
Þar eru í eitt skipti fyrir öll kveðn-
ar niður þjóðsögur um heiðingdóm,
geðvonsku og illt innræti þessarar
margumtöluðu kvenpersónu.
Næst á undan niðjatalinu eru
lítillega raktar framættir
Hallgríms og Guðríðar og greint
frá nánasta frændgarði þeirra.
Ari Gíslason
Síðan hefst sjálft niðjatalið, sem
er á tíunda hundrað blaðsíður með
miklum fjölda mynda. Bókinni lýk-
ur með mikilli skrá um nöfn niðja
og maka þeirra.
Um sjálft niðjatalið hef ég ekki
margt að segja, því að ég hef ekki
getað borið það saman við aðrar
heimildir. Sjálfsagt er eitthvað um
villur, annað er í raun óhugsandi
í jafn stóru verki. Uppsetning þess
er að flestu leyti prýðileg. Fylgt
er algengri merkingu, þ.e. ættliðir
eru merktir með tölustaf og systk-
inaröð innan hvers ættliðar með
bókstöfum. Nöfn niðja og föður-
nöfn eru feitletruð og hver ættliður
hefur tiltekna línulengd, sem er til
mikils hagræðis við lestur. Dálítið
ruglingslegt þykir mér þó að allar
upplýsingar um hjúskap, barns-
feður og -mæður niðja skuli ekki
vera á einum stað, þar sem viðkom-
andi er fyrst skráður. í svo löngu
niðjatali sem þessu verður stundum
langt á milli. Tiltekin línulengd, svo
og upplýsingar í svigum, kemur
þó líklega yfirleitt í veg fyrir mis-
skilning. Eitthvað er misjafnt
hversu nálægt nútímanum upplýs-
ingar um núlifandi fólk eru. Stund-
um virðast mér þær nokkuð gaml-
ar og því orðnar úreltar í sumum
tilvikum.
Allur ytri frágangur þessa
verks, hönnun, prentun og bók-
band, er mjög smekklegt og vel
gert. Bindin tvö eru í fallegri og
skreyttri öskju. Areiðanlega mun
margur vilja eiga þetta mikla ætt-
fræðiverk. Að baki því liggur ára-
tuga vinna og einstök elja sem ber
að þakka.
GLEÐILEGT
NÝITAR
Nú kveðjum við ár slöngunnar og hefjum nýtt
samkvæmt kínversku tímatali - ár hestsins.
Við byrjum hátíðina að kínverskum sið á litla gamlársdag
sem ber upp á föstudaginn 26. janúar. Við á Sjanghæ fögnum
nýja árinu og höldum jafnframt upp á 5 ára afmæli okkar,
og bjóðum af því tilefni sérstakan hátíðarmatseðil
á góðu verði út janúar.
FORRÉTTUR:
SHAO MAI - gufusoðnar rækjur í „Dumpling"
AÐALRÉTTUR:
MU HSU Pork - ofnsteikt svínakjöt
Nautakjöt - woksteikt í mildri sósu
Smokkfiskur - djúpsteiktur með Szehuang pipar
v Svínarif Wahsi
EFTIRRÉTTUR:
Kaffi eða kínverskur bjór
Verð: 1.290,- kr. á mann.
Sendum heim.
Laugavegí 28 b. Símí 16513.
« Á síðasta áratug sóttu 2 milljðnir íslendinga
“ íslenskar leiksýningar.
■ Á sama tíma sáu 2,6 milliönir íslendinga
_ íslenskar kvikmyndir.
íslensk kvikmyndagerð er sannarlega stærsta þjodleikhusid.