Morgunblaðið - 24.02.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.02.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1990 • • Oskudagur á Lækjar- torgi og í Bláfjöllum Á öskudag undanfarin ár hafa hafa verið klædd í furðuföt og börn og unglingar komið niður málað sig í framan. í miðbæ og brugðið á leik, þau Bömin hafa að sjálfsögðu með Athugasemd Sunnudaginn 18. febrúar birtist á 2. síðu í Morgunblaðinu frétt frá bændafundi sem haldinn var á Hótel Selfossi þann 14. febrúar. í fréttinni eru höfð eftir mér tiltekin ummæli um gjaldtöku dýralækna fyrir læknisaðgerðir og aðra þjónustu. Vegna þessarar fréttar vil ég taka eftirfarandi fram: Á umræddum bændafundi hafði ég í framsögu fjallað um nýgert samkomulag um kjaramál milli Stéttarsambands bænda, aðila vinnumarkaðarins og ríkisvalds- ins_. í því sambandi lagði ég áherslu á að bændur þyrftu að vera vel á Lögreglan samþykkir samningmn FÉLAGAR í Landssambandi lögreglumanna samþykktu með 58,9% atkvæða samkomulag sem gert var 2. febrúar um framlengingu og breytingu á kjarasamningi sambandsins við ríkissjóð. 297 af 619 félagsmönnum tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. 175, eða 58,9%, sögðu já, 105, eða 35,4%, sögðu nei. Auðir seðlar og ógildir voru 17, sem er 5,7% greiddra atkvæða. verði gagnvart hvers konar hækk- unum sem verða kynnu á kostnað- arþáttum búrekstrarins. í almennum umræðum var spurt hvort Stéttarsamband bænda muni líta eftir því að gjald- skrá dýralækna sem landbúnaðar- ráðuneytið gefur út sé haldin. í svari greindi ég frá því að Stéttarsamband bænda hefði á sl. ári fengið til athugunar reikninga vegna dýralæknisþjónustu frá þremur bændum. Hefði verið ósk- að eftir úrskurði landbúnaðarráðu- neytisins um það hvort reikningar þessir væru í samræmi við núgild- andi gjaldskrá fyrir dýralækna. Svar ráðuneytisins lægi nú fyrir og kom í ljós að nokkrir þessara reikninga væru ekki í samræmi við gjaldskrá. Orðaði ég þetta þannig í svari mínu „að í nokkrum tilfellum hefðu dýralæknar verið full fingralangir". Þetta bendir til að ástæða sé til að fara ofan í þessi mál og gleggri skýringar þurfi að fylgja gjaldskránni. Hákon Sigurgrímsson framkvæmdasljóri Stéttar- sambands bænda ■ ÞRIGGJA daga gönguskíða- námskeið, sérstaklega ætlað full- orðnu fólki og öllum þeim sem vilja styrkja líkamann með útiveru undir leiðsögn Guðmundar Hallgrímsson- ar hefst á Miklatúni sunnudaginn 24. febrúar. Skráning og upplýsing- ar eru í Sportbúð Kópavogs. FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM 23. febrúar. FISKMARKAÐUR hf. í Hæsta verð Hafnarfirði Lægsta verð Meðal- verð Magn (lestir) Heildar- verð (kr.) Þorskur 81,00 40,00 78,54 45,176 3.548.291 Þorskur(óst) 76,00 53,00 73,55 18,219 1.340.081 Ýsa 122,00 68,00 108,66 14,800 1.608.197 Ýsa(ósl.) 112,00 68,00 90,04 4,182 376.560 Karfi 32,00 32,00 32,00 0,413 13.216 Ufsi 48,00 48,00 48,00 10,760 516.480 Steinbítur 35,00 27,00 31,39 9,125 286.432 Steinbitur(ósl.) 31,00 25,00 29,24 . 15,666 458.123 Langa 58,00 48,00 50,13 1,640 82.220 Lúða 600,00 255,00 366,34 0,874 320.000 Koli 50,00 50,00 50,00 0,032 1.600 Keila 26,00 26,00 26,00 0,316 8.214 Keila(óst) 26,00 23,00 23,91 1,781 42.586 Skötuselur 260,00 260,00 260,00 0,081 21.060 Undirmál(óst) 40,00 40,00 40,00 1,765 70.600 Rauómagi 92,00 92,00 92,00 0,017 1.564 Kinnar 94,00 94,00 94,00 0,024 2.256 Gellur 240,00 200,00 225,00 0,080 18.000 Hrogn 151,00 141,00 144,17 0,440 63.436 Blandað 41,00 40,Q0 40,78 2,282 Samtals 69,49 127,672 Á mánudag verður selt óákveðið magn úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík 93.062 8.871.978 Þorskur Þorskur(óst) 83,00 77,00 61,00 67,00 77,74 73,93 ,267 15,4081.1- 39.172 3.441.213 Ýsa 97,00 78,00 80,38 18,071 1.452.626 Ýsa(óst) 100,00 60,00 89,82 13,561 1.218.044 Karfi 39,00 38,00 38,49 18,183 699.842 Ufsi 49,00 43,00 47,44 30,830 1.462,487 Hlýri+steinb, 41,00 26,00 31,55 9,407 296.829 Langa+blál. 52,00 49,00 49,45 2,722 134.602 Lúða 490,00 305,00 394,62 0,438 172.845 Grálúða 70,00 53,00 57,00 5,374 306.310 Skarkoli 38,00 38,00 38,00 0,098 3.724 Keila 31,00 12,00 20,78 0,502 10.432 Skötuselur 250,00 250,00 250,00 0,022 5.500 Undirmál 32,00 18,00 21,04 2,639 55.524 Rauðmagi 145,00 135,00 139,86 0,074 10.350 Gellur 235,00 235,00 235,00 0,023 5.405 Hrogn 195,00 95,00 106,67 0,559 59.630 Blandað Samtals 39,00 39,00 39,00 64,59 0,010 162,188 390 10.474.925 Á mánudag verða meðal annars seld 100 tonn af ufsa úr Ásgeiri RE og óákveðið magn af blönduðum afla úr bátum. sér öskupoka sem þau hengja aft- an í grandalausa borgarbúa. Iþrótta- og tómstundaráð mun samkvæmt venju standa fýrir skemmtun á Lækjartorgi þar sem allir sem vilja geta flutt frumsam- in skemmtiatriði. Þeir sem vilja koma með skemmtiatriði hafi sam- band í síma íþrótta- og tómstund- aráðs. Allt kemur til greina t.d. söngur, dans, töfrabrögð, eftir- hermur, hljómsveitir o.fl. Á öskudag verður einnig haldið í Bláfjöllum skíðamót grunnskóla í samstarfí við Bláfjallanefnd. Öll- um skólum á Stór-Reykjavíkur- svæðinu hafa verið sendir þátt- tökulistar þar sem böm og ungl- ingar geta skráð sig til keppni. Skíðamót skólanna hefur verið haldið undanfarin ár og tekist vel. Áður en mótið byijar verður „kött- urinn“ sleginn úr tunnunni eins og tilheyrir á þessum degi. Afli Sandgerðis- báta glæðist: 396 toiinurn landað úr 59 bátum Sandgerði SÍÐASTLIÐINN fimmtudag lönduðu 59 bátar samtals 396 tonna afla í Sandgerði, og var þar aðallega um línufisk að ræða, en þetta er það mesta sem landað hefur verið í Sandgerði í langan tíma. Á miðvikudaginn lönduðu 64 bátar, bæði smáir og stórir, samtals 206 tonnum. Dagfari landaði loðnu tvisvar sinnum í Sandgerði á fímmtudag- inn, samtals tæplega 800 tonnum. í fyrra skiptið þurfti hann að losa hluta af aflanum í Njarðvík, þar sem hann komst ekki inn í höfnina í Sandgerði vegna þess hve inn- siglingarrennan þar er grunn. Sigurður — . ---------- GENGISSKRÁNING Nr. 37 22.febrúar 1990 Kr. Kr. Toll- Ein. Kl. 09.1 B Kaup Sala Gangi Dollari 59,86000 60,02000 60,27000 Sterlp. 102,58500 102,85900 101,07300 Kan. dollari 50,11500 50.24900 50,63600 Dönsk kr. - 9,29860 9,32350 9,30450 Norsk kr. 9,27920 9,30400 9,29810 Sænsk kr. 9,81550 9,84180 9,84400 Fi. mark 15,22190 15,26260 15,24860 Fr. franki 10,55360 10,58180 10,58850 Belg. franki 1,71670 1,72130 1,72020 Sv. franki 40,48830 40,59660 40,57220 Holl. gyllini 31,76690 31,85180 31,94380 V-þ. mark 35.79610 35,89180 35,98210 It. Ilra 0,04835 0,04848 0,04837 Austurr. sch. 5,08260 5,09620 5,11200 Pori. escudo 0,40670 0,40770 0,40830 Sp. peseti 0,55450 0,55600 0,55510 Jap. yen 0,41185 0,41295 0,42113 Irskt pund 94,95900 95,21300 95,21200 DR (Sérst.) 79,60240 79,81520 80,09700 ECU, evr.m. 73,19380 73,38950 73,29130 Tollgengi fyrir febrúar er sölugengi 29. janúar. Sjálfvirkur simsvari gengisskráningar er 62 32 70. Gengisskráning 23. feb. er sú sama og fyrir 22. feb. vegna bilunar f tölvukerfi Seölabankans. Lofta- pSðtur og lím Nýkomin sending Þ.Þ0RGRÍMSS0N&C0 Ármúla 29, Reykjavík, sími 38640 í frétt um dráttarbáta Reykjavíkurhafnar í blaðinu í gær voru þeir ranglega sagði hafnsögubátar og er beðist velvirðingar á þeim mis- skilningi. Þá var í myndatexta sagt að Jötunn væri Magni tvö, sem er alls ekki rétt en hér er birt rétt mynd af Magna tvö. LyíJaJræðmgar mótmæla auglýsingu apótekara MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá stéttarfélagi lyfjafræðinga: „Félagsfundur Stéttarfélags íslenskra lyfjaf'ræðinga, haldinn 21. febrúar 1990, mótmælir eindregið auglýsingu stjómar Apótekarafé- lags íslands í dagblöðunum þann 20. febrúar sl. um heimsendingar- þjónustu á lyfjum. Þar er gróflega vegið að starfsheiðri lyfjafræðinga og annarra starfsmanna Lauga- vegs-apóteks og harmar Stéttarfé- lag íslenskra lyijafræðinga þetta frumhlaup apótekarafélagsins.“ Ábendingar frá LÖGREGLUNNI: Fólk, hestar og vélsleðar Á snjóatímum kvartar hesta- fólk talsvert yfir akstri vélsleða á svæðum sem það notar. Aðal- lega er um að ræða svæði í kring- um og í nágrenni við hesthúsa- byggðir, reiðgötur og algengar reiðleiðir. Fólk bendir réttilega á, að samspil umferðar af þessu tagi og vélsleðafólks fari illa saman af eðlilegum ástæðum og sé á stundum beinlínis varhuga- vert. í 4. grein umferðarlaganna eru almenn ákvæði um megin- reglur fýrir alla umferð og gilda því jafnt fyrir reiðmenn og vél- sleðafólk. Þar segir m.a. að veg- farandi skuli sýna tillitssemi og varúð svo að ekki leiði til hættu eða valdi tjóni eða óþægindum og þannig að ekki trufli eða tefji umferð að óþörfu. í 43. grein umferðarlaganna segír m,a, að torfærutæki (þar með taldir vélsleðar) megi ekki aka á vegí, sem ekki er einkaveg- ur. Ef það reynist hins vegar nauðsynlegt má aka eftir vegin- um skemmstu leið sem hentug er og þá ekki hrðar en 40 km/klst. í þéttbýli má t.d. ekki aka vélsleðum á götum eða ann- ars staðar sem bannað er að aka vélknúnum ökutækjum, s.s. á umferðareyjum eða annars stað- ar utan vegar, nema í sérstökum tilvikum. Bann hefur verið lagt við akstri vélsleða á fólkvöngum, s.s. á skíðasvæðunum í Bláfjöll- um. Þá má telja eðlilegt að vél- sleðum sé ekki ekið eftir reiðgöt- um sem og á göngustígum. Þegar horft er til samspils reiðmennsku og aksturs vélsleða ber að vekja athygli á hugtökun- um gagnkvæm tillitssemi og var- úð. Sérstök skylda hvílir á öku- manni vélsleða þar sem fólk eða dýr eru annars vegar. Þegar t.d. maður á hesti og maður á vél- sleða mætast má telja sjálfsagt að sá síðarnefndi dragi úr hraða, og jafnvel stöðvi ef svo ber und- ir, þangað til sá fyrrnefndi hefur örugglega farið framhjá. Einnig má telja sjálfsagt, að þegar vél- sleðamaður þarf að komast framhjá reiðmanni dragi hann úr hraða, víki eins vel til hliðar og aðstæður leyfa á hveijum stað og gæti þess að valda eins lítilli truflun og mögulegt er. Jafn sjálfsagt má telja að vél- sleðafólk aki ekki um á svæðum á eða í nálægð við hesthúsa- byggðir og að reiðmenn forðist svæði, sem alla jafna eru notuð af vélsleðafólki. Gagnkvæmur skilningur, til- litssemi, virðing og varúð geta komið í veg fyrir ótrúlegustu vandamál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.