Morgunblaðið - 24.02.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.02.1990, Blaðsíða 44
LAUGARDAGUR 24. FEBRUAR 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Námsflokkar Reykjavíkur: 150 atvinnulaus- ir á námskeið RUMLEGA 150 manns á atvinnuleysisskrá i Reykjavík hafa sótt um sex vikna námskeið, sem Námsflokkar Reykjavíkur og Reykjavíkur- borg standa að. Námskeiðið skiptist í kjarnanám og siðan geta nem- endur valið úr ákveðnum verksviðum, verslunarsvið, umönnunarsvið og iðnaðarsvið. Að sögn Guðrúnar Halldórsdóttur skólastjóra, er þátttakan framar vonum en gert var ráð fyrir að um 80 til 100 manns hefðu áhuga á þvi námi sem í boði er. „Við erum hissa en ánægð með að svona margir sækja um nám- skeiðin, þó það geri okkur í raun erfitt fyrir, þar sem við sóttum um fé til að kenna 80 til 100 manns en nú hafa 150 látið skrá sig,“ sagði Guðrún. „Við lítum svo á að fólkið verði samkeppnishæfara á vinnu- markaðinum að námi loknu. í kjarn- anum er kenndur vinnuréttur, tryggingar, lögmál vinnumarkaðar- ins og viðskiptalífsins, samtals- tækni og tjáskipti, sjálfsefli og líkamsrækt. Ég trúi ekki öðru en að þetta 90 stunda nám eigi eftir að auðvelda fólki að fá vinnu, það gefur augaleið.“ Guðrún sagði að nemendurnir væru á öllum aldri og kæmu víða að. Þeim verður skipt niður í hópa og eru þegar komnir fjórir verslun- arhópar, einn umönnunarhópur og einn iðnaðarhópur. Vegna fjölda þátttakenda þarf að leita á náðir annarra skóla með kennslu og hefur meðal annars verið óskað eftir að- stoð frá Verslunarskólanum. Nám- skeiðin heljast í næstu viku og er kennt frá kl. 9 að morgni fram til kl. 3 síðdegis. * Landsbanki Islands: Aflamiðlun á loðnumiðunum Morgunblaðið/Kr. Ben. Nokkur loðnuskip voru í mikilli veiði fímm mílur út af Grindavík í gær og voru að fylla sig er leið á dag- inn. Háberg GK frá Grindavík fyllti sig í fjórum köstum en átti um eitt hundrað tonn eftir og sést hér hvar Guðmundur VE leggst að til að þiggja aflann enda nægði hann til að fylla þann bát einnig. Steftit að lækkun skulda- bréfavaxta frá 1. mars LANDSBANKI íslands ste&iir að því að vaxtalækkun um næstu mánaðamót nái til allra forma útlána, að sögn Brynjólfs Helgason- ar, aðstoðarbankastjóra. Hann segir að vaxtalækkun um mánaðamót- in verði í takt við það sem gert var ráð fyrir við gerð kjarasamning- ana. Mánaðarlejgur samráðsfundur Seðlabanka Islands með viðskipta- bönkunum og sparisjóðunum var haldinn í gær. Þar var farið yfir hækkun lánskjaravísitölunnar nú og spár um hækkun hennar næstu tvo mánuði, en samkvæmt bréfi banka og sparisjóða til aðila vinnu- markaðarins vegna kjarasamning- ana á að nota þær forsendur við vaxtaákvarðanir næstu fjóra mán- Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Atvinnutryggingarsjóð: Um 15-20% útlána sjóðs- ins gætu verið tapað fé uði og lækka vexti 1. hvers mánað- ar. Lánskjaravísitalan hækkaði að- eins meira í febrúar en ráð var fyr- ir gert vegna' mikillar hækkunar byggingarvísitölunnar og spáin fyr- ir næstu tvo mánuði er heldur hærri en reiknað var með við undirbúning kjarasamningana. Þó ættu almenn- ir skuldabréfavextir að geta lækkað 1. mars í 18,5% samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins, en við gerð samningana var spáð að þeir myndu lækkaí 18% ogí 14% hinn 1. apríl. Brynjólfur sagði að Landsbank- inn myndi tilkynna Seðlabanka um vaxtalækkanir á mánudag. Engir greiðsluseðlar hefðu verið sendir frá Reiknistofu bankanna í gær, þar sem kerfið hefði verið stopp. Fyrirsjáanlegir greiðsluerfíðleikar strax árið 1993 Ríkisendurskoðun telur að um 15-20%, eða um 1.500 til 2.000 milljónir króna, af útlánum Atvinnutryggingasjóðs gætu tapast vegna erfiðleika fyrirtækja sem sjóðurinn hefúr lánað til. Fari svo mun sjóðurinn komast í greiðsluvandræði árið 1993, og staða hans verða afar slæm næstu árin þar á eftir. Raunar sé hvort sem er fyrirsjáan- legt, að sjóðurinn Iendi I greiðsluerfíðleikum, þótt engin útlán tap- ist, og verði því að fá aukið ráðstöfúnarfé í formi lána eða framlaga úr ríkissjóði. Ríkisendurskoðun hefur samið skýrslu um Atvinnutryggingarsjóð útflutningsgreina, en í lögum um sjóðinn er kveðið á um að stofnunin fylgist með starfsemi sjóðsins og gefi Alþingi reglulega skýrslu um starfsemi hans. Sjóðnum var heimilað með lög- um, að hafa milligöngu um skuld- breytingar fyrir allt að 5.000 millj- ónum króna, með því að taka við skuldabréfum frá fyrirtækjum og gefa út önnur skuldabréf til lánar- drottna þeirra. Einnig hefur sjóður- inn heimild til að veita bein peninga- lán fyrir allt að 2.900 milljónum króna, árin 1989 og 1990. Þar af er beint framlag í sjóðinn um 1.000 milljónir en 1.900 milljónir voru teknar að láni erlendis. Ríkissjóður ábyrgist skuldbindingar sjóðsins. Þar sem endurgreiðslutími skuldabréfa, sem sjóðurinn gefur út, er styttri en þeirra sem sjóður- inn tekur við, telur Ríkisendurskoð- un að sjóðurinn muni fljótlega lenda í greiðsluvandræðum. Að auki sé líklegt að 15-20% þeirra fyrirtækja, sem fengið hafa lán úr Atvinnu- tryggingarsjóði, geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Samkvæmt reglugerð verður að vera grundvöll- ur fyrir rekstri fyrirtækja til lengri tíma litið, til þess að þau geti feng- ið aðstoð frá sjóðnum. Það er mat Ríkisendurskoðunar, að sjóðurinn þoli að hlutfall tapaðra skulda verði allt að fimmtungur, og geti þá fjármagnað greiðslu- vandann með erlendum lánum. Verði hlutfall tapaðra útlána hærra, telur Ríkisendurskoðun hins vegar að sjóðurinn þurfi 1.220 milljónir í viðbótarfjármagn sem útilokað sé að brúa með erlendum lánum, því sjóðstaðan yrði neikvæð árið 2002 þegar fyrirtækin eiga að hafa greitt úpp lán sín úr sjóðnum. I umsögn sinni um Atvinnutrygg- ingarsjóð telur Ríkisendurskoðun, að sjóðurinn hafí vafalítið komið í veg fyrir að rekstur sumra útflutn- ingsfyrirtækja stöðvaðist, og_ að því leyti náð markmiði sínu. A hinn bóginn skorti sjóðinn skýra og fast- mótaða langtímastefnu og sérstök ástæða sé til þess að ætla að mis- ræmi geti komið upp á milli þess skammtímamarkmiðs sjóðsins, að bæta rekstrargrundvöll útflutnings- greina, og þess langtímamarkmiðs að auka hagkvæfnni í útflutnings- greinum landsins. Ríkisendurskoðun gagnrýnir ýmis atriði í starfsemi sjóðsins. í lögum og reglugerðum um sjóðinn er gert ráð fyrir að Samstarfsnefnd lánastofnana atvinnuveganna geri tillögur um lánveitingar til sjóðs- stjórnar. En Ríkisendurskoðun bendir á, að samþykktar lánveiting- ar sjóðsstjórnar hafí verið tvöfalt hærri en tillögur samstarfsnefndar gerðu ráð fyrir. Þá segir Ríkisend- urskoðun að umsóknum margra fyrirtækja, sem sjóðurinn sam- þykkti lánveitingar til, hafi ekki fylgt þau gögn sem reglugerðir um sjóðinn gera ráð fyrir. Húsavík: Rauðmagi á borðum Húsavík. ÞRÁTT fyrir leiðinlegt tíðar- far og gæftaleysi eru Húsvík- ingar farnir að veiða rauð- maga en veiðin erfrekar treg. Frá áramótum hefur verið mjög óstillt tíðarfar og gæfta- leysi og þess vegna stopulli vinna en ella. í bænum ræða menn helst um erfiðleika bátaútgerðarinnar og bæjarstjórn hefur skipað nefnd í málið. Leikfélagið hefur sett nýja stóla í samkomuhúsið og æfir leikritið Land og syni eftir Kjart- an Ragnarsson undir stjóm Sig- urðar Hallmarssonar. Hvammur, heimili aldraðra, hefur lokið 9. starfsárinu með hagnaði í rekstri. Kaupfélag Þingeyinga varð 108 ára hinn 20. þessa mánaðar og hefur gefið út félagsblað í um 100 ár. _ Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.