Morgunblaðið - 25.01.1990, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 25.01.1990, Blaðsíða 49
MORGUNBLADIÐ FIMMXUDAGUR 25. JANÚAR 1990 49 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu . . . Athyglisverð grein S.J. hringdi: „Ég vil þakka fyrir athyglis- verða grein um Albaníu sem birtist í Morgunblaðinu sl. sunnu- dag. Það er sjaldan fjallað um þetta land sem er víst eitt lokað- asta land í heiminum. Því hefur lengi verið haldið fram af harðlínukommúnistum að þarna hafi tekist að koma á fyrirmynd- arþjóðskipulagi en margt bendir til að ástandið í þessu litla landi sé ekki betra en það var í Rúm- eníu til skamms tíma. Þess verð- ur varla langt að bíða að hulunni verði svipt af þessum sælureit Stalínismans. Það hefur lengi vakið'illan grun hve yfirvöldin í þessu landi hafa kappkostað að halda öllu leyndu, það gefur auga leið að einhverju er verið að leyna. Vonandi munu fjölmiðlar beina sjónum sínum meira að þessu landi í framtiðinni því forvitnilegt væri að vita meira um það þjóðskipulag sem þarna hefur þróast." Borgar almenningur brúsann? Einar Vilhjálmsson hringdi: „Ég hef verið að velta því fyrir mér varðandi þessi milljóna- gjaldþrot sem orðið hafa, hvort þau valdi ekki endanlega skerð- ingu á ki’ónunni og seðlaprentun sé látin jafna þau út. Þannig enduðu þau sem kaupmáttar- skerðing launamanna og þá er það í raun almenningur sem borg- ar brúsann. Hagfræðingar eða aðrir lærðir menn ættu að bijóta þetta til mergjar og upplýsa fólk um það sem er að gerast. Það virðist vera orðin sérgrein í rekstri að reka fyrirtæki til gjald- þrota.“ Köttur Rauðbröndóttur fressköttur fannst á flækingi við Ægisíðu fyrir nokkru. Upplýsingar í síma 14887. Læða Steingrá læða mað hvítar lopp- ur og hvítan blett á trýni fannst á flækingi fyrir nokkru. Hún er með blágræna hálsól en ómerkt og ratar greinilega ekki heim til sín. Upplýsingar í síma 26187. Týndur köttur Bröndóttur köttur fór að heim- an frá sér að Akurgerði 46 í gærmorgun. Vinsamlegast hring- ið í síma 678970 ef hann hefur einhvers staðar komið fram. Veski Brúnt peningaveski tapaðist í Hlíðahverfi á fimmtudag. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í Sigrúnu í síma 29358 eða 84051. Fressköttur Styggnr dökkbröndóttur fress- köttur með hvíta bringu og lappir hefur verið á flækingi við Sjafnar- götu síðan í haust. Hann er með ljósbláa ól en ómerktur. Upplýs- ingar í síma 11449. Úr Kvenúr fannst nálægt KR- heimilinu fyrir nokkrum dögum Upplýsingar í síma 23961. Góð þjónusta Dansunnandi hringdi: „Við hjónin brugðum okkur á dansleik í Ártúni um helgina. Við höfum gaman af að dansa en drekkum sjaldan áfengi. Til að njóta þess að dansa létum við áfengið eiga sig þetta kvöld og drukkum bara vatn. Við fengum þó alveg sérstaklega góða þjón- ustu hjá þjónunum þarna og vilj- um við þakka fyrir það.“ Tíundi tug- urinn er ekki enn byrjaður Til Velvakanda. Hér verður örlítið lagt af mörk- um til þeirrar umræðu, sem snýst um áratugi og aldamót, þ.e., hvort tíundi áratugurinn sé hafinn eður ei. Tíundi áratugurinn er ekki enn byijaður. Hann byijar árið 1991. Hugsum oss, að maður nokkur hafi fæðzt á þeirri stundu, er tíma- tal vort hefst. Gerum oss einnig í hugarlund, að þessi maður sé enn á lífi. Hann er þá 1989 ára árið 1990 að voru tímatali og málhefð. Skýrum þetta nánar. Gerum ráð fyrir, að í sérhveiju „siðmenntuðu“ samfélagi þyrftu þegnar þess að hafa á sér nafnspjöld, sem á væri skráður aldur og æviár hvers og eins handhafa. Hugsum oss Jón Jónsson í voru samfélagi. Gerum ráð fyrir, að hann sé orðinn 80 ára. Við orðið aldur á nafnspjaldi Jóns stæði talan 80, en við orðið æviár stæði talan 81. Jón er átt- ræður af þeirri einföldu ástæðu, að æviár hans er árið 81, en ekki 80, því að 80 ár eru að baki í æviferli hans. Sljörnu Oddi Nauðsyn æðri lífsambanda Til Velvakanda. Þegar þjóð, sem mikið hlutverk er ætlað, bregst köllun sinni, þá er henni voðinn vís. Hvernig má slíkt verða? Allt í tilverunni stendur í rök- réttu samhengi hvað við annað. Guðasamband er nauðsyn hverri þjóð. Meðan hún reynir að rækja það hlutverk sem henni er ætlað, nýtur hún sambands og magnanar frá lengra þróuðum lífstefnu- mannkynjum á öðrum hnöttum, en bregðist hún ætlunarverki sínu, þá rýfur hún þar með það sam- band og þá magnan, sem komist hafði á. Éftir það getur hún ekki velli haldið, og hlýtur að bíða lægra hlut í baráttunni fyrir til- veru sinni. Andleg og líkamleg reisn er merki sambands og sam- stillingar við æðri mátt, en hrörn- un og afturför er merki um hið gagnstæða. Ingvar Agnarsson ,,/!$hofitm ekkisekönd/ tvo klukkcrtímtx’" þegar á að klappa eða hlæja... Með morgunkaffinu Hvað verður um söfnunar- baukana ef hætt verður að slá tíkall-peninginn? Vík\erji skrifar Víkverji dagsins fagnar þeirri ákvörðun, að nú skuli eiga að ganga til lagfæringa og breyt- inga á Þjóðleikhúsinu. Sérstak- lega hefur Víkverji þá í huga þær lagfæringar, sem gerðar verða til að auðvelda fötluðu fólki að sækja Þjóðleikhúsið. Það er til skammar, hversu erfitt Þjóðleikhúsið er fötl- uðum og í raun ófært fólki í hjóla- stólum. En Víkveiji varð fyrir von- brigðum með að framkvæmdum við lyftu skyldi skotið á frest. En það eru fleiri fatlaðir en hreyfihamlað fólk. Og Víkverji vonar að hlutur þeirra, sem eru heyrnar- eða sjónskertir verði ekki látinn eftir liggja. Þá fyrst stendur Þjóðleikhúsið undir nafni, þegar allir geta sótt sýningar þess fyrir- hafnarlaust. XXX Víkverja blöskraði á dögunum, þegar hann heyrði sagt af því, að ekki hefði mátt gera verð- mæti úr ónýtum öldósum. Sagan var á þá leið, að innflutt léttöl, heill gámur , hefði fyrir mistök frosið á hafnarbakkanum í Reykjavík. Nú datt mönnum í hug, að gera mætti verðmæti úr dósunum með því a hella úr þeim ónýtu ölinu og setja þær síðan í endurvinnslu. En nei takk! Þegar til kom skipaði tollgæzlan trygg- ingafélaginu, sem dósirnar voru tryggðar hjá að urða þær á sorp- haugunum í Gufunesi. Þar er nátt- úrlega nóg pláss, eins og allir vita. Og auðvitað alltof mikil verð- mætasköpun í íslenzka þjóðfélag- inu. Eða þannig! xxx I* DV var á dögunum skýrt frá eftirlitslausum innflutningi á nagbeinum fyrir hunda. Bein þessi eru framleidd úr nautshúð og beinsagi og í Finnlandi hafa fund- ist salmonellusýkingar i svona beinum frá Austurlöndum. í DV kom líka fram, að auðvitað veit Hollustuverndin okkar, að margar vörur fyrir gæludýr geta valdið vandræðum. En nagbein heyra ekki undir hollustuverndina, held- ur á Rannsóknastofnun landbún- aðarins að handfjatla þau. Beinin koma þó aldrei til hennar kasta því þau eru flokkuð sem leður- vörur! Þannig lenda þau í öðrum tollflokki en gæludýrafóður al- mennt. Og Rannsóknastofnun landbúnaðarins hefur bara eftirlit með því sem er rétt tollflokkað! Það segir þó í DV, að nagbein séu ekki flutt inn til íslands frá Austurlöndum, heldur einhverjum traustum Evrópulöndum. Það er vonandi ekki vitlaust flokkað í landafræðinni líka. Hver ætti að yita það? HÖGNI HKEKK VÍSI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.