Morgunblaðið - 24.02.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.02.1990, Blaðsíða 35
, MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR .24., FEBRÚAR 1990 ,35 STYKKISHOLMUR 9. bekkur grunnskólans stundar lærdóm í sólarhring 9bekkur grunnskól- • ans í Stykkishólmi hét því fyrir nokkru að hafa kennslustund í skól- anum í heilan sólarhring. Þetta skyldi verða til að afia fjártil ferðalags um landið í sumar eins og alltaf er gert. Tóku þau á móti áheitum bæjarbúa og gjöfum. Eins bökuðu þau og framleiddu pizzur og seldu bæjarbúum. Þetta tókst mjög sæmi- lega og um níuleytið fyrri daginn þegar ljósmyndari og fréttaritari komu upp í skóla voru allir í önnum við að baka og koma send- ingum af stað. Síðan var farið upp að læra og var sérstök stundaskrá útbúin af nemendum fyrir sólar- hringinn. Voru nemendur alveg vissir um að allt gengi vel eftir henni. — Árni Hópur 9. bekkjar grunnskólanema bakstri. Stykkishólmi í pizzu- GRINDAVIK Sungið og dansað í grunnskólanum HJONABÖND Vonarglæta hjá Trunip-hj ónunum Igrunnskólanum í Grindavík hefur verið talað um að kennarar og nemendur 7.-9. bekkja væru orðnir værukær- ir um gamla og góða siði eins og að koma saman og syngja og jafnvel dansa. Þess í stað væru kvöldskemmtanir farnar að ganga út á að hittast og horfa á myndband þar sem allir eru óvirkir og láta mata sig. Til þess að sporna við þess- ari þróun tóku þessir aðilar sig til og héldu kvöldvöku í félagsheimilinu Festi fyrir skömmu. Áður en kvöldvakan var haldin hafði Sigurður Guðmundsson, námstjóri í fé- lagsmálum, sennilega betur þekktur undir nafninu „Siggi frá Leirá“ kom- ið í heimsókn og lagt línurn- ar. Undirbúnir voru söngvar þar sem hver árgangur leiddi einn söng auk nokkurra söngva sem Sigurður kenndi hópn- um. Hver bekk- ur fékk það hlutverk að auki að und- irbúa skemmt- iatriði. Síðan en ekki síst var farið yfír nokk- ur gömludansa- spor sem flestir nemendur þekktu ekki nema af orð- át. Mikla athygli vakti þó nýstárleg útfærsla kennara á hinu kunna ævintýri um Rauðhettu. Dansamir voru síðastir á dagskránni. Þeir byijuðu á marseringu og eftir að hafa marserað var talið í vals og polka og farið var í „kokkinn". Þeir sem hæst höfðu látið um að láta ekki hafa sig út í hvað sem er, dönsuðu eins og þeir ættu • lífið að leysa og endaði kvöldvakan síðan rétt fyrir miðnætti. Sigurður Guð- mundsson lét það fylgja loka- orðum að þetta hefði aðeins verið byijunin og framhaldið væri í höndum heimamanna og það er von allra sem stóðu að þessu að framhald verði á. FÓ Skemmtiatriði ágætum. nemenda tókust með spon. Kvöldvakan sjálf hófst síðan eins og vera ber á fjöldasöng þar sem enginn lét sitt eftir liggja. Skemmtiatriði fylgdu siðan á eftir. Þar voru á ferðinni söngvar um kennara, leik- þættir og skyr- .... , . ... , , .. Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Alhr í salnum toku þatt í ijoldasongnum. IllUliRS FORSETADOTTIR Kynningarkvöldverður langardagskvöld á aðeins kr. 750,- Ekki virðist öll nótt úti enn í hjónabandi Donalds Trumps, eins auðugasta manns Bandaríkjanna, og eiginkonu hans Ivönu. Donald eyddi helginni á sveitasetri þeirra hjóna á Palm Beach en þangað hafði Ivana flúið í síðustu viku nieð börnin þijú. Tals- maður Donalds gaf út yfirlýsingu eftir helg- ina þar sem sagði að þau hjónin hefðu átt „ástúðlega samverustund“. Ástæðan fyrir því að Ivana flúði með börnin í burtu úr glysnum og glaumnum í New York var sögð sú að nokkuð 'óvænt hefði komið upp á þegar þau hjónin voru á skíðum í Aspen í Colorado-fylki. Einhver hvíslaði því að Ivönu að ljóskan Marla Marples sem þar stundaði einnig vetrarí- þróttir hefði átt vingott við Donald. Slúður- blöðin höfðu það eftir Mörlu að sjaldan hefði hún átt annan eins ástarfund eins og með Donald. Sá hefur neitað staðfastlega en vin- ir hans segja að Marla sé svo sannarlega ekki sú fyrsta sem Donald tekur frillutaki. Donald Trump hefur auðgast gífurlega undanfarin ár á fasteignabraski og á nú fleiri skýjakljúfa en tölu verður á komið. Aðferð Donalds er sú að kaupa hús úr þrotabúum og reisa glæsihallir á lóðinni. Það var í þessum stíl sem hann keypti lysti- snekkju af Adnan Kashoggi á 29 milljónir dala og gaf henni nafnið Prinsessa Trumps en skömmu síðar var vopnasalanum fræga stungið inn. Nú hefur snekkjan verið gerð upp, er metin á 100 milljónir dala og heitir Drottning Trumps. Reyndar hyggst Donald selja hana og fá sér aðra stærri fyrir 175 miíljónir dala og bíða menn í ofvæni eftir því hvað hún muni heita. Donald og Ivana kynntust á ólympíuleik- unum í Montreal árið 1976 en hún var eitt sinn í ólympíuliði Tékkóslóvakíu. Nú hafa þau verið gift í tólf ár og Ivana víst orðið að þola margt. Hún hefur að nafninu til verið hótelstýra Plaza-hótelsins í New-York en Iaunin voru óvenjuleg, einn dalur á ári og ótakmarkað leyfi til fátakaupa. Þegar skilnað ríka fólksins ber á góma fara menn MiHjarðamæringurinn Donald Trump og eiginkona hans Ivana sem var eitt sinn í ólympíuliði Tékkóslóvakíu. Á innfeldu myndinni er fyrirsætan og leikkonan Marla Marples sem að sögn átti vingott við Donald Trump. að velta fyrir sér þeim fjárhæðum sem eru í spilinu. Samkvæmt samningi sem Donald hefur gert við Ivönu ber henni ekki meira en 20 milljónir dala við skilnað auk húss í Greenwich og forræðis yfir börnunum þrem- ur. Þykir mönnum það heldur snautlegt í ljósi þess að eigur Donalds eru metnar á l'h — 2Vi milljarð dala. Einhver sagði að sennilega kostaði baðherbergið í nýju snekkjunni Donald meira en skilnaðurinn. Lögfræðingur Ivönu fór í síðustu viku fram á Plaza-hótelið og Boeing 727 einkaþotu þeirra hjóna fyrir hennar hönd auk 130 milljóna dala í reiðufé til viðbótar við það sem samningurinn kveður á um. Pattí Davis ber af sér sögusagnir Patti Davis, dóttir Ron- alds Reagans, fyrrum Bandaríkjaforseta og konu hans Nancy, er nú að slá botninn í þriðju skáldsögu sína og þótt hún hafí ekki enn slegið í gegn sem rithöf- undur þykir hún efnileg. Henni gengur hins vegar erfiðlega að hrista af sér sögusögn um að hún vinni á bak við tjöldin með ævi- sagnaritara að nafni Kitty Kelly, sem er nú að taka saman bók um Nancy Reag- an og lofar að draga ekkert undan. Sjálf sendi Nancy nýlega frá sér bók um lífshlaup sitt. Patti Davis PattiDavis erekki ánægð með að vera bendluð við bókina sem Kelly er að semja. Ogtelur Patti að Kelly ali á grunsemdum um aðild sína að bókinni með tvíræðum yfirlýsingum. Matsedill: Laxapaté m/kavíarsósu ☆ ☆ ☆ Innbakad lambalœri m/madeirasósu ☆ ☆ ☆ Kaffi Borðapantanir ísíma 29670. ■....... SH) KLOBBNUM Borgartúm 32

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.