Morgunblaðið - 24.02.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.02.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRUAR 1990 31 Guðbjörg Bjömsdóttír Sandgerði - Minning Fædd 12. júlí 1899 Dáin 13. febrúar 1990 í dag verður til moldar borin frá Hvalsneskirkju amma mín, Guð- björg Björnsdóttir, Suðurgötu 25, Sandgerði, en hún lést þann 13. þessa mánaðar á sjúkrahúsinu í Keflavík á 91. aldursári. Begga amma fæddist 12. júlí 1899 á Róðhóli í Sléttuhlíð í Skaga- firði, dóttir hjónanna Björns Sig- mundar Péturssonar, er fæddist 1863 að Fjalli í Sléttuhlíð, og konu hans Þóreyjar Sigurðardóttur, fædd 1872 í Garðshorni á Höfðaströnd. Þau hjónin bjuggu framan af á Róðhóli, síðan á Krákustöðum í Hrolleifsdal, en 1906 brugðu þau búi og fluttust til Hofsóss, þar sem Björn stundaði búskap og sjóróðra eins og þá tíðkaðist í kauptúnum og bæjum við sjávarsíðuna. Var amma önnur í röð ijögurra systk- ina, en hin voru bræðumir Ágústín- us er fæddist 1897, Sigurður Stefán fæddur 1903 og Maron fæddur 1911. Ágústínus lést 1938 og Sig- urður 1975, en Maron er búsettur í Sandgerði. Ungri að árum var ömmu komið í fóstur hjá Ólafi kaupmanni Jens- syni á Hofsósi og konu hans Lilju Haraldsdóttur. Þar ólst hún upp og dváldist hjá þeim og starfaði undir þeirra handleiðslu fram yfir tvítugt. Þarna hefur henni vafalaust liðið vel og talið sig standa í mikilli þakk- arskuld við þessi sæmdarhjón sem reyndust henni sem hinir bestu for- eldrar. Til marks um það lét hún einkason sinn heita eftir Haraldi syni þeirra hjóna, en hann fórst með Oldunni frá Akureyri þann 14. maí 1922 rétt liðlega sextán ára að aldri. Árið 1924 fluttist amma með foreldrum sínum og bræðrum, að Sigurði undanskildum, sem ólst upp annars staðar, til Siglufjarðar og bjó fjölskyldan lengst af við Suður- götu þar í bæ. Fékkst amma við flest þau störf er til féllu. Á sumrin stundaði hún síldarsöltun, en á vet- urna var oft erfiðara um atvinnu. Fékkst hún þá aðallega við sauma- skap, enda bráðlagin til slíkra verka, og hvers kyns atvinnu tengda fiskiðnaði. Amma giftist aldrei, en 3. október 1926 eignaðist hún föður minn, Harald Sveinsson, með Sveini Jóhannessyni, en hann var frá Siglufirði. Ólst faðir minn þar upp hja ' móður sinni, ömmu oj afa. Honum helgaði amma alla sína krafta og umhyggju og var ætíð með eindæmum kært á milli þeirra mæðgina. Lagði hún sig mjög fram við að veita honum það uppeldi, aðbúnað og tækifæri er tíðkuðust og þóttu best við hæfi ungra manna í þá daga. Hann er búsettur í Sand- gerði, giftur Sigurbjörgu Guð- mundsdóttur frá Bala á Stafnesi, og eiga þau fimm uppkomin börn. Þau eru auk undirritaðs, sem er elstur, fæddur 1953, Guðbjörg fædd 1954, Sigrún Hjördís fædd 1955, Haraldur Birgir fæddur 1965 og Helgi fæddur 1967. A Siglufirði bjó amma alveg fram undir 1960. Björn faðir hennar lést 1938, en móðir hennar 1947. All- mörg seinustu ár sín á Siglufirði bjó hún hjá þeim sæmdarhjónum Skafta Stefánssyni og Helgu Jóns- dóttur á Nöf. Þau og böm þeirra reyndust ömmu einstaklega vel og voru þarna á milli miklir kærleikar. Var henni jafnan tíðrætt um heimil- isfólkið á Nöf með mikilli virðingu og ástúð og mátti af því ráða að henni hafi verið tekið sem einni af fjölskyldunni. Allt þetta sannreyndi undirritaður þegar hann átti þess kost sumarið 1960, þá sjö ára að aldri, að dvelja um nokkurra vikna skeið hjá ömmu í síldinni á Siglu- firði. Minnist ég þessa tímabils með mikilli gleði og ánægju, þar sem hlýtt viðmót, gestrisni og höfðings- skapur hjónanna á Nöf kom berlega í ljós. Þarna átti ég þess jafnfram kost að kynnast einni af aldavinkon- um ömmu, Rúnu, Guðrúnu Sigurð- ardóttur, sem búsett er á Hofsósi, en hennar vináttu mat amma afar mikils. Eftir 1950 fór amma að sækja atvinnu suður, aðallega til Suður- nesja, og fékkst hún við ýmislegt það er til féll, ráðskonustörf í mötu- neytum, saumaskap, fiskvinnslu og þess háttar. Þetta var þó bundið við vetrarvertíðina, því áfram hélt hún að salta síld á sumrin á Siglu- firði. Um 1960 flytur hún svo alfar- in suður, en lét þó aldrei hjá líða að bregða sér norður í síldina þau sumur sem hennar naut við á Siglu- firði, þ.e. fram á miðbik sjöunda áratugarins. Við eldri systkinin munum vel eftir þessum seinustu sildarsumrum, því á vorin kom venjuiega sú leiðindafregn að amma væri á leið á síld eina ferðina enn og hennar nyti því ekki við allt sumarið. Gleðina tókum við þó jafn- an aftur að hausti, þegar fréttist að Beggu ömmu væri aftur von frá Siglufirði. Og ekki þótti það lakara að hún kom jafnan færandi hendi. Var þess þá beðið með óþreyju allan daginn að hálf-tólf rútan kæmi til Sandgerðis og urðu einatt miklir IíV innréttingar, Dugguvogi 23, gæðanna vegna Framleióum eldhúsinnréttingar, fataskápa, baöinnréttingar og sólbekki. Leitió tilboóa. Eigum baóinnréttingar álager. Opið í dag frá kl. 10-18 og sunnudag frá kl. 13-18. Sími35609. fagnaðarfundir er amma svo loksins birtist. Framan af bjó amma nokkur ár í Sandgerði og var allaf jafn indælt að sækja hana heim og þiggja af henni góðgerðir. Síðan fluttist hún til Keflavíkur, þar sem hún var búsett í sjö til átta ár að Vallargötu 3 hjá Elínu Sigurðardóttur, mikilli indæliskonu. Þar kunni amma prýðilega við sig og reyndist Elín henni hinn mætasti vinur og félagi í sambýlinu, enda tókst með þeim stöllum ævarandi vinátta. Oft var glatt á hjalla hjá þeim ömmu og Elínu og virkileg unun að sækja þær heim og ekki voru trakteringar af lakara taginu. í þeim efnum er mér ljúft að minnast skólaáranna í Keflavík, æfingum við Tónlistar- skólann fram undir kvöldmat, en rútuferð til Sandgerðis ekki fyrr en um áttaleytið og gekk þetta svona fyrir sig einu sinni í viku allan vetur- inn. Þá hafði maður nú aldeilis ekki áhyggjur af götóttum stundaskrám, þeim var bókstaflega fagnað. Þarna gafst jú tækifæri til að heilsa upp á Beggu ömmu, ekki bara heilsa, því svo dekraði hún við mann í mat og drykk og lagði metnað sinn í að hafa til heitan kvöldverð í svang- an munn, þar sem þess var vand- lega gætt að einhveijir af uppá- haldsréttunum væru á boðstólum og þeim jafnan skolað niður með kældu maltöli. Upp úr 1970 fluttist amma síðan aftur til Sandgerðis, þar sem hún bjó hjá svilkonu sinni, Margréti Pálsdóttur, hinni mestu ágætis- konu, en hún var systir Fjólu konu Marons sem amma hafði jafnan miklar mætur á sem og börnum þeirra hjóna. Framan af bjuggu þær á Lágafelli, Suðurgötu 16, en Mar- on hafði byggt það hús ásamt tengdafólki sínu, fólk sem var ömmu mjög kært og henni var mjög hlýtt til. Síðan fluttu þær Margrét að Suðurgötu 25 þar sem amma bjó til dauðadags. Margrét reyndist ömmu í hvívetna hin ágætasta sómakona, enda leið ömmu þarna framúrskarandi vel. Vil ég koma á framfæri innilegu þakklæti til Margrétar og Elínar fyrir einstaka ljúfmennsku og vináttu við ömmu, sem hún mat að verðleikum og raunar alls þess sómafólks sem hér hefur verið getið og enn lifir. Begga amma var hin mesta myndarkona, fremur hávaxin, grannholda, dagfarsprúð, blíðlynd og hæglát og skipti nánast aldrei skapi. Ekki var flumbruskap eða fyrirferð til að dreifa í hennar fram- komu, heldur fágun og fínleiki og vildi hún jafnan láta hafa sem allra minnst fyrir sér. Á þetta ótvírætt stærstan þátt í því hversu einstak- lega vel henni lynti við samferða- fólk sitt. Trú var hún og trygglynd með afbrigðum og einlægur vinur án þess þó að flíka mjög tilfinning- um sínum. Amma var hörkudugleg til allra verka, reglusöm, snyrtileg og hin mesta hannyrðakona. Þess bera vitni hin fjölmörgu völundar- verk sem hún skóp, hvort heldur það var með pijónum, heklunál eða saumnál. Slík vinna var hennar yndi, enda gat hún sinnt slíku óskipt eftir að hún hætti að vinna erfiðsvinnu upp úr sjötugu. Tónelsk var amma og hafði unun af bóka- lestri. Heilsuhraust var hún um ævina, alla tíð ungleg með mikið og sítt hár niður að mitti, dökkt, sem lítt var tekið að grána þótt áratugirnir yrðu rúmir níu. Hárið fléttaði hún hvem morgun og vafði fléttunum um höfuð sér og festi með nælum, pijónum og spennum, allt eftir kúnstarinnar reglum. Þótti okkur systkinunum það jafnan hið - mesta völundarvirki af henni að fá hárið til að ganga upp, án þess að nokkuð gengi af, en slíkt tók dá- góða stund. Amma hélt óskertu andlegu atgervi sínu allt til hinstu stundar. Hún hafði gaman af að ferðast og eru mér mörg ferðalög með henni minnisstæð, hvort heldur um var að ræða lengri ferðir til Siglufjarðar, auðvitað með viðkomu á Hofsósi til að heilsa upp á Rúnu, eða styttri ferðir t.d. á Hrafnistu, þar sem heilsað var upp á Helgu á Nöf eða náfrænku ömmu, Guðrúnu Vilmundardóttur, en þær voru mjög samrýndar frænkurnar. Okkur systkinunum var Begga amma hin dýrmætasta eign, sólar- geisli, jafnframt því að vera alltaf fastur punktur í tilverunni. Að hætti góðra amma sagði hún okkur sögur og ævintýri sem hún kunni ógrynni af og var jafnan unun á að hlýða. Henni var í hvívetna mjög umhugað um velferð okkar og sífellt að læða að okkur hvers kyns gjöfum og góðgæti. Hið sama endurtók sig síðan með langömmubörnin sem kveðja hana með söknuði og þakk- læti. Mér þótti undurvænt um Beggu ömmu og sár söknuður fyll- ir hugann að leiðarlokum, en jafn- framt gleði og ánægja yfir að hafa fengið tækifæri til að njóta hennar svo lengi sem raun ber vitni. Ég er jafnframt afar stoltur yfir að hafa átt slíkan mannkost fyrir ömmu sem Guðbjörgu Björnsdóttur. Að síðustu votta ég föður mínum innilegrar samúðar vegna móður- missisins og bið honum Guðs bless- unar. Gunnar Wesperh itablásarar SnyderGeneral Corporation í rúman aldarfjórðung hafa WESPER hitablásarar verið í fararbroddi hér á landi vegna gæða og hagstæðs verðs. Þeir eru sérhannaðir fyrir hitaveitu. Pípur í elementum eru nú smíðaðar úr nýrri málm- blöndu, sem er snöggtum sterkari en áður. Eftirtaldar stærðir eru nú fyrirliggjandi: 6235 8775 k.cal. 900 sn./mín. 220V 1 fasa 15401 / 12670 20727/ 16370 22384/ 18358 30104/24180 k.cal. 1400/900 sn./mín. 380V 3ja fasa WESPER UMBOÐIÐ, Sólheimum 26,104 Reykjavík. Sími 91-34932. ^ V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.