Morgunblaðið - 25.01.1990, Blaðsíða 7
7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1990
Viðar Gunnarsson í gervi Sarastros i uppfærslu Kammeróperunnar
í Vín.
Kammeróperan í Yín:
Viðar Gunnarsson
syngur Sarastro í
Töfraflautu Mozarts
Boðið hlutverkið í annarri uppfærslu
VIÐAR Gunnarsson óperusöngvari söng sitt fyrsta óperuhlutverk
erlendis síðastliðið laugardagskvöld er óperan Töfraflautan eftir
W.A. Mozart var var frumsýnd í Kammeróperunni í Vínarborg und-
ir Ieikstórn Johns LIoyd-Davies og hljómsveitarstjórn Kerrys Wood-
ward. Viðar fer með hlutverk Sarastros. Sýningin var fyrir fullu
húsi og tóku áheyrendur henni mjög vel. Viðari var sérstaklega
klappað lof í lófa fyrir frammistöðu sína.
„Þetta gekk mjög vel og ég er
ánægður með hvernig til tókst. Ég
held að allir séu ánægðir með sýn-
inguna,“ sagði Viðar Gunnarsson í
samtali við Morgunblaðið. Hann
mun syngja hlutverk Sarastros að
minnsta kosti til 17. marz næstkom-
andi, en þó gæti orðið framhald þar
á. Er Morgunblaðið ræddi við Viðar
var hann nýkominn af fundi með
óperustjóranum, þar sem honum
var boðið að syngja sama hlutverk-
ið í uppfærslu á Töfraflautunni í
Schönbrunner SchloStheater, sem
er sumarleikhús Kammeróperunn-
ar.
„Það er um að gera að láta heyra
í sér hér úti og vita hvort ekki kem-
ur eitthvað fleira upp á,“ sagði
Viðar. Hann hefur undanfarin fimm
ár sungið ýmis hlutverk í óperum,
sem fluttar hafa verið í íslenzku
óperunni og Þjóðleikhúsinu, þar á
meðal í Carmen, Aidu, Don Gio-
vanni, Ævintýrum Hoffmanns og
Brúðkaupi Fígarós.
Sigríður framkvæmdastjóri þarf vegna starfs síns að fara víða. Gunnar,
ritari hennar, hefur oft bölvað í hljóði þegar hann hefur ekki komið til
hennar áríðandi skilaboðum. Nú er þessi vandi úr sögunni. Sigríður er með
létt boðtæki í vasanum og Gunnar getur með venjulegu símtæki sent henni
boð um að hringja til hans hvar sem hún er.
Boðtæki taka ýmist við tónboðum eða talnaboðum. Tæki Sigríðar er
talnaboðtæki. Það gefúr ffá sér tónmerki þegar boð berast en þau birtast
síðan í formi talna á litlum skjá á boðtækinu. Skjárinn rúmar 12 tölustafi
sem hafa þá merkingu sem notendur hafa ákveðið fyrirffam. Sigríður veit
t.d. að talan 5 váknar að lögffæðingur fyrirtækisins þarf að ráðgast við hana.
Atvinnulífíð á síðasta ári:
1800 útlendingum
veitt atvinnuleyfí
UM 1800 útlendingar fengu atvinnuleyfi hér á landi á síðasta ári, en
það er álíka fjöldi og árið 1988. Að sögn Óskars Hallgrímssonar, deild-
arstjóra í félagsmálaráðuneytinu, hefur svipaður fjöldi umsókna um
atvinnuleyfi borist það sem af er þessu ári og á sama tíma í fyrra.
Hann sagði flesta útlendingana starfa í fiskvinnslu, en einnig væri stór
hluti þeirra starfandi innan heilbrigðiskerfisins, og væri þar bæði um
að ræða sérhæft starfsfólk og ófaglært.
Óskar Hallgrímsson sagði að í
þessum mánuði væru fiskvinnslufyr-
irtækin að endurráða starfsfólk eða
sækja um atvinnuleyfi fyrir nýtt
starfsfólk, en þetta væri sá árstími
sem þeir staðir sem ekki ættu ann-
arra kosta völ sæktu sem mest í
erlent vinnuaf 1. „ Það eru alltaf sömu
staðirnir á landinu sem verður að
manna með erlendu vinnuafli, þar
sem ekki fæst fólk annars staðar að
í störfin, en farandverkafólki hefur
fækkað verulega hér á landi undan-
farin ár.“ Óskar sagði að mest væri
um erlent vinnuafl í sjávarþorpum á
Vesturlandi, Vestfjörðum og Austurl-
andi, en fátítt væri að útlendingar
störfuðu á Norðurlandi. Hann sagði
að alltaf væri eitthvað um að um-
sóknum útlendinga um atvinnuleyfi
væri hafnað, en í flestum tilfellum
væri það vegna þess að viðkomandi
hefðu ekki fengið dvalarleyfi hér á
landi. Einstaka sinnum kæmi þó fyr-
ir að stéttarfélög leggðust gegn leyfi-
sveitingu, en það heyrði til undan-
tekninga.
Breskir ríkisborgarar eru í miklum
meirihluta þeirra sem sækja um -at-
vinnuleyfi hér á landi, en því næst
koma Bandaríkjamenn og Þjóðveij-
ar. Að sögn Óskars hefur umsóknum
frá írum og Pólveijum fjölgað tals-
vert undanfarin ár, og sömu sögu
væri að segja um umsóknir frá
Asíubúum. Þá sagði hann að alltaf
væru margir Norðurlandabúar starf-
andi hér á landi, en þar sem samning-
ar væru í gildi um rétt þeirra til
starfa á öllum Norðurlöndunum án
sérstakra atvinnuleyfa, þá væri er-
fitt að segja til um hve margir þeir
væru hveiju sinni.
BOÐKERFI
PÓSTS OG SÍMA
Fyrirtæki geta komist hjá kostnaðarsamri farsímavæðingu
með því að nota boðkerfið. Það getur líka virkað sem
fúllkominn símsvari og hægt er að senda boð til allt að 10
boðtækja í einu. Boðkerfið er einnig til mikilla þæginda fyrir
einstaklinga og eykur öryggi þeirra í íjölmörgum tilvikum.
Söludeildir Pósts og síma selja STORNO BRAVO og
STORNO SENSAR boðtæki. STORNO BRAVO tónboðtæki
kosta frá kr. 14.542,- og talnaboðtæki firá kr. 20.717.-.
Talnaboðtæki, sem titra þegar boð berst,
kosta frá 28.086.-. Við staðgreiðslu er veittur
5% afsláttur.
Stomo Sensar
Stonto Braeo
Boðtæki eru seld í öllum söludeildum Pósts & síma og hjá nokkrum
öðrum innflytjendum notendabúnaðar. Eru þau einnig nefnd símboðar.
Fáðu frekari upplýsingar um boðkerfið hjá söludeildum Pósts & síma
Ármúla 27 (fyrirtækjaþjónusta), sími 680580, Kirkjustræti, sími 26165
Kringlunni, sími 689199 og á póst- og símstöðvum þar sem sendar hafa
verið settir upp.
POSTUR OG SIMI
Við spörum þér sporin