Morgunblaðið - 24.02.1990, Page 16

Morgunblaðið - 24.02.1990, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRUAR 1990 Stjórnarbyltingar í Evrópu: Berlínarmúrinn og Bastillan - 200 ár eftirSiglaug Brynleifsson Franska stjórnarbyltingin endur- tekur sig í vissum grundvallaratrið- um í stjómarbyltingum sem hefjast haustið og einkum á tveimur síðustu mánuðum ársins 1989. Grundvallar- atriðin eru krafan um mannréttindi og afnám kúgunar og gjörræðis- valds, uppreisn einstaklingsins gegn ríkisvaldinu. Eðliseinkenni þess valds, sem risið var gegn þá og nú, eru í rauninni andstæð. Valdið 1789 var mennskt vald, þrátt fyrir allt, fjarri því að vera hið algjöra kúgunartæki og ógnarvald terrorsins eins og valdið var í hinum svokölluðu alþýðulýð- veldum fram á árið 1989 og hafði verið í 40 myrk ár og í 70 ár í móðurlandi terrorsins, Sovétríkjun- um. Valdið, ríkisstjórn franska kon- ungdæmisins, hafði leitast við að afnema verstu agnúa stigveldisins og samfélagsgerðar, sem var skipt upp í lögstéttir, sem hver um sig hafði alls konar sérréttindi og und- anþágur frá vissum skyldum, svo sem skattgreiðslum o.fl. o.fl. Þetta vald hamlaði ritfrelsi og málfrelsi oft meir í orði en á borði. Encycl- opædían franska var prentuð í París og dreift, þótt þar væri að finna gagngerustu gagnrýni á franskt konungsveldi og kirkju. Franska konungsveldið studdi einnig frelsis- baráttu Norður-Ameríkumanna, og sá stuðningur var megin ástæða fyrir efnahagsöngþveiti franska ríkisins á aðfangadögum byltingar- innar. Rit frönsku heimspekinganna voru lesin af öllum, sem vildu, og aðall og og borgarastétt vissu og vildu, að breytingar hefðust fram í anda mannréttindakrafna Norður- Ameríkumanna og byltingarinnar á Englandi 1689. Þegar bjarmaði fyrir almennum mannréttindum með Stéttaþinginu og afnámi sérréttinda og „kúgunar- valds“, en viss öfl innan ríkisstjóm- arinnar unnu að því að koma í veg fyrir alla slíka tilburði, með vald- beitingu og upplausn Stéttaþingsins, þá risu allir Parísarbúar upp sem einn maður gegn valdinu, og tákn valdsins í París var Bastillan. Bastillan var tekin með áhlaupi og þar reyndust vera 7 fangar. Þegar Berlínarmúrinn var opnað- ur vegna óhemju þrýstings Berlín- arbúa og vegna þess, að landauðn eftir Halldór Blöndal Sl. miðvikudag áttum við, fulltrú- ar stjórnmálaflokkanna, fund með nemendum Verkmenntaskólans á Akureyri. Við höfðum tæpar tvær stundir til að tala saman. Eg mætti þar sjö fulltrúum þess, sem í dag er kallað félagshyggja. Fyrir stuttu hét það að vera til vinstri, sam- vinnumaður eða sósíalisti, kaupfé- lagsmaður eða kommúnisti. Opinber forsjá í einhverju formi er lykilorðið hjá þessu fólki. Það kom skýrt fram, að fulltrúar stjómarflokkanna vör- uðust að nefna ríkisstjórnina á nafn eða skírskota til stefnu hennar. Fulltrúi Alþýðuflokksins, Arnór Benónýsson, hafði nokkra sérstöðu í sínum málflutningi. Hann fór ekki dult með, að ríkisstjórninni hefði mistekist og skýring hans var sú, að félagshyggju eða vinstri flokkarn- ir væru of margir. Einhver blæ- brigðamunur væri á skoðunum blasti við vegna flótta Austur-Þjóð- verja til Ungverjalands og annarra nágrannalanda, þaðan sem var greið leið vestur, þá brustu allar hömlur og þessi svívirða í hjarta Evrópu var rofin. Þjóðin reis upp gegn kúgunar- öflunum. Fangelsismúr 16 milljóna þjóðar hrundi á einni nóttu. Risið gegn valdi Fregnirnar af falli Bastillunnar fóru sem eldur í sinu um alla Evr- ópu, vöktu hrifningu og vongleði um aukið frelsi og jafnan rétt allra fyrir lögunum og rétt einstaklingsins gagnvart valdinu. Um haustið var mannréttindayfirlýsingin samþykkt á franska þinginu, og þar með lög- festing jafnréttis, helgun einstakl- ingsins gagnvart valdinu og helgun eignarréttarins. Héðan í frá skyldi helgur réttur hvers einstaklings lög- festur. Kenningar heimspekinga stigveldisins (Bodin), húmanistanna og enskra heimspekinga 17. aldar og franskra á 18. öld um þrískipt- ingu ríkisvaldsins og um ótvíræðan rétt hvers og eins til eigin mats, gjörða og frelsis, málfrelsis og rit- frelsis, voru í rauninni viðurkenndar löngu fyrir frönsku stjórnarbylting- una, sbr. endurreisnina á Ítalíu. Kenning kristninnar um ódauðlega sál mannsins var viðurkennd í lögum allra Evrópuríkja, ogþar var upphaf- ið að virðingunni fyrir einstaklingn- um. Mesti heimspekingur 18. aldar, Kant, formaði síðan þessa helgun í hinni skilyrðislausu kröfu um, að enginn mætti nota annan einstakling sér eða vissu valdakerfi til fram- dráttar. Valdið sem risið var gegn 1989 var allt annars eðlis en hrörnandi stigveldi konungsveldisins, sem þrátt fyrir allt viðurkenndi rétt hins einstaka. Þetta vald stjómenda al- þýðulýðveldanna var ómennskt vald. Einstaklingurinn var í augum þess ekkert, þýðingarlaus og réttlaus. Einstaklingurinn var gildislaus í sjálfu sér og öðlaðist aðeins gildi sem staðlaður hluti hópsins, öreigastétt- arinnar. Marxistar töldu sig hafa höndlað hinn fullkomna sannleika um manninn í samfélaginu, sem marxistar einir kynnu að byggja upp með vísindalegum aðferðum sam- félagsfræðanna til hins fullkomna samfélags kommúnismans, þar sem allar andstæður upphæfust og þar sem hin sögulega þróun og nauðsyn fullkomnaðist í stéttlausu samfélagi öreiganna, verkamanna og bænda, hinna „vinnandi stétta". Því voru og eru öll frávik frá samfélagskenningu stjórnarflokkanna, en hann væri ekki mikill. Stóra verkefnið væri að stofna nýjan „lýðræðisjafnaðar- flokk“. Alþýðuflokkurinn, einn flokka, sagði hann, er reiðubúinn til þess að leggja sig niður, eyða sjálf- um sér. Það vakti nokkra kátínu, þegar einn nemendanna greip fram í og gerði þá athugasemd að það kæmi svo sem af sjálfu sér i næstu kosningum. Það er of langt mál að rekja þær spurningar, sem bornar voru fram. En þunginn lá í því, að unga fólkið hafði áhyggjur af atvinnumálunum. Það vildi vita um afstöðuna til stór- iðju við Eyjafjörð. Mitt svar var, að líkur á henni hefðu aukist umtal- svert, eftir að bandaríska fyrirtækið Alumax fór inn í Atlantalhópinn í stað Alusuisse. Alumax er eitt stærsta fyriitæki veraldarinnar í ál- framleiðslu og hefur vilja til þess að reisa álver á stað, sem er ekki of nærri umsvifum Alusuisse. Þá Siglaugur Brynleifsson marxista eða kommúnista glæpur gegn sögulegri þróun, töf á full- komnun sósíalismans, kommúnism- ans. Slíkt vald verður að loka meðvit- undinni. Einstaklingurinn og per- sónubundið mat hans verður að víkja og færast í spennitreyju komm- únískra kennisetninga. Þar með af- skræmist mennskt gildi, sköpunar- gáfan visnar undir slíku valdi, listir og bókmenntir koðna niður í sósíal- realisma og óttinn ríkir. Stjórnað með öryggis- lögreglu og her Valdataka kommúnista í Austur- Evrópuríkjunum sigldi í kjölfar rússneskra herja í lok og eftir lok síðari heimsstyrjaldar og hernáms þessara landa. Skipting Evrópu í áhrifasvæði stórveldanna eftir stríðið var einnig bundin samningum á Jalta-ráðstefnunni. Leppstjórnum Sovétveldisins var komið á fót og til þess völdust dyggir kommúnistar. Öryggislögreglu, leynilögreglu og njósnaraneti var komið upp og í þá hópa völdust fyrrverandi nasista- böðlar, sem komu sér undan refsingu með því að gerast málaliðar hinna nýju valdhafa. Ýmiskonar götu- rennulýður, þjófar og morðingjar fylltu hópinn. Þetta lið átti allt sitt undir hinum nýju valdhöfum. Örygg- islögreglan tryggði völd leppstjórn- anna ásamt sovéskum liðsveitum, hernámsliði hinna ýmsu ríkja. Öryggissveitirnar, leynilögreglan og þétt riðið njósnaranet terroriser- aði þjóðirnar. Hinn almenni borgari, sem ekki var tengdur ríkiskerfmu, „Alþýðuflokkurinn, einn flokka, sagði hann, er reiðubúinn til þess að leggja sig niður, eyða sjálfum sér. Það vakti nokkra kátínu, þegar einn nemend- anna greip fram í og gerði þá athugasemd að það kæmi svo sem af sjálfú sér í næstu kosningum.“ kemur Eyjaijörður undir eins inn í myndina. Það komu fram áhyggjur yfir stöðu Slippstöðvarinnar og ég var spurður, hvaða líkur væru til þess, að unnt yrði að ljúka við nýsmíðina hrærðist í stöðugum ótta við þessa fulltrúa og „baráttusveitir verka- lýðsins“. Þetta lið framkvæmdi „nauðsyn- leg morð“, rán, rupl og þjófnað í nafni öreigaríkisins, sem var nú loks að fullkomnast í „alþýðulýðveldum" Austur-Evrópu undir stjórn „hetja verkalýðsins". Þýska alþýðulýðveldinu var komið á fót af Kremlveijum 1949. Ríkis- stjórnin var samansett af kommún- istum, sem höfðu dvalið langdvölum í Moskvu, og handbendum þeirra, dyggum þýskum stalínistum og trú- uðum marx-lenínískum hugmynda- fræðingum. Þessi valdahópur starf- aði samkvæmt forskriftum frá Kreml og var tengdari Kreml en aðrar leppstjómir Austur-Evrópu. Viðbrögð þeirra við uppreisnum voru harkaleg eins og skýrast kom í ljós í verkamannauppreisn í Berlín 1953. Það var fyrsta alvarlega uppreisnin í leppríkjunum og hún var kæfð í blóði. Terrorinn, sem á eftir fylgdi, lamaði frekari tilraunir til uppreisnar allt til haustdaganna 1989. Miðstýr- ingin varð algjör og eftirlitið með þegnunum það fullkomnasta sem þekktist í Austur-Evrópuríkjunum. Uppreisnartilraunin þjappaði lepp- unum enn þéttar saman og þeim sem tengdust þeim á einn eða annan hátt. Öll menningarstarfsemi var tengd marxískum kreddukenning- um, sagan var fölsuð, listir hnepptar í enn þrengri viðjar en þjóðernis- sósíalistar gerðu í valdatíð sinni. Það var margt sameiginlegt með því liði, sem ríkti í austurhluta Þýskalands frá 1933-45 og því sem stjórnaði 1949-89. Hugmyndafræðin var sósí- ölsk, ríkisvaldið taldist vera fulltrúi almannaheillar. Valdið var allt, ein- staklingurinn ekkert. Þeir, sem náðu völdunum, voru oftar en ekki fremur frumstæðir einstaklingar án tengsla við menningarlegar hefðir og arf- leifð, fullir heiftar og hefndarhugs og alteknir trú á kennisetningar hugmyndafræðanna. Þjóðfélagsvís- indi marxismans voru tvímælalaus og allt horfði til framtíðar, söguleg þróun réð ferðinni. Uppreisnartilraunir í Ungveija- landi voru kveðnar niður af sovésk- um hersveitum 1956 og tilraunir til þess að milda harðstjórnina í Tékkó- slóvakíu voru kæfðar með innrás sovéskra liðsveita og liðsveita frá næstu leppríkjum 1968. Mistök og lygar í tæpa hálfa öld tókst komm- únískum valdaklíkum að halda óskoruðum völdum í Austur-Evrópu með sovéskan her að bakhjarli. Hinn algjöri ríkisrekstur alls atvinnulífs og stöðlun mennskrar vitundar mis- tókst hrapallega eins og hafði gerst í móðurlandi sósíalismans, Sovétríkj- unum. Allar skýrslur um aukna framleiðslu reyndust einberar lygar og ástandið meðal þorra þjóðanna líktist helst þeirri mynd, sem Orwell dregur upp í „1984“. Fátækt, volæði og algjör skortur varð hlutskipti „prólanna" sem töldust um 80-85% þjóðanna. Valdaklíkunum tókst þó að falsa og ljúgja af slíkum dugnaði — að Meleyri fengi fyrirgreiðslu, sem dygði. Saga þessa máls er sorgar- saga. Ég man ekki hvort þrír eða fjórir eða fimm mánuðir eru síðan gengið var frá smíðasamningnum. Ég man ekki heldur, hversu margar nefndir hafa verið skipaðar á þessu tímabili vegna þessa máls, hvað blaðafulltrún fjármálaráðherra hefur sagt, forsætisráðherra eða iðnaðar- ráðherra. En hitt veit ég, að tap Slippstöðvarinnar vegna þessa drátt- ar er farið að skipta tugum milljóna. Að ég ekki minnist á starfsmennina, sem búið hafa við öryggisleysi og sumir orðið atvinnulausir. Ég gat ekki annað sagt á þessum fundi, af því að ég var spurður, en að ég gerði mér vonir um, að sú lausn fyndist á málinu, sem ekki kallaði á það, að ríkisstjórnin eða einstakir ráðherrar tækju afstöðu. Það qr laukrétt að Alþýðuflokkur- inn á ekki lengur erindi í íslenskum stjórnmálum. Fyrir síðustu kosning- að allur þorri þeirra, sem heimsóttu þessi ríki, sá aðeins það sem valda- klíkan kaus að sýna og það sem menn sjálfir kusu að sjá í trú sinni á framtíðarríki sósíalismans. En völdin voru í höndum manna, sem reistu völd sín á og réttlættu þau með stefnu sem hefur reynst sú mannskæðasta / stefna sem hijáð hefur mannheima allrar sögu. Lygi, hræsni, grófasta valdagræðgi og fégræðgi einkennir alla forystusveit alþýðulýðveldanna. Hvar sem þetta lið hefur farið, er lygin og hræsnin með í för, og þar sem þetta lið hef- ur náð völdunum hafa fylgt stétta- og þjóðamorð, allt frá Kambódíu, um Kína og að Eystrasalti. Þetta lið hefur reynst vera öllum valdastreð- urum ágjamara í fé og völd og eng- in mennsk vera er hræddari við að missa völdin. Sameiginlegir hags- munir þessa safnaðar tengja meðlimi hans í þursalegri þijósku við kenni- setningar marxískrar' hugmynda- fræði. Kerfið hrynur Þegar leið á níunda áratug aldar- innar var fjárhagur sósíölsku ríkjanna hruninn, nema Rúmeníu. Framleiðslan dróst stöðugt saman og aliar tilraunir til framleiðni guf- uðu upp. Það var til einskis að vinna, auk þess sem mikill hluti starfs- krafta iðjuveranna voru fangar. Það alvarlegasta var, að landbúnaðar- framleiðsla Sovétríkjanna var í mol- um og skortur á matvælum var ríkjandi. Bandaríkjamenn brauð- fæddu þegna Sovétríkjanna. Allar tilraunir þar í landi til að auka korn- framleiðsluna misheppnuðust og framleiðsla annarra landbúnaðaraf- urða nægði engan veginn. Styrjöldin í Afganistan kostaði sitt og örygggisnetið sem náði ym öll Sovétríkin kostaði sitt. Hervæð- ingin kostaði óhemjufé. Mengunin jókst hröðum skrefum og sama sag- an í þeim efnum endurtekur sig í leppríkjunum, ekki síst í Austur- Þýskalandi. Ástandið var orðið þannig í móðurlandi sósíalismans að ýmsir úr forustuliðinu sáu að grípa þyrfti til einhverra ráða. Þótt aðdá- endur sósíölsku ríkjanna á Vestur- löndum teldu, að öllu miðaði í rétta átt, og að félagslegt réttlæti og jöfn- uður ríkti, þá höfðu þegnar þessara ríkja aðra reynslu. Því urðu „félag-- arnir“ í Evrópu og víðar um heim mjög undrandi, þegar Gorbatsjov rauf þagnarmúrinn og linaði á rit- skoðuninni og hvatti til málfrelsis og breytinga á hagkerfinu. Hér á íslandi voru viðbrögð sanntrúaðra alþýðubandalagsmanna, þ.e. komm- únista, þau að telja skoðanir Gor- batsjovs bólu, sem myndi hjaðna fljótlega og að honum yrði komið til Síberíu við fyrstu hentugleika. Þetta var vissa margra úr því liði, og þeg- ar ekkert gerðist, þá varð það von þeirra og er enn. Það fór ekki hjá því, að þegnar leppríkjanna tækju við sér, þegar tökin linuðust á yfirborðinu i móður- landinu. í Póllandi hafði verið sterkt andóf frá því um 1979. Kaþólska kirkjan hafði aldrei látið Halldór Blöndal ar þóttist hann vera markaðshyggju- flokkur og formaður hans kaþól- skari en páfinn. Jafnvel nú er við- skiptaráðherrann af og til að lýsa því yfir, að hann vilji breyta ríkis- bönkum í hlutafélög til þess að reyna að brosa út í hægra munnvikið. En á sama tíma á forysta Alþýðuflokks- ins ekki annan draum dýrari en þann að ganga í eina sæng með Alþýðu- bandalaginu án þess að það geri upp Unfrt fólk vill fá ákveðin svör

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.