Morgunblaðið - 25.01.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1990
29
Getuni selt míkið af laxi
í Frakklandi á þessu ári
- segir Lúðvík Börkur Jónsson hjá dótturfyrirtæki SH í J^arís
Morgunblaðið/Bjarni
Frá fundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og fískeldisfyrirtækja fyrir skömmu.
„ÉG HELD að við verðum að
reiða okkur mikið á Frakk-
landsmarkað og tel að við get-
um selt þar mikið af laxi á þessu
ári, því við erum með góðan
lax,“ sagði Lúðvík Börkur Jóns-
son hjá dótturfyrirtæki Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna í
París á fundi SH og laxeldis-
fyrirtækja fyrir skömmu. SH
hóf sölu á eldislaxi í fyrra og
seldi þá 224 tonn af laxi fyrir
tæpar 79 milljónir króna, þar
af 100 tonn í Frakklandi fyrir
um 28 milljónir, 70 tonn í
Bandaríkjunum fyrir um 25
milljónir, 47 tonn í Japan fyrir
um 22 milljónir og um 6 tonn
á Spáni. Samtals voru flutt út
um 1.000 tonn af eldislaxi árið
1989.
Lúðvík Börkur Jónsson sagði á
fundinum að í Frakklandi væri
seldur bæði villtur lax og eldislax.
Hins vegar væri framboð á laxi
of mikið. Hann sagðist vera
ánægður með íslenska laxinn, sem
seldur væri í Frakklandi. Hann
kæmi ferskur með flugi og seldist
strax. „Það er mikið atriði að
íslenski laxinn komi með flugi og
mér líst ekki vel á að fá lax í
gámum frá íslandi, því þá erum
við með eldri fisk en Norðmenn-
irnir. Norska laxinum er ekið inn
á franska markaðinn og afhend-
ingartími íslendinga er styttri en
Norðmanna og Skota,“ sagði
Lúðvík Börkur.
„í Frakklandi fáum við að með-
altali hærra verð fyrir lax en
Norðmenn .og þar er hægt að
geyma íslenska laxinn þremur til
fjórum dögum lengur en lax frá
samkeppnisaðilum okkar. Frakk-
land er fyrst og fremst smálaxa-
markaður og okkar lax er frekar
smár,“ sagði Lúðvík Börkur Jóns-
son.
Gífurlegt verðfall á
laxi vegna offramboðs
Kristján Hjaltason hjá dóttur-
fyrirtæki SH í Hamborg í Vestur-
Þýskalandi sagði að verð á laxi
hefði fallið gífurlega á undanföm-
um árum vegna aukins framboðs.
Kristján sagði að þriggja til fjög-
urra kílógramma lax hefði verið
seldur fyrir 16-17 vestur-þýsk
mörk árið 1987, 11-12 mörk árið
198K og 9-10 mörk árið 1989.
Hann sagði að Norðmenn hefðu
framleitt 100 þúsund tonn af laxi
árið 1989 og staða þeirra væri
mjög sterk gagnvart Þýskalands-
markaði. Hann sagði að í Vestur-
Þýskalandi og Sviss hefði umræða
um eldislax beinst að mikilli lyfja-
gjöf, notkun litarefna og illri með-
ferð á laxinum.
Sala á laxi gæti orð-
ið erfíð í Japan í ár
Helgi Þórhallsson hjá markaðs-
skrifstofu SH í Tókíó í Japan sagði
að Japanir hefðu framleitt tæp
200 þúsund tonn af laxi árið 1989
og þar hefði verið selt meira af
laxi fyrstu 11 mánuðina í fyrra
en allt árið á undan. Helgi sagði
að Norðmenn hefðu ekki fengið
gott verð fyrir lax í Japan í fyrra
en þeir hefðu flutt þangað 300
tonn af laxi á mánuði í mars,
apríl og maí síðastliðnum. Han'n
sagði að íslendingar hefðu byijað
að flytja lax til Japans í mars
síðastliðnum og hefðu þá flutt
þangað 16 tonn. Mest hefðu ís-
lendingar hins vegar f lutt þangað
af laxi í júní, eða 63 tonn.
„Um síðastliðin áramót voru
um 100 þúsund tonna birgðir af
laxi í Japan en Japanir tala um
að markaðurinn sé í jafnvægi
þegar birgðirnar eru um 90 þús-
und tonn, þannig að þar gæti
sala á laxi orðið erfið á þessu
ári,“ sagði Helgi.
Bandaríkjamarkaður
ekki mettaður ennþá
Jens Eysteinsson hjá Coldwater
Seafood Corporation, dótturfyrir-
tæki SH í Bandaríkjunum, sagði
að trúlega framleiddu Norðmenn,
íslendingar, Skotar, írar og
Chilebúar um 257 þúsund tonn
af laxi í ár. Þar af færu um 60
þúsund tonn af ferskum laxi til
Bandaríkjanna, eða um 30% meira
en á síðastliðnu ári og 2,3 sinnum
meira en árið 1988. Hann sagði
að Færeyingar reiknuðu með að
framleiða 8 þúsund tonn af laxi
í ár. „Það er um algjöra offram-
leiðslu á laxi að ræða. Bandaríkja-
markaður er þó ekki mettaður
ennþá en hann hefur ekki verið
þróaður í samræmi við framleiðsl-
una,“ sagði Jens.
„Ég held að verðið lækki ekki
frá því sem það er núna, því ef
verðið lækkar fara fleiri stöðvar
á hausinn. Norðmenn hafa verið
að biðja um 3,35 Bandaríkjadali
fyrir tveggja til þriggja kílóa lax
en þeir hafa verið að selja lax
fyrir 2,95 til þijá dalí í Boston,"
sagði Jens.
Hann sagði að Norðmönnum
hefði tekist að selja lax í Banda-
ríkjunum fyrir 15 til 20 senta
hærra verð en þar hefði fengist
hefði fyrir kanadíska og íslenska
laxinn. „Menn hafa getað treyst
á að fá lax frá Noregi þegar þeir
vilja, sem er mjög mikilvægt."
Jens sagði að Kanadamenn væru
að auka mjög framleiðslu á haf-
beitarlaxi. „í febrúar, mars, apríl,
maí og júní er mesta salan á laxi
í Bandaríkjunum. í júní og júlí
kemur mikið af vesturstrandar-
laxi á markaðinn í Bandaríkjunum
og þá fellur verðið."
Jens sagði að um 60% af þeim
laxi, sem seldur væri { Banda-
ríkjunum, væri frosinn en um 26%
fersk. Hann sagði að 23 þúsund
tonn af laxi hefðu verið flutt til
Bandaríkjanna árið 1988 og þar
af hefðu 78% verið ferskur lax.
Það ár hefðu Kanadamenn flutt
þangað 23 milljónir punda af laxi
en Norðmenn 20 milljónir punda.
Hins vegar hefðu Kanadamenn
flutt 51 milljón punda, eða um
25 þúsund tonn, af laxi til Banda-
ríkjanna í fyrra.
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM
24. janúar.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 91,00 71,00 87,43 26,928 2.354.230
Vsa 127,00 116,00 120,65 4,292 517.846
Karfi 51,50 44,00 48,90 34,882 1.705.598
Ufsi 47,00 47,00 47,00 0,079 3.699
Steinbítur 57,00 57,00 57,00 0,199 11.342
Langa 64,00 63,00 63,06 2,330 146.937
Lúða 555,00 180,00 319,25 0,780 249.015
Keila 36,00 36,00 36,00 0,976 35.136
Skötuselur 181,00 181,00 181,00 0,007 1.267
Samtals 71,31 70,472 5.025.070
í dag verða meðal annars seld 25 tonn af þorski, 60-70 tonn af karfa, 10
tonn af löngu og 0,4 tonn af lúðu úr Oddeyrinni EA, Sturlaugi H. Böðvars-
syni AK, Núpi ÞH og fleirum.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 88,00 88,00 88,00 2,248 197.824
Þorskur(ósl.) 78,00 73,00 74,63 9,786 730.281
Þorskur(ósl.1-2n.) 71,00 71,00 71,00 0,380 26.980
Ýsa 121,00 117,00 120,39 1,044 125.684
Ýsa(ósL) 110,00 102,00 103,58 1,148 118.908
Ýsa(ósl.1n.) 87,00 87,00 87,00 0,196 17.052
Ýsa(1-2n.) 85,00 85,00 85,00 0,029 2.465
Karfi 50,00 46,00 48,24 20,209 974.928
Ufsi 63,00 57,00 59,50 57,944 3.447.593
Steinbítur(ósl.) 59,00 59,00 59,00 0,045 2.655
Hlýri+steinb. 62,00 59,00 61,18 0,282 17.253
Langa+blál. 58,00 58,00 58,00 0,388 22.504
Lúða 295,00 210,00 223,31 0,198 44.215
Keila 32,00 32,00 32,00 0,052 1.664
Lýsa 63,00 63,00 63,00 0,047 2.961
Hrogn 330,00 170,00 197,19 0,757 149.270
Samtals 62,03 95,195 5.904.602
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 95,00 81,00 86,52 39,807 3.444.193
Ýsa 120,00 60,00 109,15 2,029 221.414
Karfi 39,00 29,00 33,12 1,868 61.876
Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,006 90
Steinbítur 65,00 56,00 64,63 0,339 21.909
Hlýri 56,00 56,00 56,00 0,116 6.496
Langa 55,00 55,00 55,00 0,034 1.843
Lúða 475,00 385,00 448,32 0,091 40.573
Skarkoli 62,00 62,00 62,00 0,041 2.542
Keila 39,00 39,00 39,00 0,429 16.731
Skata 5,00 5,00 5,00 0,027 135
Samtals 85,25 44,785 3.817.802
I dag verður selt úr dagróðrabátum.
Leikarar í Óþelló eru nemendur úr Leiklistarskóla íslands.
Nemendaleikhúsið sýnir Óþelló
Shakespeares í Lindarbæ
ÞESSA dagana vinnur Nem-
endaleikhúsið í Lindarbæ leik-
ritið Óþelló eftir William
Shake-
speare. Leikritið verður frum-
sýnt í lok janúar.
Þetta er annað verkefni Nem-
endaleikhússins af þremur áyfir-
standandi leikári. Óþelló er eitt
af þungavigtarleikritum Sha-
kespeares og þar af leiðandi leik-
listarsögunnar og fjallar í stuttu
máli um ást og afbrýði, hatur
og bráðan bana. Leikstjóri er
Guðjón Pedersen og leikmynd
gerir Grétar Reynisson og dra-
matúrg er Hafliði Amgrímsson.
Leikárar í sýningunni eru níu,
nemendur í fjórða bekk Leiklist-
arskóla íslands.
(Fréttatilkynning)