Morgunblaðið - 24.02.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.02.1990, Blaðsíða 32
32 MÖRGÚNBLAÐÍÐ LAÚGARÖÁGÚR 24. FÉBRÚÁR Í99Ö Minning: Sigríður Ágústs- dóttirfrá Bíldudal Fædd 23. maí 1914 Dáin 15. febrúar 1990 Við söfnumst saman í Bíldudals- kirkju í clag ættingjar og vinir Sigríðar Ágústsdóttur til þess að minnast merkrar ævi og þakka Guði fyrir þá blessun sem við þáðum af lífi hennar. Með henni er gengin mikilhæf kona og einkar umhyggju- samur ástvinur. Guðrún Sigríður hét hún fullu nafni og fæddist á Bíldudal 23. maí 1914. Foreldrar hennar Jakobína Pálsdóttir og Ágúst Sigurðsson. Jakobína var dóttir sr. Páls prófasts í Vatnsfirði Ólafssonar, dómkirkju- prests og síðar prófasts á Melstað í Miðfirði Pálssonar og Amdísar Pétursdóttur verslunarstjóra á Borðeyri Friðrikssonar í Akureyjum Eggerz. Móðir sr. Páls var Guðrún Stephensen úr Viðey og móðir Amdísar Jakobína Pálsdóttir amt- manns Melsteð. Ágúst var sonur Sigurðar á Hólalandi í Borgarfirði eystra Ámasonar bónda og ljósföður á Stokkhólma í Skagafirði Sigurðs- sonar og konu hans Guðrúnar Sig- fúsdóttur frá Gilsárvallahjáleigu. Móðir Sigurðar var Margrét Magn- úsdóttir frá Syðra-Vallholti í Seylu- hreppi. Á Bíldudal bjuggu einnig systur Jakobínu: Guðrún kona Þorbjargar Þórðarsonar læknis og Sigriður kona Hannesar B. Stephensen, kaupmanns. Síðar flutti Böðvar bróðir þeirra vestur og varð kaup- félagsstjóri í Amarfirði og fékk Lilju Ámadóttur frá Auðkúlu. Ágúst hafði komið vestur frá Seyðisfirði, þar sem hann var uppalinn, til versl- unarþjónustu hjá Hannesi. Síðar tók hann við rekstri Bíldudalseignanna um skeið og eftir að þær komust í eigu Gísla Jónssonar, alþingis- manns, varð hann verslunarstjóri. Ágúst og Jakobína bjuggu lengst í Valhöll á Bíldudal. Höfðu þau jafn- an buskap heimilinu til framfæris og ráku auk þess bú í Dufansdal seinustu ár sín. Var Jakobína ekki síður í forstöðu fyrir búrekstrinum en Ágúst, en hún var búkona mikil að uppeldi og eðlisfari. Hún spilaði á orgelharmóníum og hafði góða söngrödd. Yfir henni var fáæt reisn. Agúst hafði hafist af sjálfum sér úr fátækt eystra. Hann hafði góðar gáfur til lífs og sálar, var íþrótta- maður og lipur hagyrðingur, gam- ansamt góðmenni og mannasættir. Margir vestra kunna sögur af við- skiptum hans við bændur og við- skiptavini og em þær allar á þá lund að hann hafi glögglega greint hvað hverjum kom og afgreitt mál á einkar manneskjulegan hátt. Þau Jakobína og Ágúst eignuðust auk Sirríar sem var frumburður þeirra sex böm sem öll hafa látið sín að góðu getið. Þau eru: Unnur, kaupsýslumaður í Reykjavík, Amdís, húsmóðir á Bíldudal, Hjálm- ar, verkstjóri á Bíldudal og síðar eftirlitsmaður í Reykjavík, Páll heit- inn, skólastjóri á Patreksfirði og síðar á Fáskráðsfirði, Jakob, raf- veitustjóri á Ólafsfirði, og Hrafn- hildur, kaupkona á Patreksfirði. Auk þeirra ólu þau upp Karólínu sálugu Sigurðardóttur húsmóður í Reykjavík og Ingibjörgu Ormsdótt- ur verkakonu á Bíldudal. Mikill samgangur var við frænd- fólkið, systkinaböm Jakobínu ogvar með bömunum og þessu fólki öllu góður félagsskapur. Átti Sirrí, eins og við kölluðum hana jafnan, því góð og holl uppvaxtarár. Hún hafði góðar erfðir og var vel gerð til sálar og líkama. Hún prýddi sérhvem stúlknahóp og var glöð og holl lags- stúlka. Sirrí gekk að eiga mikinn prýðis- mann, Gísla Guðmundsson, stýri- mann frá Tálknafirði, 27. október 1937. Foreldrar hans vom Guð- mundur Hallsson og Margrét Ein- arsdóttir í Steinhúsum á Sveinseyri við Tálknafjörð. Þau voru valinkunn sæmdarhjón í sinni sveit. Sirrí og Gísli gerðu bú sitt í svokölluðu Jóns- t Ástkær eiginkona mín, móðir og fósturmóðir, KATRÍIM SIGRÚN ÁGÚSTSDÓTTIR, Smáratúni, Vatnsleysuströnd, lést á heimili sínu 22. febrúar. Guðbergur Sigursteinsson, Ágúst Þór Guðbergsson, Steinar Smári Guðbergsson, Magnús fvar Guðbergsson, Guðfinna Guðmundsdóttir. t Elskulegur faðir okkar, sonur, bróðir og hjartkær vinur, GUÐMUNDUR ÓMAR DAGBJARTSSON, Langholtsvegi 35, Reykjavík, lést þriðjudaginn 21. febrúar. Drífa Guðmundsdóttir, Dagbjartur G. Guðmundsson, Guðrún H. Guðmundsdóttir, Dagbjartur Geir Guðmundsson, Kristín Dagbjartsdóttir, Inga Dagbjartsdóttir, Lára Erlingsdóttir. t Útför móður minnar, tengdamóður, systur og ömmu, STEINUNNAR MARÍU JÓNATANSDÓTTUR verður gerð frá Súðavíkurkirkju laugardaginn 24. febrúar kl. 14.00. Jónatan Ingi Ásgeirsson, Lilja Ósk Þórisdóttir, Kristján Jón Jónatansson, Sædís Maria Jónatansdóttir, Valgerður Jónatansdóttir, Steinunn Björk Jónatansd., Magnea Jónatansd., Kristján Jón Jónatansson. húsi á Bíldudal. Þau eignuðust tvo syni, Öm og Ágúst. Gísli gekk upp í starfi sínu og réðust þau í hús- byggingu á fallegum stað í hlíðinni upp yfir miðju þorpinu. Um helgina er leið vom liðin 47 ár síðan reiðarslagið mikla féll á Bíldudal. Strandferðaskipið Þor- móður fórst og með því 22 Bílddæl- ingar. Gísli var skipstjóri á því skipi og meðal farþeganna vora Ágúst og Jakobína. Sirrí missti því í þessu hræðilega slysi bæði manninn sinn og báða foreldra sína. Varla getur nokkur gert sér í hugarlund hvemig ástatt hefur verið fyrir Bílddæling- um þá og varla þarf að spyija sig að því hvort þessi reynsla hafi ekki sett mót sitt á þá sem í hlut áttu. Hjá systkinunum í Valhöll snerist nú allt um að halda utanum Sirrí og heimilið hennar. Valhöll var seld og Amarhóll, húsið sem þau Gísli og Sirrí höfðu hafið að byggja var fullbyggt og þangað fluttust þau systkinin sem ekki vom farin að heiman. Mest munaði Sirrí um stuðning Páls heitins, bróður síns, sem var hjá henni að mestu næsta áratuginn og studdi hana við upp- eldi sona hennar. Þegar létta tók yfir hjá Sirrí fór hún að láta meira til sín taka og hafði gjarnan kostgangara um skemmri tíma og svo fór að hún rak eins konar greiðasölu í borðstofunni hjá sér. Var engum í kot vísað sem kom að borðum hjá Sirrí. Mér finnst þegar ég hugsa til baka sem Sirrí hafi stöðugt verið að bera fram mat, mikinn og góðan mat. Oft horfði ég uppá það að óvænt komu að dymm Sirríar flokkar manna og skömmu síðar sátu allir yfir kræs- ingum. Ýmis afrek hennar á þessu sviði teldust til ólíkindasagna, ef þau væm færð í sögur. Það var því að vonum að Sirrí yrði til þess valin að stýra fjölmennu mötuneyti Phil og sön við byggingu Mjólkárvirkjunar í Amarfirði. Það vom annríkir dagar og margt þar um manninn. Öm og Ágúst vom þá á unglingsaldri og unnu við virkj- unarframkvæmdimar. Sirrí fór að leyfa sér að hugsa svolítið um sjálfa sig og tók ástum Ólafs Gunnars Þórðarsonar, hins vænsta drengs. Þau gengu í hjóna- band 18. janúar 1960. Gunnar var fæddur og uppalinn á Borg í Amar- fírði, sonur þeirra traustu hjóna Þórðar Ólafssonar bónda þar og síðar verkamanns á Bíldudal og Bjamveigar Dagbjartsdóttur konu hans. Gunnar var ekkjumaður, hafði átt Kristjönu Kristmundsdóttur og höfðu þau búið á Bíldudal og eign- ast þijú böm, Petrínu, sem látin er, Sigurð Guðna og Bjarnþór. Sigurður kom til þeirra Sirríar um fermingu en hin börnin höfðu fengið heimili hjá fjölskyldu Kristjönu. Gunnar hafði lengst af verið sjó- maður en var og smiður góður og vann við ýmis störf næstu árin. Hann átti og gerði út vélbátinn Frigg um nokkurra ára bil, var verk- stjóri við verklegar framkvæmdir m.a. við hafnargerð í nokkur ár og síðar var hann verkstjóri við Rækju- ver á Bíldudal. Á þessum ámm er ég smásveinn á Bíldudal og átti gott atlæti af föðursystmm mínum, Dídí í Valhöll og Sirrí. Sirrí hafði tíma þrátt fyrir annríki til að lesa fyrir mig sögur. Og ef ég var svo aðframkominn af svengd að ég kæmist ekki þessa fimmtíu metra sem lágu heim til mín þá var ömggt að lífi mínu yrði borgið við eldhúsborðið hjá Sirrí minni. Þá létu synir hennar ekki undan bregðast að veita mér ýmis illa þegin (aldursmunur okkar var einmitt hæfilegur til slíks!) heilræði til lífsgöngunnar. Þeir höfðu þó af miklu að miðla enda fyrirtektar- + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, FRIÐRIKKU BJÖRNSDÓTTUR, Hlíðarvegi 16, Siglufirði. Kristín Ólafsdóttir, Birna Ólafsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Ásta Ólafsdóttir, EiríkurÓlafsson, Eygló Ólafsdóttir, Anna Ólafsdóttir, Ólafur Ólafsson, Valmundur Valmundarson, Baldur Kristinsson, Magnús Sigurðsson, Sveinn Sigurðsson, Sigurlaug Straumland, Bergmann Júlíusson, Bjarney Emilsdóttir, Björg Baldvinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu vina og ættmenna er sýndu okkur samúð og vináttu og heiðruðu minningu ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÞORSTEINS KR. HALLDÓRSSONAR, Borg f Garði. Anna Margrét Sumarliðadóttir, Gylfi Þorsteinsson, Haildór Þ. Þorsteinsson, Hulda Axelsdóttir, Jón Steinar Guðbjörnsson, Tómas Sumraliði Þorsteinsson, Sólbjörg Karlsdóttir, Kristjana Oddný Þorsteinsdóttir, Ingólfur Björgvin Ingólfsson og barnabörn. + Þökkum innilega samúð og vinarhug við fráfall, VALDIMARS EINARSSONAR, Grindavík. Sigríður Sigurðardóttir, Margrét Valdimarsdóttir, Jóhann Sigurðsson, Halldór Kristjánsson, Guðný Guðjónsdóttir og barnabörn. samir piltar sem Sirrí hafði skiljan- lega oft áhyggjur af, eins og foreldr- um er títt. Það var Sirrí mikill gleðidagur þegar þeir synir hennar vom vígðir í hjónaband í Bíldudalskirkju. Órn fékk Valgerðar Jónasdóttur og eiga þau nú þijár dætur: Bríet, Sigríði og Örnu Margréti og dóttursoninn Órn. Þau búa á Bíldudal og Örn er þar bifvélavirkjameistari. Ágúst fékk Kolbránar Matthíasdóttur. Þau eiga bömin, Pál, Matthías, Guðránu Sigríði og Gísla Ægi. Ágúst er verk- smiðjustjóri fiskimjölsverksmiðj- unnar á Bíldudal. Þetta fólk hefur allt látið um sig muna í atvinnuífi og menningu á Bíldudal. M.a. hafa þeir bræður báðir átt sinn dijúga þátt í merkilegu leiklistarlífi þessa smáþorps. Sirrí lét sér einkar annt um allt sitt fólk og áttu barnabörnin sérlegu atlæti að fagna hjá þeim Gunnari. Þau voru heimagangar hjá þeim enda stuttar bæjarleiðir á milli heim- ilanna. Sirrí vakti yfír velferð þeirra og vildi vita af þeim hveija stund. Þetta skapaði henni iðulega óþarfa áhyggjur sem og umhugsunin um Gunnar á sjónum og okkur fólkið hennar á ferðum. Hún var oft hrædd um okkur, enda hefur henni sjálf- sagt fundist hún hafa misst nóg. Sirrí lét sín nokkuð getið að fé- lagsmálum. Hún söng jafnan í kirkjukómum og hafði ung ágæta söngrödd. Hún starfaði ötullega að slysavamarmálum og var um skeið formaður kvennadeildar SVFÍ á Bíldudal og lét ekki sitt eftir liggja ef eitthvað stóð til í félagsmálum. Eftir að ég varð fullorðinn og kom heim í leyfum þá lærði ég að meta nýja hlið á Sirrí. Hún var minnug og sögufróð og sagði svo vel frá. Hún gaf sér þó sjálfsagt of sjaldan stund til þess að tylla sér á sagna- stólinn, en þegar svo bar undir, stigu liðnir tímar ljóslifandi fram í frásögn hennar og margt sem aðrir mundu ekki kom fram. Hún hélt góðum reiðum á farnaði okkar sem og ann- arra sér skyldra og tók Auði minni og sonum okkar þegar sem sínu fólki. Hún var hollur vinur. Eftir að frá Mjólká kom gerði Sirrí sér það að atvinnu um skeið að reka matsölu og gistingu. Síðar fór hún að vinna við rækju meðfram heimili og var við það mörg ár. Og það má með sanni segja að aldrei varð nokkur maður þess var að Sirrí vorkenndi sér að vinna. Hún var sífellt að. Fyrir þremur árum tók Gunnar við starfí eftirlitsmanns á Vestfjörð- um fyrir Ríkismat sjávarafurða og fluttust þau þá til ísaijarðar. Þá fór að Sirrí svonefndur Alzheimer- sjúkdómur og breytti þessari orku- miklu forstandskonu í sjúkling sem lifði í heimi kvíða og óvissu. Okkur sem unnum henni þykir nú sem Sirrí hafi fengið lausn frá lífi sem orðið var henni mikil byrði. Ekki þurfum við að óttast að hún eigi ekki góða heimvon svo góð sem hún vildi öllum vera og trá Frelsara sínum. Ég dáðist oft og mikið að þolin- mæði og umhyggju Gunnars fyrir Sirrí þessi síðustu ár. Ábyrgðin á heimilisstörfunum hafði ekki snert verkahring hans fram að því og var til vitnisburðar um góðan vilja, hve vel honum tókst til. Hann sagði sjálfur ef á hann var gengið að það og meira ætti Sirrí inni hjá sér og víst er það satt að vel hugsaði Sirrí um Gunnar sinn. Þetta með öðru leiðir hugann að því hversu vel fór á með þeim jafnan og gott var að vera nálægt þeim. Þá var þeim Sirrí afar mikils virði að hafa hjálp af Bjarnþóri, syni Gunnars, og Hönnu Sigurjónsdóttur konu hans sem sýndi Sirrí einstaka umhyggjusemi. Já, í dag þökkum við og kveðjum. Við þökkum fyrir líf Sirríar og allt það er guð veitti okkur fyrir hana. Við þökkum að hún skuli nú risin upp til þeirrar frægðar sem mesta hún hafði og skírð er í ljósi dýrðar Guðs hins hæsta sem umlykur end- urfundina sem hún nú nýtur og við bíðum. Gunnari og frændum mínum og fjölskyldum þeirra óskum við Auður og synir okkar og fjölskyldan úr Ásgarði öll allrar blessunar Guðs í bráð og lengd. Guð blessi okkur öllum minning- una um Sigríði Ágústsdóttur. Hún hvíli í friði. Jakob Agúst Hjálmarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.