Morgunblaðið - 25.01.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.01.1990, Blaðsíða 19
í kjölinn. Það eru ekki allir svo lánssamir að eiga vináttu ömmu sinnar og afa. Við höfum lært svo margt af þeim og þau hafa alltaf skilið okkur svo vel. Minnist ég þess t.d. þegar ég var nýflutt í Mosfellssveit og þekkti þar engan á svipuðu reki, að auglýst var ball í Kjósinni. Mig langaði auðvitað að fara en hafði ekki þor til að fara ein. Amma og afi höfðu einhvern veginn frétt af ballinu — skildu unglinginn — og hvöttu mig ein- dregið til að fara. Amma dró fram vesti af afa, sem þá var í tísku, því sveitapíunni fannst hún ekkert eiga til að fara í. Enn færðist ég undan, en þá höfðu þau í hótunum við mig — ef ég færi ekki ein — þá kæmu þau bara með mér. Það varð úr að ég fór — þau keyrðu mig í rútuna — og ég skemmti mér vel. Afi trúði þvi að vinnan göfgaði manninn og fór eftir því. Ef hann var ekki á fundum eða að bjarga hinum og þessum málum, var unnið af kappi í garðinum, þar sem hann hefur gróðursett hundruð tijáa, dyttað að þakinu eða kartöflurækt- in tekin með glans. Áhugamál hans voru fjölmörg, en afi gaf sér alltaf tíma til að ræða við okkur krakk- ana um það sem okkur lá á hjarta og opna hugi okkar nýjum heimum. Hann ræddi við okkur eins og full- orðið fólk og virti skoðanir okkar. Einhvern veginn var það svo að afi var aldrei „afi gamli“ í huga manns. Hann var ungur í anda, opinn fyrir nýjungum, fullur af hugmyndum og hugsjónum. Það eru eflaust ekki margir rúmlega tvítugir sem leita ráða hjá afa sínum varðandi efni í lokaritgerð og til að fá hugmyndir um hvað sé efst á baugi, en enginn var betur að sér um það en hann. Það voru svo ótal margir sem leit- uðu til hans og síminn hringdi títt, enda stríddum við honum stundum á þessu og kölluðum hann Símon. Afi hafði stórt hjarta þar sem rúm var fyrir alla. Hann barðist fyrir velferð þeirra sem heilsuleysi hrjáir, það einkenndi hann alla tíð að hann hugsaði fyrst og fremst um aðra. Það var mjög gaman að skrifast á við afa og ömmu þegar maður var fjarri Mosfellssveitinni. Bréfin voru sannkallaður gleðigjafi — skemmtilega skrifaðar fréttir af fjölskyldunni, landsins málefnum, helstu nýjungum og oftar en ekki fylgdi vísukorn með. Afi var heillandi maður, sögurnar af honum eru sveipaðar ævintýra- ljóma. Hann var nokkuð spar á þær sjálfur en maður fékk að heyra þær frá öðrum. Hann var sérstaklega hógvær og þrátt fyrir einstakt ævi- starf, heyrði maður hann aldrei stæra sig af nokkrum hlut og helst eigna öðrum heiðurinn af eigin verkum. Jú, afi var nefnilega einn af þeim fáu mönnum, þar sem verk- in skipta máli, en ekki eigið frama- pot. Afi talaði ekki endalaust um hlut- ina, heldur dreif hann í að fram- kvæma þá, hann hvatti mann til að hugsa skapandi og leyfa hugan- um að fljúga hátt. Afi var sannur vinur. Okkur þótti svo undur vænt um hann og þó að erfitt sé að kveðja, vitum við að minningin um hann á eftir að hjálpa okkur til að rata rétta vegu. Elsku amma mín, þú varst stoð afa og stytta í hans mikla ævi- starfi. Guð styðji þig og styrki. Eva Það er bjart yfir þeim minningum sem streyma fram í hugann þegar Oddur Olafsson, fyrrverandi al- þingismaður og yfirlæknir á Reykjalundi, er kvaddur hinstu kveðju. Þegar þau hjón Oddur og Ragn- heiður settust að í Reykjalundi eft- ir að Vinnuheimilið var stofnað voru aðstæður aðrar í sveitinni okkar (nú Mosfellsbæ). Ekki voru íbúarnir fleiri en svo að menn tóku þátt í gleði og sorgum hver annars enda samkenndin mikil. Þá var heilbrigðisþjónustan með öðrum hætti én nú. Héraðslæknir- inn hafði aðsetur í Reykjavík, ekki kominn sjálfvirkur sími, samgöngur með öðrum hætti og bílakostur minni en nú þekkist. Því kom það eins og af sjálfu sér MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1990 19 að 'menn fóru að leita til Odds í Reykjalundi ef eitthvað bjátaði á, svo sem ef sauma þurfti spor í skurfu á smáfólkinu eða að leita til læknis eftir að símstöðin lokaði á kvöldin. Aldrei taldi Oddur eftir sér spor- in á bæina eða viðtökurnar á lsekna- stofunni á Reykjalundi. Ég er reyndar ekki viss um að sveitungar hafi leitt hugann að því að við áttum ekkert tilkall til þjónustu á Reykja- lundi enda aldrei látnir finna annað en allt væri sjálfsagt sem gert var. Þannig var Oddur Ólafsson, mannvinur í þess orðs fyllstu merk- ingu. Þetta mæddi ekki síður á heimilinu, en Ragnheiður er sömu gerðar og Oddur. Heimilið var ætíð opið gestum og gangandi. Þannig hefur lífsstarf hans verið alla tíð, að vinna að mannúðarmál- um og hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Það er áreiðanlega á engan hallað þó fullyrt sé að íslenska þjóðin eigi honum ekki síst að þakka að hér tókst að uppræta berklaveikina, enda var Oddur og brautryðjenda- starf hans á því sviði vel þekkt og virt á erlendum vettvangi. Við sveitungar hans eigum hon- um mikið að þakka, því að hann lét sig einnig varða hin ýmsu hags- muna- og velferðarmál sveitar sinnar og sat m.a. í sýslunefnd Kjós- arsýslu í 25 ár. Sú velvild og það góða samstarf sem ætíð hefur ríkt milli sveitarfé- lagsins og ráðamanna Reykjalundar fyrr og síðar urðu til þess að árið 1966 var sett á stofn samstarfs- nefnd Álafosslæknishéraðs (Mos- fells-, Kjalarness-, Kjósar- og Þing- vallahrepps) til að vinna að því að skipan heilbrigðismála í héraðinu yrði breytt á þá lund að Reykjalund- ur yrði miðstöð læknishéraðsins og að héraðslæknirinn fengi þar að- stöðu. Segja má að sú þjónusta sem heilsugæslustöðin að Reykjalundi veitir íbúum læknishéraðsins sé bein þróun þeirrar velvildar og fyrir- greiðslu sem Oddur sýndi sveitung- um sínum frá upphafí. Meðan Oddur starfaði sem yfir- læknir á Reykjalundi lét hann ekki mikið að sér kveða í stjórnmálum á opinberum vettvangi. Hann gaf fyrst kost á sér i framboð til Al- þingis fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 1971 og sat á þingi í tvö kjörtíma- bil eða 8 ár. Þegar hann fór í framboð í vor- kosningum 1978 hafði hann á orði að það yrði í síðasta sinn þar sem hann yrði sjötugur á kjörtímabilinu. En haustið 1979 var þing óvænt rofið og efnt til kosninga á ný í desember sama ár. Fáa grunaði að kjörtímabilið yrði svo stutt sem raun varð á, aðeins eitt og hálft ár, en Oddur stóð við orð sín og fór ekki aftur í framboð í desemberkosningunum 1979. Þess í stað hvatti hann mig til að fara í prófkjörið af fullum krafti og lét ekki sitja við orðin tóm heldur opn- uðu þau hjón Oddur og Ragnheiður heimili sitt að Hamraborg og buðu mér þar aðstöðu fyrir kosninga- skrifstofu. Þannig voru þau hjónin gestrisin og full af velvilja. Ekkert mál að opna heimili sitt fyrir öllu því ónæði sem fylgir slíkum umsvif- um. Það var mér vissulega mikill styrkur að eiga slíkan stuðnings- mann sem Oddur reyndist mér alla tíð og fyrstu skref mín á Alþingi voru stigin með hans góðu ráðum. Sjálfri fannst mér ekki tímabært fyrir Odd að hætta á Alþingi. Ég vissi vel að hann átti þar mörgu góðu verki ólokið fyrir málefni ör- yrkja sem hann alla tíð og fram á síðustu stundu lét sig miklu varða. Það er engin tilviljun að sú rödd heyrist oft innan samtaka öryrkja að þeir eigi engan talsmann á Al- þingi síðan Oddur hætti þar. Þegar ég hóf störf á Alþingi lagði Oddur mér til ýmis góð mál sem hann hafði sjálfur ætlað að vinna að. Þau létu ekki mikið yfir sér en skiptu máli fyrir þá hagsmunaaðila sem þau sneru að. Fyrir það vega- nesti sem hann gaf mér strax í upphafi verð ég honum ævinlega þakklát, og fyrir þá vinsemd og hollráð sem ég hef notið frá hendi þeirra hjóna, Odds og Ragnheiðar, fyrr og síðar. Við Jóel sendum Ragnheiði, börnunum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur um leið og við þökkum vináttu þeirra og góðvild alla tíð. Blessuð sé minning Odds Ólafs- sonar. Salome Þorkelsdóttir Kveðja firá Sjálfstæðisflokknum Með Oddi Ólafssyni lækni og fyrrum alþingismanni er genginn mikill mannkostamaður, sem setti svip sinn á þjóðlíf okkar íslendinga um hálfrar aldar skeið með mjög sérstökum hætti. Bóndasonurinn frá Kalmanstjörn í Höfnum sem hlaut þau örlög á námsárum sínum að heyja baráttu við hinn „hvíta dauða“ lét sér ekki nægja að sigra í þeirri orrustu, heldur gerðist hann foringi í því stríði sem háð var. Öllum er kunnur sá árangur sem náðist og verður hann skráður gullnu letri á spjöld íslandssögunn- ar og nöfn þeirra sem að því stóðu í minnum höfð. Oddur Ólafsson lét sér ekki nægja góðan árangur í baráttunni við sjúkdóminn. Hann gerðist einnig forystumaður þeirra sem á félags- legum grundvelli veittu hjálp og aðstöðu til endurhæfingar og starfa svo til fyrirmyndar hefur verið og vakið mikla athygli erlendra aðila. Samfélagið verður að sjálfsögðu að sýna skilning og veita þann stuðning sem þörf er á. Oddur Ólafsson læknir taldi ekki eftir sér að vinna að áhugamálum sínum á vettvangi sveitarstjórna og þjóð- mála. Þar hlaut hann trúnað til margvíslegra starfa og gat beitt kröftum sínum fram á síðasta dag til þess að hyggja að heilbrigðismál- um þjóðar sinnar með sérstöku til- liti til sjúkra og fatlaðra. Oddur Ólafsson var alþingismað- ur Reykjaneskjördæmis fyrir Sjálf- stæðisflokkinn 1971-1979, en oft áður hafði nafn hans verið nefnt en þá gafst ekki tími til þeirra starfa. A Alþingi sem annars staðar var Oddur Ólafsson hinn hugljúfi samstarfsmaður, sem með lagni og lipurð kom fram málefnum skjól- stæðinga sinna studdur dyggilega af eiginkonu sinni, frú Ragnheiði Jóhannesdóttur. Við lát Odds Ólafssonar minnast Reyknesingar hans með virðingu og miklu þakklæti, það gerir þjóðin öll. Sjálfstæðisflokkurinn kveður mikilhæfan forystumann og þakkar ómetanlega liðveislu hans og áhrif. Við sendum frú Ragnheiði og fjölskyldu hennar samúðarkveðjur. Matthías Á. Mathiesen Mikinn öðling hefur dauðinn nú að velli lagt, Odd Ólafsson lækni og alþingismann á Reykjalundi. Mín fyrstu kynni af Oddi voru árið 1941 þegar ég, átján ára unglingur, kom sem berklasjúklingur að Vífilsstöð- um. Þá voru þar á þriðja hundrað berklasjúklinga. Hlutverk læknis á Vífílsstöðum var þá margþættara en nú. Hann var okkur sjúklingun- um hvort tveggja í senn læknir og heimilisfaðir og í raun allan sólar- hringinn á vakt. Þá er ótalin sú ábyrgð sem hann tók á sig, að byggja upp andlegt þrek þeirra sem þar tókust á við jafn banvænan sjúkdóm og berklaveikin var. Þetta tókst Oddi með ágætum. Skilningur hans á okkur sjúklingunum byggð- ist bæði á þekkingu hans sem lækn- is og því að hann hafði sjálfur þreytt fangbrögð við þennan sjúk- dóm. Framsýni Odds í þessari bar- áttu náði einnig til þess að vinna að því að skapa þeim sem unnu bug á sjúkdómnum aðstöðu til endur- , hæfíngar svo þeir yrðu færir um að taka þátt í venjulegu lífi. Eitt af því sem einkenndi Odd Ólafsson var hve mikill vinur hann var sjúklingum sínum. Hann hafði jafnvel samband við okkur áratug- um saman eftir að hælisvist okkar lauk. Slíkur maður hlaut því að uppskera ást og virðingu okkar. Það er oft sagt að maður komi í_ manns stað. Við, sjúklingar Odds Ólafssonar, fáum engan séð er þar komi til greina svo jöfnuður verði. í okkar huga var enginn sem Oddur. Við hjónin þökkum honum og fjölskyldu hans hjálp þeirra og umhyggju sem entist allt til hans hinstu stundar. Við sendum fyöl- skyldu hans okkar innilegustu sam- úðarkveðjur í þeirra miklu sorg. Karl Árnason Kveðja frá Læknafélagi íslands í dag er til moldar borinn Oddur Ólafsson, fyrrum yfírlæknir á Reykjalundi og alþingismaður. Hann andaðist á Reykjalundi 18. jan. sl. á 81. aldursári. Lokið er löngum og gifturíkum ferli og eftir standa merkin um ómetanleg störf jafnt á sviði læknis- fræðinnar sem á vettvangi félags- mála og fyrst og fremst í þágu berklaveikra og fatlaðra. Starfsemi sambands íslenskra berklasjúklinga og Vinnuheimilisins á Reykjalundi er samofin nafni Odds Ólafssonar og hið sama á við um starfsemi Öryrkjabandalags íslands síðar og starfið að Múlalundi og í Múlabæ. Oddur Ólafsson var hér alls staðar í forystu. Hann kynntist ungur berklum af eigin raun og ákvað að berjast fyrir heilsu og endurhæf- ingu berklasjúkra. Sjúkir komust til sjálfsbjargar og minnisvarðinn sem eftir stendur er um eitt mesta afrek þjóðarinnar á þessari öld. Þegar sigur var unninn yfír berkla- veikinni tók við baráttan fyrir mál- efnum fatlaðra og nú sýna merkin einnig verkin þar. Oddur Ólafsson naut fádæma trausts. Hann var því skipaður í og gegndi formennsku í fjölmörgum nefndum og ráðum, sem öðru frem- ur fjölluðu um velferðarmál og þá sérlega málefni berklasjúkra og fatlaðra, en hann átti einnig sæti í stjórnum alþjóðasamtaka, bæði um berklavarnir og um málefni öryrkja. Oddi Ólafssyni var sýndur margvís- legur heiður. Læknafélag íslands gerði hann að heiðursfélaga sínum vegna merkra starfa hans. Hinn aldni kollega og heiðurs- maður er nú kvaddur með virðingu og þökk og hluttekning vottuð að- standendum hans. Fleiri minningargreinar um Odd Ólafsson birtast í blaðinu næstu daga. I KYNNINGARFUNDUR I DAG Stjórmmarfélag íslands og Vinnuveitenda- samband íslands bjóða þér til kynningar á athyglisverðu stjórnunar- og upplýsingatœki, hugbúnaði fyrir tölvur, sem nefnist Greining ársreikninga. Hugbúnaðurinn er cetláður öllum þeim sem á einhvem háttfást við fjármálastjórn fyrirUvkja, hvort heldur er gerð langtíma áœriana cða daglcgan rekstur. Kynnittgin veríur hctldin ö Hótel UftleiSum, ró&stefnusnlnunt Nesi, fimmtvdtiginn 7.S. jnmiai 1990, frv (tl. 13-14. ■ ' Hl Stjórnunarfélag Islands . .. Am. __________________________________ Skrifstofutækninám Betra verö - einn um tölvu Tölvuskóli íslands S: 67 14 66

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.