Morgunblaðið - 24.02.1990, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 24.02.1990, Qupperneq 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1990 Afinæliskveðja; Hjörtur E. son bóndi, Einn kunnasti maður í íslenskri bændastétt, Hjörtur E. Þórarinsson á Tjöm í Svarfaðardal, er sjötugur að aldri 24. febrúar. Hann fæddist á Tjörn þann mánaðardag árið 1920 og ólst þar upp hjá foreldrum sínum, Sigrúnu Sigurhjartardóttur og Þór- arni Kristjánssyni Eldjám. Tjöm er kirkjustaður og jörðin var prestsetur frá því snemma í kristnum sið á íslandi, allt til ársins 1917. Síðasti prestur þar var Kristján Eld- járn Þórarinsson, afi Hjartar á Tjörn í föðurætt. Sama ætt hefur setið jörð- ina í 120 ár eða frá því er séra Hjör- leifur Guttormsson langafi Hjartar gerðist þar prestur árið 1870. Móður- ætt Hjartar er frá Urðum í Svarfað- ardal. Móðir hans Sigrún var dóttir Sigurhjartar Jóhannessonar bónda á Urðum og fyrri konu hans, Soffíu Jónsdóttur. Systkini Hjartar: Þorbjörg hús- freyja í Reykjavík; Kristján Eldjám þjóðminjavörður, forseti íslands 1968-1980, d. 1982, Petrína Soffía húsfreyja á Akureyri. A,ð loknu skyldunámi í barnaskól- anum í Þinghúsi Svarfdæla á Gmnd hjá Þórarni föður sínum fór Hjörtur í Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi úr máladeild vorið 1940. Á þeim ámm ráku föður- systur hans, þær Sesselja, Ingibjörg og Ólöf, mötuneyti og leigðu út nokk- ur herbergi fyrir skólafólk í Brekku- götu 11 á Akureyri. Átti margur námsmaðurinn þar ömggt skjól og athvarf hjá þeim hjartahlýju öndveg- iskonum og þar vom Tjamarsystkin- in öll til heimilis yfir skólatíma sinn á Akureyri. Hjörtur er fjölgáfaður eins og fleiri ættmenni hans og námsgarpur hinn mesti í skóla, jafnvígur á allar greinar en líklega hafa íslenska, íslenskar bókmenntir, erlend tungu- mál og náttúrufræðigreinar verið eftirlætisfræði hans og enn leika honum tilvitnanir í Hávamál, Lilju, Cicero og Virgil létt á tungu þegar svo ber undir. Hann mundi hafa skip- að með sóma akademískan kennara- Þórariiis- Ijörn stól hvort heldur í málvísindum, bók- menntum eða náttúmfræði hefði hann valið einhverja þá leiðina, en heimahagamir voru og em honum kærir og sjálfur hefur hann sagt að sér láti betur líkamleg vinna en lang- ar setur inni við skrifborð. Hann kaus sér því nám sem kæmi honum að notum við búskap og hentaði að nokkm áhuga hans á náttúmfræði. Árið 1941, í miðju stríðinu, hélt hann til Skotlands til náms í búvís- indum við Edinborgarháskóla. Þaðan brautskráðist hann búfræðikandídat 1944. Eftir það lærði hann tækni- fijóvgun hjá Bretum sem á þeim tíma vom að þróa nýjar aðferðir við búfj- ársæðingar. Mun Hjörtur hafa lagt sig eftir þessu með ráði forvígis- manna Búnaðarfélags íslands. Heim kominn gerðist hann ráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands við búfjársæð- ingar 1945 og stofnsetti fyrstu sæð- ingarstöð á Islandi á Grísabóli við Akureyri 1946 á vegum SNE, Sam- bands nautgriparæktarfélaga Eyja- fjarðar. Má telja hann brautryðjanda í búijársæðingum hér á landi. Hann var ráðunautur SNE 1946-49 og stundakennari við sinn gamla skóla, Menntaskólann á Akureyri, 1948-49. Þegar hér var komið sögu flutti hann heim í Tjörn 1950 og tók við búskap af foreldmm sínum. En hann kom aldeilis ekki einn því tveimur ámm áður hafði hann eignast fallega og góða eiginkonu, Sigríði Ámadóttur Hafstað, bónda í Vík í Skagafirði Jónssonr og k.h. Ingibjargar Sigurð- ardóttur. Og þar hljóp á snærið hjá honum því Sigríður er mikil mann- kosta- og atgerviskona sem skipar með sæmd og skömngsskap sinn sess hvar sem er og hefur verið manni sínum styrkur fömnautur. Þeim Hirti og Sigríði hefur orðið sjö bama auðið, þau eru: Árni jarð- fræðingur hjá Orkustofnun, Þórarinn búfræðingur, járnsmíðameistari og sagnfræðingur, Ingibjörg íþrótta- kennari og bókasafnsfræðingur, Sigrún sérkennari, Steinunn félags- ráðgjafi, Kristján Eldjárn búfræðing- ur, húsasmíðameistari og bóndi á Tjöm og Hjörleifur búfræðingur og kennari. Öll hafa þau eignast maka og börn. Heimilisbragur á Tjörn hefur alla tíð verið fijálslegur og skemmtileg- ur. Hjörtur hefur verið bömum sínum góður faðir og félagi og kennt þeim að þekkja og virða náttúmna í kring- um sig. Urðu einkum synir hans snemma vel heima í grasafræði og stjömufræði undir handleiðslu föður síns. Sem dæmi um það má nefna að eitt sinn fóra eldri synimir, Ámi og Þórarinn og frændi þeirra Þórar- inn Sigurgeirsson (og Þorbjargar), sem var þá í sveit á Tjörn, allt ung- ir drengir á þeim tíma, að keppa í jurtagreiningu á Landsmóti Ung- mennafélags íslands. Þeir komu aft- ur heim með gull-, silfur- og brons- verðlaun í sömu röð og hér var talið. Hjörtur á Tjörn er í engum vand- ræðum með að kasta fram vísu þeg- ar svo ber undir og kemst þá oft skemmtilega að orði. Þessa stöku gerði hann um bamaskarann á Tjörn sem þá var á bemskudögum: Hún heitir Skammdegismorgunn á Tjörn. Ámi er í fjósi og Ungi' í skóla Imba og Sigrún að máta á sig kjóla Steinunn er enn ekki staðin á fætur Stjáni er sofandi, Hjörleifur grætur. (' Ungi var gælunafn Þórarins yngri.) Á Tjörn er risna góð og gestum veitt vel með alúðlegu viðmóti. Þar er gestkvæmt því margir þurfa að finna húsbændur. Einnig leita þangað forvitnir ferðamenn, inn- lendir og erlendir. Alltaf er gott að koma í Tjörn, þar ríkir góður andi, BOLLUR angafasta hefst núna um helgina og er víða mikið um dýrðir í kaþólskum löndum. En algengt er að gera sér glaðan dag fyrstu 3 dagana í föstuinngangi. í sjónvarpinu höfum við oft séð íburðar- miklar kjötkveðjuhátíðir og skrautsýningar, t.d. frá Suður-Ameríku. En allri gleði og léttúð á að vera lokið á miðnætti miðvikudagsnætur. Á íslandi hefur lengi verið siður að gera sér daga- mun, einkum á sprengidaginn, en þá borðuðu menn eins mikið og þeir gátu torgað, en sá siður að borða saltkjöt og baunir eru leifar af þeim sið, þó mun sá matur ekki hafa tíðkast fyrr en á þessari öld. Hér áður fyrr var einkum um að ræða hangikjöt, magál, sperðla og brauð með nógu af floti við. Síðan varð fólk að vera án þessa góðmetis þar til á páskadags- morgun. j Eg kenni bömum í gmnnskóla matreiðslu. í byijun þorra spurði ég nokkur þeirra, hvort þau vissu, hvað þorri væri. Einn úr hópnum vissi það, en hin sögðu öll að það væri gamall matur matur eins og fólk í gamla daga, borðaði á þessum árstíma. Blessuð börn- in. Það er búið að auglýsa svo mikið þorramatinn að þau vita ekki betur. Samkvæmt þessu ætti fastan bara að vera ijómaboHuát, en líklega er hvergi meira bolluát en hér á bolludaginn. íslendingar eru oft dug- legir að tileinka sér siði annarra þjóða, en frá Dönum mun bolluátið komið. Væntanlega með dönskum kaup- mönnum. En Dánir hafa samt ekki enn hellt yfír sig slíku flóði af íjómabollum eins og íslendingar gera, þótt þeir borði bollur, hafa þeir fleiri tegundir af boll- um, t.d. bollur sem bara er haft smjör eða álegg með, era það oftast grófbollur. Mér datt í hug að koma til móts við þarfir þeirra, sem ekki vilja borða ijóma og birti því uppskrift af grófbollum ásamt vatns- deigsbollum. Vatnsdeigsbollur 40-50 stk. 150 g smjörlíki 2'/2 dl vatn 150 g hveiti 6 egg suðu- eða hjúpsúkkulaði þeyttur ijómi og jarðarbeijasulta. 1. Setjið smjörlíki og vatn í pott og látið sjóða. 2. Setjið hveitið út í um leið og þetta sýður. Hrærið vel saman. Setjið í skál og látið kólna örlítið. 3. Setjið deigið í hrærivélar- skál, hrærið eitt egg í senn útí og hrærið vel á milli. 4. Setjið bökunarpappír á bök- unarplötu. Setjið bollurnar á pappírinn með skeið eða sprautið úr sprautupoka með víðum stút. 5. Hitið bakaraofn í 190°C, blástursofn í 170—180°C, setjið plötuna í miðjan ofninn og bakið í um 20 mínútur. Athugið að ekki má opna ofninn fyrstu 5 mínú- turnar. 6. Skerið súkkulaðið í smábita, setjið einn bita ofan á hveija bollu um leið og hún kemur úr ofninum, reisn og menningarbragur og marg- ar góðar stundir hefur sá sem þess- ar línur ritar og hans fólk átt með Tjamarfjölskyldunni. Litla sóknarkirkjan er Tjarnar- hjónum hjartfólgin og láta þau sér mjög annt um hana. Kirkjugarður- inn á Tjörn er einhver hinn best hirti sem maður sér. Hjörtur og Sigríður hafa búið á Tjöm í 40 ár, tvö hin síðustu ár í félagi við Kristján son sinn og Kristjönu Arngrímsdóttur tengda- dóttur sína. Á þessum tíma hafa þau stórbætt jörðina að húsum og ræktun. Og aftur em böm að vaxa úr grasi á Tjöm með nýrri kynslóð. Svarfaðardalur er stórbrotin og sérkennilega fögur sveit og Hjörtur ann dalnum sínum mjög. Fyrir miðri sveit gnæfir fjall Svarfdæla, Stóll- inn, tígulegt og gmnnmúrað tákn byggðarinnar. Bóndinn á Tjörn er fastur fyrir eins og Stóllinn. Hann er friðsamur og félagslyndur, en fer sínar eigin leiðir, sjálfstæður í skoð- unum og beitir rökum til að skýra þær. Stundum dálítið sérvitur. Hinsvegar allra manna hnyttnastur og skemmtilegastur í samræðum, besti félagi og tryggur og góður vinur er hann þeim sem eignast vináttu hans. Hjörtur er félagshyggjumaður sem hefur veitt samvinnuhreyfmg- unni og málefnum stéttar sinnar atfylgi sitt. Honum hefur líka verið veittur mikill trúnaður á þeim vett- vangi. Hann var oddviti Svarfdæla 1954-62. Varamaður á Alþingi 1963-67. í stjóm Búnaðarfélags íslands frá 1971 og formaður þess frá 1987. Fulltrúi á Búnaðarþingi 1971-78. Formaður Búnaðarfélags Svarfdæla 1952-54 og .1968-73. f Náttúmverndarráði 1972-79. í stjóm KEA, formaður 1972-87. Mörgum fleiri félagsmálum og trún- aðarstörfum hefur Hjörtur gegnt þó hér verði eigi talin. Má nærri geta að tekið hefur þetta allt mik- inn tíma frá búskapnum og valdið miklum fjarvistum frá heimilinu. Kemur sér þá vel að eiga góða eigin- konu og samhenta fjölskyldu að bakhjarli. Hjörtur hefur alla tíð verið mik- ill náttúraunnandi og fjallgöngur hefur hann stundað frá blautu barnsbeini. Enginn annar maður mun nú þekkja betur af eigin raun fjöllin sem girða Svarfaðardal, 1200-1400 metra há, því mörg þeirra hefur hann klifið og þá oft í fylgd með Sigríði eða einhveiju barna sinna eða góðum félögum úr Ferðafélagi Svarfdæla. Stundum á veturna þegar vel viðrar og færi er gott stíga þau Sigríður á skíði sín á Tjarnarhlaði og heimsækja þannig vini sína á bæjunum í dalnum, oft dijúglanga leið. Hjörtur er vel máli farinn og rit- fær í besta lagi og á auðvelt með að greina kjama hvers máls. — Meðal ritstarfa hans er kaflinn um Svarfaðardal í Árbók Ferðafélags íslands 1973 og Afmælisrit Spari- sjóðs Svarfdæla 1884-1984. Hann hefur verið útgefandi og annar rit- stjóri mánaðarblaðs Svarfdæla, Norðurslóð/Svarfdælsk byggð frá byijun 1977. Útgáfa Norðurslóðar er kapítuli út af fyrir sig og ber vitni um óvenjulegt framtak og ræktarsemi við heimahagana. Blaðið er mikit framlag útgefenda til menningar i byggðarlaginu. Það er útbreitt með- al Svarfdæla heima og brottfluttra og víðar. Hjörtur og Sigríður hafa frá upphafi borið hita og þunga af útgáfu blaðsins, mest í sjálfboða- vinnu. Áskrifandi Norðurslóðar í öðmm landsfjórðungi komst svo að orði við undirritaðan að blaðið væri gott dæmi um það hvemig menn ættu að rækta garðinn sinn. Hjörtur hefur alla tíð verið jám- karl og hraustmenni þar til nokkur síðustu ár að heilsan hefur tekið að bila. Þrátt fyrir það gengur hann ótrauður að daglegum verkum heima fyrir og rækir með samvisku- semi þau störf í þágu almennings sem honum er trúað fyrir. Við Þuríður sendum afmælis- barninu og Sigríði og öðmm í fjöl- skyldunni á Tjöm bestu kveðjur og árnaðaróskir með þakklæti fyrii vináttu og margar og ánægjulegar samvemstundir. Jafnframt þessari kveðju frá sjálfum mér hef ég verið beðinn að skila kærum kveðjum til Hjartar frá stjóm og starfsfólki Búnaðarfélags íslands með þakk- læti fyrir langa og góða samveru. Júlíus J. Daníelsson Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON þá bráðnar súkkulaðið og er auð- velt að smyija því um bolluna með hnífi 7. Kælið bollumar, skerið í sundur, setjið jarðarbeijasultu og þeyttan rjóma inní. Grófbollur 12 stk. 7 dl hveiti 3 dl heilhveiti 1 msk fínt þurrger 1 tsk salt 2 tsk sykur 1 msk matarolía 1 egg 2 dl súrmjólk 2 dl heitt vatn 'á dl hveitiklíð. 1. Setjið hveiti, heilhveiti, þurr- ger, salt og sykur í skál. 2. Setjið matarolíu og egg út í. 3. Blandið saman heitu vatni úr krananum og kaldri súrmjólk. Þetta á að vera fíngurvolgt. Setj- ið út í mjölblönduna og hrærið vel saman. 4. Setjið filmu yflr skálina og látið lyfta sér á volgum stað í 40 mínútur eða lengur. 5. Setjið ögn af hveiti á borðið, takið deigið úr skálinni, hnoðið örlítið en mótið síðan 12 bollur. Hnoðið þær vel svo að þær verði vel kringlóttar. 6. Setjið hveitiklíð á disk og veltið bollunum upp úr því. Legg- ið á bökunarpappír á bökunar- plötu. Látið lyfta sér á volgum stað I 20 mínútur eða lengur. 7. Hitið bakaraofninn í 210°C, blástursofn í 190oC, setjið plötuna með bollunum í miðjan ofninn og bakið í 15—20 mínútur. Meðlæti: Smjör, ostur eða ann- að álegg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.