Morgunblaðið - 24.02.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.02.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/LESBOK STOFNAÐ 1913 46. tbl. 78. árg. LAUGARDAGUR 24. FEBRUAR 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sameining þýsku ríkjanna: Hafa ber samráð við EB og NATO - segir Margaret Thatcher Lundúnum, Dhaka, Leipzig. Reuter, dpa. MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að þegar í stað bæri að hefja alþjóðlegar viðræður um sameiningu þýsku ríkjanna tveggja. Kvaðst hún telja að móta þyrfti afstöðu til sameining- ar á vettvangi Evrópubandalagsins (EB), Atlantshafsbandalagsins (NATO) og á grundvelli Helsinki-sáttmálans. Þegar hefur verið ákveðið að fram fari viðræður Fjórveldanna; Bret- lands, Frakklands, Sovétríkjanna og Bandaríkjanna og fulltrúa þýsku ríkjanna um sameiningarmálin en Thatcher sagðist telja að hafa bæri samráð við fleiri ríki. Bresk stjórn- völd lýstu yfir því í gær að leitað yrði eftir nánara samstarfi við Frakka við stefnumótun á þessum vettvangi. Svíþjóð; Ný stjórn á þriðjudag Stokkliólmi. Frá Erik Liden, frcttaritara Morgunblaðsins. INGVAR Carlsson fær á mánudag traustsyfirlýsingu sænska þings- ins sem forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar og á þriðjudag mun hann leggja fram ráðherralistann. Skýrt var frá þessu í gær en ákveðið hefur verið að fresta stefnu- yfirlýsingu stjórnarinnar um viku vegna þings Norðurlandaráðs í Reykjavík. Carlsson lagði fram í gær nýjar tillögur í efnahagsmálunum og aflaði sér stuðnings kommúnista með því að falla frá banni við verkföllum og launahækkunum. Ingvar Carlsson fer ekki á þing Norðurlandaráðs í Reykjavík í næstu viku en vegna þess verður stefnuyfir- lýsing stjórnarinnar ekki flutt fyrr en á miðvikudegi í annarri viku. Mitterrand Frakklandsforseti, sem staddur var í gær í Dhaka í Bangla- desh, sagði á fundi með fréttamönn- um að sameining Þýskalands mætti ekki verða til þess að landamærum yrði breytt í Evrópu. Pólska ríkis- stjórnin er uggandi um að stjórnvöld í hinu nýja og sameinaða Þýskalandi geri tilkall til landsvæða sem Pólveij- um voru fengin í lok síðari heims- styijaldarinnar. Eru það ekki síst óljósar yfirlýsingar Helmuts Kohls kanslara V-Þýskalands sem skotið hafa Pólveijum skelk í bringu en stjórn kanslarans hefur vísað á bug beiðni pólsku ríkisstjórnarinnar um þátttöku í fyrirhugðum viðræðum um sameiningu ríkjanna tveggja. Shev- ardnadze, utanríkisráðherra Sov- étríkjanna, kvaðst í gærkvöldi telja kröfu Pólveija réttmæta. Sjá einnig: „Biðja A-Þjóð- veija . . .“ á bls. 20. Frjálsar kosningar í Litháen Reuter Fyrstu fijálsu þingkosningarnar í sögu Sovétríkjanna fara fram í dag, laugardag. Kosið verður í a.m.k. fimm lýðveldum þ. á m. Litháen. Samkvæmt skoð- anakönnun sem Gallup- fyrirtækið gerði fyrir breska dagblaðið The Daily Telegraph hyggjast um 54 pró- sent kjósenda styðja frambjóðendur Sajudis, hreyf- ingar þjóðemissinna, sem berst fyrir úrsögn landsins úr sovéska ríkjasambandinu. Flokki kommúnista, sem nýverið sagði sig úr lögum við stjórnvöld í Moskvu, er einungis spáð um 24 prósenta fylgi. Könnunin leiðir og í ljós að sjálfstæðiskrafa Litháa er helsta kosningamálið og kváðust tveir af hveijum þremur hlynntir því að stofnað yrði sjálfstætt ríki. Myndin sýnir stuðningsmenn Sajudis kynna einn fulltrúa hreyfingarinnar, sem býður sig fram í höfuð- borginni, Vilnius. Umbótasinnar boða til mótmæla víða í Sovétríkjunum; Stjómvöld óttast uppþot og mínna á hlutverk hersins Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph, dpa. MIÐSTJÓRN sovéska kommún- | istaflokksins hefur hvatt alþýðu manna til að hundsa með öllu mótmæli sem umbótasinnar og | Hitabylgja í V-Evrópu Reuter Suðlægir vindar hafa leikið um Vestur-Evrópu að undanförnu og minn- ast elstu menn þess ekki að veðráttan hafi verið svo mild í febrú- armánuði. Parísarbúar þyrptust í gær út í góða veðrið og sóluðu sig á bökkum Signu en á Atlantshafsströnd Frakklands mældist hitinn 25 stig, sem er 14 gráðum hærra en í meðalári. í Suður-Frakklandi flykkt- ust menn á baðstrandir, líkt og myndin sýnir, en á Suður-Spáni komst hitinn yfír 30 stig. í gæt' var 16 stiga hiti í Stokkhólmi og í Noregi þurfti að flytja snjó til skíðasvæða. Veðurfræðingar telja að kólna muni á ný um miðja næstu viku. hreyfíngar þjóðernissinna hafa boðað til víða í Sovétríkjunum á morgun, sunnudag. í gær var birt á forsíðu Prövdu, málgagns sov- éska kommúnistaflokksins, ávarp Dímítrí Jazovs varnarmálaráð- herra og hershöfðingjar og yfír- menn lögreglu gáfú í skyn að þeir væru reiðubúnir til að beita valdi snerust mótmælin upp í ógnun við sósíalismann. Búist er við því að hundruð þús- unda manna taki þátt í aðgerðunum. Skipuleggjendur þeirra segja að hæst muni bera kröfur um að hafnar verði hringborðsumræður stjórn- valda og stjórnarandstöðu líkt og gert hefur verið í öðrum rikjum A- Evrópu. TASS-fréttastofan sagði í gærkvöldi að í Moskvu óttuðust menn að átök brytust út. Mótmælin eru skipulögð í tilefni kosninga, sem fram fara nú um helgina í nokkrum lýðveldum Sovétríkjanna þ. á m. í Litháen. Viðvörun miðstjórnarinnar var birt í dagblöðum í gær auk þess sem skýrt var frá henni í útvarpi og sjón- varpi. í henni sagði að öfgamenn stæðu að baki mótmælunum og ein- kenndi and-sovéskur áróður og villi- mennska málflutning þeirra. Pravda birti ávarp Jazovs varnarmálaráð- herra þar sem hann lýsir m.a. yfir því að sovéskir hermenn muni beij- ast gegn sérhverri tilraun til að grafa undan hugmyndafræðilegum grund- velli kommúnismans. Hershöfðingi einn, Grígorí Krísvoshejev, sagði í viðtali við Moskvu-útvarpið að stöð- ugleiki í Sovétríkjunum væri undir hernum kominn; „Herinn hefur ætíð varið landið og tryggt stöðugleika." Mike Keller, blaðamaður The New York Times, sem staddur er í Bakú í Sovétlýðveldinu Azerbajdzhan segir ýmislegt benda til þess að stjórnvöld hafi skipulagt óeirðirnar í borginni í síðasta mánuði. Þar með hafi verið fengin tylliástæða til að senda her- afla inn í lýðveldið til að bijóta á bak aftur hreyfingu þjóðernissinnaðra múslima. Keller tekur fram að óyggj- andi sannanir séu ekki fyrir þessu en hann kveðst hafa heimildir fyrir því að embættismenn kommúnista hafi m.a. staðið fyrir stofnun vopn- aðra sveita Azera. Stjórnvöld í Moskvu réttlættu þá ákvörðun að senda herinn á vettvang með tilvísun til þess að vopnaðir öfgamenn hygð- ust steypa stjórn lýðveldisins. Lettland: Flokkur kommún- ista lagður niður? Moskvu. Reuter KOMMÚNISTAR í Sovétlýðveldinu Lettlandi koma saman til fundar í dag, laugardag, þar sem framtíð flokks þeirra verður til umræðu. Viðmælendur iZeuters-fréttastoíúnnar boðuðu í gær að hann yrði lagður niður og nýr og óháður flokkur jafnaðarmanna stofnaður. Talsmaður umbótasinna í röðum lettneskra kommúnista skýrði frá því að rætt yrði um stofnun nýs flokks, sem yrði með öllu óháður stjórnvöldum í Moskvu. Kvað hann og hugsanlegt að nafni flokksins yrði breytt. „Hugmyndin er sú að stofna flokk í líkingu við flokka jafnaðarmanna í Vestur-Evrópu," sagði hann. Um eittþúsund fulltrú- ar sitja fundinn. Blaðamenn í Ríga, höfuðborg Lettlands, sögðu að umbótasinnar væru í minnihluta og kváðu því hugsanlegt að kom- múnistaflokkurinn myndi klofna. Kommúnistar í nágrannaríkinu Litháen hafa þegar sagt sig úr lög- um við ráðamenn í Moskvu og hef- ur sú ákvörðun aukið vinsældir þeirra meðal alþýðu manna í lýð- veldinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.