Morgunblaðið - 24.02.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.02.1990, Blaðsíða 40
40 0t’(!X flAÚ5iaag .l>g H'JOAQHÁDUAJ <3IGAJaHU0HOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1990 rnmmn „þú \Aré>ist hafa. þd hæfHeiho. sem \/ié leitum oi) hjóu bókhalda.rrx-. " Ást er ... \J.-LO ... að vera snjókarlinn hennar. Ég er búinn að finna upp smergilsteininn... HÖGNI HREKKVÍSI Að vera eða vera ekki dýravinur Til Velvakanda. „Af afglapa getur aðeins illt hlotist." Grein var í Velvakanda hinn 9. febrúar síðastliðinn undir heitinu „Tilfinningalausir menn?“ Þar lýsir Magnús H. Skarphéðins- son á djarfan og óvandaðan hátt hræðilegum veiðiaðferðum sam- landa okkar á meindýrum með því sem hann kallar „lásboga“. Lásbogi er og hefur aldrei verið notaður við meindýraveiðar svo ég viti. Dýrabogi aftur á móti er og var notaður, en hann er til af ýmsum stærðum og gerðum. Ég hvet Magnús H. Skarphéðinsson til að fræðast betur um það „morð- vopn“, eins og hann kemst að orði, áður en hann fer að lýsa því fýrir lesendum Morgunblaðsins. Einnig hefði verið skynsamlegra að kalla mann þann sem veist er að „undrandi samlanda okkar“, en „stoltan samlanda okkar“. Hann var einfaldlega að vitja dýraboga er hann hafði komið fyrir í lækjar- sprænu og reyndist tófa hafa lent í boganum þótt tófur séu yfírleitt vatnshræddar. Þar að auki er bláref ekki ábæt- andi á meindýr og rándýr hér á landi. Það geta verið bæði dýr og menn. Ég nefni til dæmis suma meðlimi í samtökunum Sea Shep- herd. Og ekki fyrir mörgum árum sá ég mannveru í blárri úlpu sem sneri baki í sjónvarpsmyndavél. Ekki talaði hún mjög málefnalega. Stuttu áður hafði tveimur hval- veiðiskipum okkar íslendinga verið sökkt. Vaktmaður var um borð, en sem betur fer sakaði hann ekki. Og þeir sem þetta gerðu eyðilögðu eignir okkar Islendinga í Hvalfirði. Magnús ætti frekar að ræða um þessa hluti en um lásboga sem hann veit ekki hvað er. Eru þessir menn vitsmunaverurnar sem unna náttúru vorri og dýralífi? Gísli Konráðsson Þessir hringdu . . «K-—1B % Háttvirtir Trillukarlhringdi: „Ég kann því ósköp ill þegar ráðherrar og þingmenn titla hvem annan hæstvirtur. Þeir standa ekki undir því, vegna þess að það er Guð einn sem er hæstvirtur. Þeir ættu að láta nægja að segja háttvirtur." Of seinnt á dagskrá Á.V. hringdi: „Ég vil taka undir með konu sem skrifaði í Velvakanda fyrir skömmu og bendir á að bestu þættimir eru venjulega síðla kvölds á dagskrá hjá Ríkisút- varpinu. Eins er það með sjón- varpið, góðar bíómyndir em yfir- leitt seinast á dagskránni. Væri ekki hægt að breyta þessu?“ Hundur Svart og brúnn collie-hundur, merktur með nafni og símanúm- eri, fór að heiman frá sér að Miðbraut á Seltjarnarnesi 19. febrúar. Vinsamlegast hringið í síma 611990 ef hann hefur ein- hvers staðar komið fram. Skór Svartir, reimaðir, öklaháir gönguskór nr. 38 voru teknir í misgripum á Heilsuhæiinu í Hveragerði 27. janúar. Vinsam- legast hringið í síma 93-41140 eftir kl. 18 ef þeir hafa fundist. Hanskar Svartir leðurhanskar töpuðust 2. febrúar við Lækjargötu, Laugaveg eða í leigubíl fyrir utan Markland. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í síma 22722 á dagdnn eða 678512 á kvöldin. Ljót mynd Oddfríður Sæmundsdóttir - hringdi: „Ég var undrandi og hneyks- luð yfír leikriti Hrafns Gunn- laugssonar sem var sýnt 19. þ.m. Ég skil ekki í þeim hjá Sjón- varpinu að sýna þetta á besta tíma. Mér fannst myndin svo ljót að hún á ekki rétt á sér. Maður hlakkar til að sjá eitthvað skemmtilegt og svo fær maður þetta.“ Bolluvika B.S. hringdi: „Ég er ekki sáttur við hvernig bolludagurinn er farinn að þenj- ast yfir alla vikuna, þetta er eins og að borða jólasteikina á Þor- láksmessu. En það er víst þessi ofrausn á öllu í nútímanum." Úr Gyllt kvenmannsúr tapaðist í Þingholtunum fyrir tveimur vik- um. Finnandi vinsamlegast hafí samband við Helgu í síma 18399. Styrkur fyrir hvað? Ellilífeyrisþegi hringdi: „Alþýðubandalagið getur ekki tekið á sig allar rúblurnar er sendar voru öllum kommúnista- flokkum. Það er fyrnt eins og kaffibaunagróðinn, sem átti að lækka kaffið, en varð innlyksa hjá SÍS-hringnum. Þegar aukinn er styrkurinn til Þjóðviljans þá á landslýðurinn að fá skýringu á þjóðfrelsisbaráttu blaðsins og í hveiju hún er fólgin.“ Frakki Ljós frakki kom í leitirnar sl. laugardagskvöld. Upplýsingar í síma 666491. Úr Gyllt kvennúr tapaðist milli jóla og nýárs. Finnandi vinsam- legast hringi í síma 673910 eða 39202. Hálsmen Gullhálsmen með ígreyptum steini tapaðist á bílaplaninu fyrir utan Eyjabakka í Breiðholti fyrir nokkru. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 42814. Fundarlaun. Víkveiji skrifar IViðskiptablaði Morgunblaðsins í þessari viku var sagt frá nám- skeiðahaldi í Landsbankanum sem ætlað er að bæta þjónustu bank- ans. Það vakti athygli Víkverja hvaða viðhorf liggur á bak við námskeiðahaldið, nefnilega að markmiðið með því sé að starfs- fólkinu líði betur í vinnunni, en ekki að hvetja það til dáða fyrir bankann svo honum vegni betur í samkeppninni. Þarna liggur það sjónarmið til grundvallar, að gæði eigi upptök sín hjá einstaklingun- um, hvort heldur er við þjónustu- störf í banka eða framleiðslu á fiskblokkum. Til að efla gæði þarf því að byrja á því að tryggja vellíðan starfsmanna, að sam- vinna og almennar umgengnis- reglur séu í hávegum hafðar. Æ fleiri stjórnendur átta sig á því, að gæði fást ekki með reglum, boðum og bönnum, heldur með því að hver einasti starfsmaður sé meðvitaður um mikilvægt hlut- verk sitt og hafi eitthvað um það að segja. Þarna geta yfirmenn ráðið miklu. Framkoma þeirra og stjórnunaraðferðir ráða því oft hvort andi samvinnu og baráttu- vilja ræður ríkjum, eða sundur- þykkju og afskiptaleysis. Sem bet- ur fer heyrir það orðið til undan- tekninga að yfirmenn stýri fólki með tilskipunum og yfírgangi. Enda leiðir slík framkoma ævin- lega til áhugaleysis starfsmanna á vinnunni og gæðum hennar. Yfirmenn sem kvarta undan áhugalausum og lélegum starfs- mönnum eru því yfirleitt að kveða upp dóm yfir sjálfum sér miklu fremur en undirmönnum sínum. XXX Fróðlegt verður að fylgjast með fyrstu skrefum hins nýja Fjöl- miðlaskóla íslands. Það hefur lengi verið talað um þörf fyrir íslenska fjölmiðlamenntun og þá helst við háskólann. Lítið hefur hins vegar farið fyrir framkvæmd þeirra hugmynda. Fjölmiðlaskól- inn er í einkaeign og verður fjár- magnaður með skólagjöldum ein- vörðungu. Nám við skólann er óneitanlega kostnaðarsamt. Ef gæði menntunarinnar standa und- ir þeim kostnaði þarf þó ekki að hafa áhyggjur af framtíð skólans. XXX laðamenn hér á landi hafa hingað til verið sjálfmenntað- ir að mestu, eða réttara sagt, þeir eru aldir upp á fjölmiðlunum; eru þar í verknámi undir leiðsögn reyndra manna. Þrátt fyrir allt er betri fjölmiðlaskóli ekki til. Þó nokkrar umræður hafa verið um réttmæti sérstakrar fjölmiðla- menntunar á Norðurlöndunum, en þar gengur hún-svo langt að menn eiga nánast enga möguleika á því að verða blaðamenn, nema ganga fyrst í sérstakan blaðamanna- skóla. Þeir sem gagnrýna það fyr- irkomulag benda á, að slíkir blaða- menn séu „gerilsneyddir" og allir steyptir í sama mót. Miklu betra sé að fá vel menntað fólk úr ýms- um greinum þjóðlífsins og kenna • því starfsaðferðir blaðamanna. Sömu gagnrýninni er beint að því að taka fólk beint úr skóla og gera að blaðamönnum. Því fjöl- breyttari starfsreynslu sem fólk hafi þeim mun meiri möguleika eigi það á að verða góðir blaða- menn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.