Morgunblaðið - 25.01.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.01.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTIÍdXgUR 25. 'jÁÍíbAk’ 1990 31 )} Stjórnarfrumvarp um Ábyrgðadeild fiskeldis: sjóðs nægilegar og hefur því verið gripið til þess ráðs að Framkvæmd- asjóður veiti einnig sjálfskuldar- ábyrgðir fyrir þessum lánum,“ sagði Ólafur. Breytingarnar sem lagðar eru til í frumvarpinu með stofnun Ábyrgðadeildar eru eftirfarandi: 1. Hin nýja ábyrgðardeild veitir sjálfskuldarábyrgðir ríkissjóðs fyrir allt að 37,5% af verðmæti eldisstofns til viðbótar við lán banka, en Tryggingasjóður fisk- eldislána veitir aðeins einfalda ríkisábyrgð. 2. Horfið er frá því skilyrði að fyrirtæki hafi samningsbundin viðskipti við banka fyrir a.m'k. 37,5% af verðmæti eldisstofns. í stað þess kemur almennt skil- yrði um samningsbundin við- skipti. 3. Gert er ráð fyrir „sólarlags- ákvæðum“, þannig að ríkis- ábyrgð fyrir lánum hvers fyrir- tækis hverfi á 6 árum. 4. Ábyrgð „eftirlifenda“ fellur nið- ur. 5. Deildin er vistuð í Ríkisábyrgð- Lánafyrirgreiðsla fyrir allt að 7 5% verðmætis eldisstofiis LAGT hefur verið fram stjórnarfrumvarp í neðri deild Alþingis um breytta skipan lánafyrirgreiðslu í fiskeldi. Ef Irumvarpið verður að lögum eiga fiskeldisfyrirtæki að geta fengið lánafyrirgreiðslu sem nemur allt að 75% af verðmæti eldisstofns. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra mælti í gær fyrir stjórnarfrumvarpi um Ábyrgðar- deild fiskeldislána. Er ætlunin að deildin verði vistuð í Ríkisábyrgða- sjóði og að Tryggingasjóður f iskeld- islána verði þar með lagður niður. í framsöguræðu sinni gerði fjár- málaráðherra nokkra grein fyrir núverandi kerfi. Tryggingasjóður fiskeldislána, sem er í vörslu Stofn- lánadeildar landbúnaðarins, skal samkvæmt núgildandi lögum veita greiðslutryggingar fyrir eldislánum sem lánastofnanir veita. Greiðslu- tryggingar sjóðsins fela í sér ein- falda ríkisábyrgð og skal ekki grip- ið til greiðslutryggingar nema tjónabætur_dugi ekki til greiðslu á láni og fyrirtæki geti ekki greitt það með öðrum hætti. Greiðslu- ábyrgð kemur því ekki til sögunnar fyrr en fyrirtæki hefur verið sett í gjaldþrot. „Lánastofnanir hafa ekki talið greiðslutryggingar Trygginga- arsjóði og er undir forræði fjár- málaráðherra. Um áhrif frumvarpsins ef af lögum verður sagði fjármálaráð- herra: „Með þessu fyrirkomulagi er fiskeldi tryggð lánafyrirgreiðsla sem eru allt að 75% af verðmæti eldisstofns og lánafyrirgreiðslan hverfur ekki, nema stofninn hverfi. Kerfið verður einfaldara og sam- skiptin við bankakerfið ættu að vera auðveldari.“ Frumvarþið var í gær sent til nefndar og annarrar umræðu í neðri deild. Kennaraháskóli íslands: Nordjobb 1990 tekur til sbiría NORDJOBB 1990 hefúr tekið til starfa. Nordjobb er miðlun sumaratvinnu milli Norður- landa fyrir fólk á aldrinum 18-26 ára og eru störfin, sem boðið er upp á, í löndunum öllum svo og í sjálfsstjórnar- svæðunum á Norðurlöndum. Einnig sér Nordjobb um að útvega húsnæði og bjóða upp á tómstundastarf. Störfin, sem bjóðast, eru margvísleg. Þau eru á sviði iðnaðar, þjónustu, landbúnaðar, verzlunar o.f 1. og bæði miðuð við faglært og ófaglært fólk. Laun eru þau sömu og goldin eru fyrir við- komandi störf í því landi sem starfað er í og skattar eru greiddir skv. sérstökum samn- ingum við skattayfirvöld í hveiju landi. Starfstíminn getur verið allt frá 4 vikum upp í 3 mánuði. Það eru norrænu félögin á Norðurlöndunum, sem sjá um atvinnumiðlunina hvert í sínu landi. Á íslandi sér Norræna félagið um Nordjobb-atvinnum- iðlunina en í því felst, að félag- ið veitir allar upplýsingar, tekur við umsóknum frá íslenskum umsækjendum og kemur þeim áleiðis og sér um atvinnumiðl- un, útvegun húsnæðis og tóm- stundadagskrá fyrir norræn ungmenni sem koma til íslands. Allar upplýsingar um Nordjobb 1990, þar á meðal umsóknareyðublöð, fást hjá Norræna félaginu. Reiknað er með, að um 100 norræn ungmenni komi til starfa hér á landi á vegum Nordjobb 1990 og að álíka fjöldi íslenskra ungmenna fari til starfa á hinum Norðurlönd- unum á vegum Nordjobb. (Fréttatilkynning) Brids Nám fyrir stjórnendur í skólum Frá fyrstu útskrift sljórnunarnámsins. Morgunbiaðið/Svemr FYRSTA áfanga í námi fyrir sljórnendur í grunnskólum, framhaldsskólum og sérskólum er nú að ljúka. Útskrift fór fram í Kennaraháskóla Islands, fiistu- daginn 19. janúar og útskrifúðust þá 14 nemendur í þessu stjórnun- arnámi. Það var haustið 1988 sem þessi námsbraut við KHÍ var opnuð fyrir starfandi skólastjóra og aðra stjórn- endur í menntastofnunum. Hófu þá 20 skólastjórar og yfirkennarar nám á þessari braut. Næsti hópur hefur svo nám 5. febrúar í ár. Er vonast til að þannig verði þetta föst námsbraut við Kennaraháskól- ann. Námið er skipulagt sem sam- bland af námi við Kennaraháskól- ann og fjarnámi og er það í þrem 5 stiga önnum. Hver önn hefst með tveggja vikna námi í skólanum, en síðan er unnið að verkefnum og lokaritgerð fyrir hveija önn með fjarnámi. Þannig er stefnt að því að sem flestir af starfandi skóla- stjórum geti verið með í námi þessu. Stefnir nám þetta fyrst og fremst að bættum stjórnunarhátt- um og þar með betri skólum í landinu. Undirtektir hafa verið mjög góðar og er fullbókað í nám • þetta nú í annað sinn. Af þeim tuttugu sem hófu nám haustið 1988, útskrifast fjórtán nú, en hinir munu ljúka námi á næstu mánuðum. Hafa skólastjórar reynt af fremsta megni að fylgja náminu eftir, þrátt fyrir að slíkt verði alltaf erfitt með fullu starfi, þar sem hér er um nokkuð erfitt nám að ræða, þar sem krafist er bæði vísinda- legra vinnubragða og það tekur nokkurn tíma frá öðrum störfum. Dr. Börkur Hansen, kennari við KHÍ, hefir verið umsjónarmaður með námi þessu og honum til að- stoðar hafa verið þau Steinunn Lárusdóttir, skólastjóri við Æfinga- skóla KHÍ, og Ólafur H. Jóhanns- son, endurmenntunarstjóri við KHÍ. Auk þess hafa ýmsir góðir gestir kennt í námi þessu. Brautskráðir voru: Baldvin Kristján Kristjánsson, aðstoðar- skólameistari, Einar Magnússon, yfirkennari, Eiríkur Hermannsson, skólastjóri, Garðar Karlsson, skóla- stjóri, Guðmundur Þór Ásmunds- son, skrifst.stjóri fræðsluskrifst., Halldóra Magnúsdóttir, skólastjóri, Ingi Steinar Gunnlaugsson, skóla- stjóri, Kristjana Margrét Kristjáns- dóttir, skólastjóri, María Ester Kjeld, skólastjóri, Marteinn M. Jó- hannsson, yfirkennari, Páll Dag- bjartsson, skólameistari, Sigurður Ilólm Þorsteinsson, skólastjóri, Trausti Þorsteinsson, fræðslustjóri, og Þrúður Kristjánsdóttir, skóla- stjóri. Fréttamaður ræddi við Pál Dag- bjartsson, skólastjóri að Laugum, og spurði hann hvað helst stæði uppúr að loknu námi. — Við höfum öðlast meirir yfir- sýn og getum því betur skilgreint hvaða þættir starfsins eru mikil- vægir. Þá höfum við lært að beita „akademískum“ vinnubrögðum. Við höfum svo vitanlega fengið tilfinn- ingu fyrir því hve miklu máli fagleg vinnubrögð skipta, bæði í starfi og kennslu. Sú staðreynd að starf skól- astjórans er sérstakt starf en ekki hluti af kennslunni er okkur nú ljós. Ennfremur gerum við okkur ljósa grein fyrir hve leiðsagnarhlut- verk skólastjórans er mikilvægt, en það hefir verið vanmetið til þessa. Þetta er helstu atriðin sem uppúr standa að námi loknu. - S.H.Þ. Arnór Ragnarsson Bridsfélag Hafiiarfjarðar Sl. mánudagskvöld 22. janúar var spiluð síðasta umferðin í hraðsveita- keppni félagsins. Lokastaðan varð eftirfarandi: Sv. Huldu Hjálmarsdóttur 1778 Sv. Alberts Þorsteinssonar 1755 Sv. Guðlaugs Sveinssonar 1700 Sv. Sverris Jónssonar 1669 Sv. Kristófers Magnússonar 1643 Sv. Böðvars Hermannssonar 1639 Urslit kvöldsins urðu eftirfarandi: Sv. Guðlaugs Sveinssonar 619 Sv. Huldu Hjálmarsdóttur 609 Sv. Alberts Þorsteinssonar 573 Sv. Böðvars Hermannssonar 563 Sv. Sverris Jónssonar 548 Nk. mánudagskvöld 29. janúar hefst fjögurra kvölda tvímenningur með nýstárlegu sniði. Spilin verða forgefin og eru skorin fyrirfram ákveðin, þann- ig að ekki er verið að keppa við „sal- inn“ heldur er keppt við árangur í stór- um tvímenningi sem háður hefur verið einhvers staðar á meginlandinu. Eftir hvert spil getur hver spilari séð hvað hann fékk í skor fyrir spilið og þar með fylgst með árangri sínum allt kvöldið. Rétt er að benda þeim á, sem þátt ætla að taka í Stórmótinu, að ekki verður spilað í þessari keppni þ. 12. febrúar eða sama kvöld og Stórmót- inu lýkur. Spilað er að venju í íþrótta- húsinu v/Strandgötu og hefst spila- mennskan kl. 19.30 stundvíslega. Bridsfélag kvenna Nú er fjórum umferðum lokið í aðal- sveitakeppninni og er staða efstu sveita þannig: Sv. Ólínu Kjartansdóttur 87 Sv. Sigi'únar Pétursdóttur 83 Sv. Öldu Hansen 78 Sv. Höllu Ólafsdóttur 74 Sv. Aldfsar Schram 62

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.