Morgunblaðið - 25.01.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.01.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANUAR 1990 41 nefna aksturinn með mig þegar ég korp í bæinn. Ekki gleymast heldur skemmtiferðirnar. Ferðin norður að Hólum á afmælishátíðina 1957 með fimm stæðilegustu bændurna í sveitinni sem farþega í litla bílnum. Kynnisferðir um Vestfirði, ferð um Kjöl og önnur um Fjallabaksleið og norður Sprengisand þegar bíllinn sat fastur í ánni. Hátíðastundir urðu í Steinsholts- bænum þegar Guðmundur hafði ekið í hlaðið eftir langa og stranga daga í leigubílaakstrinum. Þá var glaumur og gleði og margt bar á góma því að hann kunni vel að segja frá því. sem borið hafði við. Svo var lagið tekið. Síðan kom áfallið og fólk varð að horfa á þennan vængstýfða vin, sem var svo fleygur í hugsun og starfi. Nú er farginu létt af. Margfaldar þakkir. Jón Eiríksson í gær var ég sláttumaður sveiflaði orfinu glaðlega. Mér beit, rekja. Nokkrum skrefum framar í óslægjunni stóð blómið. Skjálfandi heyrði það sláttuhljóðið nálgast taldi ljáförin þögult í angist sinni eitt og eitt. í dag er ég blóm. (Kristján frá Djúpalæk.) Eftir því sem árin iíða fjölgar þeim samferðamönnum sem framúr fara, verða á undan, hverfa. Kunn- ingjahópurinn bak við tjaldið stækkar. Þegar góður vinur kveður þyrpast minningar liðinna daga fram, sambland af trega og eftirsjá eftir ónotuðum tækifærum til sam- vista, allt sem átti að gera en verð- ur aldrei gert. í dag minnumst við manns sem lifði lífinu lifandi meðan stætt var, en varð að lúta fyrir óblíðum örlög- um á tiltölulega góðum aldri, vera allt í einu kippt út úr því samfélagi sem hann hafði verið þátttakandi í að skapa með dugnaði og framsýni. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast fjölskyldunni í Barðavogi í gegn- um minn mann og hans fjölskyldu, þau kynni voru ljúf, þeir voru skóla- bræður frá Laugarvatni, áttu báðir ættir að rekja í Árnesþing, stund- uðu sömu atvinnu, þeir áttu margt sameiginlegt, þeir voru vinir, ég erfði þá vináttu, margur hefur feng- ið minna í arf. Eins og flestir af hans kynslóð mátti hann muna tímana tvenna, það er ekki ofsögum sagt að hann hafi fæðst á steinöld, lifað og þrosk- ast til að sjá alla framfaradrauma mannkyns verða að veruleika á atómöld nútímans. Guðmundur Magnússon brást við öllum breytingum með opnum huga og fagnandi, án þess að glata eða kasta fyrir róða fornum hefðum gestrisni og höfðingsskapar. Hann notaði öll tækifæri til samfunda, vina og fjölskylduböndin voru styrkt og efld, veislur þeirra hjóna voru víðfrægar fyrir rausn og hlýleika. Guðmundur kunni vel að meta lystisemdir lífsins, eðalvín glóandi á skálum, fagrar konur, vakra hesta og dýra bíla, söng og dans; glens og gaman fylgdi honum og gerði hann miðdepil hvers mannfagnaðar, þannig man ég hann best. Skólaganga hans var ekki löng, engu að síður kunni hann vel að meta gildi góðrar menntunar, hann taldi það góða fjárfestingu og studdi og hvatti þess vegna börn sín og barnabörn á framabraut. En hann' Guðmundur stóð ekki einn, hann var vel kvæntur, hún Svava stóð við hliðina á honum eins og klett- ur, ekki síst hin síðari ár, þegar hið langa stríð heilsuleysis tók við, mikið var á hann lagt, en hún bar sínar byrðar án æðruorða. Það var vel v.ið hæfi að Guðmundur skyldi kveðja þessa jarðvist í byijun þorra, nú er hann genginn á vit forfeðra sinna og vina í hið eilífa þorrablót, eins og nafni hans á Glæsivöllum, laus við hjólastól og allar viðjar. Ég sendi ástvinum hans öllum mínar innilegustu samúðarkveðjur, og bið honum blessunar á ókunnum leiðum. Rósa Sveinbjarnardóttir t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ODDUR ÓLAFSSON læknir, Hamraborg, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 25. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarfélög. Ragnheiður Jóhannesdóttir, Vífill Oddsson, Katrín Gústafsdóttir, Ketill Oddsson, Hlín Árnadóttir, Þengill Oddsson, Steinunn Guðmundsdóttir, Óiafur Hergill Oddsson, Kristin Sigfúsdóttir, Guðríður Steinunn Oddsdóttir, Þorsteinn Broddason, Jóhannes Vandill Oddsson, Þóra A. Sigmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað í dag vegna jarðarfarar ODDS ÓLAFSSONAR. Skrifstofur og vinnustofur Öryrkjabandalags íslands. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN KRISTMUNDSSON, Bauganesi 44, sem lést 19. janúar sl., verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstu- daginn 26. janúar kl. 10.30. Guðlaug Magnúsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. MMvægir Lh unktar varðandi bílastæði í miðborginni: Gífurlegt átak hefur verið gert í bílastæðamálum borgarinnar. í miðborg Reykjavíkur hafa á tiltölu- lega skömmum tíma vérið byggð og tekin í notkun svokölluð bílastæðahús og einnig hefur almennum bflastæðum verið fjölgað verulega. Ökumenn eru hvattir til að kynna sér þessi mál. Á kortinu hér að neðan má sjá greinilega merkta punkta, sem sýna hvar í miðbænum er heist að finna aðgengileg og örugg bílastæði. Starfsfólk í miðborginni er eindregið hvatt til að leggja bílum sínum fjær, þannig að viðskiptavinir komist með hægara móti sem næst þeirri þjónustu sem þeir þurfa að sækja. Sérstaklega er bent á í þessu sambandi gjaldtöku-' stæði merkt C og D og stæði merkt E og F, en í þau er engin gjaldtaka. Almennir stöðumælar í miðborginni eru 1200 talsins. Nýverið hefur hámarkstími á rúmlega 200 stöðumælum verið lengdur í 2 klukkustundir. Má þar nefna stöðumæla við Túngötu, Kirkjutorg, Kalkofnsveg, Ingólfsstræti norðan Hverfisgötu, Vitastíg, Frakkastíg, Grettisgötu við BSRB og Rauðarárstíg við Hótel Lind. Hér að neðan eru leiðbeiningar um notkun á gjald- tökubúnaði, sem tekinn hefur verið í notkun á Bakkastæði og í bflastæðahúsum. Tekið er við þremur myntstærðum, sem eru 5 krónur, 10 krónur og 50 krónur og einnig er gefið til baka. Mánaðar- kort fyrir alla staðina eru seld í varðskýli Bakkastæðis. Klippið út auglýsinguna og hafið meðferðis í bílnum NOTKUN A G1ALDTÖKU BÚNAÐF. 1 Komið að bílastæðahúsi: Ýtið á hnapp við innkeyrsluhliðið, takið við miða og geymið! A Bílastæðahús - Vesturgata 7 - 109 stæði B Bílastæðahús - Bergstaðir - 153 stæði C Bílastæðahús - Kolaport - 180 stæði 2. Bíllinn sóttur: Gengið að miðaaflesara. Setjið miðann í miðaraufina, uppsett gjald greitt, þú færð miðann aftur. Þessi ferill gildir jafnvel á þeim tímum dags og um helgar, þegar ekki er gjaldtaka. 3 Ekið frá bílastæðahúsi: Akið af stæði að útaksturshliði, setjið miðann í miðaraufina, hliðið opnast. D Opin bílastæði - Bakkastæði - 350 stæði E Opin bílastæði - milli Sætúns og Skúlagötu - 150 stæði F Opin bílastæði - milli Vatnsstígs og Frakkastígs - 150 stæði Bílastæðasjóður Reykjavíkur Umferðamefnd Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.