Morgunblaðið - 24.02.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.02.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1990 Bókarýni í dagblöðum Þankabrot um aðferðir og markmið Morgunblaðið/Ámi Sæberg „Auk alls skrifa menn um þessa vöru greinar í blöð ...“ Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Oft er haft á orði að bókin sé hljóðlegur miðill, hún krefjist þess eins að eignast lesendur. Þetta eru fögur orð sem því miður eru ekki sönn þótt óskandi væri. Bókin er hlutur meðal hluta, söluvara í sam- keppni við aðrar vörur og aldrei er hlutskipti hennar jafnundarlegt og fyrir jólin. Auglýsingar um bækur flestum auglýsingum litskærari, girnilegri og ísmeygilegri. Auk alls skrifa menn um þessa vöru greinar í blöð, sem ýmist eru nefndar bóka- umsagnir eða bókmenntagagnrýni. Hefur bókarýni tilgang? Dálítið lúin og snúin spurning sem þó er nauðsynlegt að bera upp öðru hveiju. Á tímum offramboðs og ijöldaáreitis hiýtur hlutverk bóka- rýninnar m.a. að felast í því að að- stoða lesendur við að finna bók við hæfi. Vel gerður hiutur á það skilið að á honum sé vakin athygli. Að sama skapi er óþarfi að þegja yfir illa gerðum hlut, hann verður ekkert verri þótt hreinskilnislega sé um hann fjallað. Vönduð bókarýni hlýtur þannig.að stuðla að stefnumóti góðra bóka og lesenda. Aðrir geta líka notið góðs eða ills af þessari þjónustu þótt þörfin sé þar minni. Ef bókarýnirinn stað- festir að tiltekið ritverk sé „gott“ leggst dómurinn á sveif með auglýs- ingunum, vera má að útgefandinn kætist og búist við aukinni sölu. Rithöfundar græða líkast til minnst á bókarýni og skiptir þá ekki máli hvort dómurinn birtir jákvæða eða neikvæða niðurstöðu. Þegar rit- höfundur er sammála tilteknum að- fmnslum hjá gagnrýnanda getur rit- dómurinn í besta falli verið eins konar varúðartilkynning. Varla get- ur slíkt samt talist eitt af aðalmark- miðum ritdóms — eða myndi heiðar- legur rithöfundur viðurkenna það að hann skrifaði bækur með það fyrir augum að þær féllu gagnrýn- endum í geð? Of jákvæður ritdómur getur ekki gert lélegan höfund skárri og að sama skapi er það ofmat á áhrifum bókagagnrýni að telja að of neikvæður ritdómur geti skaðað gott ritverk eða góðan rithöfund. Osanngjarn ritdómur getur ekki skaðað neitt annað en sjálfan sig og höfund hans. _ I framhaldi af þessu má vel viður- kenna að gagnrýnanda sé hollt að vera gagnrýndur fyrir verk sitt svo framarlega sem umræðan spólar ekki föst í ómálefnalegu leirflagi. Eigi umræðan að vera einhvers virði hlýtur hún að snúast frekar um rit- verk og gagnrýni en rithöfunda og gagnrýnendur. Það er t.d. hálf- vandræðalegt þegar aðfinnsla um ritdóm er þrisvar sinnum lengri en sjálfur dómurinn. Góð gagnrýni — slæm gagnrýni Hvaða kostum er góður gagnrýn- andi búinn og hvaða eiginleika verð- ur góð gagnrýni að hafa? Sá sem hér heidur á penna hefur undanfarið dvalið í V-Þýskalandi og er þess vegna í bili óvart dálítið hallur undir samanburðarfræði sem felst í iykilorðunum hér og heima. Þess vegna er hér í þessu greinar- korni vitnað í mola af borði fáeinna gagnrýnenda í Sambandslýðveldinu sem hafa gert tilraun til að klóra ofan af svarinu við ofangreindri spurningu. Bókarýnirinn er ekki fyrirfram forrituð lesvél. Hann er manneskja sem hefur gaman af því að lesa góðar bækur. Auk þess verður að ætlast til þess að hann búi yfir hæfi- leikum sem gera hann meira en í meðallagi vel fallinn til að lesa. Til að höndla það sem tiltekið bók- menntaverk hefur að færa verður hann sjálfur að hafa eitthvað að gefa — og vera fær um að leggja sjálfan sig í lestur verksins. Bóka- rýnirinn er summan af margs konar umhverfis-, upþeldis- og menntunar- þáttum. Þennan bakgrunn notar rýnirinn svo þegar hann skrifar umsögnina. Hinn útópíski bókarýnir er vel menntaður í bókmenntafræð- um, sögu og heimspeki, óhemju vel læs og lesinn, ótrúlega naskur á minnstu sem stærstu blæbrigði í menningarumhverfi sínu og síðast en ekki síst undursamlega ritfær. Gagnrýnandinn Gúnter Blöcker hef- ur komist svo að orði í þessu sam- bandi: „Eins og höfundurinn gefur sig óskiptan í verk sitt, í veikleika og styrkleika, þannig gefur bókarýn- irinn sig allan og allt það sem hann á: þekkingu, dómgreind, hugljómun, málfimi, lífsreynslu og óræðan per- sónuleika. Rýnirinn leitast við að fanga séreðli ritverksins með hjálp einstaklingseðlis síns, hann viður- kennir og efast, spyr, samþykkir og hafnar, allt með sundurgreinandi, jafnt sem villandi, eiginleikum sínum.“ Samkvæmt þessu getur úrskurður um gæði bókmenntaverks aldrei orð- ið jafnskýr og niðurstaða úr reikn- ingsdæmi, sama hversu hæfileik- aríkur bókarýnirinn er. Þótt greining og túlkun verks byggist á fræðileg- um vinnubrögðum hlýtur úrvinnslan að vera of huglæg til þess að allit' geti verið henni sammála. Þetta þýðir samt ekki að niðurstaða bók- menntafræðingsins sé minna virði en niðurstaða stærðfræðingsins. Hún byggir einungis á allt öðrum forsendum. Bókmenntir eru lista- verk og listin er víðfeðmari en svo að hún verði skýrð og skilgreind með aðferðum raunvísinda. I bók- menntalegri umræðu hefur enginn betra að færa en huglæg sannindi, ekki heldur sá sem heldur að hann mæli með mælistiku hlutlægninnar. Grunnurinn, sem sannindin byggja á, getur verið mismunandi, án þess að í slíku felist gæðamunur. Allt leiðir þetta af sér að tveir menn hvorki lesa né skilja sömu bók ná- kvæmlega eins. Að þegja eða segja Það er spurning hvort, og þá að hve miklu leyti, ritdómari á að túlka og meta ritverk. Hversu langt leyf- ist honum að ganga? Er ekki hætta á að hann grípi fram fyrir hendurn- ar á lesandanum og ræni hann þeirri gleði að fá að uppgötva leyndardóma tiltekins verks? Má vera. Til að forð- ast öfgar ofskýringa og oftúlkunar getur ritdómarinn fleygt sér í fang hinna öfganna og markað sér það hlutverk að skrifa útvíkkaðar kápu- umsagnir, lokkandi kynningar í aug- lýsingastíl á misjöfnu efni. Hann dregur þá fram það lofsverðasta og huggulegasta í hverri bók og þegir svo yfir hinu með það fyrir augum að styggja engan, vera ,jákvæður“, styðja við bakið á bóksölunni og þannig „gera veg bókarinnar sem mestan". Slíkt sjónarmið getur tæpast talist sanngjarnt, hvorki gagnvart bók- menntum, rithöfundum, bókaútgef- endum né ritdómurum. Bókarýnirinn hlýtur fyrst og fremst að hafa það takmark að sýna ritverkum og vænt- anlegum lesendum heiðarleika með því að endurspegla það mikilvægasta sem hann les í viðkomandi verki. Höfundum og bókaútgefendum get- ur þá hins vegar oft verið erfitt að sýna lipurð. Með því að segja sem flest frekar en að þegja yfir sumu tekur ritdómarinn áhættu sem vert er að taka. Einn fremsti bókarýnir í V-Þýskalandi eftir stríð, Marcel Reich-Ranicki, hefur orðað þennan vanda á svolítið hvatskeytlegan hátt: „Sá sem þorir ekki að ýkja (eða ganga of langt) ætti frekat' að verða bókhaldari eða apótekari, hann er á rangri hillu sem gagnrýnandi.“ Þessu viðhorfi fylgir áhættan að taka of djúpt i árinni, að segja hið umdeilanlega, jafnyel það sem illa stenst. Stutt er þá yfir í rangan og ósanngjarnan dóm. Hæpinn dómur þarf þó ekki að vera með öllu vond- ur, hann getur þvert á móti verið þroskavænlegur. Ef hann er afrakst- ur hugsunar en ekki tilviljunar- kenndrar skaphafnar eða einberrar fjandsemi, og sem óaðskiljanlegur hluti af persónuleika þess sem hann skrifar, þá getur hann kveikt fleiri álitlegri hugmyndir en veikburða hlutleysi eða varkár undanfærsla. Fátt er eins lúmskt og læðupoka- háttur sem biður um að verg. skilinn sem réttlætið sjálft. Áðurnefndur Gúnter Blöcker hefur orðað þetta á þversagnarkenndan og ögrandi hátt: „Það er til sannleikur sem opin- berast aðeins í villu einhvers." Kunningj agagnrýni Listumíjöllun á íslandi hlýtur allt- af að eiga við annars konar vanda að stríða en í fjölmennari ríkjum. Oft hefur verið rætt um að kunn- ingjatengsl, þetta ástand að „allir þekki alla“, geri málefnalegri um- ræðu erfitt um vik. Fyrr eða síðar er mönnum ruglað saman við við- fangsefnið og öll umræða missir flug og breytist fyrr en varir í skammir og vammir. Fyrir vikið þykir skiljan- legL að gagnrýnendur freistist til þess að fara mjúkum höndum um bókmenntaverk, leitist við að umorða einfalda hluti þannig að sem minnstum sársauka valdi. Þetta er virðingarvert svo lengi sem bók- menntaverkið fær réttláta umíjöllun. Þessari afstöðu fylgir svo ákveðin hætta. Mjúk gagnrýni getur verið sett fram af misskildu umburðar- lyndi, sem réttara væri þá að nefna undanlátssemi. Of vilhallur bókar- dómur slævir og svæftr. Hann styrk- ir samsæri þagnarinnar. Eða hvenær hefur t.d. einhver fyllst heilagri vandiætingu, skrifað í blöðin og kall- að mjúkan dóm „vondan“? Hvernig ber þá að líta á svo- nefnda kunningjagagnrýni? Á bóka- rýnirinn að forðast að ritdæma bæk- ur eftir vini og kunningja, eða leyf- ist honum jafnvel að sækjast eftir því? Hérna er um að ræða vanda sem er áberandi í íslenskum þókaheimi þótt vissulega þekkist hann annars Hawaii-rósir Blóm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir 154. þáttur. Langt er síðan hawaii-rós tók að ávinna sér vinsældir hér á landi sem glæsileg og farsæl jurt til ræktunar í eða við stofuglugga. Ekki er hún síður heppileg til ræktunar í gróðurskálum sem nú eru orðnir næsta algengir hvort heldur er í þéttbýli eða dreifbýli. Þar sem nægilegt rými er gefst tækifæri til ýmissa frávika frá venjulegustu ræktunaraðferðum og segir hér frá einni slíkri. „Upphafið af kynnum mínum af hawaii-rósum er það að fyrir fimm árum var mér gefin ein slík. Hún blómstrar bleikum, fylltum blómum. Þessi fyrsta planta lifði ekki af fyrsta veturinn, en ég hafði tekið afleggjara, sem náði að festa rætur. Sú planta óx og dafnaði og blómstrar mikið. Þegar hawaii-rósir eldast breiða þær mikið úr sér og jafn- vel þótt þær séu klipptar verulega verða þær mjög rúmfrekar. Þann- ig varð þetta með plöntuna mína, hún tók orðið alltof mikið pláss að mínu mati. Það varð því úr að ég tók nokkra afleggjara af henni og ákvað að reyna að gera úr þeim tré, því þau taka ekki eins mikið gólfpláss. Þar að auki voru mér gefnir angar af rauðu og gulu afbrigði. Það er ekki erfitt að ioma til afleggjara af hawaii- rós. Tekinn er 10-15 sm langur sproti, fjarlægð öll laufblöð nema tvö efstu, síðan er sprotanum stungið í vel raka mold. Um það bil Va er látinn standa uppúr. Að lokum er plastpoki settur yfir, og þess gætt að moldin þorni ekki. Þegar angarnir mínir fóru að vaxa, setti ég stuðningsprik í pott- ana til þess að vöxturinn yrði beinn. Pottarnir voru nú settir í góða birtu. Eftir því sem sprotam- ir stækkuðu voru þeir festir við prikin og þar að auki voru allir hliðarsprotar teknir af um leið og þeir birtust, þó þurfa alltaf að vera einhver laufblöð á stofninum. Nokkrar blómstruðu þetta fyrsta sumar. Mig minnir að þær hafi náð æskilegri hæð á rúmu ári, en stofninn er um það bil 1 metri. Þegar hæðin var hæfileg klippti ég toppinn ofan af þeim. Þá koma nokkrar hliðargreinar, sem mynda svo krónuna á trénu. Það þarf að klippa plönturnar til árlega, þann- ig að aðeins 10-15 sm af vexti síðasta árs eru skildir eftir. Þegar kemur fram í maí er plantan þriggja ára og var með útsprung- in blóm flesta daga, tvisvar sinn- um voru fimm blóm útsprungin í einu. Yfirleitt voru á henni u.þ.b. 40 knúppar. Hún var sett út tvisv- ar eða þrisvar á bestu sólardögun- um og virtist ekki bíða neinn skaða af því. Hawaii-rósir eru ekki þurftafrekar en þær þurfa þó áburð á vaxtartímanum og þær þola ekki að þorna mikið. Þær gefa til kynna þegar þær eru orðn- ar of þurrar, þá fara laufblöðin að hanga. Margrét Vigfúsdóttir." Kerfíspólitík eða sljómsýsla efitir Gunnar Bjarnason Allt verður gamalt, en það er verst fyrir atvinnustéttir og þjóð- félagið, þegar hið gamla kerfi vill ekki deyja. Búnaðarfélag íslands er nú raunar orðið rúmlega 150 ára gamalt. Það var stofnað á frjáls- lyndu tímunum í Danmörku á fyrri hluta 19. aldar. Það var ekki stofn- að af hændum, heldur af dönsku stjórninni og forystuna höfðu íslenzkir og danskir embættismenn. Það skyldi vera einskonar fram- faraskóii fyrir fátæka og fákunn- andi bændur íslands. Það gerði mikið gagn! Sams konar félög voru stofnuð um öll Norðurlönd og víðar í Evrópu. Þá voru engir búnaðar- skólar til. Víðast hvar, þar sem ég þekki til, hafa þessi ríkisreknu bún- aðarfélög verið lögð niður, nema á íslandi! Stofnaðir voru bændaskólar og búnaðarháskólar bæði fyrir land- búnaðinn, dýralækna, skógrækt, garðyrkju, landaskipulagsfræðinga og mjólkurfræðinga í sérreknum háskólum. Bændur menntuðust. Þeir mynd- uðu eigin félög um sérgreinar sínar og kostuðu sjálfir sitt félagskerfi fyrir áratugum. Á íslandi er þetta að bytja. Fyrst stofnuðu hrossa- bændur sitt sjálfstæða félag og nú hafa bæði kúabændur og fjárbænd- ur stofnað sín félög og starfa innan hins óháða Stéttarsambands bænda. Ríkið gæti sparað margar millj- ónir með því að afnema fjárveiting- ar til Búnaðarfélagsins. Það gæti notað / fyrstu helming af fjárfram- lagi til BÍ til að styrkja endurskipu- lagningu hins faglega félagskerfis bænda í sveitunum sjálfum. En þá þarf að endurskipuleggja búnaðars- amböndin. Þau ættu aðeins að vera íjögur: Bs. Vesturlands, Bs. Norð- urlands, Bs. Austurlands og Bs. Suðurlands. Ef ríkið greiddi t.d. .hálf laun fjögurra sérfræðinga í hverju sambandi, en bændur sjálfir hefðu metnað til að greiða annan kostnað í eigin þágu, þá yrði af því sparnaður á kostnað skattborgara og bændur hættu að hugsa um „áburðinn úr ríkiskassanum", sem er að gera ýmsa þeirra að metnað- arlausum ölmusumönnum undir forystu sk. „bændaleiðtoga“ sem grátklökkir í fjölmiðlum segja við alþjóð v við sem brauðfæðum þjóð- ina Eg hef aldrei borðað brauð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.