Morgunblaðið - 24.02.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.02.1990, Blaðsíða 14
-M'oiIÓUNRLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24, FEBRÚAR -l'gW Brautryðjandastarf til að stuðla að bættri heilsu líkamsbeitingu og viðeigandi vinnuaðstöðu. Farið verður yfir hvaða þættir eru helstu orsaka- valdar verkja í vöðvum og liðum, uPPbyggingu og starfsemi líka- mans með sérstöku tilliti til hryggj- arins, rétta líkamsstöðu og líkams- beitingu, viðeigandi og mikilvægi hvíldar og æfinga fyrir líkamann. -segja talsmenn Forvarna- og endurhæfíngarstöðvar- innar Máttar, sem opnar í byrjun mars SJÚKMJiWJN V Í L J I • V E U 1 Ð A N ÞÁTTTAKAND — r —►MíráyáÉl, (-------) SÍRfWCIEÁÐGJÓf l J j---------- UfSHATTANAMSKEK) J . ■■ SIÖKUN GEGN ; ■Jpii ÍEYFINGOG : H > OGUÁiMGAI 1 FRÁ.ÐSU [ ) WÁlfUH > VALGREINAR N__________________ ' UlCAMSBllTlNGOBi ; mmmm 1 ÚKAMSÞiÁÍiUN K:: . ■ NUDD UÓSABEKKIR VÖRUSAIA SAIARLEIGA HEIISUFARSEFTIRUT OG FORVARNASTARF 1FYRIRDUUUM \ FRAMHAIDSNÁMSKEK) \ FYRSTU helgina í mars er ráð- gert að opna forvarna- og end- urhæfingarmiðstöð í um 1.100 fermetra húsnæði að Faxafeni 14 í Reykjavík. Aðilar vinnu- markaðarins — stéttarfélög og fyrirtæki — stofnuðu hlutafélag- ið Mátt hf. vegna fyrirhugaðrar starfsemi, en Heilsugarðurinn hf. sér um reksturinn. Stöðin heitir Máttur og einkunnarorðin eru vilji og vellíðan. Að sögn Gríms Sæmundsens læknis og stjórnarformanns Heilsugarðsins verður leitast við að höfða til almennings, sem er annt um heilsu sína og vill fá leið- sögn færustu sérfræðinga. „Þetta verður starfsemi, sem ekki er til í landinu — viðbót við aðra þjónustu í heilbrigðisgeiranum. Menn vilja íjárfesta í heilsu starfsmanna sinna og öll okkar þjónusta byggir á því að vera í nánum tengslum við vinnumarkaðinn, sem í raun stendur að þessu. Þjónustan á að mótast sem þjónusta við stéttarfé- lögin og vinnuaðila." Hugmyndin að stofnun þessarar forvama- og endurhæfingarmið- stöðvar varð til vegna samstarfs Heilsugarðsins í Garðabæ og Verslunarmannafélags Reykjavík- ur, sem hófst fyrir um einu og hálfu ári. „Svona starfsemi féll vel að þeim hugmyndum, sem sjúkra- sjóðsstjóm VR hafði um forvama- starfsemi," sagði Pétur A. Maack stjómarmaður í VR og formaður Máttar hf. í miðstöðinni fer fram marg- háttuð starfsemi undir yfirumsjón læknis, en starfsfólk verður sér- menntað til að sinna hveijum starfsþætti. Meðal starfsmanna stöðvarinnar verða læknar, sjúkra- þjálfarar, sálfræðingar, næringar- fræðingar og íþróttafræðingar. Að sögn talsmanna stöðvarinnar er hér um brautryðjandastarf að ræða á þessu sviði í slíku heildarformi og sögðu þeir að ýmsir erlendir aðilar fylgdust spenntir með fram- gangi mála. Mat á heilbrigði og ráðgjöf Þátttakandi fer fyrst í'mat á heilbrigði og fær ráðgjöf sérfræð- inga. Þar fer fram greining á líkamsástandi í samræmi við svör við spurningum um heilsufar og lífsvenjur annars vegar og niður- stöður mælinga hins vegar (blóð- fitumæling, húðfitumæling og þol- mæling). Rætt er við næringar- fræðing, þátttakandi fer í viðtal og skoðun hjá lækni og fær ráð- gjöf hjá íþróttakennara eða sjúkra- þjálfara eftir mati læknis. Lögð er fram áætlun fyrir viðkomandi ein- stakling um námskeið í breyttum Iífsvenjum í samræmi við álit þess- ara sérfræðinga. Eftirlitsviðtal við íþróttakennara eða hjúkruna- rfræðing fer fram tveimur vikum eftir að námskeið hefst og að loknu sex vikna námskeiði er endurmat- sviðtal til að meta árangur og leggja línur um framhaldið. Pétur sagði að þátttakandi gæti einnig komið í stöðina til endur- hæfingar eftir t.d. slys og færi þá beint til sjúkraþjálfara eftir tilvísun læknis. Sjúkraþjálfarinn myndi síðan geta beint honum í ákveðna hreyfíngu samfara sjúkraþjálfun- inni til að stuðla að því að hann viðhaldi bata. í öðru tilviki gæti rannsókn leitt í ljós að viðkomandi þyrfti .að fara í ákveðna læknis- meðferð áður en lengra er haldið og er þá vísað til heimilislæknis síns. Lífsháttanámskeið Að lokinni greiningu er þátttak- anda beint inn á ákveðin lífshátta- námskeið. Miðað er við að nám- skeið fari ekki aðeins fram í mið- stöðinni heldur verði einnig farið út í fyrirtækin til námskeiðahalds og fræðslu. Þá verður, að sögn talsmanna stöðvarinnar, rekin. öflug heilbrigðisfræðsla frá stöð- inni með því markmiði að vekja fólk til vitundar um ábyrgð þess á eigin heilsu. Á lífsháttanámskeiðunum er boðið upp á ýmiss konar fræðslu. Á námskeiði í hreyfíngu, hollustu og heilbrigði verður farið yfir áhrif reglubundinnar þjálfunar á heil- brigði, helstu þjálfunaraðferðir og skipulagningu sjálfsþjálfunar. Námskeiðið er í fyrirlestrarformi, einn fyrirlestur vikulega, auk sýni- kennslu og þjálfunar. Á námskeiði í slökun gegn streitu verður þátttakendum kennt að þekkja streitu og ofstreituein- kenni, að meta eigið streitustig, að þekkja hvernig unnt er að ná tökum á streitu, að ráða við streitu með einfaldri slökun og kennt að öðlast hugarró með slökun. Námskeið í breyttum matarvenj- um með megrun í huga er í um- sjón næringarfræðinga, sálfræð- inga og lækna. Byggt er á fræðslu um gott mataræði með það í huga að ná fram skynsamlegri og um leið varanlegri breytingu á matar- æði og neysluvenjum. Lögð er áhersla á aukinn skilning þátttak- enda á eigin hegðun og viðhorfum og áhrifum ýmissa þátta í um- hverfinu. Ég vil ekki reykja er um það bil sex vikna námskeið í reyk- bindindi. Lögð verður áhersia á fjölbreytni í formi fyrirlestra, myndbandasýninga, léttra æfinga og hópumræðna auk mögulegrar einstáklingsráðgjafar. Meginá- hersla verður lögð á að kenna fólki að gera sér tóbaksbindindið eins auðvelt og unnt er, kenndar að- ferðir til að takast á við tóbak- slöngunina, sem fylgir í kjölfar bindindisins auk annarra þátta. Markmið skipulagningar í líkamsbeitingu og vinnustaðaleik- fimi er að draga úr álags- og slit- sjúkdómum og koma í veg fyrir vinnuslys með fræðslu um rétta Einnig verður boðið upp á ýmsa þjónustu á vinnustöðum. Þar má nefna heilsufarsathuganir á starfs- mannahópum, viðhorfskannanir á aðbúnaði ásamt úrvinnslu gagna og ráðgjöf í samræmi við niður- stöður. Sjúkraþjálfarar stöðvarinn- ar halda námskeið um rétta líkamsbeitingu og viðeigandi vinnuaðstöðu. Íþróttakennarar skipuleggja og stjóma vinnustaða- leikfimi. Boðið er upp á næringarr- áðgjöf á vinnustað og vinnustaða- nudd. Líkamsþjálfun innanhúss sem utan verður hluti af öllu nám- skeiðahaldi. Samstarf hefur náðst við Reykjavíkurborg um merkingu skokkbrauta út frá stöðinni. Þá Hluthafar í Mætti hf Hlutafélagið Máttur Hf. var stofnað 26. september s.l. Hlutafé er um 42 milljónir, en heimild er fyrir 65 millj. kr. hlutafé og er að því stefnt. Stéttarfélögin eiga um 2/3 hluta hlutaljárins, en atvinnu- rekendur um 173. Verið er að kynna verkefnið fyrir stéttar- félögum og samtökum og fyr- irtækjum með því markmiði að auka fjölda hluthafa, en eftirtaldir eru nú hluthafar: Sjúkrasjóður Verslunarmannafélags Reykjavíkur Lífeyrissjóður verslunarmanna Sjúkrasjóður Iðju, félags verksmiðju- fólks I Reykjavík Sjúkrasjóður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar Lögreglufélag Reykjavíkur Trésmiðafélag Reykjávíkur Heilsugarðurinn hf Vifilfell hf Hampiðjan hf Sjóvá/Almennar hf Mjólkursamsalan Sjóklæðagerð íslands hf B.M. Vallá hf Securitas hf Prentsmiðjan Oddi hf Flugleiðir hf Þýsk-islenska hf Áburðarverksmiðja ríkisins ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna- samkoma kl. 11 árdegis. Guðs- þjónusta kl. 14. Organleikari Jón Mýrdal. Inga Bachmann syngur einsöng í messunni. Foreldrum væntanlegra fermingarbarna sér- staklega boðið til guðsþjón- ustunnar. Foreldarafundur í safn- aðarheimilinu eftir messu og kaffi- veitingar í boði kvenfélags og safnaðar. Miðvikudag. Fyrirbæna- stund í Árbæjarkirkju kl. 16.30. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eft- ir messu. Föstumessa miðvikudag kl. 20.30. Árni Bergur Sigurbjörns- son. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti Daníel Jónas- son. Kaffisala kirkjukórsins verður að lokinni guðsþjónustunni. Þriðjudag kl. 18.30, bænaguðs- þjónusta og altarisganga. Sr. Gísli Jónasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11, Guðrún Ebba Ól- afsdóttir, sr. Pálmi Matthíasson. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Öldruð- um sérstaklega boðið til guðs- þjónustunnar. Góukaffi Bræðrafé- lagsins eftir messu. Sr. Pálmi Matthíasson. DIGRANESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. DÓMKIRKJAN: í dag barnasam- koma kl. 10.30. Munið kirkjubílinn. Haukur Ingi Jónasson. Hámessa sunnudag kl. 11. Sr. Lárus Hall- dórsson. Kl. 14. Messa. Sr. Hjalti Guðmundsson. Dómkórinn syng- ur við báðar messurnar. Organisti og stjórnandi Marteinn Hunger GUÐSPJALL DAGSINS: Matt. 3.: Skírn Krists Friðriksson. Miðvikudag 28. febrú- ar. Bænaguðsþjónusta kl. 17.30. Sr. Hjalti Guðmundsson. LANDAKOTSSPÍTALI: Messa kl. 13. Organisti Birgir Ás Guð- mundsson. Sr. Hjalti Guðmunds- son. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10. Altarisganga. Sr. Magnús Björnsson. Organisti Kjartan Ólafsson. Föstumessa miðvikudaginn 28. febrúar kl. 18. Pétur Þorsteinsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Umsjón Ragnheiður Sverrisdóttir. Guðs- þjónusta kl. 14. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Organisti Guðný M. Magnúsdóttir. Miðviku- dag, guðsþjónusta með altaris- göngu kl. 20.30. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústsson, organisti Guðný M. Magnúsdóttir. Sóknar- prestar. GRAFARVOGSPRESTAKALL: Messuheimilið Félagsmiðstöðinni Fjörgyn við Foldaskóla. Barna- messa kl. 11. Sunnudagspóstur — söngvar. Aðstoðarfólk Guðrún, Valgerður og Hjörtur. Skólabíll fer frá Hamrahverfi kl. 10.45. Messa kl. 14. Kirkjukór Grafarvogssóknar syngur, organisti Sigríður Jóns- dóttir. Eftir messu verður fundur með fermingarbörnum og foreldr- um þeirra. Kaffiveitingar. Sr. Vig- fús Þór Árnason. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11, eldri börnin uppi í kirkjunni, yngri börnin niðri. Guðs- þjónusta kl. 14. Fyrirbænir eftir guðsþjónustuna. Órganisti Árni Arinbjarnarson. Kirkjukaffi í Grensási alla þriðjudaga frá kl. 14. Allir velkomnir. Biblíulestur og bænastund laugardag kl. 10. Prestarnir. HALLGRÍMSKIRKJA: í dag sam- vera fermingarbarna kl. 10. Messa og barnasamkoma kl. 11 sunnu- dag. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Kvöldmessa með altarisgöngu kl. 17. Sr. Sigurður Pálsson. Þeir sem vilja bílfar hringi í Hallgrímskirkju ísíma 10745 eða 621475. Tónleik- ar Listvinafélagsins kl. 20. Þriðju- dag: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Mið- vikudag: Föstumessa kl. 20.30. Sr. Jakob Hjálmarsson prédikar. Dómkórinn syngur. Organisti Mar- teinn Hunger Friðriksson. Fimmtudag og föstudag kl. 18: Kvöldbænir með lestri Passíu- sálma. Alþjóðabænadagur kvenna. Samkoma í kapellu föstu- dag kl. 20.30. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. BORGARSPÍTALINN: Guðsþjón- usta kl. 10. Sr. BirgirÁsgeirsson. HÁTEIGSKIRKJA: Morgunmessa kl. 10. Sr. Tómas Sveinsson. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Kirkju- bílinn fer um Hlíðarnar fyrir og eftir barnaguðsþjónustuna. Há- messa kl. 14. Sr. Amgrímur Jóns- son. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18- Prestarnir. HJALLAPRESTAKALL: Messu- salur Hjallasóknar í Digranes- skóla. Barnamessa kl. 11. Almenn guðsþjónusta kl. 14. Samvera fyr- ir fermingarbörn úr Digranes- og Snælandsskólum kl. 20-22, á Lyngheiði 21. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu Borgum sunnudag kl. 11. Umsjón hafa María og Vilborg. Messa í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Óskastund barn- anna kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14- Sr. Þórhallur Heimisson. LAUGARNESKIRKJA: í dag guðs- þjónusta í Hátúni 10b, 9. hæð, kl. 11. Messa kl. 11 sunnudag, altar- isganga. Barnastarf er á sama tíma. Eftir messu verður kaffisala. Kyrrðarstund í hádeginu fimmtu- dag. Orgelleikari, fyrirbænir, altar- isganga. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Umsjón Sigríður Óladóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Frank M. Halldórsson. Munið kirkju- bílinn. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Eftir guðsþjónustuna flytur dr. Gunnlaugur A. Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.