Morgunblaðið - 25.01.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.01.1990, Blaðsíða 20
20 MORGÚNBLAÐIÐ FIMMTUDÁGUR 25. JANÚAR 1990 Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda: Mjöl og lýsi flutt út fyrir um 5 milljarða FLUTT voru út 134 þúsund tonn af fisk- og loðnumjöli árið 1989 fyrir 4,32 milljarða króna og 51 þúsund tonn af búklýsi fyrir 740 milljónir króna, eða samtals 5,1 milljarð króna, sem er sama verð- mæti og árið 1988, reiknað á verðlagi hvors árs. A milli áranna hækkaði meðalgengi gjaldmiðla helstu viðskiptalanda hins vegar um 20 til rúmlega 30%. Arið 1988 voru flutt út um 172 þúsund tonn af mjöli, eða rúmlega 20% meira en 1989, og 87 þúsund tonn af lýsi, eða rúmlega 40% meira en árið 1989. Samkvæmt upplýsingum frá Fé- lagi íslenskra fiskmjölsframleið- enda voru framleidd 155 þúsund tonn af mjöli árið 1989, eða 28 þúsund tonnum minna en árið 1988, og 52 þúsund tonn af lýsi, eða 38 þúsund tonnum minna en 1988. Loðnuveiðar brugðust nær al- gjörlega á haustvertíðinni 1989. Þá var heildaraflinn einungis um 54 þúsund tonn en hann hefur verið 311 þúsund tonn næstu tvær haust- vertíðir á undan. Ef sá afli hefði náðst á síðastliðinni haustvertíð hefði verið hægt að framleiða 45 þúsund tonnum meira af mjöli og 35 þúsund tonnum meira af lýsi í fyrra. Söluverðmæti þeirrar fram- ieiðslu hefði verið á þriðja milljarð króna. Lýsisnýting loðnunnar er í hámarki á haustin, því þá er hún feitust. Hrun haustveiðanna hafði því meiri áhrif á framleiðslu lýsis en mjöls. Árið 1989 voru flutt út 134.349 tonn af fisk- og loðnumjöli, þar af 46.073 tonn til Bretlands, 32.380 tonn til Póllands, 20.083 tonn til Finnlands og 14.040 tonn til Svíþjóðar. Árið 1989 voru flutt út 51.133 tonn af búklýsi, þar af 27.143 tonn til Noregs, 15.824 tonn til Hollands, 3.135 tonn til Frakk- lands og 2.013 tonn til Bretlands. Ávörp voru flutt í matsal þjónustumiðstöðvarinnar, sem er hin glæsilegasta. Aflagrandi: Ný þjónustumiðstöð aldr- aðra í Vesturbæ opnuð Valdimar Auðunsson harmoníkuleikari látinn VALDIMAR J. Auðunsson bóndi á Grenstanga í Austur-Landeyjum lést í Sjúkrahúsi Selfoss aðfara- nótt 23. janúar, 75 ára að aldri. Valdimar var lengi leigubifreiðar- stjóri í Reykjavík og landskunnur harmoníkuleikari. Valdimar fæddist 11. desember 1914. Foreldrar hans voru Guðlaug Helga Hafiiðadóttir og Auðunn Ing- varsson bóndi og kaupmaður í Dalss- eli undir Vestur-Eyjafjöllum. Valdi- mar vann við búskapinn heima og fór um tvítugt á vertíðir, meðal ann- ars til Vestmannaeyja og Keflavíkur. Hann f luttist til Reykjavíkur og gerði þar út og ók leigubílum. Hann var einn af stofnendum Borgarbílastöðv- arinnar og ók síðar á Bæjarleiðum. Árið 1964 keypti hann land úr Miðey í Austur-Landeyjum og byggði nýbýlið Grenstanga. Stundaði hann búskap þar til æviloka, með kindur og hesta. Hann var með hesta öll árin í Reykjavík. Valdimar var landskunnur harm- oníkuleikari. Hann byijaði að leika á harmoníku sem unglingur og lék á dansleikjum og skemmtunum í Reykjavík, á Suðurlandi og víðar fram á efri ár. Þá samdi hann fjölda laga, meðal annars mörg verðláuna- lög. Hann tók virkan hátt í félagslífi Valdimar J. Auðunsson harmoníkuunnenda, stofnaði félag harmoníkuunnenda í Rangárvalla- sýslu og var heiðraður fyrir störf á þeim vettvangi. Eftirlifandi eiginkona Valdimars er Þuríður Ingjaldsdóttir úr Reykjavík. Þau eignuðust átta börn. Þjónustumiðstöð aldraðra að Aflagranda 40 var opnuð í gær við hátíðlega athöfn en henni er ætlað að sinna þörfum aldraða borgara í Vesturbæ, sunnan Hringbrautar. Þjónusturýmið er 980 fermetrar að stærð auk 90 fermetra kjallara fyrir tækni- rými. Heildarkostnaður við bygg- inguna með búnaði og lóð er 109 milljónir króna. Miðstöðin er sam- byggð íbúðum Samtaka aldraðra við Aflagranda. í borginni eru nú starfræktar sjö þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða. í ávarpi Davíðs Oddsonar borgar- stjóra við opnunina í gær kom fram að framkvæmdir eru að heíjast við byggingu 15 húsa fyrir aldraða við Skúlagötu og Vitatorg þar sem gert er ráð fyrir 100 íbúðum. Borgarstjóri sagði að markmiðið með byggingu þjónustumiðstöðva væri að gera öldruðum kleift að dveljast sem lengst heima hjá sér. í þjónustumiðstöðinni að Afla- granda er matsalur, eldhús, setu- stofa, föndursalur og hreyfisalur auk aðstöðu fyrir ýmiss konar þjónustu. Má þar nefna hársnyrtingu og fótsn- yrtingu auk fullkomins sjúkrabaðs. Þar verður jafnframt starfrækt fjöl- breytt félags- og tómstundastarf. Þá verður þar rekin heimaþjón- usta sem fólgin er í heimilishjálp af ýmsu tagi og hverskyns ráðgjöf og aðstoð sem hefur það markmið að aldraðir geti búið sem lengst á eigin heimili. Sérstakur þjónustuhópur, Jón Baldvin Hannibalsson: Ættum að hafa 6-7 ráðuneyti Vill sameina sveitarfélög í stórum stíl JÓN Baldvin Hannibalsson for- maður Alþýðuflokksins sagði á íundi Birtingar á þriðjudags- kvöld að hann teldi að i raun ætti að ganga lengra í átt til breytinga á stjórnkerfinu en gert væri í frumvarpi til breytinga á stjórnarráðslögum, sem væri málamiðlunarplagg. „Við ættum að stefna að því að fækka ráðuneytum niður í sex til sjö. Það væri í samræmi við fæð þessa þjóðfélags, og við ættum að gera miklu, miklu róttækari breyt- ingar á okkar stjórnskipan, ekki aðeins hvað varðar fjölda ráðu- neyta. í Sviss hafa menn haft sjö ráðuneyti í 100 ár, og þar er tals- vert betra stjórnarfar en hér,“ sagði Jón Baldvin. Hann sagði jafnframt að í stjórn- kerfislögum ætti að stokka upp sveitarstjórnaskipan með róttækum hætti. „Það er aldeilis yfirgengilegt að menn skuli vera að hugsa þá hugsun núna að það sé einhver áfangi varðandi þá hluti að sameina sveitarfélög með færri en fimmtíu íbúa. Núna eru uppi hugmyndir um að leggja í þann stórkostlega áfanga að sameina á næstu árum sveitarfélög með 400-500 íbúa. Það vantar eitt núll, það ættu frekar að vera 4.000 sem væri lágmarkst- ala,“ sagði Jón Baldvin. Hann nefndi sem dæmi að norðanvert Isafjarðardjúp, með Suðureyri og Flateyri, hefði um 7.000 íbúa og væri bjargálna sveitarfélag. Suður- nes ættu líka að vera eitt sveitarfé- Iag, sömuleiðis Árborgarsvæðið; Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri, Hveragerði, Þorlákshöfn og sveit- imar í kring. Sjálfstæðisfélögin 1 Reykjavík: Þorrablót í Valhöll ÞORRABLÓT verður haldið á vegum sjálfstæðisfélaganna Hvat- ar, Heimdallar, Óðins og Varðar í Valhöll laugardaginn 27. jan- úar næstkomandi. Blótinu stýrir Þuríður Pálsdóttir, og Davíð Oddsson borgarstjóri flytur ræðu. Á dagskrá þorrablótsins er auk Valhöll í dag og á morgun frá þess vikivakadans blótsgesta og fjöldasöngur, og mun Jórunn Viðar tónskáld annast undirleik. Miðasala og pantanir verða í kl. 9-17, og er miðaverð 1.500 krónur. Húsið opnar kl. 19 á laugardaginn, og verður þorra- borðið tilbúið kl. 20. Júlíus Sigurjónsson Fjölbýlishús aldraðra að Aflagranda 40. Lágreista álman til hægri á myndinni er hin nýja þjónustumiðstöð. sem hefur meðal annars því hlut- verki að gegna að fylgjast með vel- ferð aldraðra í hverfinu, verður starfandi á hverri þjónustumiðstöð. Við opnun þjónustmiðstöðvarinn- ar færði Ármann Örn Ármannson, framkvæmdastjóri Ármannsfells hf., sem sá um byggingarframkvæmdir, þjónustumiðstöðinni að gjöf mynd- verk eftir fjóra íslenska listamenn. Forstöðumaður þjónustumið- stöðvarinnar er Sigrún Oskarsdóttir. Háskólabíó: Fyrsti salur af fjór- um tekinn í notkun FYRSTI af fjórum nýjum sölum Háskólabíós var formlega tek- inn í notkun í gær. Þegar allii mun Háskólabíó hafa yfir að 1779 sætum. Ákveðið var árið 1984 að hefja stækkun Háskólabíós. Hönnuðir voru ráðnir Guðmundur Kr. Kristinsson og Ferdinand Al- freðsson arkitelkar. í viðbygg- ingunni verða fjórir. salir til við- bótar stóra salnum, sem rúmar 976 manns í sæti. Salurinn sem tekin var í notkun í gær rúmar 159 manns í sæti. Næsti salur verður tekinn í notkun í lok febr- salir hafa verið teknir í notkun ráða fimm sölum með samtals úar og rúmar 224 manns, þarnæsti 1. apríl, sem rúma á 328 manns og síðasti salurinn verður tekinn í notkun um næstu áramót á að rúma 92 í sæti. Salirnir verða búnir fullkomn- ustu hljómflutningstækjum og verða notaðir jafnt til kvik- myndasýninga og fyrirlestra- halds á vegum Háskólans. Morgunblaðið/Þorkell Nýi salurinn í Háskólabíói, sem tekinn var í notkun í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.