Morgunblaðið - 25.01.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.01.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1990 Galli í þremur nýjum tog- urum smíðuðum í Noregi Skipasmíðastöðin byrjuð að lagfæra eitt skipanna UPP hefur komið galli í frágangi í lestum togaranna Björgvins EA og Snæfugls SU, en lestir þeirra eru ýmist notaðar fyrir ísfísk eða frystar afurðir. Þá hefur komið í ljós að stálplötur við stefni Bessa ÍS eru ekki jafn þykkar og þær áttu að vera og hafa þær því dældazt. Öll þessi skip eru ný, smíðuð í Flekkefirði í Noregi og telst skipasmíðastöðin að öllum líkindum bótaskyld nema víkja þurfí frá upphaflegri hönnun til að koma í veg fyrir gallana. Vélasalan hér í Reykjavík hefur umboð fyrir skipasmíðastöðina í Flekkefirði. Gunnar Friðriksson, forstjóri, vildi lítið tjá sig um þetta mál, en sagði að nú væri unnið að viðgerð á Snæfugli og ekki yrði vitað hvemig.til tæki st fyrr en því lyki. Hins vegar yrði allt gert sem hægt væri til að leysa þessi mál á farsælan hátt. í ljós hefur komið, að settar hafa verið þynnri stálplötur í byrðing Bessa ÍS frá Súðavík við stefni en tekið var fram í smíðasamningi. Áttu þar að vera 12 millimetra þykkar plötur en eru 7 millimetra. Vegna þessa hafa plötumar gengið inn að böndum að hluta, dældazt verulega. Ákveðið er að skipta um plöturnar hér heima, þegar skipið þarf í slipp til viðhalds. Kostnaður vegna þessa er óljós, en ekki er farið að ræða mögulega bóta- greiðslu Norðmanna. Togararnir Björgvin frá Dalvík og Snæfugl frá Reyðarfirði era systurskip, hönnuð bæði til ísfisk- veiða og frystingar um borð. Þegar skipin hafa verið að ísfiskveiðum, hefur komið í ljós að lestin lekur og vatn hefur komizt í einangran undir henni. Vatnið úldnar þar og verður lestin ónothæf vegna fýlu. I fyrra var lestargólfið í Björgvin brotið upp, skipt um einangran og steypt í það aftur. Einnig var þétt- ing á samskeytum í lestinni betram- bætt. Nú hefur komið í Ijós að þessi viðgerð hefur ekki dugað fyllilega því rakavottur hefur fundizt í ein- angruninni að nýju. Með framhaldið er beðið þar til viðgerð á Snæfugli lýkur að sögn Valdimars Bragason- ar, útgerðarstjóra Útgerðarfélags Dalvíkur hf., sem gerir Björgvin út. Hallgrímur Jónasson, útgerðar- maður Snæfugls, sagði, að þegar skipið hefði skipt yfir í ísfiskveiðar úr frystingunni, hefði komið í Ijós mikið vatn í einangrun. Þetta væri augljóslega smíðagalli, þar sem lestin héldi ekki vatni og því væri skipasmíðastöðin ábyrg hvað beinar lagfæringar varðaði. Hins vegar þyrfti útgerðin sjálf að standa und- ir kostnaði við siglingu til og frá Noregi og sjá um laun 7 skipvetja meðan á þessu stæði, en það væri lágmarksfjöldi til að sigla skipi af þessari stærð yfir úthafið. Viðgerð hefði hafizt 8 janúar og átt að standa í hálfan mánuði, en verkinu hefði seinkað. Síðan væri bara að sjá hvort viðgerðin dygði. VEÐUR Morgunblaðið/Sverrir Grafíð á Arnarneshæð Undirbúningur fyrir að steypa upp brúarstöpla á Amarneshæð er nú langt kominn og verður bytjað að steypa um helgina. Ráðgert er að sjálf brúin verði tilbúin næsta sumar. Lokið er að steypa svo- nefnd bergakkeri í vestanverðu gilinu og sprengjuvinnu er að mestu lokið. Þó er eftir að sprengja fyrir niðurfölium og lögnum. Stórvirk- ar vinnuvélar hafa að jafnaði verið á vinnusvæðinu, tvö bortæki, fímm gröfur og jafnmargir flutningavagnar. Verkið hefur gengið sam- kvæmt áætlun, og að sögn verkstjóra á vinnusvæðinu, ræður þar mestu hagstætt veður í vetur. Kópavogshæli: 4 starfemenn játa fjár- drátt á fé vistmanna VEÐURHORFUR í DAG, 25. JANÚAR. YFIRLIT í GÆR: Skammt vestur af Vatnajökli er 950 mb lægð sem þokast suður og síðan austur en yfir norðvestanverðu Grænlandi er 1018 mb hæð. í nótt fer að kólna í veðri, fyrst norðvestantil. SPÁ: Hvöss norðan- og norðaustanátt um allt land, að mestu úr- komulaust sunnan- og suðaustanlands, en annars staðar él. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Allhvöss norðan- og norðaustanátt á landinu öllu, víða él vestan- og norðanlands, en að mestu úrkomulaust annars staðar. Frost 5-7 stig. TÁKN: Heiðskírt x Norðan, 4 vinastig: ' Vindörín sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil flöður er 2 vindstig. Léttskýjað Hálfskýjað Alskýjað r r r~ r r r r Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða », ’ Súld OO Mistur 4 K Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 1 rigning Reykjavik 2 úrkoma Bergen 1 skýjað Helsinki 2 rigning Kaupmannah. 2 skúr Narssarssuaq +18 léttskýjað Nuuk +15 léttskýjað Osló 1 hálfskýjað Stokkhólmur vantar Þórshöfn 3 slydduél Algarve 16 skýjað Amsterdam 6 skúr Barcelona 14 léttskýjað Berlín 7 úrkoma Chicago 2 léttskýjað Feneyjar 4 þokumóða Frankfurt 8 skýjað Glasgow 1 slydduél Hamborg 6 skýjað Las Patmas 18 skýjað London 7 léttskýjað Los Angeles 10 heiðskirt Lúxemborg 6 skýjað Madríd 5 þoka Malaga 17 skýjað Mallorca 16 hálfskýjað Montreal 0 snjókoma New York 7 alskýjað Orlando 16 heiðskírt París 8 skúr Róm 14 hálfskýjað Vín 2 þokumóða Washington 8 alskýjað Winnipcg 13 skafrenningur ATHUGUN Ríkisendurskoðunar hefúr leitt í ljós að fjórir fyrrum starfsmenn Kópavogshælis, gjaldkeri og þrír deildarþroskaþjálfar, hafa dregið sér á þriðju milljón króna, frá 30 þúsundum til 1,5 milljón- ar króna, af fé sem vistmenn fá greitt frá Tryggingastofhun ríkisins en er í vörslu starfsmanna hælisins. Uppvíst varð um málið eftir að gjaldkerinn lét af störfum í byijun nóvembermánaðar. Hann játaði fyrir ríkisendurskoðun að hafa dregið sér 1,5 milljónir króna af peningum vist- mannanna. Athugun Ríkisendur- skoðunar náði einnig til annarra starfsmanna hælisins sem höfðu á hendi sjóðsvörslu og gengust þrír deildarþroskaþjálfar við fjárdrætti, frá 30 þúsund krónum til 650 þús- und króna. Þeir hafa látið af störfum hjá Kópavogshæli. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins hefur einn starfsmannanna fyrrverandi, endur- greitt það fé, nokkra tugi þúsunda, sem hann dró sér. í fréttatilkynningu sem stjórnar- nefnd Ríkisspítala hefur sent frá sér vegna þessa máls segir að nú þegar hafi verið gerðar ráðstafanir þannig að vistmenn muni ekki bera fjár- hagslegt tjón af málum þessum. Jafnfram sé verið að herða allt eftir- lit með vasapeningum vistmanna til að koma í veg fyrir slík atvik í fram- tíðinni. Málum á hendur starfsmönn- unum hefur verið vísað til RLR. Grindavík: Sparkaði í kvið 11 ára stúlku Arásarmannsins leitað RÁÐIST var á 11 ára stúlku á Ægisgötu í Grindavík um klukk- an ellefu á þriðjudagsmorgun og sparkað í kvið henni. Eftir skoðun á sjúkrahúsi fékk stúlkan að fara heim. Hún þekkti ekki árásarmanninn, sem réðst að henni þegar hún beygði sig eftir blaði sem hún missti í götuna, en gat gefið allgóða lýsingu á honum og telur hann vera 17-18 ára. Eftir árásina lá stúlkan ósjállbjarga af kvölum nokkra stund en komst síðan af sjálfs- dáðum á vinnustað fóður síns. Þá var árásarmaðurinn á bak og burt og var ófundinn í gærkvöldi þrátt fyrir víðtæka leit en ábendingar hafa borist um ferðir hans. Stúlkan var að koma úr skóla og var á gangi eftir Ægisgötu á leið til föður síns í vinnuna. Skammt frá húsi Vörubílastöðv- arinnar veitti hún athygli ungum manni, svarthærðum, klæddum svörtum leðuijakka og leðurbux- um, sem hún telur að sé 17-18 ára. Hún hélt áfram för sinni en missti skömmu síðar blað úr höndum sér. Hún beygði sig eft- ir blaðinu og var að rísa upp þegar hún sá að maður þessi stóð yfir henni. Hann sparkaði af afli í kvið henni og sagði: „Ég á eft- ir að hitta þig aftur.“ Meðan stúlkan engdist af kvölum í göt- unni gekk maðurinn burt í hægð- um sínum. Hún sá á eftir honum austur Hafnargötu og suður Mánagötu í átt að höfninni. Stúlkunni tókst að liðnum nokkr- um mínútum að rísa á fætur og komast til föður síns. Þaðan var farið með hana til læknis sem sendi hana á sjúkrahúsið í Kefiavík til frekari skoðunar. Stúlkan var marin eftir spark árásarmannsins en fékk að fara heim að lokinni skoðun á sjúkra- húsinu. Lögreglunni í Grindavík var tilkynnt um árásina um klukku- stund eftir að hún átti sér stað. Allt tiltækt lögreglulið var kallað út en leit bar ekki árangur. Að sögn Sigurðar Ágústssonar aðal- varðstjóra hefur lögreglunni bo- rist ábending um að skömmu síðar þennan dag hafi sést til manns sem kemur heim og sam- an við lýsingu stúlkunnar á árás- armanninum. Hann var þá við verslunarmiðstöð í bænum, stöðvaði gamlan rauðan Volvo- fólksbíl og fékk með honum far. Þeir sem veitt gætu nánari upp- lýsingar um ferðir manns þessa eru beðnir að hafa samband við lögreglu. Stúlkan sem ráðist var á er innfæddur Grindvíkingur og kannaðist ekki við að hafa séð piltinn áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.